Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
40%
afsláttur
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
OFURTILBOÐ
gull og demantar
Skoðaðu úrvalið á carat.is
Rúnar Magnússon á 40 ára afmæli í dag. Hann er húsasmiðurað mennt og var yfirumsjónarmaður með fasteignum Flóa-hrepps í nokkur ár en hóf störf hjá Bílamálun og réttingu í
september síðastliðnum.
„Ég ákvað að breyta til og fá vinnu tengda áhugamálinu.“
Og hvaða bíla ertu með sjálfur? „Ég er með 81 módel af Hilux-
pallbíl sem ég gerði alveg upp og svo er ég að gera upp traktora í
sveitinni.“
Rúnar býr í Súluholti í Flóa en þar ólst hann upp. „Ég hef nú ekki
alltaf búið hérna, bjó nokkur ár í Reykjavík og eitt ár erlendis
þannig að ég hef prófað að fara af bæ. En maður endar alltaf á
heimaslóðunum.“
Þríbýli er í Súluholti og þar er stórt kúabú. „Ég vann á því sem
unglingur og lengi vel síðan, en frændi minn á kúabænuum og býr á
einum bænum, mamma býr á öðrum og við fjölskyldan á þeim
þriðja.“
Eiginkona Rúnars er María Hödd Lindudóttir, kennari í Flóa-
skóla. Synir þeirra eru Hjörleifur Máni, sem verður tíu ára á laug-
ardaginn, 20. janúar og Jón Oliver sem verður átta ára 22. apríl.
Við feðgarnir ætlum að halda upp á 50 ára afmælið okkar síðar,
en það verður merkisafmæli hjá okkur, en í dag verð ég að vinna
og síðan verður fjölskylduboð í kvöld.“
Feðgar Rúnar ásamt yngri syninum, Jóni Oliver, fyrir fimm árum.
Ákvað að vinna
við áhugamálið
Rúnar Magnússon er fertugur í dag
I
ngólfur Árnason fæddist í
Reykjavík 18.1. 1958 og átti
þar heima fyrstu tvö árin. Þá
flutti fjölskyldan til Vest-
mannaeyja þar sem faðir
hans var læknir. Eftir árs dvöl í Eyj-
um flutti fjölskyldan til Svíþjóðar og
var þar búsett í átta ár. Þegar Ing-
ólfur var 11 ára flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur og þaðan upp á Akra-
nes.
Ingólfur hóf barnaskólagönguna í
Svíþjóð og lauk henni við Barnaskóla
Akraness. Hann hóf framhalds-
skólagöngu sína í MR en lauk henni
við Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi þar sem hann útskrifaðist
sem vélvirki. Hann lauk síðan námi í
rekstrartæknifræði frá háskólanum í
Odense, í Danmörku, árið 1985.
Ingólfur starfaði hjá Þorgeir &
Ellert hf. á Akanesi samhliða fram-
Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri – 60 ára
Glæsilegur og stór hópur Ingólfur og Guðrún Agnes með börnunum fjórum, tengabörnum og barnabörnunum.
Frábær árangur hjá
fjölskyldufyrirtæki
Útflutningsverðlaunin Fyrirtækin fengu einnig Nýsköpunarverðlaunin og
viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsar Verslunar fyrir árið 2017.
Sandra María Valdimarsdóttir, Þuríður Guðjónsdóttir, Bríet Katla Vignisdóttir,
Eygló Kristinsdóttir og Valdís Anna Valdimarsdóttir héldu tombólu í Seljahverf-
inu hjá Krónunni og við Hálsaskóla. Þar söfnuðu þær 10.106 kr. sem þær gáfu
Rauða krossinum. Á myndinni eru þær Sandra María, Þuríður og Bríet Katla.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.