Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 108

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 108
108 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Hér er gripið niður í kafla undir lok bókarinnar. [...] táknar að texti hafi verið felldur úr. Dirk í Berlín, haustið 2005 Ég var byrjuð að undirbúa flutn- ingana til Íslands einn gráan haust- dag þegar heimasíminn hringdi. Þetta hlaut að vera einhver á Íslandi eða einhver af vinum mínum eða ættingjum. Það voru ekki svo margir sem hringdu í heima- símann, þó ég væri í síma- skránni. Þegar ég leit á númera- birtinn sá ég að þetta var þýskt númer sem ég kannaðist ekki við. Sennilega var þetta skóli strákanna eða einhver vina þeirra að spyrja eftir þeim. „Halló, þetta er Dirk. Dirk frá Leipzig.“ Ég ætlaði varla að trúa því að hann væri að hafa samband eftir öll þessi ár. [...] Ég fann hvað þetta óvænta símtal kom mér í uppnám. Dirk af öllum var á leið í heimsókn til mín. Af hverju Dirk? Af hverju ekki frekar Sebast- ian? Ég var utan við mig og óróleg dag- ana fram að þessari óvenjulegu heimsókn. Minningarnar hrönn- uðust upp. Ég hafði ekki leitt hug- ann að Leipzig-tímabilinu svo lengi. Nú helltist þetta allt yfir mig. Ég var aftur byrjuð að spyrja sjálfa mig: Hvar var Sebastian og af hverju sleit hann sambandinu? Af hverju heyrði ég aldrei neitt frá honum? Ég hefði sætt mig við stutt bréf þar sem hann hefði útskýrt og/eða afsakað fram- komuna. Eftir innreið internetsins og leitarvélanna reyndi ég að fletta honum upp. Það kom ekkert út úr því. Hann var ekki heldur í síma- skránni. Vildi hann ekki láta finna sig? Af hverju fór þetta svona? Á tilsettum tíma stóð Dirk með litla ferðatösku við dyrnar hjá mér eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það var eitthvað mjög skemmtilega austurþýskt við það að maður sem virtist vera í ágætri aðstöðu til að borga fyrir hótelherbergi væri að hringja í gamlan kunningja til að fá gistingu. Dirk hafði breyst frá því að við sáumst síðast. Hann hafði bætt á sig að minnsta kosti tíu til fimmtán kíló- um, hárið og skeggið hafði gránað og hann var með nett gleraugu sem fóru honum vel. Annað en flösku- botnarnir sem hann hafði gengið með í DDR. [...] Þetta varð hinn skemmtilegasti kvöldverður. Þó Dirk ætti ekki börn, og væri svo sem enginn barnakarl, þá átti hann óskipta athygli sona minna þegar hann rifjaði upp æsku sína í DDR. Hann hafði ekki átt pabba en hann átti stjúppabba, sem hafði verið honum eins og faðir. Hann hafði líka notað vel tímann frá falli múrsins til þess að ferðast; var búinn að vera í Ástralíu, Suður- Ameríku og víðar. Þegar drengirnir voru farnir að sofa sótti ég koníakið og hellti vel í glasið hjá Dirk, en nokkrum dropum í mitt eigið til að skála við hann. Ég hef aldrei verið mikið fyrir sterkt áfengi. Ég sótti aðra rauðvínsflösku og hellti í mitt glas. Við skáluðum og samræðurnar snerust um það hvað hefði orðið um hinn og þennan í sameiginlega kunn- ingjahópnum í Leipzig. Það var eng- inn sem ekki hafði misst vinnuna, flutt, skilið og farið í gegnum aðrar stórfelldar breytingar eða áföll eða jafnvel framið sjálfsmorð. Það var vissulega áhugavert en ekki síður átakanlegt að heyra af öll- um þessum umbrotum í lífi fólks. Þegar ég loksins komst að hækk- aði ég róminn til að ná óskiptri at- hygli hans. „Við höfum ekkert talað um þá sem ég þekkti best.“ Ég tók stóran sopa af rauðvíninu. „Mig hefur lengi langað að vita hvar þið hafið verið öll þessi ár; þú, Sebastian Roth og Max Reuter. Ég hef ekkert heyrt í Seb- astian frá því fyrir fall múrsins, ekki heldur Max. Og þú hefur heldur ekki látið sjá þig í meira en fimmtán ár. Hvað voruð þið allir að bralla í DDR? Sá eini sem hefur annað slagið verið í sambandi er róninn hann Günter, en hvað varð eiginlega um ykkur hina?“ Dirk minnti mig á að hann hefði eitt sinn komið í heimsókn til mín eftir fall múrsins en fengið á tilfinn- inguna að fyrrverandi manninum mínum hugnaðist ekki innlitið svo hann hefði dregið sig í hlé. Ég þrætti ekki við hann, þetta var ekki úr lausu lofti gripið. Fyrrverandi eiginmaður minn hafði með skapbrestum sínum og ókurteisi séð til þess að hjá okkur var ekki stöðugur gestagangur. Við drukkum meira. Dirk beið ekki eftir að ég hellti í glasið hans heldur bjargaði sér sjálfur. Hann var fráskilinn eins og ég, fyrrverandi makar og hjónabönd eru alltof oft umræðuefni hjá fráskildu fólki. Ég var komin niður í hálfa rauð- vínsflöskuna þegar ég kom mér aftur að efninu. „Dirk, ég var að spyrja hvað hefði orðið um ykkur alla. Þú varst alltaf orðaður við Stasí – var eitthvað til í því?“ Þetta sló hann ekki út af laginu. „Ég er sálfræðingur og ég gegndi mörgum trúnaðarstörfum í DDR. Ég varð að vinna mjög náið með leyniþjónustunni, ekki síst til þess að verja skjólstæðinga mína. Ég var, eins og þú vissir, virkur í flokknum. Það voru allir tortryggnir gagnvart fólki eins og mér. En ég var aldrei vitorðsmaður Stasí, þó það hefði gert mér margt auðveldara á köflum.“ Ég ætlaði ekki að sleppa honum svo auðveldlega. „Dirk, ég ætla að sækja um að fá að vita hvort eða hvað Stasí skráði hugsanlega um mig á sínum tíma.“ Ég horfði beint í augun á honum þegar ég sagði þetta til að kanna viðbrögð hans. Það kom ekkert hik á Dirk: „Ertu fyrst nú að fara að leggja inn um- sókn? Af hverju gerðir þú það ekki fyrr, fyrst þú ert með svona efa- semdir um okkur? Þú átt þá vænt- anlega eftir að frétta að Stasí kom heim til mín að spyrjast fyrir um þig eftir að þú gistir á sófanum hjá mér eftir eitt af þessum kvöldum sem við vorum að skemmta okkur fram á nótt. Þú manst kannski líka eftir því að ég leyfði þér að nota símann minn svo hægt væri að hringja í þig frá Ís- landi eða Vestur-Þýskalandi. Ég þurfti líka að sitja fyrir svörum þess vegna.“ Nú var komið að því! Ég starði áfram beint í augun á honum: „Þú þekktir vel til hjá Stasí, ekki satt? Vissir nokkurn veginn hver var hvað?“ Hann kinkaði kolli. „Var Sebastian Roth á mála hjá Stasí?“ Dirk svaraði ekki strax, ég starði á hann og hélt niðri í mér andanum. Að lokum svaraði hann, rólega, rétt eins og ég hefði spurt hvort hann vildi meira koníak: „Nei, það held ég örugglega ekki.“ Ég man að ég æpti á hann: „Held- urðu? Já eða nei?“ [...] Kvöldið eftir að hann fór sat ég lengi ein vakandi. Ég var ekki vitund syfjuð. Gærkvöldið hringsnerist í höfðinu á mér. Samtalið við Dirk hafði rifið ofan af öllum sárunum sem ég hélt að væru á góðri leið með að gróa. Hvað nú? Var þetta þá svona? Gat ég trúað honum? Ég dró fram úr fataskápnum kassa sem ég hafði ekki hreyft í mörg ár. Bréf, blaðaúrklippur, myndir, allskonar skírteini, dagbók, eiginlega allt sem sneri að veru minni og samskiptum við Austur-Þýskaland. Bréfin frá Sebastian, það síðasta var stimplað í byrjun mars 1988. Ég treysti mér ekki til þess að lesa það eða önnur bréf frá honum. Það var þykkur bunki af bréfum frá Giselu, mörg þeirra upp á fleiri blaðsíður. Sú var dugleg að skrifa. Ég renndi í gegnum nokkur af þess- um bréfum. Gisela lýsti oft í smá- atriðum því sem hún hafði verið að lesa, hvern hún hafði hitt, hvernig gekk með Dustin og vonbrigðum með karlmenn sem hún var að kynn- ast. Hún hafði orðið að kyngja mörg- um svikum og vonbrigðum. Hvað var ég að kvarta? Eitt bréfið fékk mig til að taka kipp. Þetta bréf var skrifað í sept- ember 1988. Þar spurði Gisela: Ertu í einhverjum samskiptum við Dirk? Ef svo er vil ég biðja þig að tala ekki um neitt af því sem ég er að segja þér, alveg sama hvort það er merkilegt eða ómerkilegt. Hann hef- ur hagað sér mjög einkennilega að undanförnu, sumir fullyrða að hann sé í vitorði með pólitískum öflum, sem ég vil ekki nefna á nafn. Þú veist væntanlega hvað ég á við. Síðast þegar ég hitti hann spurði hann mig allskonar skrýtinna spurninga um fólkið í kringum mig. Ég las þetta nokkrum sinnum, ég hafði alveg verið búin að gleyma þessu bréfi og þessum aðdróttunum. Ég var að enda við að eyða hálfri nótt á trúnó með þessum manni og hann að enda við að sannfæra mig um að hann hefði ekkert haft með Stasí að gera. Og ekki Sebastian heldur. Var hann svona góður lyg- ari? Gat það verið? Það sem fékk mig til að vilja trúa honum var sú stað- reynd að hann hafði fótað sig ágæt- lega eftir sameininguna, meira að segja í pólitík, það gerðu ekki harð- svíraðir Stasímenn. Eitt var víst, og það var hversu löngu tímabært var orðið að fá botn í það hvort til væri Stasí-skýrsla um mig, og þá hver hefði lagt til upplýs- ingarnar. Ég varð að fá þetta á hreint, nú var ég harðákveðin. Ég átti von á mömmu eftir nokkra daga, hún gæti passað fyrir mig á meðan ég færi til Leipzig og fyllti út þessa umsókn sem ég hafði svo oft guggnað á að klára. Ég hefði svo sem getað gert þetta bréfleiðis, en mér fannst ég verða að fara til Leipzig og leggja sjálf inn beiðnina þar. Af hverju fór þetta svona? Fyrir þrjátíu árum hélt Kristín Jóhannsdóttir austur yfir járntjaldið til að stunda nám í Leipzig. Þar eignaðist hún vini og fann manninn í lífi sínu sem hvarf síðan fyrirvaralaust og eftir að múrinn féll heyrðist ekkert frá honum. Í bókinni Ekki gleyma mér lýsir Kristín því hvernig efinn sótti síðar á hana: Hafði maðurinn sem hún elskaði bara verið ómerkilegur Stasí-njósnari? Morgunblaðið/Eggert Efi Kristín Jóhannsdóttir stundaði nám fyrir austan járntjald. Eftir að Þýskaland var sameinað vöknuðu grunsemd- ir hennar um hvort nánir vinir hennar hefðu njósnað fyrir austur-þýsku öryggislögregluna. Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegur 76 • Kópavogur • Sími 414 1000 • Baldursnes 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Stækkunarspegill, 12 cm 10.900 kr. Verð áður: 13.500 kr. SIMPLE HUMAN Sturtusett með sturtu 44.90 Verð áður: 5 MORA CER Handsturtuhaus 1.090 kr. Verð áður: 1.592 kr. SKINNY tæki 0 kr. 9.783 kr. A GILDIRTIL22.12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.