Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 92

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 92
92 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Smáauglýsingar Bækur Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu Jóhannes Sigvaldason skrifar um ævi sína í pörtum. Leynir á sér. Norðlenski húmorinn svífur yfir vötnum. Fæst í bókaverslunum um land allt. Vestfirska forlagið Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? ✝ AðalheiðurJónsdóttir fæddist í Reykjavík 11. maí 1927. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 28. nóvember 2017. Foreldrar henn- ar voru Elín Gísla- dóttir klæðskeri, f. 30. nóvember 1900 í Holti í Kjal- arneshreppi, d. 24. ágúst 1966, og Jón Guðnason, trésmiður og bifreiðasmiður, f. 2. janúar 1896 á Kolviðarhóli, d. 28. júlí 1974. Aðalheiður giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Haraldi Sæ- mundssyni kaupmanni, árið 1955. Haraldur fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1929. Foreldrar hans voru Sæmundur Tómasson, sjómaður og tré- smiður frá Járngerðarstöðum í Grindavík, og Guðný Sigurðar- dóttir frá Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu. Þau voru bæði fædd 25. júní 1888. Guðný lést árið 1973 og Sæmundur árið 1975. Börn Aðalheiðar og fyrri manns hennar, Eltons McElw- raths, eru: 1) Elín Alice, f. 1946, rún Inga Halldórsdóttir og sam- býliskona Haralds er Íris Dögg Oddsdóttir. Íris á tvo syni. 2) Hrefna, f. 1958. Hún er gift Birni B. Björnssyni. Synir þeirra eru Björn Brynjúlfur og Arn- aldur. Dætur Björns og stjúp- dætur Hrefnu eru Birta og Brynja, móðir þeirra er Áslaug Óttarsdóttir. Birta er gift Sveini Loga Sölvasyni og eiga þau þrjú börn. Sambýlismaður Brynju er Hjörtur Jóhann Jónsson og eiga þau einn son. 3) Halla, f. 1967. Hún er gift Víði Sigurðssyni. Sonur Höllu og Péturs Péturs- sonar er Arnar Már og börn hennar og Víðis eru Védís Halla og Sigurður Tómas. Aðalheiður ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og hófu þau Har- aldur búskap í risinu á æsku- heimili hans á Spítalastíg 3. Að- alheiður bjó í Reykjavík mestalla tíð og var stolt af reyk- vískum uppruna sínum. Síðasta áratug bjuggu þau Haraldur á Strikinu 4, Garðabæ. Á yngri árum vann Aðal- heiður í Félagsbókbandinu og síðar við ýmis störf hjá Reykja- víkurborg. Hún starfaði einnig lengi í Frímerkjamiðstöðinni á Skólavörðustíg en þau Haraldur stofnuðu fyrirtækið á sjöunda áratugnum í félagi við vini sína. Útför Aðalheiðar fór fram, í kyrrþey, fimmtudaginn 7. des- ember 2017, að viðstaddri stór- fjölskyldunni. gift Hrafni Svein- björnssyni, sem á sex börn af fyrra hjónabandi. Fyrri maður Elínar var Björn Samúelsson, sonur þeirra er Sveinn Björnsson. Kona Sveins er Svandís Þorsteins- dóttir, þau eiga þrjú börn. 2) Jón Haukur, f. 1948, d. 2009. Ekkja Jóns Hauks er Sig- urlína Sch. Elíasdóttir. Börn þeirra eru Sigurður, Anna Jóna og Jón Þór. Kona Sigurðar var Eyrún Ingvaldsdóttir, d. 2014. Börn þeirra eru tvö. Maður Önnu Jónu er Hilmar Einarsson, þau eiga tvær dætur. Kona Jóns Þórs er Anna Linda Sigurgeirs- dóttir, þau eiga fjögur börn. Fyrir átti Jón Haukur dótturina Ragnheiði, hún er gift Guðbjarti Péturssyni og þau eiga þrjár dætur. Börn Aðalheiðar og Haralds eru: 1) Helga Aðalheiður, f. 1956. Hún er gift Hróðmari I. Sigurbjörnssyni. Synir þeirra eru Sigurbjörn Ari og Haraldur Árni. Sambýliskona Ara er Sól- Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Aðalheiður Jónsdóttir var sannkallaður vinur minn og fé- lagi og tengdamóðir í besta skilningi þess orðs. Ég hitti hana fyrst í sunnudagslæri í Fljótaselinu, sem var náttúr- lega á mínútunni tólf, snemma hausts árið 1979. Ég fékk að fljóta með elstu heimasætunni og það varð ekki aftur snúið! Ég vissi strax að engin tengda- móðir myndi toppa þessa, þá eins og alla tíð síðan káta, glaða, orkumikla og skemmti- lega. Fjórir áratugir virðast lang- ur tími en er samt svo stuttur þegar maður lítur til baka. Árin sem Heiða og Haddi bjuggu í Fljótaselinu eru mér sérstak- lega minnisstæð, þar var at- hvarf sem alltaf var hægt að leita í og þau alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Eftirminni- legust eru skiptin sem við kom- um í jóla- eða sumarfrí eftir að Ari og Haraldur fæddust. Þá voru stundum tarnir hjá mér, tengdar flutningi einhverra tónverka, með tilheyrandi gestagangi og stússi. Heiða tók öllum opnum örmum og stjan- aði endalaust við okkur með kaffi og kökunni góðu. Oft voru þetta langir dagar sem enduðu samt alltaf með spjalli í stof- unni langt fram á nótt, þegar aðrir voru sofnaðir. Síðar, á Flókagötunni, mætt- um við feðgarnir oft til að horfa á fótbolta með Hadda, strák- arnir entust sjaldan lengi við sjónvarpið og vildu heldur spila fótbolta við ömmu Heiðu úti í garði og hún var alltaf til! Betri amma fyrirfannst ekki, ég veit að öll barnabörnin hennar geta tekið undir það, amma sem var alltaf til í að fá þau í heimsókn, sem var alltaf til í að baka og vera í marki, en var fyrst og fremst trúnaðarvinurinn sem hægt var að treysta öllum bet- ur. Heiða kunni gömlu Reykja- vík utanbókar og var gaman að ferðast með henni í gegnum söguna, sem var uppfull af kærleika til foreldranna, Gísla bróður og horfinna tíma. Æskuvinkonurnar voru líka fleiri en tölu varð á komið og Heiða efaðist aldrei um að þær myndu allar hittast aftur enda samtalinu aldrei alveg lokið. Heiða og Haddi voru ólík hjón, en þau nutu lífsins saman og gátu endalaust sagt sögur af ferðum sínum. Sögur frá Balí og Brasilíu en líka úr Borg- arfirðinum góða og hringferð- unum um Ísland með góðum vinum. Við fórum með þeim til útlanda, í sumarbústaði og úti- legur, þau heimsóttu okkur í Hollandi og á Akureyri. Alltaf voru þau til í að leggja land undir fót. Heiða ferðaðist aðallega fyr- ir framandi andrúmsloft og æv- intýri en Haddi meira til að dýpka þekkingu sína. Saman- lagt var þetta fullkomin upp- skrift að vel heppnuðu ferða- lagi. Og árin liðu og Heiða breytt- ist ekkert, alltaf sami áhuginn og lífsgleðin, það eina sem maður gat kvartað yfir var þeg- ar hún kom inn í stofu á óheppilegu mómenti í erfiðum leik og spurði hvort það væri ekki örugglega gaman! Það verður erfitt að ímynda sér lífið án hennar, eins stóran sess og hún átti í hjörtum okkar allra. Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Heiða varð uppáhaldstengda- móðir mín fyrir rúmum 30 ár- um og hefur varið þann titil á hverju ári síðan með miklum glæsibrag. Heiða var björt og hlý mann- eskja. Birtuna lagði frá brosinu sem alltaf fór á loft þegar hún sá fólk. Gleði í brosi og glampi í auga. Hlýja og birta voru sam- ofin öllu hennar fasi. Hún lýsti eins og kyndill. Heiða var opin og ræðin. Áhugasöm svo leiftraði af henni. Jákvæð og elskuleg. Hún hafði fölskvalausan áhuga á fólkinu í kringum sig og lagði aldrei nema gott til, hvern sem um ræddi. Heiða var líka mörgum góð í lífinu enda mátti hún ekkert aumt sjá. Ég geri mér grein fyrir að þetta er svolítið eins og að ver- ið sé að skrifa um móður Ter- esu en við því er ekkert að gera. Það verður að segja hvern hlut eins og hann er. Af myndum að dæma virtist oft hafa verið fremur dauft yfir móður Teresu en það var ekki dauft yfir Heiðu. Hún hafði þann góða eiginleika að hafa gaman af fólki sem líka naut þess að vera með henni. Heiða kunni þá list að segja sögu, var kát og skemmtileg í samtali. Hún var veisluglöð og oft í mörg horn að líta hjá Heiðu minni í fjölmennum mat- arboðum og veislum en aldrei skemmtilegra. Enda var hún hörkudugleg til vinnu og allra verka. Oft hlupu Heiða og Haddi undir bagga með pössun á barnabörnum, sem áttu svo alla tíð vináttu- og trúnaðarsam- band við ömmu sína og afa. Í fjölskyldunni var Heiða mið- lægur máttarstólpi sem gegndi stóru hlutverki í lífi okkar allra. Við kveðjum því okkar kæru Heiðu með söknuði og eftirsjá en ekki síður með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að vera henni samferða. Það hefur verið heiður og ánægja. Þær hlýju hugsanir um Heiðu munu áfram lýsa í huga okkar eins og kyndill og veita birtu og yl alla okkar ævidaga. Björn B. Björnsson. Eins og tíðkast í fjölmörgum nútímafjölskyldum fengum við aukasett af ömmu og afa þegar við vorum fjögurra og sjö ára. Í okkar tilfelli má líkja því við að vinna í lottóinu. Amma Heiða og afi Haddi tóku okkur opnum örmum frá fyrsta degi. Blóð- tengsl skiptu engu máli og það var afar dýrmætt fyrir litlar stelpur sem voru að venjast nýju fjölskyldumynstri að upp- lifa slíka væntumþykju. Við systur eigum dásamlegar minn- ingar úr Fljótaselinu, Flókagöt- unni og Strikinu þar sem allir voru velkomnir og vel var hugsað um alla. Þannig var það alls staðar þar sem amma Heiða kom. Fátt þótti henni skemmtilegra en að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hún var með eindæmum já- kvæð og elskuleg kona og hafði viðhorf til lífsins sem gæti verið okkur öllum til eftirbreytni. Hún trúði á það góða í hverjum og einum og beindi sjónum sín- um alltaf að því sem gott er. Við verðum alltaf þakklátar fyrir að hafa fengið ömmu Heiðu inn í líf okkar og að börnin okkar hafi fengið að eiga hana fyrir langömmu. Minning um dásamlega konu mun alltaf lifa með okkur. Birta og Brynja. Það er sárt að sakna og það var áfall að heyra að hún Heiða frænka væri látin, aðeins 90 ára gömul. Já, aðeins 90 ára gömul, glæsileg, jákvæð og glaðleg og svoleiðis man ég hana alla tíð. Allt frá bernsku- árum man ég hversu gaman var að koma til Heiðu og Hadda. Þær voru alltaf svo glaðlegar og fagnandi móttökurnar sem við fengum og ekki sakaði að mjólkurglas og kökusneið var alltaf í boði. Þær renna saman bernskuminningarnar og minn- ingarnar frá fullorðinsárunum enda breyttust móttökurnar ekki. Hún Heiða var alltaf glæsileg, bar sig vel, var alltaf glæsileg til fara og í rauninni fannst mér hún aldrei breytast. Minningarnar um nýársheim- sóknirnar til þeirra á upp- hafsbúskaparárum okkar Krist- jönu þegar elstu strákarnir okkar voru litlir eru okkur dýr- mætar. Þegar ég kynnti Krist- jönu fyrir Heiðu kom í ljós að þær höfðu verið saman á ferð með Tónlistarskólanum í Reykjavík í Austurríki. Varð þetta gleðifundur og styrkti böndin enn frekar. Þau voru aðeins tvö systk- inin, pabbi og Heiða og það var ávallt mjög hlýtt á milli þeirra og samskipti fjölskyldnanna mikil og sannur vinskapur. Það var gott að eiga þau að þegar pabbi lést eftir skammvinn veikindi fyrir tæpum nítján ár- um og þegar mamma lést, líka eftir skammvinn veikindi fyrir níu árum. Verður stuðningur þeirra seint fullþakkaður. Nú kveðjum við hana Heiðu frænku. Það er sárt að sakna en það vekur líka upp allar þær fjölmörgu góðu minningar sem vekja birtu í hjarta. Það er hægt að brosa breitt því góðu minningarnar eru svo margar. Hún er dýrmæt myndin sem við berum í hjarta okkar, myndin af glæsilegri, bros- mildri og góðri konu sem við stöndum í þakkarskuld við. Elsku Haddi, Ella, Helga, Hrefna, Halla og fjölskyldur sem og fjölskylda Nonna heit- ins. Guð veri með ykkur í sorg- inni og færi ég ykkur öllum samúðarkveðjur okkar Krist- jönu og strákanna. Guðni Gíslason. Aðalheiður Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.