Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 endur aðliggjandi eigna, að sögn Gunnars. Á opnum kynningarfundi 14. des- ember sl. sköpuðust nokkrar um- ræður um málið. Gefinn var kostur á að senda inn ábendingar vegna til- lagnanna og barst á fjórða tug er- inda með ábendingum sem vísað hefur verið til skoðunar við úr- vinnslu tillagnanna. Á fundinum gerði Sigurður Guð- mundsson, formaður skipulags- nefndar, grein fyrir því að þrátt fyr- ir áherslur Garðabæjar sem fylgt hefur verið frá 2006 um lagningu Hafnafjarðarvegar í stokk hafi ekki fengist fjárveitingar í svo kostn- aðarsama útfærslu. Hafnar- fjarðarvegur er stofnbraut og því undir forræði Vegagerðarinnar og þá ríkisvaldsins. Nú hefur Vega- gerðin hins vegar ráðstafað fjár- magni til þess að ráðast í endur- bæturnar og var stefnt að því að ráðast í framkvæmdirnar næsta vor, að því að fram kom á vef Garða- bæjar í desember. Átta milljarða stokkalausn mætti skipta í tvennt Aðspurður segir Gunnar Einars- son bæjarstjóri að það sé afar mikil- vægt að fram komi að tillögur Vega- gerðarinnar séu í ósamræmi við þá metnaðarfullu stefnu sem Garðabær hefur tekið í málinu og er sett fram í aðalskipulagi. Þar er miðað við að gatnamótin séu mislæg og Hafn- arfjarðarvegur í lokuðum vegstokki milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss. „Við viljum ekki upplifa frekari tafir á stokkalausninni og viljum þá lausn inn á samgönguáætlun, en heildarlausnin kostar um átta millj- arða að sögn hönnuða og mætti hugsa sér þá framkvæmd í tveimur fösum.“ segir Gunnar. „Við óttumst að verði farið í tillögur Vegagerð- arinnar eins og þær voru upphaflega kynntar sé það svo mikil fram- kvæmd að enn lengra verði í stokka- lausnina. Því viljum við skoða ein- faldari lausnir. Rétt er að geta þess að við nýlega ástandsgreiningu umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að ástandið er einna verst á gatnamót- um Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar og mótum Vífilsstaðavegar og Hafn- arfjarðarvegar. Í dag er umferðin tæpir 40 þúsund bílar á sólarhring sem núverandi aðstæður anna ekki.“ Á fimm ára tímabili frá byrjun árs 2012 til ársloka 2016 voru skráð 65 umferðaróhöpp á gatnamótum Hafnafjarðarvegar og Vífilsstaða- Vilja Hafnarfjarðarveg í stokk  „Við núverandi umferðarástand verður engan veginn unað,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri  Tillögur Vegagerðar ekki í samræmi við aðalskipulag  Vilja skoða einfaldari lausnir á næstunni Hafnafjarðarvegur í stokk Frá gatnamótumVífilstaðavegar til suðurs Hafnar fjarðar vegur Hafn arfja rðar vegu r stokkur Ásgarður Garðaskóli Hag kau p Sjávargrund Læ kjarfit Vífilsstaðavegur Ví fil ss ta ða ve gu r Yfirlitsmynd: Frumfdög unnin af Verkís verkfræðistofu fyrir Vegagerðina og Garðabæ. Innfelld mynd: úr rammaskipulagi fyrir Lyngássvæði og Hafnarfjarðarveg. Unnið af Batteríið arkitektar, Landslag og Mannvit. Umferð sett í stokk og borgargata ofanjarðar stokkur og borgargata Ly ng ás Læ kjarfit Bólstaður Ásgarður Hraunholts- lækur Ví fil ss ta ða ve gu r BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er okkar krafa númer eitt að Hafnarfjarðavegur verði lagður í stokk á milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Hann segir jafnframt ljóst að bæta þurfi strax umferðarflæði úr hverfum í Garða- bæ inn á gamla Hafnarfjarðar- veginn og auka öryggi á gatna- mótum. „Við nú- verandi umferð- arástand verður engan veginn un- að og ljóst að hin mikla aukning sem nú er stað- reynd, og kemur bara til að aukast á næstu misserum, mun gera ástandið enn verra ef ekkert verður að gert,“ segir Gunnar. Hvorki stokkur né mislæg gatnamót Á fundi skipulagsnefndar Garða- bæjar í lok nóvember voru lagðar fram tillögur Vegagerðarinnar að endurbótum Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási/Lækjar- fit. Þar eru lagðar til úrbætur miðað við núverandi útfærslu, en ekki gert ráð fyrir mislægum lausnum og lok- uðum vegstokki eins og aðalskipulag hefur gert ráð fyrir frá árinu 2006. Tillögur þessar kalla á talsverðar breytingar á deiliskipulagsáætl- unum aðliggjandi svæða og hafa til- lögur að þeim verið til kynningar. Í fundargerð skipulagsnefndar kemur m.a. fram: „Þar sem að endurbætur þær sem tillagan gerir ráð fyrir eru ekki í samræmi við stefnu aðal- skipulags um Hafnarfjarðarveg í stokki og með mislægum gatnamót- um lítur skipulagsnefnd svo á að um tímabundnar lagfæringar sé að ræða til þess að bæta ástandið og auka umferðaröryggi þangað til að markmið aðalskipulags náist í fram- tíðinni.“ Á fjórða tug erinda Skipulagsnefndin ákvað að vísa tillögum að breytingum á deiliskipu- lagi aðliggjandi svæða til forkynn- ingar ásamt því að kynna tillögur um endurbætur á Hafnarfjarðar- vegi þó að ljóst væri að margt væri óljóst á þessu stigi málsins varðandi nákvæmari útfærslu. Ástæða þess var m.a. sú að bæjaryfirvöld vilja vinna að málinu strax í upphafi í samráði við íbúa bæjarins og eig- Gunnar Einarsson 15% afsláttur 15% afsláttur 15% afsláttur ryksugur 15% afsláttur Gerið góð kaup! 15-50% afsláttur af gæðavörum ORMSSON janúar dagar lágmúla 8 SÍmI 530 2800 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Gunnar Einarsson segir að umræð- ur um Borgarlínu og framkvæmdir við stokkalausn og mislæg gatna- mót á Hafnarfjarðarvegi í Garða- bæ séu óskyld mál og eigi ekki að hafa áhrif hvort á annað. Verði far- ið í stokkalausnina geti Borgarlína hæglega legið ofan á stokknum og ekki eigi að blanda þessu saman. Hann segir að í umræðum fyrir nokkrum árum um að vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu væri sprung- ið hefðu hafist umræður um að styrkja almenningsvagnakerfið til að létta á vegakerfinu. Meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæð- inu og innan Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu hefði verið samþykkt að fara í skoðun á þessu verkefni, sem síðan fékk heitið Borgarlína. „Það var ákveðið að fara í skoðun á kostum og göll- um og það er ekkert meira verið að gera í bili. Við erum á sama stað og aðrir um að það þarf að bæta umferðarflæði á höfuðborgar- svæðinu og bæta umferðarmann- virki. Við í Garðabæ erum ekkert að afsala okkur því að hér komi mislæg gatnamót og að við greið- um fyrir umferð einkabíla. Ég vil ekki segja að ég vilji ekki skoða Borgarlínuna, en það er ekki þar með sagt að ég vilji láta hana ganga framar einhverju öðru,“ segir Gunnar. Hann segir að spyrja megi hvort heitið Borgarlínu sé ekki uppblásið og hvort ekki sé réttara að tala um „sérleiðakerfi almenningssam- gangna“. Gunnar bendir á að í svæðisskipulagi, aðalskipulagi Garðabæjar og rammaskipulagi sé allsstaðar gert ráð fyrir sérleiða- kerfi almenningssamgangna. Að leggja Hafnarfjarðarveg í stokk að hluta eins og Garðabær stefni að sé leið sem sameini metnaðar- fullar lausnir fyrir einkabílinn og almenningssamgöngur. Bæta þarf mannvirki STOKKALAUSN OG BORGARLÍNA ÓSKYLD MÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.