Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 110

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 110
110 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Um virðingu og „hnignandi málnotkun“ Umræða um það sem má nefna „hnignun íslenskunnar“ og „hætt- una sem steðjar að málinu frá heimstungunni ensku“ er áhuga- verð í sjálfu sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á réttmæti ýmissa full- yrðinga sem eru látnar fjúka í þeim efnum segir orð- ræðan sjálf tals- vert um hvernig Íslendingar skynja sig sem málnotendur og sem þátttak- endur í samfélagi um tiltekið tungumál – ís- lensku. Hvaða lærdóm má draga af hnignunar- eða hættuorðræðunni? Hvað segir það okkur þegar talað er um að íslenskan sé „á leið í hundana“, málinu „hraki“ og ensk- an sé „alls ráðandi“? Hvað er átt við þegar sagt er að íslenska málkerf- inu fari hnignandi? Hvernig hnign- ar orðaforðanum? Breytast orðin? Fækkar orðum? Eða: Fækkar notk- unarsviðum íslenskunnar? Hvað merkir það þegar fólk segist verða vart við „minnkandi virðingu fyrir íslenskunni“? Er átt við að fólk geri ekki sama greinarmun og áður á mismunandi málsniðum í ólíkum textategundum eða málaðstæðum? Eða er virkilega átt við að fólk hafi ekki tilfinningar til móðurmáls síns – sem þó er einn þeirra þátta sem skilgreina hvern og einn? Orðræðan sýnir a.m.k. að fólk lít- ur almennt svo á að í málnotkun sé eitthvað það til sem telst æskilegt eða gott eða betra en annað. Það þarf ekki að koma á óvart: Mat eða dómar um málhegðun eru ávallt hluti af hverju málsamfélagi. Orð- ræðan sýnir einnig að á Íslandi og víðar sé íhaldssemi í málfarsefnum í hugum margra fremur álitin dygð en hitt, þ.e. að breyting sé ekki til batnaðar alla jafna. Orðræðan sýnir líka að sú skoðun sé útbreidd að til sé eitthvað sem kallast megi áhrif ensku sem heim- stungu á önnur tungumál og að þau séu ekki æskileg og alveg sérstak- lega hættuleg „minni“ tungumálum. En orðræðan ber ekki nærri allt- af með sér að fólk greini endilega hinar meintu málbreytingar eða hin meintu erlendu áhrif neitt frekar. Í því sambandi væri góð byrjun að gera greinarmun á meintu breyttu formi íslensks máls og hins vegar mismunandi stöðu og notkunar- sviðum íslensku og ensku í sam- félaginu. Nú er rétt að minna enn og aftur á að íslenskt málsamfélag og mál- viðhorf eru ekki eins frábrugðin öðrum málsamfélögum eins og Ís- lendingum hættir e.t.v. stundum til að álíta. Í Englandi eru t.d. gam- alkunnar nokkuð háværar raddir um hnignun enskrar tungu (sem stundum fylgja því miður harðorðar ásakanir um leti og bágt gáfnafar annars fólks enda er þess konar orðræða stundum kölluð á ensku the deficit discourse, þ.e. orðræðan um skort, ágalla eða ófullkomleika). Hér er átt við orðræðu sem byggð er á reynslusögum ásamt alþýðu- skýringum á ástandinu. Dæmi frá Englandi sem ég hef heyrt: „fjög- urra ára börn koma ótalandi í skól- ann“ og ástæðan er sú að „foreldrar nenna ekki að leika við þau“. Stundum er það sem fólk skynjar sem breytta málnotkun í viðkom- andi tungumáli afgreitt sem „erlend áhrif“ án þess að víst sé að neitt sé til í því. Sem dæmi má taka að því hefur verið haldið fram að svo- nefndir þungir nafnliðir með röð eignarfallseinkunna í íslensku stjórnsýslumáli (dæmi: „aukning vægis tollaívilnana landbúnaðar“) séu til komnir fyrir áhrif frá ensku en ekki er ljóst hvort það er mögu- legt; og að útvíkkað dvalarhorf í ís- lensku núna (dæmi: „ég er ekki að skilja þetta“) stafi af enskum áhrif- um. En málbreytingar og þáttur er- lendra áhrifa í því sambandi er margþættari en svo að rétt sé að hrapa að einföldum útskýringum. Haarmann (1990) hefur haldið því fram að í málstýringu séu meg- inviðfangsefnin ekki aðeins stöð- ustýring og formstýring heldur sé eðlismunur á slíkum aðgerðum og viðleitninni til að hafa áhrif á við- horf og virðingu fyrir tilteknum málum eða mállýsku. Þess vegna sé réttast að greina „virðingarstýr- ingu“ (e. prestige planning) sem sérstakt viðfangsefni við hlið stöð- ustýringar. Með „virðingarstýr- ingu“ á Haarmann við verkefni á borð við það að ákveða að nýnorska sé notuð í ákveðnu hlutfalli auk bókmáls í kennslubókum og rík- isfjölmiðlum og stjórnsýslu í Nor- egi; eða að efla nýyrðasmíð í indó- nesísku eða malajísku til að sýna fram á að þessi tungumál geti mætt nútímalegum viðfangsefnum; eða að lýsa því yfir í stjórnarskrá Vanúatú að bíslama sé þjóðtungan á Va- núatú – svo að nokkur dæmi séu nefnd. Haarmann flokkar þess hátt- ar viðleitni sem sé sem „virðing- arstýringu“. Hann á við að t.d. það að almenningur sjái nýnorsku not- aða í skjölum frá hinu opinbera auki þá virðingu sem sú tegund rit- aðrar norsku nýtur í huga málnot- enda. Auðvitað er hætt við að að- gerðir af því tagi, eins og önnur opinber málstýring, séu til lítils gagns ef aðrir samfélagslegir straumar eru sterkari. Í raun og veru hlýtur að mega fullyrða að þeir sem standa að málstýringu verði bæði að hafa vald af einhverju tagi og líka að njóta virðingar sjálf- ir og að það sem þeir beita sér fyrir hverju sinni þurfi að miða að því að auka í reynd virðingu málsins sem um ræðir. Ef við skoðum í þessu samhengi sambúð íslensku og ensku á Íslandi getum við hugsað okkur að það teldist „virðingarstýring“ eða við- leitni í þá áttina að samþykkja t.d. þá málstefnu í íslenskum háskóla að íslenska sé tungumál skólans en ensku megi nota við alveg sér- stakar aðstæður. Þarna væri um að ræða aðgerð, ákvörðun sem ætti að skipa því hvernig innbyrðis afstaða málanna tveggja skyldi vera og að það yki virðinguna fyrir íslensku að vera þar sett skör ofar en heim- stungan enska. Við þetta er tvennt að athuga. Annars vegar það að ekki er aug- ljóst að greina skuli „virðingarstýr- ingu“ sem sérstakt fyrirbæri; dæm- in sem tekin voru hér á undan um Noreg, Indónesíu, Malasíu, Va- núatú og Ísland eiga t.d. alveg eins heima undir viðleitni til stöðustýr- ingar þannig að hugtakið „virðing- arstýring“ er ekki endilega gagn- legra en hugtakið „stöðustýring“. Hitt sem vert er að gera at- hugasemd við er að spyrja má hvort virðing sé yfirhöfuð eitthvað sem hægt er að stýra eða hafa bein áhrif á. En einhvern veginn verður til í samfélaginu virðing fyrir ákveðnu máli og ákveðinni málnotkun og já- kvæð eða neikvæð viðhorf til ákveð- ins máls eða mállýsku – og við- horfin skila sér gjarna frá einni kynslóð til annarrar. Austurrískir fræðimenn gerðu áhugaverða rann- sókn á því 2015 hvernig austurrísk börn undir 10 ára aldri tileinka sér ríkjandi málviðhorf. (Ég hlýddi á fyrirlestur þeirra á ráðstefnunni Sociolinguistics Symposium í Murcia í júní 2016 og er eftirfarandi frásögn byggð á honum.) Flestir Austurríkismenn telja sig hafa góða eða allgóða færni í bæði eigin mál- lýsku og staðalþýsku (Hoch- deutsch). Reyndar er einnig gert ráð fyrir að milli mállýsku og stað- almáls sé einhvers konar blanda sem sé oft notuð í daglegum sam- skiptum (Umgangssprache). Rann- sóknir á málviðhorfum benda til þess að mállýskur séu almennt metnar „eðlilegri, afslappaðri og viðkunnanlegri“ en staðalmálið sem ríkjandi er í skólum, opinberum skjölum og við formlegar aðstæður af ýmsu tagi. Staðalmálið virðist hins vegar njóta nokkurrar virð- ingar umfram mállýskur. Af rann- sókninni á viðhorfum barna mátti ráða að 7-9 ára börn tileinkuðu sér, þegar á svo ungum aldri, þau við- horf að staðalmálið væri „æðra“ mállýskunni og „réttara“ mál. Þeg- ar skólaganga hefst læra börnin sem sé ekki aðeins staðalmálið með beinum hætti í lestri og ritun heldur lærist þeim líka það viðhorf að stað- almálið sé „æðri“ tegund þýsku en þeirra eigin mállýska. Rannsóknin sem hér er vísað til fór m.a. þannig fram að börnin voru látin velja milli tveggja „lækna“ í grímuprófi til að lækna veika dúkku – og börnin treystu sem sé oftast betur þeim „lækni“ sem talaði staðalþýsku en þeim „lækni“ sem talaði austurríska mállýsku frá því svæði þar sem börnin áttu heima, þ.e. eigin móð- urmál(lýsku) barnanna. Virðing og viðhorf geta haft áhrif á umgengni okkar við þau tvö tungumál sem mest eru notuð á Ís- landi núna. Sem dæmi má nefna að enda þótt íslenskt viðmót á Office- pakka Microsoft sé tiltækt og ókeypis fyrir nokkrar nýlegar út- gáfur frá þessum tölvurisa þá er engan veginn alsiða á Íslandi að nota íslensku útgáfuna og temja sér að nota íslenska orðaforðann: skrá og breyta; margir hafa tekið ensku orðin file og edit í sátt í þessu sam- hengi. Viðtöl Amöndu Hilmarsson- Dunn við fólk um hvers vegna það notaði enska viðmótið bentu til þess að það væri útbreitt viðhorf að ís- lensku orðin væru léleg og jafnvel hlægileg (Hilmarsson-Dunn og Ari Páll Kristinsson 2009). Sam- komulagi við Microsoft um þýðingu á hugbúnaði um og upp úr aldamót- unum síðustu var ætlað að styrkja stöðu íslensku og auka notkun hennar í tölvuviðmóti. Meðan mál- notendur höfðu neikvætt viðhorf til þýðingarinnar og sýndu þessu framtaki samkvæmt því ekki heldur „virðingu“ þá var minna gagn af átakinu en efni stóðu til. Íslenska, virðing og viðhorf Í bókinni Málheimum fjallar Ari Páll Kristinsson um málstefnu og málnotkun. Hann leggur meðal annars áherslu á að skýra muninn á stöðu tungumála og formi þeirra, ræðir um stöðu tungumála í mismunandi ríkjum, minnihlutamál og innflytjendamál, og víkur að stöðu íslensku og fleiri tungumála gagnvart heimstungunni ensku svo nokkuð sé nefnt. Morgunblaðið/Hanna Málstefna Í Málheimum víkur Ari Páll Kristinsson meðal annars að stöðu íslensku og fleiri tungumála gagnvart heimstungunni ensku. Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.