Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 5.290.000 kr.1.450.000 kr. Kia Sorento LuxuryKia Ceed LX 2.590.000 kr.3.490.000 kr. Kia Ceed LX SWKia Sportage EX 1.290.000 kr.3.390.000 kr. 3.490.000 kr.2.280.000 kr. Kia Picanto LXKia Carens LuxuryKia Rio LX Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir bílar Allt að 6 ára ábyrgð fylgir NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 * Raðnúmer: 992888 Raðnúmer: 992730 Raðnúmer: 992798 Raðnúmer: 992711 Raðnúmer: 992804 Raðnúmer: 992840 Raðnúmer: 992910 Raðnúmer: 321209 Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Árgerð 2012, ekinn 93 þús. km, dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur, framhjóladrifinn. Árgerð 2016, ekinn 25 þús. km, dísil, 1.685 cc, 116 hö, beinskiptur, framhjóladrifinn. Árgerð 2015, ekinn 50 þús. km, dísil, 2.199 cc, 200 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Árgerð 2016, ekinn 17 þús. km, bensín, 998 cc, 100 hö, beinskiptur, framhjóladrifinn. Árgerð 2017, ekinn 13 þús. km, dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur, framhjóladrifinn. Árgerð 2016, ekinn 31 þús. km, dísil, 1.685 cc, 142 hö, sjálfskiptur, framhjóladrifinn, 7 manna. Árgerð 2014, ekinn 31 þús. km, bensín, 998 cc, 69 hö, beinskiptur, framhjóladrifinn Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á kia.com/abyrgd Birt með fyrirvara á verðbreytingum, innslátarvillum og myndavíxli. * Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Kia Stonic Luxury Árgerð 2017, ekinn 1 þús. km, bensín, 998 cc, 120 hö, beinskiptur, framhjóladrifinn. ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nýtt lyf við athyglisbresti með of- virkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumað- ur erfðarann- sóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahús- ið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. „Við gerðum rannsóknir á börn- um með ADHD og fundum út að hjá um 25% þeirra er stökkbreyting í einu eða fleiri genum sem tilheyra ákveðnu genaneti í miðtaugakerfinu sem leiðir til þess að starfsemi glú- tamín taugaboðleiðakerfisins í heil- anum er skert sem veldur því að þau eru með athyglisbrest og ofvirkni,“ segir Hákon. „Ég fór í framhaldinu að leita að lyfi sem virkaði á þetta og fann þá eitt hjá fyrirtæki í Japan sem örvaði þetta boðleiðakerfi í heilanum. Þeir höfðu þróað lyf fyrir meira en tuttugu árum fyrir alzheimersjúk- linga. Þeir höfðu ekki upplýsingar um hvaða sjúklinga ætti að prófa á þessum tíma og ekki nægilega marg- ir einstaklingar svöruðu lyfinu í próf- unum og því var það lagt á hilluna. Þeir seldu mér afnot af lyfinu og ég fékk hjá þeim allar rannsóknaupp- lýsingar sem þeir áttu um sínar lyfja- prófanir. Prófanir á dýrum höfðu sýnt að þau sýndu miklu meiri hæfni til að leysa ákveðin verkefni ef þau voru á lyfinu. Ameríska lyfjaeftirlitið samþykkti umsóknina sem ég lagði inn með Japönsku gögnunum og við fengu leyfi til að gera rannsókn með þrjátíu sjúklingum á gagnsemi þess.“ Þrjátíu börn undir 18 ára aldri með ADHD og genastökkbreytinguna tóku þátt í rannsókninni. Í byrjun fengu þau lyfleysu í viku og svo lyfið sjálft í stigvaxandi skömmtum í nokkrar vikur. „Við sáum strax merki um að krakkarnir svöruðu lyf- inu á stöðluðum skölum sem mældu athyglisbrest, ofvirkni, kvíða, þung- lyndi og almenna líðan barnsins. Yfir 80% barnanna höfðu mjög mikla svörun, þau hreinlega umbreyttust. Kennarar þeirra vissu ekki af lyfja- rannsókninni og það komu póstar frá þeim um að börnin væru með betri athygli og samskipti og tjáning hefðu breyst mjög til batnaðar. Niðurstað- an er því sú að krakkar með þessa gengabreytingu svöruðu lyfinu vel.“ Mikill breytileiki í ADHD Hákon segist ekki hafa búist við svona góðum niðurstöðum og að áhugi á lyfinu sé mjög mikill. Lyfið þoldist líka vel og aukaverkanir mældust engar umfram lyfleysuna. „Þetta er nýr flokkur af lyfi sem hef- ur ekki sömu aukaverkanir og rítal- ínlyf sem eru gefin við ADHD í dag. Rítalín lyfin hægja á börnunum svo ofvirknin minnkar en það er oft heil- mikil vanlíðan af þeim. Þetta er ekki rítalínlyf og virkar mögulega aðeins á þá einstaklinga sem eru með þessar genastökkbreytingar, en þar sem ADHD er mjög algengt þá er 25% stór hópur af börnum. Við erum búin að finna tengsl á milli þessarar sömu stökkbreytingar, einhverfu, kvíða, depurðar, lystarstols og geðklofa þannig að lyfið hefur möguleika á að geta orðið meðferð við fjölda mis- munandi sjúkdóma sem allir eiga það sameiginlegt að vera með stökk- breytingar í genum tengdum gútam- ín taugaboðefninu í heilanum.“ Hákon segir ameríska lyfjaeftirlit- ið spennt fyrir þessari rannsókn. „Þetta er eiginlega fyrsta lyfið í flokki taugasjúkdóma sem eru með svona persónulega greiningu og meðferð, það að finna ákveðna erfða- breytingu og hafa lyf fyrir þá sem hafa hana. Það er mikill breytileiki í ADHD; það eru mörg gen í þessum boðleiðum og ef það vantar eitt eru það tilviljunarkennd mistök sem áttu sér stað þegar fóstrið var að þrosk- ast. Það er líffræðileg skýring á und- irliggjandi vandamálum þessara barna og hér kemur lyf sem getur leiðrétt afleiðingarnar af þessum stökkbreytingum.“ Áframhaldandi þróun Lyfið hefur verið keypt af fyrir- tæki sem ætlar að þróa það áfram og er þegar farið af stað með mun stærri rannsókn á því og er niður- staðna að vænta nú í sumar. Þá verð- ur lyfið líka prófað á þeim sem eru með ADHD en ekki umrædda gena- breytingu. Hákon segir að það geti vel virkað á þá en kannski ekki jafn mikið og á þá sem hafa stökkbreyt- inguna. Um tvö til þrjú ár eru í að lyf- ið gæti komið á markað. Hákon er bjartsýnn á að leyfi fáist fyrir lyfinu því öryggismörkin eru það góð og virknin sterk. Hann tekur áfram þátt í rannsókn lyfsins. „Ég er yfirráðgjafi hjá fyrirtækinu og hjálpa til með þróun lyfsins og hvernig nýja rannsóknin er byggð upp með tilliti til genastökkbreyting- anna.“ Nýtt lyf við ADHD lofar góðu  Virkar vel á börn með ákveðna stökkbreytingu í genum í miðtaugakerfi sem veldur ADHD  Hákon Hákonarson læknir hafði uppi á lyfinu í Japan  Yfir 80% svörun í fyrstu rannsókn  Rannsakað frekar Morgunblaðið/Eggert Unglingar Þrjátíu börn undir 18 ára aldri með ADHD og genastökkbreytinguna tóku þátt í rannsókninni á lyfinu. Hákon Hákonarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.