Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Stórt skarð er
höggvið í systkina-
hópinn sem ólst upp
á efri hæðinni að
Eyrarvegi 12 á Selfossi upp úr
miðri síðustu öld, nú þegar stóra
systir mín Vilborg Árný er dáin.
Hún var fimm ára þegar ég fædd-
ist og gaf mér gælunafnið mitt
(Systa). Hún sagðist hafa verið
ánægð að eignast litla systur en
gamanið hafi farið að kárna þegar
hún þurfti alltaf að passa mig. En
hún var alltaf góð við mig og
hjálpaði mér að læra að hjóla.
Hún hljóp Eyrarveginn fram og
til baka og hélt í hjólið þar til ég
náði þeirri færni, einnig kenndi
hún mér að „húlla“ og að „gera
með tveimur“. Ég man vel her-
bergið hennar og þegar hún
keypti Bravóblöðin og safnaði
pörtum af Elvis Presley í fullri lík-
amsstærð og hengdi á hurðina, vá
hvað mér fannst þetta flott. Ég
leit mikið upp til hennar og vildi
gera allt eins og hún, t.d.vera jafn
lengi úti á kvöldin,fannst við vera
„jafnöldrur“. Fermingarárið sitt
réð hún sig í kaupavinnu í sveit,
það gerði einnig Reykjavíkur-
drengur sem var árinu eldri. Þau
fóru að draga sig saman og fram-
tíð þeirra varð ráðin. Meðan Vil-
borg var enn í foreldrahúsum
eignuðust þau Ingibjörgu og
bjuggu þær mæðgur þar, á meðan
Einar lauk kennaranámi, þá
fluttu þau saman í Kópavoginn.
Örlög okkar systra urðu þau að
við bjuggum oftast annaðhvort á
sama stað eða nálægt hvor ann-
arri. Ég flutti t.d. til þeirra og
fékk að sofa í stofunni í heilt ár.
Maríubakki 14 varð síðan þeirra
heimili og Óli bættist í hópinn.
Þegar við Bjössi fórum að búa
fluttum við að Maríubakka 4 og
urðu samskiptin þar af leiðandi
áfram náin. Vilborg og fjölskylda
fluttu til Noregs þegar Einar fór í
framhaldsnám og þar vann hún
m.a. við heimaþjónustu og á hót-
eli. Þegar heim kom fluttu þau í
Mosfellssveitina og stuttu seinna
flutti mín fjölskylda þangað einn-
ig. Vilborg varð þroskaþjálfi
nokkrum árum á eftir mér, þar
með urðum við einnig stéttarsyst-
ur og um tíma samstarfsfélagar.
Allt þetta varð til þess að treysta
böndin enn frekar og þarna vor-
um við orðnar „jafnöldrur“.
Margar hefðir héldum við í heiðri,
t.d. komu fjölskyldur okkar alltaf
saman fyrir jólin og bökuðu laufa-
brauð og það var sko gert frá
„grunni“ eins og mamma gerði-
.Við bjuggum til nýjar hefðir og
eru 45 ár síðan við fórum að hitt-
ast á Þorláksmessu til skiptis á
heimilum okkar og smakka heitt
jólahangikjötið, um svipað leyti
fórum við að hittast á hverju
gamlárskvöldi á heimili þeirra
Einars. Nýliðnar hátíðir og und-
irbúningur þeirra hafa því verið
erfiðar vegna veikinda Vilborgar
og var hennar sárt saknað. Hún
var mikil fjölskyldumanneskja og
naut þess að hafa fólkið sitt í
kringum sig. Við Bjössi og stór-
fjölskyldan úr Njarðarholtinu
sendum Einari, Ingibjörgu, Óla
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Minn-
ingarnar lifa.
Jarþrúður Einarsdóttir
(Systa).
Af einstakri hlýju tók tengda-
móðir mín, Vilborg, á móti mér
fyrir tveimur áratugum og bauð
mig velkomna í fjölskyldu sína.
Mér var mikið í mun að koma vel
Vilborg Árný
Einarsdóttir
✝ Vilborg ÁrnýEinarsdóttir
fæddist 10. ágúst
1946. Hún lést 4.
janúar 2018.
Útför Vilborgar
fór fram 15. janúar
2018.
fyrir, enda meira en
lítið hugfangin af
syni hennar. En fólk
þurfti ekki að taka
inntökupróf í hennar
fjölskyldu, það var
nóg að vilja tilheyra
hennar fólki. Við
sem tengdumst
henni blóðböndum
eða í gegnum hjú-
skap urðum svo lán-
söm að eignast í
henni okkar mesta vin og aðdá-
anda. Fjölskyldan var nefnilega
hennar stærsta áhugamál. Hún
hafði unun af því að annast um
fólkið sitt, gleðjast með því og
segja sögur jafnvel af pínulitlum
afrekum þess. Alla afmælisdaga,
brúðkaupsafmæli og stundum
læknistíma annarra kunni Vil-
borg utanbókar og oft naut ég
góðs af því að geta flett upp í
henni. Vilborg ákvað ung að árum
að verða framúrskarandi amma
og börnin mín nutu sannarlega
góðs af þessu markmiði hennar.
Amma Bogga varð kjölfesta í lífi
þeirra þar sem hún beinlínis ann-
aðist þau öll eftir að fæðingaror-
lofi okkar foreldranna lauk. Og á
þessum dýrmæta tíma sem börn-
in fengu með henni lærðu þau að
spila, föndra, gróðursetja og
vingast við smáfugla hverfisins.
En þau lærðu fyrst og fremst að
þau væru öll einstök.
Nú þegar miðjan í þessum litla
alheimi okkar er horfin er sem við
höfum einhvern veginn misst fót-
anna. Mikið sem við söknum kær-
leikans, athyglinnar og þess að
vera í samvistum við hana.
Elsku Bogga, ég verð þér ætíð
þakklát fyrir allt sem þú varst og
allt sem þú gafst okkur. Megir þú
hvíla í friði.
Elva Brá.
Að eignast vin tekur eitt and-
artak en að vera vinur tekur alla
ævina. Þessi setning kemur upp í
hugann er ég minnist vinkonu
minnar Vilborgar Einarsdóttur,
eða Boggu eins og hún var kölluð.
Áralöng trygg vinátta er fögur
og yljar og minningarnar streyma
fram líkt og árniður.
Ég kynntist Boggu fyrst í ferð
sem nýútskrifaðir kennarar fóru í
til Kaupmannahafnar, Ítalíu og
London. Við Einar vorum skóla-
systkini og í þessari ferð voru
makar okkar með. Þetta var árið
1967. Við áttum oft eftir að minn-
ast á þessa ógleymanlegu ferð.
Herbergisgólfið hjá Boggu og
Einari í Feneyjum hallaði svo
mikið að ef settur var hlutur út við
vegg rann hann yfir gólfið á vegg-
inn á móti. Eftir að hafa keyrt um
Ítalíu í marga daga enduðum við á
ströndinni Lignano. Þar leigðum
við okkur m.a. tveggja manna
hjólabát sem við skiptumst á að
nota og einnig tveggja manna
hjól, en svoleiðis fyrirbæri höfð-
um við ekki séð áður. Það voru
engar verslanir við ströndina
þannig að við hjóluðum í bæinn
m.a. til að kaupa barnaföt. Heima
á Íslandi áttum við tveggja ára
börn, þau Ingibjörgu og við Sig-
urð.
Árið 1968 byrjuðu þeir saman í
bridgeklúbbi Einar og Víðir.
Þessi hópur í bridgeklúbbnum og
makar höfum átt margar ánægju-
stundir saman og ferðast bæði
innanlands og utan og skötuveisla
í desember var eitt af því sem allt-
af var á dagskrá.
Við Bogga mættum alltaf
ásamt mökum okkar í afmæli
hvor hjá annarri.
Í nokkur ár bjuggu þau Bogga
og Einar í göngufæri frá okkur á
Kársnesinu og þá var oft farið á
milli.
Einu sinni að sumri til
ákváðum við með stuttum fyrir-
vara að ferðast saman til Akur-
eyrar, þar sem við áttum yndis-
lega helgi saman. Á leiðinni
norður drukkum við kaffi hjá
skólasystur okkar Einars og ég
hafði hlaupið inn að vita hvort hún
væri heima og hún heyrði ekki
rétt þegar ég sagði hvaða fólk
væri með mér. Þegar við vorum
rétt sest niður með kaffið sagði
hún allt í einu við Einar: „Mikið
rosalega ertu líkur honum Einari
Hólm.“ Við höfum hlegið að þessu
alla tíð síðan.
Við Bogga áttum þá sameigin-
legu reynslu að hafa farið í miklar
höfuðaðgerðir, hún 12 árum á
undan mér. Hún kom til mín með
flottar höfuðslæður eftir að ég
kom úr minni aðgerð og gaf mér
góð ráð. Slæðurnar notaði ég áður
en ég gat farið að nota hárkollu.
Bogga var þroskaþjálfi og naut
sín í því starfi. Hún las mikið og
orti ljóð. Bridgefélagarnir og
makar buðu okkur Víði austur í
Fljótshlíð yfir helgi í júní 2004 í
tilefni 60 ára afmælis okkar
beggja. Þar voru tekin á leigu tvö
sumarhús. Þá flutti Bogga okkur
ljóð sem hún orti til okkar. Einnig
fengum við ljóð frá henni er hún
kom fyrst til okkar í sumarbú-
staðinn.
Ég þakka samfylgdina og ára-
langa tryggð og vináttu.
Einari, Ingibjörgu, Ólafi og að-
standendum öllum votta ég mína
dýpstu samúð.
Jóhanna Á. Þorvaldsdóttir.
Þegar litið er til ævi okkar
mannanna eru fimmtíu ár nokkuð
langur tími þótt stuttur geti verið
þegar önnur viðmið eru notuð. Í
ár eru einmitt fimmtíu ár síðan ég
kynntist hinni ágætu konu, Vil-
borgu Einarsdóttur, sem við
kveðjum í dag. Við andlát hennar
hafa minningar frá fyrstu kynn-
um okkar komið sterkt í hugann.
Það var haustið 1968 sem Kenn-
araskóli Íslands bauð íslenskum
kennurum í fyrsta sinn upp á að
stunda eins árs framhaldsnám við
skólann og í þetta fyrsta sinn varð
nám í sérkennslufræðum fyrir
valinu. Kallinu svöruðu níu kenn-
arar, þeirra á meðal ég. Námið
einkenndist af stífri tímasókn sex
daga vikunnar og gerði starf sam-
hliða náminu næstum útilokað.
Litli nemendahópurinn fann
snemma að stundum væri gott að
takast á við námið saman, leita
lausna og finna leiðir. Brátt fór
svo að makar og fjölskyldur urðu
beinir þátttakendur í glímu við
strembna texta á erlendum
tungumálum og aðrar kröfur sem
gerðar voru, því metnaður stjórn-
enda námsins var mikill og þeim
fannst á þeirra ábyrgð að sýna
fram á að hér væri um fullgilt eins
árs nám að ræða – ekki léttvægt
„námskeið“ . Þennan eftirminni-
lega vetur kynntist ég Vilborgu
því hún var í hópi makanna, eig-
inkona Einars Hólm Ólafssonar,
sem að námi loknu varð samkenn-
ari minn við Höfðaskóla og seinna
skólastjóri Öskjuhlíðarskóla. Þótt
þau hjónin væru í nokkur ár við
nám og störf í Noregi og á Skála-
túni slitnaði þráðurinn ekki því
Öskjuhlíðarskóli í Reykjavík átti
eftir að njóta starfskrafta þeirra
beggja vel og lengi en þau komu
bæði til starfa á skólastjóraárum
mínum. Vilborg tók að sér að veita
skóladagheimili á vegum Öskju-
hlíðarskóla forstöðu haustið 1981
og gegndi því starfi til ársins 1996.
Þá hafði Reykjavíkurborg tekið
við rekstri skólans af ríkinu og var
þessi þjónusta skólans þá lögð
niður. Menntun Vilborgar sem
þroskaþjálfi nýttist afar vel starf-
inu að Lindaflöt 41 og var dagvist-
un og umönnum barna og ung-
linga með mikla hreyfihömlun
sinnt af fagmennsku, stakri alúð
og nákvæmni. Öskjuhlíðarskóli
var lagður niður fyrir allmörgum
árum, en fyrrverandi starfsmenn
hafa tengst sterkum vináttubönd-
um, myndað svokallað „átthaga-
félag“ og hafa notið samvista á
mánaðarlegum kaffifundum og
lengri skemmtikvöldum. Á þess-
um sérstöku samkomum var Vil-
borg jafnan glöð í góðra vina hópi,
lét sér annt um hagi fólks, miðlaði
öðrum af reynslu sinni, greindi frá
gleðitíðindum af börnum og
barnabörnum, ferðum og dvöl í
sælureit þeirra í sumarhúsinu.
Nærvera hennar var styrkjandi
og uppörvandi.
Á skilnaðarstundu hafa rifjast
upp hlýjar minningar frá ótal góð-
um stundum með Vilborgu í leik
og starfi á liðnum áratugum sem
ég er afar þakklát fyrir. Ég leyfi
mér ekki hvað síst að þakka fram-
lag hennar í þágu hins flókna
starfs og uppbyggingar nauðsyn-
legrar þjónustu við börnin sem
voru í umsjá okkar og við foreldra
þeirra og aðstandendur.
Ég veit að hugur allra fyrrver-
andi starfsmanna Öskjuhlíðar-
skóla er nú hjá Einari og fjöl-
skyldu og sjálf votta ég þeim mína
dýpstu samúð.
Jóhanna G. Kristjánsdóttir.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Á mótum lífs og dauða koma
upp í hugann margvíslegar minn-
ingar af kynnum við þá, sem við
mætum á ferð okkar. Sum eru
stutt og gleymast fljótt, önnur
lengri og leiða til vináttu, sem
aldrei rofnar. Sú vinátta, sem við
eignuðumst í ykkur hjónum fyrir
áratugum, kæra Vilborg, var
traust, gefandi og áreynslulaus.
Við minnumst ánægjulegra sam-
verustunda heima hjá hvort öðru,
við munum ferðir um landið og við
munum ferðir til útlanda, en ann-
aðhvort var lengi nánast árlegur
viðburður. Við munum margt
fleira frá sameiginlegri vegferð,
sem verður varðveitt í brunni
minninganna.
Lífið er hins vegar ekki alltaf
dans á rósum. Skýi getur brugðið
fyrir sólu fyrirvaralaust og án við-
vörunar. Alltaf birtir upp um síðir
en stundum heldur skuggi skýs-
ins áfram að deyfa birtu sólar-
ljóssins. Það fékkst þú að reyna
fyrir meira en þrjátíu árum þegar
þú veiktist skyndilega, enn í
blóma lífsins. Lífi þínu var alvar-
lega ógnað og það var tvísýnt
hvort færi með sigur af hólmi, það
eða dauðinn. Lífið sigraði að lok-
um en varð aldrei samt fyrir þig
og fjölskyldu þína eftir það. Þú
þurftir að læra ýmislegt upp á
nýtt til að geta tekist á við annir
hversdagsins. Þetta tókst þér um
síðir með krafti og viljastyrk. Þú
gekkst aftur að starfi þínu þrátt
fyrir að þér væri í dagsins önn
skorinn þrengri stakkur en þú
áttir að venjast. En þú valdir að
lifa því breytta lífi sem þér var
fengið, en ekki bara að vera til. Til
þess naust þú aðstoðar fjölskyldu
þinnar, en þar mæddi mest á eig-
inmanninum. Hann vakti yfir vel-
ferð þinni nótt sem nýtan dag af
einstakri umhyggju og vandræða-
lausri væntumþykju. Það fór ekki
framhjá neinum og vakti virðingu
og aðdáun þeirra, sem til þekktu.
Samskipti okkar héldu sínum
fyrra takti eftir að lífið vitjaði þín
á ný. Við ferðuðumst innan lands
og utan og við hittumst þess á
milli af ýmsum tilefnum. Það voru
góð ár en síðasta ferð ykkar
hjónanna og okkar var hringferð
um landið fyrir tæpum tveimur
árum. Þegar þið heimsóttuð okk-
ur til Akureyrar síðastliðið sumar
ræddum við að bregða okkur með
haustinu út fyrir landsteinana í
stutta ferð. En þá tóku örlögin í
taumana. Heilsu þinni fór að
hraka og fljótlega varð ljóst að
hverju stefndi. Þú tókst þeim
lokadómi með æðruleysi og sagð-
ist ekki hræðast dauðann en
fannst sá gestur óþarflega
snemma á ferðinni. Það fannst
okkur líka.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson.)
Kæra Vilborg. Við kveðjum þig
með virðingu og þakklæti fyrir að
hafa mátt eiga með þér og Einari
samfylgd á þeim göngustígum
lífsins, sem við höfum þrammað.
Kæri Einar. Innilegar samúð-
arkveðjur til þín og fjölskyldna
ykkar.
Bjarni og Elsa.
Frá því við Vilborg vorum
pínulitlar stelpur á þriðja árinu
áttum við heima hlið við hlið á
Eyraveginum á Selfossi. Við,
þessar litlu píslir, urðum strax
vinkonur. Aldrei settist sólin öðru
vísi en að vináttan væri komin á
hreint aftur, þótt stundum hvessti
milli okkar stutta stund. Þar spil-
aði jafnaðargeð Vilborgar mikla
rullu og líka tilhneiging hennar til
að standa alltaf með sínum.
Óteljandi góðar stundir áttum
við saman. Fyrst sem börn og
unglingar í þeirri barnaparadís
sem Selfoss barnæsku okkar var.
Fólk kom hvaðanæva af landinu
til að taka þátt í uppbyggingu
þorpsins og atvinnulífsins. Allir
krakkar voru meira og minna úti
að leika allar lausar stundir.
Traustur vinur og trygglynd
var hún Vilborg mín. Við bættum
hvor aðra sannarlega upp og
vörðum hvor aðra ef á þurfti að
halda, hvor með sínum hætti.
Stundum fékk ég ákúrur fyrir að
hafa verið of harðhent við stríðn-
ispúkana. Þá sagði Vilborg festu-
lega: „Hún gerði það í sjálfsvörn!“
Svo urðum við unglingar og
áfram hélt fjörið hjá barnaskara
eftirstríðsáranna á Selfossi. Nú
voru það skátarnir, íþróttirnar,
sjoppan í Tryggvaskála og djúk-
boxið, sveitaböllin. Alltaf var eitt-
hvað um að vera.
Og áfram héldum við utan um
hvor aðra í blíðu og stríðu, ungar
konur með börnin okkar og heim-
ili. Eitt atriði til dæmis var algjör
snilld. Þegar jólaundirbúningur-
inn var að nálgast suðumarkið
gáfum við gjarnan hvor annarri
„smákökufrí“ með því að passa
börnin hvor fyrir aðra daglangt,
svo að gott næði skapaðist til þess
sem gera þurfti.
Andstreymi mætti Vilborg mín
með jafnvægi og festu og lét ekk-
ert buga sig. Velgengni tók hún
fagnandi og líka með jafnaðar-
geði.
Á þessum tímamótum fyllist
hugur minn þakklæti fyrir að hafa
alltaf átt vináttu Vilborgar vísa –
vináttu Vilborgar minnar
tryggðatrölls.
Gagnkvæm væntumþykja okk-
ar entist heila mannsævi.
Ég votta Einari og fjölskyld-
unni mína dýpstu samúð.
Harpa Bjarnadóttir.
Elsku vinkona mín, sem ég
kveð í dag, kom frá Selfossi ásamt
foreldrum sínum norður á Skaga-
strönd fjögurra ára gömul til
sinnar fyrstu sumardvalar hjá
ömmu sinni og afa. Þau bjuggu í
næsta húsi við mig, það sumar
urðum við vinkonur, vinátta sem
aldrei féll skuggi á.
Um leið og farfuglarnir komu á
vorin kom hún og við tók áhyggju-
laus leikur alla daga í götunni
okkar undir Höfðanum, þegar
alltaf var sól og sunnangola á
Skagaströndinni góðu.
Við lærðum að synda saman í
litlu 25 metra lauginni. Ég kenndi
henni að hjóla og skammast mín
enn fyrir þá kennslu, ég sleppti
hjólinu og hún rann á fullri ferð á
grindverk og meiddi sig, þá grét
ég jafn mikið og hún.
Hún kenndi mér að rokka og
kom með rokkbuxur að sunnan
handa mér og sérstaka strigaskó.
Við rokkuðum fyrir Ensa á Karls-
skála, hann gaf okkur pening fyr-
ir, honum fannst stelpan að sunn-
an liprari en ég, þá var ég ekki
búin að ná millisporinu, eftir
aukatíma náðist það og Ensi varð
ánægður.
Allt breyttist árið sem við urð-
um 12 ára, þá komu þær fréttir að
vinkona mín kæmi ekki, hún var
búin að ráða sig í vist upp á kaup.
Þetta var mikið áfall, ég held
næstum að farfuglarnir hafi held-
ur ekki látið sjá sig þetta vorið.
Árið sem við fermdumst fór
hún sem kaupakona að Móeiðar-
hvoli, þá varð ekki aftur snúið, þar
var kaupamaður strákur úr
Reykjavík árinu eldri og mjög
sætur. Bréfin sem ég fékk frá
henni það sumarið voru afar
spennandi og ég verð að játa að ég
var bullandi afbrýðisöm út í
kaupamanninn.
Alltaf hafa leiðir okkar legið
saman, við giftum okkur á svip-
uðum tíma og urðum mæður með
mánaðarmillibili og hittumst oft á
þeim árum. Vinskapur okkar var
svo sterkur að þrátt fyrir að vera
ekki í stöðugu sambandi var alltaf
eins og við hefðum hist í gær, við
gátum endalaust rifjað upp
bernskuárin á Skagaströnd.
Við höfum alla tíð haldið þeim
sið að hafa samband og hittast í
kringum afmælin okkar, ég hef
alla ævi fengið afmælisgjöf frá
henni.
Vinkona mín veiktist illa 38 ára
gömul, hún vann sig vel út úr þeim
veikindum enda stóð hún ekki ein,
þá sýndi sig best hvað ástin og
væntumþykjan sem kviknaði
sumarið 1960 var sterk. Ég hef
alltaf dáðst að hjónabandi þeirra,
gömul og góð gildi voru í hávegum
höfð og þau nutu samveru hvort
annars.
Á seinni árum fórum við að fara
í bæjarferðir, áttum okkar „dóta-
daga“ eins og við kölluðum þá,
keyptum okkur eitthvað fallegt,
fórum svo á veitingastað og borð-
uðum saman.
Spjölluðum lengi og gátum tal-
að um allt enda vorum við trún-
aðarvinkonur.
Vinkona mín átti góða fjöl-
skyldu sem hún elskaði af öllu
hjarta og hefði svo gjarnan viljað
vera lengur með. Stóra ástin í lífi
hennar, maðurinn hennar, um-
vafði hana umhyggju sinni til
hinstu stundar, það var gott að
upplifa það.
Kæra fjölskylda.
Megi minning hennar vera ljós
í lífi ykkar allra.
Ég kveð þig núna, elsku vin-
kona mín, þú manst eins og við
töluðum um, þegar minn tími
kemur.
Takk fyrir allt og allt.
Þín vinkona,
Guðrún.
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma. Við elskum
þig mjög mikið og þú hefur
alltaf verið besta amma í
heimi. Þú hefur alltaf gert
besta hafragraut í heimi og
líka bollur, hakk og spa-
gettí og pönnukökur. Það
var mjög gaman að gera
piparkökur fyrir jólin.
Hér er þín uppáhalds-
bæn:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náð-
arkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi
rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín elskulegu,
Freyja, Una og Einar.
Þó tárin streymi niður vanga
minn
þá skýr er sú minning
sem vermir hjarta mitt.
Minningin um þig.
Hún mun lifa
svo lengi sem er líf
og allt það sem var
veitir hjartanu ró.
Æviskeið og litlir sigrar
tímamót og hversdagsstund,
ég leitaði til þín.
Ég aldrei mun þér gleyma
elsku Bogga amma mín.
Íris Hólm Jónsdóttir.