Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 89

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Poppkórinn Vocal Project heldur litríka skammdegistónleika í Guð- ríðarkirkju í Grafarholti á laugar- dag, 20. janúar, kl. 15. Yfirskrift tónleikanna er True Colors og er þar vísað í samnefnt lag og einn þekktasta smell söngkonunnar Cindy Lauper og jafnframt laga- valið sem að þessu sinni tengist, með einum eða öðrum hætti, hin- um ýmsu litum. Gunnar Ben, stjórnandi kórsins, segir kórinn ekki beinlínis flytja það sem kallað er popplög heldur frekar dægurlög eða dægurtónlist, „popular music“ eins og það heitir á ensku. „Það er meira verið að skýra það að við syngjum lítið af ættjarðarlögum, eða þ.e.a.s. alls ekki neitt,“ útskýrir Gunnar. Hann sér um útsetningar sumra laganna á efnisskrá tónleikanna en aðrar segir hann keyptar erlendis frá. Gunnar segir iðulega einhver lög að finna á efnisskrám kórsins sem komi tónleikagestum í opna skjöldu. „Við reynum að gera eitt- hvað svoleiðis á hverjum tónleik- um, eitthvað frekar óhefðbundið,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi að á vortónleikum í fyrra hafi kór- inn sungið lag með pönksveitinni Innvortis. Fjólublátt ljós og svartar og bleikar plötur – Hvaða lag heldurðu að muni koma mest á óvart að þessu sinni? „Eigum við að lýsa því yfir?“ segir Gunnar en lætur svo tilleið- ast. „Það verður til dæmis gaman að syngja „Fjólublátt ljós við bar- inn“,“ segir hann sposkur. Kórút- setningin á þeim diskósmelli sé heimgerð, þ.e. unnin af honum. – Nú heita tónleikarnir eftir slagara Cindy Lauper og það verður litaþema í efnisskránni … „Jú, hvert einasta lag tengist einhverjum lit, oftast er það annað hvort nafnið á laginu eða nafn flytjandans, eins og t.d. Jet Black Joe. Í tveimur lögum er það kannski aðeins langsóttara, það er þannig að við syngjum lag af svörtu plötunni með Metallicu og lag af bleiku plötunni með Ljótu hálfvitunum.“ – Ég heyri að í þessu tilviki eru hvítur og svartur taldir litir? „Já, við ákváðum það. Enda eru þetta skorður sem við settum okkur sjálf, ég og lagavalsnefndin sem starfar í kórnum og þegar maður setur sér reglurnar sjálfur getur maður skilgreint þær eins og maður vill.“ Flott en flókið – Að hvaða leyti reynir mest á kórinn á þessum tónleikum? „Það er annars vegar þegar út- setningarnar eru ansi stórar. „True Colors“ er á tímabili átta radda og ansi þétt raðað í hljóm- inn, flott en flókið. Svo er ég allt- af að gera þessar kröfur á þau að þau geri marga hluti í einu, geti klappað eða stappað flókinn takt og sungið fallega á meðan,“ svar- ar Gunnar en því má við bæta að kórinn syngur blaðlaust. – Nú ertu líklega þekktastur sem einn af liðsmönnum Skálm- aldar. Ertu að fá útrás fyrir popparann í þér með því að stjórna poppkór? „Jááá … ég fæ alla vega að vinna með töluvert öðruvísi tón- list en í Skálmöld, það er lítið verið að rymja eða öskra … ennþá. En ég á svo erfitt með að setja mig í einhvern einn flokk, ég er líka að kenna í Listaháskól- anum og er með annan kór sem ég læt syngja klassík,“ svarar Gunnar. – Þú ert sumsé út um allt? „Ég er út um allt en þetta gef- ur mér vissulega eitthvað annað en Skálmöld gerir.“ Miðasala á tónleikana fer fram á miðasöluvefnum tix.is. Morgunblaðið/Eggert Fjölmennt Poppkórinn Vocal Project á æfingu í Réttarholtsskóla. Um 60 manns syngja í kórnum. Svart og hvítt og allt þar á milli  Vocal Project flytur litríka efnisskrá á tónleikunum True Colors í Guðríðarkirkju  Hvert lag tengist einhverjum lit Kórstjórinn Gunnar Ben kemur víða við í tónlist. Ungverska verðlaunakvikmyndin Testrõl és lélekrõl, á ensku On Body and Soul eða Um líkama og sál, verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Myndinni er á vef kvikmynda- hússins lýst sem óvenjulegri ástar- sögu sem gerist í hversdagsleik- anum og hverfist um markaleysið á milli svefns og vöku, huga og lík- ama. Kvikmyndin hlaut fern verð- laun á kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrra og þ.á m. verðlaun sem besta kvikmyndin og aðalleikkona henn- ar, Alexandra Borbély, vann til verðlauna sem besta leikkonan í að- alhlutverki á Evrópsku kvikmynda- verðlaununum í desember síðast- liðnum. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Il- dikó Enyedi og auk Borbély fara með helstu hlutverk Géza Morcs- ányi og Zoltán Schneider. Metacritic: 71/100 Óvenjuleg ástarsaga Verðlaunamynd Úr ungversku kvikmyndinni Testrõl és lélekrõl. Bíófrumsýning Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 10 Sýnd kl. 5.30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.