Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 112

Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 112
112 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Með Blóðugri jörð lýkurVilborg Davíðsdóttirmögnuðum þríleik sín-um um landnámskon- una Auði djúpúðgu. Eins og má lesa í eftirmála bókarinnar var Auður ein- stök kona fyrir margar sakir, hún var ein örfárra kvenna sem fóru fyrir leiðangri til Íslands, var kristin, gaf öllum þrælum sínum frelsi og naut bæði virðingar og auðlegðar. Hún kom hingað ásamt hópi barnabarna sinna og átti þar að auki ættmenni hér fyrir svo óhætt er að fullyrða að stór hluti Íslendinga eigi ættir að rekja til Auðar og fjölskyldu hennar. Í fyrri bókunum tveimur: Auði og Vígroða, rekur Vilborg æsku og uppvöxt Auðar, hjónaband henn- ar og Ólafs hvíta Dyflinnarkon- ungs og lífið sem hún bjó sér á Katanesi eftir skilnað þeirra, en í þessari síðustu bók segir frá siglingu Auðar og hennar fólks til Íslands og um leið er rakin sú atburðarás sem leiddi þau í þetta gríðarlega ferðalag sem enginn tekst á hendur án góðrar ástæðu. Blóðug jörð hefst á því að Ólafur hvíti er veginn og svo nokkrum árum síðar sonur hans og Auðar, Þorsteinn rauði. Þar með standa Auður og tengdadóttir hennar einar eftir – með sjö börn (þar af sex stúlkur og einn nýfæddan dreng). Konur voru lögum samkvæmt eign feðra, eigin- manna og bræðra til að ráðstafa að vild í ýmiss konar bandalög – með öðrum orðum voru þær skiptimynt í endalausu og ofbeldisfullu valdatafli. Þótt ekkjur ættu að vera sjálfstæðari en aðrar konur er augljóst að staða þeirra var engu að síður afskaplega veik eins og bæði Auður og tengda- dóttir hennar komast að. Auður er auðug kona og hefur rekið bú sitt sjálf af myndarskap í áravís og alltaf tekist að sigla milli skers og báru – en eftir að karlmennirnir falla frá verður henni ljóst að þau fá hvergi frið og hugmyndin um Ísland, ónum- ið að hluta, þar sem endalaus stríð hörundsárra smákónga og gráðugra höfðingja munu ekki gera þeim lífið leitt verður hennar leiðarljós. Það er vonin um að geta hafið nýtt líf – frjáls undan ofbeldi sem rekur Auði til Ís- lands, rétt eins og aðra flóttamenn mannkynssögunnar – en þeim til- einkar Vilborg einmitt bókina. Þótt staða Auðar sem flóttakonu sé augljós með hliðsjón af tileinkun Vilborgar er hún það þó ekki sjálf- krafa. Lesandinn hefur vanist því að líta á Auði sem höfðingja og sigur- vegara, kvenskörung sem lætur aldr- ei bilbug á sér finna. Fullkomin mót- sögn þess sem við sjáum flest fyrir okkur þegar við hugsum til flótta- kvenna – en auðvitað er sú sýn bæði fordómafull og kolröng. Flóttafólk er allt fólk sem neyðist til að yfirgefa heimkynni sín vegna utanaðkomandi ógna og líkindi með Auði og flótta- fólki nútímans í raun sláandi. Hún verður að skilja verðmæti eftir, ferðast í opnum báti með ung börn, ekkert sem ver þau fyrir veðri og vindum, engin siglingatæki að heitið geti og áfangastaðurinn ókunnur, nánast goðsagnakenndur. Óttinn við það sem þau flýja og vonin um nýtt líf það sem rekur alla áfram. Vilborg dregur upp afskaplega sannfærandi og þrúgandi mynd af stanslausu ofbeldinu og ofbeldis- menningunni sem bitnar á öllu og öll- um en þó harðast á konum og þræl- um. Það er raunar umhugsunarvert hversu stór þáttur þræla er í öllu okkar landnámi og lengi fram eftir. Þótt þrælar komi auðvitað við sögu í Íslendingasögunum höfum við sem þjóð mögulega ekki horfst að fullu í augu við þennan þátt sögu okkar; þrælahaldið og framkomu við þræl- ana. Saga Auðar er auðvitað merkileg fyrir margra hluta sakir en ekki síst segir hún frá aðstæðum og tíma sem við erum vanari að sjá frá sjónarhóli karlmanna. Hvort sem litið er til sögulegra skáldsagna, Íslendinga- sagnanna eða hreinlega sagnfræð- innar er sjónarhornið sjaldnast kvenna. Hér má raunar finna magn- aðar bardagafrásagnir en einnig sögu þeirra sem sitja heima meðan karlmennirnir leggjast í víking. Þær sitja reyndar ekki mikið heldur reka bú, ala upp börn, rækta skepnur, vinna mat, vinna flíkur – í stuttu máli – vinna. Nýr heimur lýkst upp fyrir lesandanum þegar höfundurinn segir frá daglegu lífi kvenna, barna og þræla og ýmislegt kemur á óvart. Hér má nefna skip víkinganna, stór skip fyrir langar siglingar voru aug- ljóslega lengi í smíðum og gríðarlega verðmæt – en hvað með seglin? Jú þau voru ofin úr ull af meira en hundrað ám, gerð þeirra tók yfir tvö ár og kostaði óskaplega vinnu – fyrst við að vinna ullina, vefa hana, gera hana vatnshelda og loks skreyta. Þegar upp er staðið kemur í ljós að vinnan og kostnaðurinn við seglin var sambærilegur við skipasmíðina. Vilborg er sögukona og þó að bæk- urnar lýsi framandi heimi – stundum með framandi orðaforða – eru sög- urnar aðgengilegar og skemmti- legar. Hún hefur skrifað töluvert fyr- ir unglinga og þótt heimur Auðar sé miskunnarlausari og tilviljanakennd- ari en þeir sem hún hefur hingað til dregið upp er hann þó sprottinn úr sama penna. Sagan er hrein og bein og liggur í orðunum sjálfum – ekki á milli þeirra. Persónusköpunin er stundum einföld, oft er ljóst strax af útlitslýsingum fólks hvort það sé vel innrætt eða ekki. Hörkulegir andlits- drættir, flóttaleg augu og ljótur munnsvipur hjálpa lesandanum að draga réttar ályktanir. Þessu undan- skilin eru þó aðalpersónurnar – Auð- ur er margbrotin persóna og Ólafur hvíti, eiginmaður hennar, sömuleiðis – hræðilegur ofbeldismaður á víg- vellinum (og rómuð hetja af þeim sökum), miskunnarlaus í sam- skiptum þeirra þegar hann telur hana hafa svikið sig, auðmjúkur og hlýr, tilbúinn að sjá að sér þegar hann sér eigin mistök. Þuríður tengdadóttir Auðar er einnig skemmtilega óræð, blanda af bug- aðri konu og þeim þrjóska unglingi sem hún eitt sinn var. Vert er að athuga að Blóðug jörð er ekki „sjálfstætt framhald“ fyrri bókanna tveggja – þær þarf lesand- inn að þekkja – og helst endurlesa. Í öllu falli voru persónurnar, venslin og vígaferlin í sögu Auðar einfald- lega of mörg til að minni mitt hefði geymt þau milli ára. Ég hlýt að mæla með því að bækurnar séu lesnar allar saman – þetta er ein saga – og vel þess virði að lesa samhangandi. Engum sem svo mikið sem blaðar í sögu Auðar getur dulist hversu gríð- arleg rannsóknarvinna liggur á bak við verkin en aldrei fellur höfund- urinn í þá gryfju að láta heimildirnar taka yfir skáldsöguna. Hún beitir ýmsum stílbrögðum til að fella upp- lýsingarnar áferðarfallega inn í text- ann svo sem að færa sjónarhornið til gesta eða barns sem horfir á veröld- ina forvitnum, saklausum augum. Lesandinn öðlast mikla innsýn í ókunnan heim; matur, fatnaður, hús- búnaður, trúarbrögð, galdrar, leikir (fuglafit var til – sem og boltaleikir), fæðingar, brúðkaup, jarðarfarir – saman byggja skáldskapurinn og óþrjótandi fróðleikur Vilborgar um tímabilið heillandi heim sem erfitt er að kveðja. Umfram allt eru það þó persónurnar, Auður og samferðafólk hennar, sem rísa upp úr þessum magnaða hafsjó fortíðar og lifa lengi með lesandanum. Magnaður hafsjór fortíðar Skáldsaga Blóðug jörð bbbbn Eftir Vilborgu Davíðsdóttur. 300 bls., innb. Mál og menning 2017. MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Sögulok Blóðug jörð er síðasti hluti þríleiks Vilborgar Davíðsdóttur um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Er þetta í 18. sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust atkvæði frá tæplega 100 bóksölum í 15 verslunum. Íslensk skáldverk 1. Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson 2. Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur 3. Mistur eftir Ragnar Jónasson Þýdd skáldverk 1.-2. Grænmetisætan eftir Han Kang 1.-2. Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos 3. Saga þernunnar eftir Margaret Atwood Ljóð 1. Slitförin eftir Fríðu Ísberg 2. Heilaskurðaðgerðin eftir Dag Hjartarson 3. Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra eftir Dóra DNA Ungmennabækur 1. Vertu ósýnilegur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur 2. Er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur 3. Galdra-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson Ævisögur 1. Helgi – Minningar Helga Tómas- sonar eftir Þorvald Kristinsson 2. Tvennir tímar eftir Elínborgu Lárusdóttur 3. Með lífið að veði eftir Yeonmi Park Íslenskar barnabækur 1. Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring 2. Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson 3. Amma best eftir Gunnar Helgason Þýddar barnabækur 1. Kvöldsögur fyrir uppreisnar- gjarnar stelpur eftir Elenu Favilli og Francescu Cavallo 2. Flóttinn hans afa eftir David Walliams 3. Mig langar svo í krakkakjöt eftir Sylviane Donnio og Dorothée de Monfreid Fræðibækur / handbækur 1. Leitin að klaustrunum eftir Steinunni Kristjánsdóttur 2. Kortlagning Íslands eftir Reyni Finndal Grétarsson 3. Geymdur og gleymdur orðaforði eftir Sölva Sveinsson Saga Ástu besta ís- lenska skáldsagan Kristín HelgaJón Kalman Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Hnífar og hnífatöskur 20% afsláttur Gildir til 24. desember á meðan birgðir endast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.