Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 121

Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 121
Morgunblaðið/Eggert Listapar Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson taka þátt í Norður og niður. Nokkrum atriðum hefur verið bætt við á dagskrá listahátíðar hljóm- sveitarinnar Sigur Rósar, Norður og niður, sem haldin verður í Hörpu milli jóla og nýárs. Íslenski dans- flokkurinn mun flytja verkið The Great Gathering eftir Ásrúnu Magn- úsdóttur og Alexander Roberts í samvinnu við dansara Íslenska dans- flokksins og við tónlist listamanna sem koma fram á Norður og niður. Þá sýnir Íd einnig verkið Myrkrið faðmar eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson í samvinnu við dansara flokksins sem munu dansa við nýja tónlist Sigur Rósar. Oceanus nefnist svo fjögurra rása hljóðverk eftir Chris Watson sem skapað er út frá upptökum úr Kyrrahafinu og verður flutt í Hörpu og einnig verður í húsinu Helium Karaoke, óvenjulegur „skemmti- staður“ rekinn af listamanninum Kolbeini Huga. „Þar má finna ka- raoke-vél og hljóðkerfi ásamt fjölda helíumblaðra sem þátttakendur geta nýtt í söngnum,“ segir í til- kynningu. Stiginn / Stigin : (The Stair / The Points) er verk sem 80 hljóðfæra- leikarar úr Skólahljómsveit Austur- bæjar og Skólahljómsveit Kópavogs koma saman til að flytja og er því lýst sem stóru og nýju gagnvirku tónverki eftir Inga Garðar Erlends- son. Rex Pistols nefnist svo nýtt verk- efni fyrrverandi forsprakka Anti- mony, Rex Beckett, „mínímalískt synthapopp í bland við gotneskan trega, tónlist hlaðin girnd og ótta, leiða og úrkynjun, varnarleysi og klæmni“, eins og því er lýst. Dagskrá Norður og niður fullmótuð MENNING 121 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Sýning á verkum bandaríska lista- mannsins Roberts Irwin verður opnuð í dag kl. 17 í galleríinu i8 við Tryggvagötu og er það jafnframt fyrsta sýning hans í galleríinu. Irw- in er bandarískur, fæddur árið 1928 á Long Beach í Kaliforníu og verð- ur því níræður á næsta ári. „Hann er listamaður, kenningasmiður og kennari sem hefur um sextíu ára skeið gegnt mikilvægu hlutverki í þróun ákveðins kima í bandarískri nútímalist,“ segir í tilkynningu frá galleríinu. „Hann þróar sína eigin smækkun samkvæmt kenningum Edmunds Husserl og urðu verk hans undanfari listar handan ramma og hlutar. Í því samhengi má nefna innsetningar, list byggða á rými og birtu, list í almennings- rými og list ætlaða ákveðnum rým- um, og svo þá list sem Robert Irwin nefnir skilyrta list, þ.e. list sem dregur athyglina að sambandi hinn- ar skynjandi veru gagnvart eigin vitsmunum. Hann var frumkvöðull Ljós- og rýmishreyfingarinnar í Suður-Kaliforníu og dró einkum at- hygli að umhverfisaðstæðum og með því að auka skilning áhorfand- ans á samhengi verkanna gerði hann þau nær snertanleg,“ segir þar. Verk útfærð í flúorljósum Irwin hefur hlotið ýmis verðlaun og heiðursnafnbætur á ferli sínum og er meðlimur í bandarísku lista- og bókmenntaakademíunni. Á sýninguna í i8 valdi hann nokk- ur verk sem hann útfærir frekar í flúorljósum, efnivið sem hann byrj- aði að vinna með snemma á áttunda áratugnum og hefur öðru fremur einkennt verk hans síðasta áratug, eins og segir í tilkynningu. Verkin á sýningunni eru valin sérstaklega með i8 í huga og í ljósaverkunum er kveikt á sumum perunum en slökkt á öðrum og má líta á þau sem ab- strakt skúlptúra sem byggjast á næmi áhorfandans fyrir birtu, skuggum og endurvarpi. Í tilkynningu i8 segir að Irwin sé stór stærð í bandarísku listalífi og hafi haldið ótalmargar einkasýn- ingar á undanförnum sex áratugum. Frumkvöðull Ljós- og rýmishreyfingarinnar  Robert Irwin sýnir verk sín í fyrsta sinn í i8 Ljósmynd/i8 Flúorljós Eitt af verkum Roberts Irwin á sýningu hans í i8 galleríi. 25 ára afmælisveisla Sónar- tónlistarhátíðarinnar hefst með há- tíðahöldum í Reykjavík 16. og 17. mars á næsta ári og eru Denis Sulta, Kode9, Lafawndah og Hildur Guðnadóttir meðal þeirra sem bæst hafa við dagskrána í Hörpu og Resident Advisor verður með sér- staka dagskrá í bílakjallaranum. Hátíðin verður haldin á fjórum sviðum í Hörpu auk bílakjallarans sem verður breytt í næturklúbb. Yfir 50 listamenn og hljómsveitir koma fram á hátíðinni í heildina. Resident Advisor er einn stærsti fjölmiðill heims þegar kemur að umfjöllun um danstónlist, eins og segir í tilkynningu, og hafa fulltrú- ar hans áður mætt á og fjallað um hátíðina en þó hafa Sónar Reykja- vík og Resident Advisor ekki starf- að saman áður með þeim hætti sem verður í Hörpu í mars. Samstarf Sónar Reykjavík og Red Bull Music Academy mun einn- ig halda áfram. Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994 og núna sækja um 115.000 manns hátíðina í júní ár hvert. Sónar- hátíðir eru haldnar í fjölda borga. 23 listamenn og hljómsveitir bætast við Í Hörpu Glowie á Sónar fyrr á þessu ári. Bandaríska leikkonan Jennifer Law- rence, sú hæstlaunaða í Hollywood, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Bur- ial Rites sem byggð er á samnefndri bók ástralska rithöfundarins Hönnuh Kent frá árinu 2013 sem fjallar um líf Agnesar Magnúsdóttur sem tekin var af lífi árið 1830 fyrir morðið á Natani Ketilssyni. Var það síðasta aftakan á Íslandi, eins og frægt er. Vefur kvikmyndatímarits- ins Variety greindi fyrstur frá því að Lawrence hefði tekið að sér hlut- verkið og að leikstjóri myndarinnar verði Luca Guadagnino en síðasta kvikmynd hans, Call Me by Your Name, hefur hlotið lofsamlega dóma og þykir líkleg til afreka á Óskars- verðlaununum á næsta ári. Í viðtali við Morgunblaðið í janúar árið 2013 sagði Kent að hún hefði dvalið í eitt ár á Íslandi sem skipti- nemi, þá 17 ára, og að hún hefði komið hingað síðan á tveggja til þriggja ára fresti. Hún hefði heyrt söguna af síðustu aftökunni á Íslandi þegar hún dvaldi hér í fyrsta sinn og fengið mikinn áhuga á Agnesi. „Mér fannst athyglisvert að Agnes var alltaf sett í bakgrunninn og afgreidd sem vonda konan en Natan og Friðrik voru í forgrunni. Enginn virtist hafa áhuga á sögu Agnesar. Mig langaði hins vegar til að vita meira um líf hennar,“ sagði Kent og að sig hefði langað til að skrifa sögu Agnesar og gera hana mannlega, mótsagnakennda og flókna eins og fólk sé almennt og reyna líka að útskýra af hverju greind kona eins og hún hefði verið viðriðin morðmál sem var klaufalegt og illa ígrundað. AFP Eftirsótt Jennifer Lawrence. Lawrence fer með hlutverk Agnesar Sýnd kl. 10.15 Sýnd kl. 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 4 NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 10.20 í 3D Sýnd kl. 3, 5, 9 í 2D Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 6 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Rock Star umgjarðir kr. 11.900,- ICQC 2018-20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.