Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Poppkórinn Vocal Project heldur
litríka skammdegistónleika í Guð-
ríðarkirkju í Grafarholti á laugar-
dag, 20. janúar, kl. 15. Yfirskrift
tónleikanna er True Colors og er
þar vísað í samnefnt lag og einn
þekktasta smell söngkonunnar
Cindy Lauper og jafnframt laga-
valið sem að þessu sinni tengist,
með einum eða öðrum hætti, hin-
um ýmsu litum.
Gunnar Ben, stjórnandi kórsins,
segir kórinn ekki beinlínis flytja
það sem kallað er popplög heldur
frekar dægurlög eða dægurtónlist,
„popular music“ eins og það heitir
á ensku. „Það er meira verið að
skýra það að við syngjum lítið af
ættjarðarlögum, eða þ.e.a.s. alls
ekki neitt,“ útskýrir Gunnar.
Hann sér um útsetningar sumra
laganna á efnisskrá tónleikanna en
aðrar segir hann keyptar erlendis
frá.
Gunnar segir iðulega einhver
lög að finna á efnisskrám kórsins
sem komi tónleikagestum í opna
skjöldu. „Við reynum að gera eitt-
hvað svoleiðis á hverjum tónleik-
um, eitthvað frekar óhefðbundið,“
segir Gunnar og nefnir sem dæmi
að á vortónleikum í fyrra hafi kór-
inn sungið lag með pönksveitinni
Innvortis.
Fjólublátt ljós og svartar
og bleikar plötur
– Hvaða lag heldurðu að muni
koma mest á óvart að þessu sinni?
„Eigum við að lýsa því yfir?“
segir Gunnar en lætur svo tilleið-
ast. „Það verður til dæmis gaman
að syngja „Fjólublátt ljós við bar-
inn“,“ segir hann sposkur. Kórút-
setningin á þeim diskósmelli sé
heimgerð, þ.e. unnin af honum.
– Nú heita tónleikarnir eftir
slagara Cindy Lauper og það
verður litaþema í efnisskránni …
„Jú, hvert einasta lag tengist
einhverjum lit, oftast er það annað
hvort nafnið á laginu eða nafn
flytjandans, eins og t.d. Jet Black
Joe. Í tveimur lögum er það
kannski aðeins langsóttara, það er
þannig að við syngjum lag af
svörtu plötunni með Metallicu og
lag af bleiku plötunni með Ljótu
hálfvitunum.“
– Ég heyri að í þessu tilviki eru
hvítur og svartur taldir litir?
„Já, við ákváðum það. Enda eru
þetta skorður sem við settum
okkur sjálf, ég og lagavalsnefndin
sem starfar í kórnum og þegar
maður setur sér reglurnar sjálfur
getur maður skilgreint þær eins
og maður vill.“
Flott en flókið
– Að hvaða leyti reynir mest á
kórinn á þessum tónleikum?
„Það er annars vegar þegar út-
setningarnar eru ansi stórar.
„True Colors“ er á tímabili átta
radda og ansi þétt raðað í hljóm-
inn, flott en flókið. Svo er ég allt-
af að gera þessar kröfur á þau að
þau geri marga hluti í einu, geti
klappað eða stappað flókinn takt
og sungið fallega á meðan,“ svar-
ar Gunnar en því má við bæta að
kórinn syngur blaðlaust.
– Nú ertu líklega þekktastur
sem einn af liðsmönnum Skálm-
aldar. Ertu að fá útrás fyrir
popparann í þér með því að
stjórna poppkór?
„Jááá … ég fæ alla vega að
vinna með töluvert öðruvísi tón-
list en í Skálmöld, það er lítið
verið að rymja eða öskra …
ennþá. En ég á svo erfitt með að
setja mig í einhvern einn flokk,
ég er líka að kenna í Listaháskól-
anum og er með annan kór sem
ég læt syngja klassík,“ svarar
Gunnar.
– Þú ert sumsé út um allt?
„Ég er út um allt en þetta gef-
ur mér vissulega eitthvað annað
en Skálmöld gerir.“
Miðasala á tónleikana fer fram
á miðasöluvefnum tix.is.
Morgunblaðið/Eggert
Fjölmennt Poppkórinn Vocal Project á æfingu í Réttarholtsskóla. Um 60 manns syngja í kórnum.
Svart og hvítt
og allt þar á milli
Vocal Project flytur litríka efnisskrá á tónleikunum True
Colors í Guðríðarkirkju Hvert lag tengist einhverjum lit
Kórstjórinn Gunnar Ben
kemur víða við í tónlist.
Ungverska verðlaunakvikmyndin
Testrõl és lélekrõl, á ensku On
Body and Soul eða Um líkama og
sál, verður frumsýnd í Bíó Paradís í
dag. Myndinni er á vef kvikmynda-
hússins lýst sem óvenjulegri ástar-
sögu sem gerist í hversdagsleik-
anum og hverfist um markaleysið á
milli svefns og vöku, huga og lík-
ama. Kvikmyndin hlaut fern verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í Berlín
í fyrra og þ.á m. verðlaun sem besta
kvikmyndin og aðalleikkona henn-
ar, Alexandra Borbély, vann til
verðlauna sem besta leikkonan í að-
alhlutverki á Evrópsku kvikmynda-
verðlaununum í desember síðast-
liðnum.
Leikstjóri kvikmyndarinnar er Il-
dikó Enyedi og auk Borbély fara
með helstu hlutverk Géza Morcs-
ányi og Zoltán Schneider.
Metacritic: 71/100
Óvenjuleg ástarsaga
Verðlaunamynd Úr ungversku
kvikmyndinni Testrõl és lélekrõl.
Bíófrumsýning
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 8, 10.30 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 10 Sýnd kl. 5.30