Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 80

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 80
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is MS býður upp á fjölbreytt ostakörfu- úrval þar sem allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum. „Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, og má þar nefna Camembert og Kastala. Ost- unum fjölgar svo eftir því sem körf- urnar stækka,“ segir Kristín Ýr sem hefur yfirumsjón með ostakörfugerð- inni. „Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost og Óðals- Tind, ásamt kjöti og sælgæti og þær hafa verið mjög vinsælar til jólagjafa hjá íslenskum fyrirtækjum und- anfarin ár.“ Karfan sótt þegar hentar Kristín Ýr bendir á sérstaka nýj- ung sem MS býður upp á í ár en þar er um að ræða ostakörfugjafabréf sem gerir fyrirtækjum og almenningi kleift að gefa körfur sem viðtakendur geta svo pantað og sótt þegar þeim hentar, hvort sem er fyrir eða eftir jól. „Það er okkar von að gjafabréf- unum verði vel tekið,“ segir Kristín, „enda hafa viðtakendur þá algert val um það hvenær þeir vilja gæða sér á ostaveislunni sinni.“ Til viðbótar er hægt að bæta við lít- illi hnífaöskju, sem inniheldur tvo fal- lega ostahnífa, í allar körfur. „Sölumenn MS eru boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini sína við val á körfum og þá er einnig hægt að setja saman sínar eigin körfur sem inni- halda þá samsetningu osta og með- lætis sem hverjum einum líst best á,“ útskýrir Kristín. „Við höfum það að leiðarljósi að í öllum körfunum, óháð stærð þeirra, er hugað sérstaklega vel að því að úrval osta og meðlætis sé fjölbreytt og ekki síður að ostarnir parist vel saman á ostabakka,“ segir Kristín og minnir sælkera nær og fjær á vef MS, ms.is, en þar er að finna sérstaka jólakörfuverslun þar sem hægt er að kynna sér vöruúr- valið enn betur og panta jólaostakörf- ur eftir smekk hvers og eins. Þá minnir Kristín Ýr á upp- skriftavef MS, gottimatinn.is, en þar má finna ótalmargt gott í matinn og ekki síst gott í jólamatinn. Til að koma lesendum á bragðið lætur hún nokkrar vel valdar og fjölbreyttar há- tíðauppskriftir fylgja hér með, en þær og ótalmargar fleiri má finna á vefnum www.gottimatinn.is. Ostar og annað góðgæti til jóla Ostar eru sem fyrr vinsælir í tækifæris- og jóla- gjafir og ekki síður á veisluborðið. Falleg gjafa- karfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ost- um og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna, eins og Kristín Ýr Bjarna- dóttir hjá MS segir frá. Góðgæti Ostar sæl- keranna. Hnossgæti „Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, svo sem Camembert og Kastali. Ost- unum fjölgar svo eftir því sem körfurnar stækka,“ segir Kristín Ýr sem hefur yfirumsjón með ostakörfugerðinni. 1.200 g lambafillet (1 stk. á mann) gott sjávarsalt nýmalaður pipar 2 stk. ferskar timíangreinar (2-3 stk.) 1 dl ólífuolía 50 g smjör Aðferð: Ef ætlunin er að hafa lambakjöt í kvöldmat er gott að taka það úr ísskápn- um að morgni. Snyrta bitana, skera af aukafitu og sinar ef einhverjar eru og skera í fit- una tíglamynstur niður að kjötinu. Gætið þess að skera ekki í kjötið sjálft. Kjötið er svo kryddað vel með salti og pipar. Sett í fat og ólífuolíu hellt yfir kjötið og því velt vel upp úr henni. Svo er fatið sett inn í ísskáp, engin filma yfir og fituhliðin látin snúa upp. Einni klst. áður en kjötið er eldað er gott að taka það úr ísskápnum og leyfa því að ná stofuhita. Hitið ofn í 180°C. Bræðið 50 g af smjöri á pönnu við meðalháan hita, setjið timí- angreinarnar í smjörið og leyfið þeim að krauma með. Steikið kjötið svo á fituhlið- inni í smjörinu í góðar fjórar mínútur eða þar til puran er gullin og stökk. Snúið þá kjötinu við og stingið inn í ofn í 10-12 mínútur. Þá ætti steikin að vera fallega bleik í miðjunni. Ef þið viljið gegn- steikja kjötið er vissara að hafa það í 15-17 mínútur í ofninum. Þegar kjötið er tekið út er smjörinu og fitunni sem er á pönnunni ausið yfir kjötið. Leyfið kjötinu svo að standa í 10 mínútur áður en það er skorið. Lambafillet með stökkri puru Jólamatur 1 búnt ferskur aspas, snyrtur og endar skornir af 2 msk. smjör 75 g hveiti 5 dl mjólk 1 tsk. gott sinnep ½ tsk. worcestershiresósa ½ tsk. salt ½ tsk. svartur pipar 3½ dl rifinn ostur, t.d. Óðals, Cheddar, parmesan eða annar góður ostur Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður. Raðið aspasinum á smjörpappír sem er á ofn- plötu eða í eldfast mót, ekki of hátt. Flott að raða honum í tvær raðir þar sem skornir endarnir lenda saman. Bakið upp sósuna: Bræðið smjör, hrærið hveiti saman við smjörið í nokkrum hlut- um og úr verður hveitibolla. Hellið mjólk saman við í nokkrum hlutum og hrærið stanslaust, jafnt og þétt þar til úr verður hvítur jafn- ingur, kekkjalaus og mjúkur. Tekur 2-3 mínútur og látið suðuna halda sér. Kryddið. Setjið rifinn ost saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Hellið sósunni yfir miðju aspassins og stráið smávegis af rifnum osti yfir. Setjið í ofn í um 10 mínútur eða þar til aspasinn er eldaður í gegn og osturinn gullinn. Ferskur aspas með ostasósu 500 g kastaníusveppir (eða aðrir sveppir) 50 g smjör 1 stk. hvítlauksrif (1-2 stk) 1 tsk. þurrkað timían 1 stk. sítróna, börkurinn salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina í frekar þykkar sneiðar. Bræðið smjörið á pönnu við frekar háan hita og steik- ið sveppina. Bætið hvítlauk og timían út á og steikið að- eins áfram. Lækkið hitann, rífið sítrónubörk yfir og hrærið. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram volgt. Smjörsteiktir hvítlaukssveppir með sítrónu og timían
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.