Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Opið: Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18 Föstudaga kl. 9 - 17 Laugardagar kl. 11-15 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is GASELDAVÉLAR HÁGÆðA Við höfummörg járn í eldinum þegar það kemur að úrvali á gaseldavélum því við vitum að ekki elda allir kokkar eins. Hvort sem þú ert ástríðukokkur eða ekki, þá höfum við réttu græjurnar fyrir þig. Ofnarnir okkar eru með fjölda stillinga sem henta ástríðukokkum sem og áhugafólki ummatargerð. ELBA - 106 PX ELBA - 126 EX 3ja ára ábyrgð ELBA Í YFiR 60 ÁR Íslenska karlalandsliðið í hand-knattleik reið ekki feitum hesti að þessu sinni frá Evrópukeppninni, sem að þessu sinni var haldin í Kró- atíu. Eftir draumabyrjun í fyrsta leik gegn frændum okkar Svíum gekk flest á afturfótunum. Fór það á endanum svo að liðið kastaði frá sér tækifærinu í lokaumferðinni til þess að komast í milliriðil með leiðinlegu tapi á móti Serbum, og þurfti því að treysta á sigur Króata á Svíum sem aldrei var í spilunum.    Úrslitin eru að sjálfsögðu von-brigði fyrir alla þá sem fylgja handboltalandsliðinu, sem og leik- menn og þjálfara þess. Engu að síð- ur voru margir ljósir punktar sem hægt er að taka með sér inn í fram- haldið. Liðið sýndi á köflum fínan leik og hefði í raun átt að geta gert mun betur í síðasta leiknum. Á hinn bóginn eru innan liðsins ungir og efnilegir leikmenn, sem standa nú uppi reynslunni ríkari.    Íþróttamenn eru oftar en ekkidæmdir af frammistöðu sinni í síðasta leik fremur en óljósum lof- orðum um að betur muni ganga í framtíðinni. Sá dómur getur oft orð- ið harður ef illa hefur gengið.    Handboltalandsliðið stendurgreinilega á tímamótum, þar sem þeir leikmenn sem helst hafa dregið vagninn á síðustu árum hafa verið að kveðja einn af öðrum. Mað- ur kemur þó ávallt í manns stað og er engin ástæða til þess að ætla ann- að en að „strákarnir okkar“ muni koma sterkari til leiks í framtíðinni og verða landi og þjóð til sóma líkt og jafnan áður. Horft til framtíðar í handboltanum STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.1., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri -5 skýjað Nuuk -13 léttskýjað Þórshöfn -1 snjóél Ósló -2 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -2 snjókoma Helsinki -6 snjókoma Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 5 rigning Glasgow 3 skúrir London 6 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 3 skýjað Moskva -7 snjókoma Algarve 20 heiðskírt Madríd 10 heiðskírt Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -10 heiðskírt Montreal -10 snjókoma New York 0 snjókoma Chicago -14 þoka Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:48 16:30 ÍSAFJÖRÐUR 11:17 16:10 SIGLUFJÖRÐUR 11:01 15:52 DJÚPIVOGUR 10:23 15:53 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálp- ræðisherinn frá því að greiða gatna- gerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suður- landsbraut 72-74, var felld í borgar- stjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. „Tillagan varð lögð fram á grund- velli þeirrar starfsemi sem Hjálp- ræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir í Reykjavík í rúma öld, en Hjálpræðisherinn, sem er trú- félag, virðist ekki njóta jafnræðis varðandi ókeypis úthlutun á bygg- ingarlóðum hjá Reykjavíkurborg líkt og önnur trúfélög hafa fram að þessu fengið,“ segir Kjartan. Tillagan var felld með níu atkvæð- um borgarfulltrúa Samfylkingarinn- ar, Bjartrar framtíðar, Vinstri- grænna og Pírata gegn fimm at- kvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknar og flugvallar- vina og Sveinbjargar Birnu Svein- björnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa. Áslaug María Friðriksdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr hjá við afgreiðslu málsins. Tillaga sjálfstæðismanna felld  Hjálpræðisherinn fær ekki niðurfell- ingu gjalda hjá borgaryfirvöldum Morgunblaðið/Ernir Hjálpræðisherinn Hefur sinnt góð- gerðarverkum í um 120 ár. Látinn maður fannst við Sandfell í Öræf- um um hádegis- bil í gær. Það voru björg- unarsveit- armenn í Öræf- um sem fundu manninn, en björgunar- sveitir höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mann- laus í ótiltekinn tíma á bifreiða- stæði skammt frá Sandfelli. Greint var frá þessu á heima- síðu lögreglunnar á Suðurlandi en þar kemur meðal annars fram að um sé að ræða bílaleigubifreið í útleigu til erlends ferðamanns. Lögreglan rannsakar málið Málið er í rannsókn hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Suður- landi. Í tilkynningunni segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýs- ingar að svo stöddu. Frá Sandfelli liggur meðal annars vinsæl göngu- leið upp á Hvannadalshnúk. Frá Öræfum Líkfundur í Öræfum  Björgunarsveitir fundu manninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.