Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Ég heiti Dagmar Vala Hjörleifs- dóttir og langar að koma á framfæri þakklæti til íslenskra prentara, bókbindara, listamanna og lesenda fyrir ótrúlega vönduð og hröð handtök við að koma barna- bókinni Kópurinn Kjarkur út fyrir jólin. Allir lögðust á eitt og útkoman varð gullfalleg bók fyrir íslenska lesendur á öllum aldri sem er núna uppseld hjá forlaginu. Handverk alls þessa fólks má alls ekki hverfa af landinu. Við sem erum bóka- þjóð! Vonandi geta fullorðnir og börn notið lestrarins saman. Þakkir Óska ykkur öllum árs og friðar og vona að 2018 verði gott lestrarár! Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Lagið fjallar um frelsið sem fylgir því að vera sáttur í eigin skinni og titillinn vísar í þessar hugsanir sem við eigum stundum við okkur sjálf um að við séum ekki nógu góð eða eigum ekki eitt- hvað skilið,“ segir Unnur spurð út í yrkisefni lagsins. Unni langaði að búa til veglegt myndband með lag- inu og hafði samband við Kötlu Líndal sem gerði myndbandið með henni. „Mig langaði til að gera myndband sem væri veisla fyrir augun, eitthvað sem er kærkomið í janúarskammdeginu. Ég sagði við Kötlu að ég vildi hafa það fullt af blöðrum, glimmeri og pallíettum og er ánægð með útkomuna,“ segir Unnur sem gerði handritið að myndbandinu ásamt Kötlu en Katla sá svo um eftirvinnsluna. Litadýrðin í myndbandinu er mikil og spila hundruð blaðra stóra rullu í því. „Við höfum ekki fundið neitt sambærilegt sjónarspil á netinu svo við erum á því að þetta sé í fyrsta skipti sem svona blöðruat- riði hafi verið tekið upp og notað í tónlistarmyndbandi,“ segir Unnur. Hún hefur látið gera tónlistar- myndbönd fyrir sig áður en þetta er í fyrsta skipti sem hún gerir eitthvað svona sjálf og segir hún mikinn tíma hafa farið í undirbún- ing. „Þetta var aðalvinnan mín síð- asta sumar, ég hef aldrei eytt svona miklum tíma í fatabúðum og inná pinterest,“ segir Unnur og hlær. Ný EP plata á leiðinni Eins og kom fram hér að ofan kom fyrsta sólóplata Unnar út árið 2015 og vinnur hún nú að nýrri EP plötu. Það má segja að lagið sé einskonar forsmekkur af því sem koma skal á nýju plötunni. „Þetta er allt öðruvísi en fyrsta sólóplatan mín og ég var hugsi fyrst, hvaða átt ég ætti að fara í eftir að hún kom út, en svo fann ég að þetta er í alvöru mjög einfalt, snýst bara um að gera það sem mann langar mest til,“ segir Unnur, spennt fyrir vinnunni fyrir komandi plötu. Frönsk kaffihúsastemning Unni er margt til lista lagt og hefur hún undanfarið haldið tón- leika sem kallast „Frönsk kaffi- húsastemning“ þar sem hún flytur lög í anda Edith Piaf og Serge Ga- insbourg. Næstu tónleikarnir í þessari tónleikaröð eru fimmtudag- inn 8. febrúar á Petersen svítunni frá 21 – 23 þar sem Unnur mun koma fram ásamt píanóleikaranum Kjartani Jósefssyni Ognibene. Blöðrur og botnlaust stuð í nýju myndbandi Söngkonan og lagahöfundurinn Unnur Sara Eldjárn útskrifaðist frá Tónlistar- skóla FÍH árið 2015 þar sem hún nam jazz, popp og rokksöng. Sama ár sendi hún frá sér sína fyrstu sólóplötu. Unnur hefur verið iðin við kolann síðan þá og er dugleg að koma fram og senda frá sér nýja tónlist. Í vikunni gaf hún einmitt út nýtt lag „Mind illusions“ og einnig nýtt litríkt myndband. Söngkona Unnur er hæfileikarík söngkona og lagahöfundur. Litrík Sól, litir og birta leika aðalhlutverkið í nýju mynd- bandi sem lýsir upp skamm- degið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.