Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Evrópuþingið hefur samþykkt til-
lögu um að banna umdeildar raf-
magnsveiðar, eða rafstuðsveiðar,
sem framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hefur heimilað. Fram-
kvæmdastjórnin hafði ætlað að auka
umfang veiðanna í Norðursjó.
Tillagan var samþykkt með 402
atkvæðum gegn 232 og 40 þingmenn
sátu hjá. „Þetta er dásamlegur sigur
á hræðilega skaðlegri veiðiaðferð,“
hafði fréttaveitan AFP eftir Yannick
Jadot, þingmanni í Græna flokknum
í Frakklandi, sem tók þátt í barátt-
unni gegn veiðunum innan Evrópu-
þingsins. Umhverfisráðherra
Frakklands, Nicolas Hulot, sagði að
franska stjórnin væri hlynnt algeru
banni við rafmagnsveiðum.
Ríkisstjórn Hollands kvaðst hins
vegar vera andvíg slíku banni og
sagði að rafmagnsveiðar væru betri
fyrir umhverfið en veiðar með trolli.
Undanþágur veittar
frá veiðibanni
Veiðiaðferðin felst í því að raf-
skaut á tognetum senda rafboð ná-
lægt sjávarbotninum og þau verða
til þess að fiskurinn fær vöðva-
krampa, reynir að flýja frá botninum
og fer í netið. Slíkar rafmagnsveiðar
eru bannaðar víða um heim, meðal
annars í Bandaríkjunum og Kína.
Evrópusambandið bannaði veið-
arnar árið 1998 en undanþágur frá
banninu hafa verið veittar frá árinu
2006. Samkvæmt reglum Evrópu-
sambandsins má fiskiski0pafloti
aðildarríkjanna veiða allt að 5% af
árlegum kvóta sínum í Norðursjó
með rafskautsbúnaði í tilraunaskyni.
Margir hollenskir togarar hafa nýtt
sér undanþáguna til að stunda raf-
magnsveiðar á flatfiskum á borð við
sólflúru. Að minnsta kosti 84 hol-
lenskir togarar hafa veitt með þess-
ari aðferð, að sögn fréttaveitunnar
AFP. Um 28% hollenskra togara eru
með búnað til rafmagnsveiða og
samþykkt Evrópuþingsins er áfall
fyrir hollensk útgerðarfyrirtæki
sem hafa lagt mikið fé í þessa tækni,
að sögn fréttavefjar Science.
Samningaviðræður framundan
Rafmagnsveiðar hafa verið stund-
aðar í minna mæli í öðrum löndum.
Til að mynda hafa tólf skip í Bret-
landi fengið leyfi til rafmagnsveiða,
að sögn breska dagblaðsins The Gu-
ardian. Framkvæmdastjórn ESB
hefur stefnt að því að auka umfang
rafmagnsveiðanna í sunnanverðum
Norðursjó og afnema regluna um að
ekki megi veiða meira en 5% af
heildaraflanum með þessari aðferð,
að sögn AFP.
Samþykkt þingsins er ekki endan-
leg og framkvæmdastjórnin og
sjávarútvegsráðherrar aðildarríkj-
anna þurfa nú að semja um mála-
miðlun áður en tillagan verður tekin
aftur fyrir á þinginu.
Frönsku umhverfisverndar-
samtökin BLOOM höfðuðu mál
gegn hollenska ríkinu í október sl.
vegna rafmagnsveiðanna og beittu
sér fyrir því að Evrópuþingið sam-
þykkti bann við veiðiaðferðinni. Yfir
200 matreiðslumeistarar víða í Evr-
ópu skrifuðu undir yfirlýsingu þar
sem þeir hétu því að hætta að nota
sjávarfang sem veitt væri með raf-
stuðstækninni. Þeir sögðu að tog-
arar, sem veiddu með þessari aðferð,
kæmu með slæman afla að landi, auk
þess sem þeir sköðuðu lífríkið í sjón-
um.
Andstæðingar rafmagnsveiðanna
segja að þær séu grimmilegar, valdi
fiskum sársauka, og drepi aðrar líf-
verur sem ekki eru veiddar. „Ef
menn nota rafstuð við fiskveiðar
skaðar það allt lífríki sjávar,“ hefur
BBC eftir Claire Nouvain, formanni
BLOOM. Barátta samtakanna gegn
rafmagnsveiðunum nýtur m.a.
stuðnings samtaka smábátaeigenda
í Frakklandi og Bretlandi.
„Tilfinningarnar sigruðu“
Hollenska ríkisstjórnin segir hins
vegar að togararnir, sem veiða með
þessari aðferð, noti 46% minna af
eldsneyti og veiði helmingi minni
meðafla en aðrir togarar. „Afstaða
hollensku stjórnarinnar er skýr: raf-
magnsveiðar eru framtíðin,“ hefur
BBC eftir Carola Schouten, land-
búnaðar- og sjávarútvegsráðherra
Hollands.
Karmenu Vella, sem fer með
sjávarútvegsmál í framkvæmda-
stjórn ESB, tók í sama streng. Hann
sagði að rafmagnsveiðar væru betri
fyrir umhverfið en troll þar sem þær
drægju úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda og skemmdu ekki sjávar-
botninn.
Pim Visser, framkvæmdastjóri
hollensku sjómannasamtakanna Vis-
Ned, sagði að samþykkt Evrópu-
þingsins byggðist ekki á vísinda-
rannsóknum. „Við urðum fyrir
vonbrigðum vegna þess að gögn
óháðra vísindamanna voru hunsuð
og tilfinningarnar sigruðu.“
Skaðlegar veiðar eða vistvænni?
Evrópuþingið samþykkir tillögu um að banna rafmagnsveiðar Sagðar skaða lífríki sjávar
Stuðningsmenn veiðanna segja þær leiða til mikils eldsneytissparnaðar og minnka meðafla
Rafstuðsveiðar
Frönsk samtök höfðuðu mál gegn
slíkum veiðum í Hollandi í október sl.
Veiðarnar bannaðar innan ESB árið 1998
Fiskveiðiskip aðildarríkjanna mega veiða allt
að 5% af árlegum kvóta sínum í Norðursjó
með þessari aðferð
Lögin eru sögð
hafa verið brotin
Lög Evrópusambandsins
1
2
3
Veiði-
aðferðin
Togari
Fiskur merst eða
fær brunasár
vegna rafstuðsins
og í sumum tilvikum
brotna bein*
Botn lag
Fiskur og aðrar lífverur fá rafstuð
sem verður til þess að sjávardýrin
hrökkva frá botninum upp í netið
Undanþágur hafa verið veittar frá 2006
84 skip hafa
veitt með aðferðinni
í Hollandi, í stað 15
Rafspennan er
milli 40 og 60 volt
(Leyfð spenna
= 15 V)
Heimild: *IMARES, hollensk rannsóknastofnun í sjávarlíffræði.
Rafmögnuð
tognet eru dregin
rétt yfir hafs-
botninum
AFP
Skaðlegar? Andstæðingur raf-
magnsveiða á Evrópuþinginu.
Suður- og Norður-Kórea samþykktu
í gær að keppendur landanna myndu
ganga saman undir „einum fána
Kóreu“ við setningu Vetrarólympíu-
leikanna sem haldnir verða í Suður-
Kóreu 9. til 25. febrúar. Ennfremur
var ákveðið að löndin tvö sendu
sameiginlegt lið í íshokkí kvenna.
Samkomulagið náðist á fundi í
landamærabænum Panmunjom, í
fyrstu formlegu viðræðum hátt
settra embættismanna landanna
tveggja í rúm tvö ár.
Senda hundruð manna
Norður-Kóreumenn sögðust ætla
að senda um 500 manns á Vetrar-
ólympíuleikanna og Vetrarleika fatl-
aðra. Þeir hyggjast einnig senda
skíðamenn sína til æfinga með skíða-
landsliði Suður-Kóreu á skíðastaðn-
um Masikryong í Norður-Kóreu, að
sögn fréttaveitunnar AFP.
Á meðal þeirra sem Norður-
Kóreumenn senda á leikana eru um
230 klappstýrur, 140 tónlistarmenn
og 30 manna taekwondo-sýningar-
flokkur, að sögn fréttavefjar breska
ríkisútvarpsins. Alls verða um 150
Norður-Kóreumenn sendir á Vetrar-
leika fatlaðra sem fara fram í Suður-
Kóreu í mars.
Deilt um sameiginlegt lið
Sú ákvörðun að senda sameigin-
legt kvennalið í íshokkí er umdeild í
Suður-Kóreu. Þjálfari kvennaliðs
Suður-Kóreu og íhaldssöm dagblöð
höfðu sagt að lið Suður-Kóreu ætti
meiri möguleika á að komast á verð-
launapall í greininni en sameiginlegt
lið landanna tveggja. Tugir þúsunda
Suður-Kóreumanna undirrituðu
áskorun til forseta landsins, Moon
Jae-in, um að hafna áformunum.
Ákvörðunin er háð samþykki Al-
þjóðaólympíunefndarinnar, IOC,
sem kemur saman í Lausanne í Sviss
á laugardaginn kemur.
Ganga saman
undir einum fána
Kóreuríkin tvö semja um ÓL
AFP
Samið Sendinefndir Kóreuríkjanna
takast í hendur á fundinum.