Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
- lægra verð
Vítamíndagar
afsláttur af öllum vítamínum
20–30%
www.apotekarinn.is
Að undanförnu hef-
ur fjöldi kvenna tjáð
sig um ofbeldi og kyn-
ferðislega áreitni inn-
an margra starfs-
greina. Af þessu hefur
spunnist mikil um-
ræða í fjölmiðlum og
ekki síður meðal fólks
almennt. „Boðskap-
urinn er einfaldur og
skýr, hingað og ekki
lengra. Yfirgangur
verður ekki lengur liðinn,“ sagði
forseti Íslands við setningu Alþing-
is fimmtudaginn 14. desember sl.
Rætt hefur verið um að við þess-
um vanda verði brugðist með setn-
ingu siðareglna, viðbragðs- og að-
gerðaáætlana og að grunngildi séu
undirrituð, áréttuð og yfirfarin
reglulega. Þetta kemur m.a. fram í
umfjöllun visis.is nú nýverið um of-
beldi og áreitni gagnvart konum í
tækni-, upplýsinga- og hugbún-
aðariðnaði. Sama á við um ráðu-
neytin eins og fram kom á
ríkisstjórnarfundi 19. desember sl.
og í ályktun Félags atvinnurek-
enda frá 12. desember sl. svo fátt
eitt sé nefnt. Þessi viðbrögð eru
auðvitað góð og gild, en reglur og
áætlanir duga skammt ef ekkert er
farið eftir þeim. Það hefur stund-
um hvarflað að mér að einmitt
setning reglna og áætlana sé í
sumum tilvikum aðferð yfirmanna
til að koma sér út úr eigin vand-
ræðum með því að sýnast taka á
vanda sem þeir vilja í rauninni
fela. Þá virðist mér að almennir
starfsmenn eigi enga vörn með
málskoti til æðra stjórnvalds, t.d.
ráðuneytis, sem vísar
málum gjarnan frá
eftir málamyndarann-
sókn eða tefur mál
von úr viti í þeirri von
að fólk gefist upp.
„Sýndi óhlýðni
við löglegt boð
yfirmanns“
Fyrrverandi
mennta- og menning-
armálaráðherra var í
viðtali í Morg-
unútvarpi Rásar 2
miðvikudaginn 22.
nóvember sl. þar sem kynferðisleg
áreitni og ofbeldi var til umræðu.
Hann taldi að eina gagnið fælist í
því að þeir sem væru í kringum
geranda beittu sér með þeim hætti
að hann léti af sínu slæma hátta-
lagi. Með öðrum orðum að um-
hverfið ætti að reyna að hafa áhrif
á gerendur og koma þannig í veg
fyrir neikvæða breytni þeirra.
Til að varpa ljósi á þetta atriði
ætla ég að deila hér frásögn af
reynslu minni sem starfsmaður
Þjóðskjalasafns Íslands á árunum
2012-2014, en á þeim tíma hafði
einn af stjórnendum safnsins,
starfsmanna- og fjármálastjóri
(kona), í frammi við mig einelt-
istilburði. Ég reyndi að vekja at-
hygli á málinu og ræddi í því skyni
bæði við sviðsstjóra minn og síðan
þjóðskjalavörð. Þeir gerðu ekkert í
málinu. Þá brá ég á það ráð að
vekja athygli á þessu á almennum
starfsmannafundi. Afleiðing þessa
varð að ég var boðuð á fund þjóð-
skjalavarðar og mér tilkynnt áform
hans um að veita mér áminningu
með því að vekja máls á einelt-
istilburðunum á starfsmannafund-
inum. Ég hefði með þessu fram-
ferði mínu „sýnt óhlýðni við löglegt
boð yfirmanns“ sbr. 1. gr. laga nr.
70/1996 um réttindi og skyldur
starfmanna ríkisins. Ég leitaði til
stéttarfélags míns og það útvegaði
mér lögmann sem fékk hrundið
áformum þjóðskjalavarðar m.a.
vegna þess að þau samrýmdust á
engan hátt gildandi reglugerð um
viðbrögð við einelti. Þessi máls-
meðferð þjóðskjalavarðar er auð-
vitað fráleit og dæmi um ofbeldi á
vinnustað af hans hálfu.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
frá árinu 2010 kemur fram að al-
mennt sé litið svo á að áminning
skaði æru þess sem hana fær og
forstöðumenn séu því yfirleitt
tregir til að beita henni, nema til-
efnið sé ærið. Þessi gætni er skilj-
anleg í ljósi þess að meðalhófs-
regla stjórnsýslulaga leggur þá
skyldu á herðar forstöðumanna að
því aðeins sé tekin íþyngjandi
ákvörðun í máli starfsmanns að
lögmætu markmiði, sem að er
stefnt, verði ekki náð með öðru og
vægara móti. „Skal þess þá gætt
að ekki sé farið strangar í sakirnar
en nauðsyn ber til“ segir enn-
fremur í lögunum (1. mgr., 12. gr.
laga nr. 37/1993).
Þegar þessir atburðir gerðust
var til staðar Viðbragðsáætlun
Þjóðskjalasafns Íslands við einelti
eða áreiti á vinnustað. Í þeirri
áætlun er tiltekið að bregðast skuli
við meintu einelti „á faglegan hátt
og leggja áherslu á að leysa málið
hið fyrsta og koma í veg fyrir frek-
ara einelti“, að fara skuli „með þol-
anda yfir málið og sannreynt hvort
um einelti er að ræða, samkvæmt
skilgreiningu á einelti“ og að meta
skuli „þörf þolanda fyrir stuðning
og honum veittur stuðningur sé
þess þörf“. Þrátt fyrir að slík áætl-
un væri til staðar og með þessum
fyrirmælum fór þjóðskjalavörður
ekki eftir neinum þeirra, heldur
hóf umsvifalaust áminningarferli
gagnvart mér. Þetta er lýsandi
dæmi um að reglur og áætlanir
koma ekki í veg fyrir valdbeitingu
þegar yfirmaður á í hlut. Þá eru
reglurnar og viðbragðsáætlanirnar
lagðar til hliðar. Ég vitna hér til
áréttingar í andmælabréf lög-
manns míns vegna fyrirhugaðrar
áminningar þar sem hann sagði að
sá hefði höggvið er hlífa skyldi.
Neyddist til að segja upp
störfum
Máli mínu lauk þannig að ég sá
mig tilneydda til að segja upp
störfum í Þjóðskjalasafni, þó að
mér væri það óljúft. Ég leitaði í
framhaldinu til æðra stjórnvalds,
nefnilega mennta- og menningar-
málaráðuneytis. Ég skrifaði bréf til
tveggja ráðherra þar sem ég
greindi frá málavöxtum og bað um
að framganga þjóðskjalavarðar
yrði skoðuð. Hvorugur sá ástæðu
til þess að beita sér eins og fráfar-
andi menntamálaráðherra lýsti í
morgunútvarpinu 22. nóvember sl.
og rakið er hér að ofan. Hann
beitti sér ekki til þess að hafa
áhrif á gerandann, þótt hann væri
í aðstöðu til þess, heldur verð-
launaði hann með því að fram-
lengja skipun hans í stöðu þjóð-
skjalavarðar á liðnu ári til næstu
fimm ára. Honum hefði verið það í
lófa lagið þegar skoðað er álit Um-
boðsmanns Alþingis nr. 5718/2009
þess efnis að ráðuneyti geti tekið
mál til umfjöllunar að eigin frum-
kvæði og hafi ekki aðeins heimild
til þess heldur að einnig gæti hvílt
jákvæð athafnaskylda á því. Er
það enn alvarlegra í ljósi þess að
þetta er ekki eina umkvörtunin
sem borist hefur í ráðuneytið
vegna ofbeldis þjóðskjalavarðar
gagnvart starfsfólki safnsins.
Mál mitt er því miður ekki eins-
dæmi þegar þjóðskjalavörður á í
hlut. Fyrrverandi samstarfskona
mín í Þjóðskjalasafni leitaði til
stéttarfélags síns eftir að ég lét af
störfum vegna kynferðislegrar
áreitni sem hún taldi sig mega
þola af hans hálfu. Stéttarfélagið
leitaði til æðra stjórnvalds,
mennta- og menningarmálaráðu-
neytis, sem fól sálfræðistofu að
skoða málið. Þessi kona hætti
einnig störfum í Þjóðskjalasafni.
Skömmu eftir árangurslausa til-
raun til að áminna mig var starfs-
maður safnsins (karlmaður)
áminntur og honum síðan sagt upp
störfum fyrir vægast sagt umdeil-
anlegar sakir. Lögmaður hans taldi
að áminningin hefði ekki átt við
rök að styðjast og því engar eðli-
legar málsástæður til uppsagnar.
Hann benti ennfremur á að þessi
starfsmaður hefði mátt þola einelti,
m.a. af hálfu þjóðskjalavarðar.
Starfsmaðurinn skaut máli sínu til
æðra stjórnvalds, mennta- og
menningarmálaráðuneytis, og þar
er málið enn – meira en þúsund
dögum síðar. Ráðuneytið hafði
stefnt að niðurstöðu í málinu í
ágúst sl., en ekki bólar á henni
enn. Ekkert er hugsað um þau al-
varlegu áhrif, bæði andleg og lík-
amleg, sem aðför af þessum toga
getur haft á þá sem í lenda.
Kona sem gegndi stöðu sviðs-
stjóra í Þjóðskjalasafni vann mál
gegn safninu fyrir Kærunefnd
jafnréttismála (mál nr. 3/2016).
Málið varðaði ákvörðun þjóð-
skjalavarðar um launakjör hennar,
þar sem henni voru reiknaðar
færri yfirvinnustundir en öðrum
sviðsstjóra, karlkyns, í safninu.
Hún hefur látið af störfum.
Til viðbótar því sem að ofan
greinir hafa fleiri starfsmenn
Þjóðskjalasafns leitað til sinna
stéttarfélaga vegna ástandsins í
safninu. Fleiri en einn og fleiri en
tveir starfsmenn hafa leitað sér
hjálpar hjá sálfræðingum og lækn-
um vegna álags og áfallastreitu,
sem rekja mátti til stjórnarhátta
þjóðskjalavarðar og nokkurra ann-
arra yfirmanna safnsins. Starfs-
mannavelta hefur verið mikil og
gengi Þjóðskjalasafns í könnunum
SFR um stofnun ársins hríðféll
eftir að núverandi þjóðskjalavörður
tók við störfum árið 2012.
Ekkert hefur breyst
Fjallað var um ástandið í Þjóð-
skjalasafni á vef Ríkisútvarpsins
ruv.is í júní sl. Þá fullyrti þjóð-
skjalavörður að alltaf hefði verið
brugðist við ábendingum um ein-
elti á faglegan hátt. Varðandi
vinnustaðamenninguna í safninu
sagði hann jafnframt að verið væri
að rifja upp gömul mál og starfs-
mönnunum hefði ekki verið bolað í
burtu! Hvenær teljast mál af þess-
um toga gömul? Við vinnslu frétt-
arinnar var haft samband við
nokkra núverandi starfsmenn
Þjóðskjalasafnsins sem vildu ekki
koma fram undir nafni. Telja þeir
að vinnustaðamenningin hafi lítið
lagast á síðustu árum.
Þrátt fyrir reglur, áætlanir og
málskot til æðra stjórnvalds,
mennta- og menningarmálaráðu-
neytis, hefur ekkert gerst – enginn
starfsmaður Þjóðskjalasafns hefur
fengið neinar undirtektir varðandi
umkvartanir sínar. Þeirra eina úr-
ræði er að láta af störfum þegar
þeir telja sig ekki geta hafst leng-
ur við á þessum vinnustað. Ætla
má að þjóðskjalavörður starfi í
skjóli ráðuneytis þar sem hann
hefur nú nýverið verið verðlaunað-
ur með framlengingu ráðningar til
næstu fimm ára eins og áður er
nefnt. Enginn sér ástæðu til að
leggja eyru við málstað starfs-
manna. Þrátt fyrir mikla umræðu í
þjóðfélaginu gerist í raun ekki
neitt. Í ráðuneytinu virðist þess
beðið að framganga þjóð-
skjalavarðar í starfsmannamálum
gleymist. Ætlar hinn nýskipaði
mennta- og menningarmálaráð-
herra að taka upp þráðinn? Hún
leysir a.m.k. ekki vandann í Þjóð-
skjalasafni með því að senda fyr-
irspurn til þeirrar stofnunar um
hvort gert hafi verið áhættumat og
gefin út skrifleg viðbragðsáætlun í
samræmi við reglugerð um aðgerð-
ir gegn einelti, kynferðislegri
áreitni, kynbundinni áreitni og of-
beldi á vinnustöðum eins og hún
hefur boðað. Er ekki kominn tími
til að taka undir með forsetanum
og segja: „Hingað og ekki lengra“?
Hingað og ekki lengra
Eftir Elínu S.
Kristinsdóttur » Starfað í skjóli ráðu-
neytis? Kynferðisleg
áreitni og annað ofbeldi
í Þjóðskjalasafni.
Elín S.
Kristinsdóttir
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Atvinnublað alla laugardaga
mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?