Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Finnar minntust 100 árasjálfstæðis síns á árinu2017. Í tilefni af þvísendi Borgþór Kjærne- sted frá sér bókina Milli steins og sleggju. Saga Finnlands. Hann segist hafa skrifað bókina vegna þess hve lítið sé um heildstæðar upplýsingar um Finnland og Finna á íslensku. Þá hafi Finnland verið sér mjög kært annað heimaland um áratugaskeið. Borgþór kom fyrst til Finn- lands 4. júlí 1961 en á þeim tíma var hann félagi í Æskulýðsfylk- ingunni. Auralít- ill fékk hann að borða í menning- armiðstöð finnska kommúnistaflokksins. Naut hann þar vináttu Einars Olgeirssonar, leiðtoga kommúnista á Íslandi, sem ritaði bréf til flokkssystur sinnar Herttu Kuusinen, formanns finnska kommúnistaflokksins, sem sá til þess að Borgþór fengi fast fæði í miðstöðinni. Nýlega var þriggja þátta mynd um Herttu Kuusinen og hlutskipti finnskra kommúnista í ríkissjónvarpinu. Bók Borgþórs er 423 þéttritaðar blaðsíður með nafnaskrá og ljós- myndum. Hún er innbundin og prentuð á vandaðan myndapappír. Borgþór hefur dregið saman mikinn sögulegan fróðleik sem snýr í upphafi ekki síður að sögu Svíþjóðar en Finnlands. Vart verð- ur greint þar á milli fyrr en á 19. öld. Sænska ríkisskjaldarmerkið var jafnframt skjaldarmerki Finn- lands til ársins 1809 þegar Svíar og Rússar gerðu með sér frið- arsamning og Finnland varð stór- furstadæmi undir Rússakeisara, hélst sú skipan til byltingarinnar í Rússlandi árið 1917 þegar Finn- land varð fullvalda. Þetta er saga mikilla átaka, í hernaði og á stjórnmálavettvangi. Svíar voru stórveldi Norður- Evrópu þar til skarst í odda milli þeirra og Rússa. Þegar litið er yfir langvinna átakasögu Svía er ekki einkennilegt að á 20. öld hafi þeir kosið að leita skjóls í vopnuðu hlutleysi. Þeir héldu sig meira að segja til hlés þegar Finnar þurftu mjög á þeim að halda vegna sam- búðarinnar við Sovétstjórnina. Finnska stórfurstadæmið bjó við sjálfstæða stjórnsýslu og lög innan rússneska keisaradæmisins. Þann- ig var lagður grunnur að sjálf- stæðu finnsku stjórnkerfi undir handarjaðri Rússakeisara. Kerfi sem hrundi ekki við byltingu bolsévika. Pähr Svinhufud, forsætisráð- herra borgaralegrar ríkisstjórnar Finnlands, sendi fulltrúa sinn til St. Pétursborgar til að fá það stað- fest að miðstjórn bolsévika sam- þykkti sjálfstæði og fullveldi Finn- lands í árslok 1917. Borgþór segir: „Lenín vildi helst komast hjá því að hitta þessa fulltrúa borgara- stéttarinnar og spurði Felix Dzerzhinsky, ráðherra öryggis- mála, hvort hann vildi ekki fara fram [af fundi og hitta þá]. Hann baðst undan og kvaðst einungis geta tekið þá fasta. Þá á Leon Trotsky að hafa lagt til að hann færi bara fram og gerði það! Len- ín reis hægt úr sæti sínu og fór fram og spurði hvort Finnar væru enn ekki ánægðir? Carl Enckell [iðjuhöldur og yfirmaður finnsku herdeildanna] varð þá fyrir svör- um og staðfesti að Finnar væru af- ar ánægðir en vildu fá að þakka Lenín persónulega. Síðar lýsti Lenín þessari stund, í hófi Pétursborg með landflótta byltingarforingjum Finna, sem þeirri ógeðfelldustu á stjórnarferli sínum.“ Bók Borgþórs geymir margar stuttar frásagnir eins og þessa sem bregða ljósi á söguna. Oft er þó erfitt að átta sig á auka- og að- alatriðum í því mikla magni upp- lýsinga sem hann miðlar til les- enda sinna. Þótt sagan sé skráð í tímaröð sveiflast frásögnin innan einstakra meginkafla sem síðan skiptast í undirkafla. Textinn kveikir áhuga lesandans á að kynna sér einstaka þætti þessa stóra samhengis betur. Þarna er til dæmis dregin upp brotakennd mynd af því hvers vegna Gustaf Mannerheim mar- skálkur er einstakt stórmenni í finnskri sögu. Í fyrra var þess minnst að 150 ár voru frá fæðingu hans. Í um það bil 25 ár (1918-1946) hafði Mannerheim úrslitaáhrif í sögu Finnlands. Allt frá þriðja áratugn- um hafa fjölmargar bækur verið skrifaðar um hann, þar á meðal ævisaga hans í átta bindum. Tvær nýjar ævisögur birtust um hann í fyrra. Þegar Finnar segja frá þessu minna þeir jafnframt á að ævisaga Urhos Kekkonens Finn- landsforseta hafi verið gefin út í níu bindum. Urho Kekkonen kemur að sjálf- sögðu við sögu í bók Borgþórs og segir hann að í veiðiferð í Víði- dalsá árið 1980 hafi ferðafélögum Kekkonens orðið ljóst að hann væri of þungt haldinn af Alzheimersjúkdómnum til að gegna forsetaembættinu. Dró hann sig í hlé þá um haustið. Á stöku stað er minnst á sam- skipti Finna og Íslendinga og í bókarlok er kafli þar sem sagt er frá Íslendingum sem lögðu Finn- um lið í vetrarstríðinu 1939 þegar Sovétmenn réðust inn í Finnland. Nokkrar villur er að finna í bók- inni, til dæmis þegar rætt er um stríðsskuldir Finna við Rússa er á einum stað talað um 600.000 eða 300.000 en annars staðar um 300 milljónir dollara. Í myndatexta segir að Alexej Kosygin, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, hafi farið í leyniferð til Finnlands „á útmán- uðum 1969“ til að skýra ástæður sovésku innrásarinnar í Tékkóslóv- akíu. Í meginmáli segir hins vegar að þetta hafi verið í „október 1968“ og er það vafalaust rétt enda var innrásin gerð í ágúst það ár. Í upphafi bókarinnar er sagt frá sagnaljóðunum Kalevala, þjóðar- djásni Finna, og sagt að hann sé aðgengilegur í sænskri þýðingu frá 1999. Þarna hefði mátt geta þess að Karl Ísfeld þýddi meginhluta Kalevala á íslensku, kom fyrri hlutinn út árið 1957 og sá síðari 1962 eftir að Karl dó. Það er réttnefni að skrifa sögu Finnlands undir heitinu milli steins og sleggju. Finnar voru stuðpúði milli stórvelda Rússa og Svía og guldu þess að landamærin voru dregin of nærri St. Péturs- borg til að leiðtogar Rússlands væru í rónni. Einir og yfirgefnir eftir vetrarstríðið treystu þeir á Þjóðverja um vopn í síðari heims- styrjöldinni án þess að Mann- erheim léti Hitler draga sig í átök við Rússa. Mannerheim stóð gegn því að Rússar fengju sömu aðstöðu í Finnlandi og þeir fengu í Eystra- saltsríkjunum þremur í síðari heimsstyrjöldinni sem leiddi til innlimunar þeirra í Sovétríkin. Baráttusaga Finna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Átakasaga Helsinki, höfuðborg Finnlands. Að mati gagnrýnanda er það réttnefni að skrifa sögu Finnlands undir heitinu milli steins og sleggju. Sagnfræði Milli steins og sleggju bbbnn Eftir Borgþór Kjærnested. Skrudda, 2017. Innbundin. 423 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Höfundurinn Borgþór Kjærnested. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.