Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Vetur Þegar kólnar og kuldaboli læsir klónum í þá sem eru á ferli utandyra er eins gott að vera vel útbúinn, líkt og þessi hundur sem fór kápuklæddur í göngutúr á Arnarhól. Hari Sá sem þetta ritar átti mikið samstarf við sveitarstjórnir og full- trúa þeirra á síðasta þriðjungi 20. aldar. Bú- seta í Neskaupstað setti eðlilega mark sitt á þessi samskipti sem og starf mitt á Alþingi í tvo áratugi. Staða Neskaupstaðar sem sveitarfélags var nokk- uð óvenjuleg að því leyti að þar var í hálfa öld við völd vinstrimeirihluti, lengst af undir merkjum Alþýðu- bandalagsins. Þátttaka í því starfi var góður skóli fyrir marga. Frá æskudögum hafði ég haft mikinn áhuga á stjórnmálum en sóttist aldr- ei eftir sæti í sveitarstjórn og raunar ekki heldur eftir þingsæti. Það sem réði för var áhugi á samfélagsþróun- inni og þátttaka með samferðamönn- um við að leggja henni lið. Sveit- arfélög á Austurlandi komu sér snemma upp samstarfsvettvangi, SSA, sem enn er við lýði og stjórn þess hafði jafnan mikil og gagnkvæm samskipti við þingmenn kjördæm- isins. Þrátt fyrir breyttar aðstæður hef ég áfram verið í snertingu við sveitarstjórnir eystra og syðra og fylgst með umræðunni um sveit- arstjórnarstigið. Hún endurspeglar áhyggjur manna af þróun þess og að því er virðist ört minnkandi áhuga einstaklinga og almennings til þátt- töku á þeim mikilvæga vettvangi. Mistök sem þyrfti að leiðrétta Þróun sveitarfélaga og samstarf þeirra á milli á 20. öld tók mikl- um breytingum. Fram- an af birtust þær m.a. í aðskilnaði þéttbýlis og dreifbýlis með fjölgun kaupstaða og kaup- túnahreppa og þannig urðu m.a. til fámennir sveitahreppar við hlið kauptúna, m.a. innan sama fjallahrings. Forystumenn þéttbýlis gáfu yfirleitt tóninn um þessa aðgreiningu. Sýslur yfir 20 talsins voru þá enn við lýði sam- kvæmt lögum allt til ársins 1986 að þær voru afnumdar. Þær voru vísir að sérstakri stjórnsýslueiningu því að innan þeirra störfuðu sýslu- nefndir kjörinna fulltrúa með sýslu- manninn sem eins konar fram- kvæmdastjóra. Utan þeirra stóðu að formi til kaupstaðirnir. Í aðdrag- anda afnáms sýslna fóru fram mikl- ar umræður um stofnun nýs stjórn- sýslustigs, líkt og tíðkast hefur í öðrum löndum á Norðurlöndum. Var þá ýmist talað um fylki eða hér- uð. Skiptar skoðanir voru um þetta innan þáverandi stjórnmálaflokka og meðal starfandi sveitarstjórn- armanna. Vinstriflokkarnir voru al- mennt jákvæðir fyrir hugmyndinni, Framsókn tvístígandi, en Sjálfstæð- isflokkurinn eindregið andvígur. Því réði að ég hygg sterk þáverandi staða flokksins suðvestanlands og víðar á landinu. Við meðferð frum- varps til nýrra sveitarstjórnarlaga (mál 54/1885) flutti ég tillögu um að bæta við sjálfstæðum kafla um hér- uð sem nýtt stjórnsýslustig. Gerði tillagan ráð fyrir að landinu yrði skipt í 8 héruð með lýðræðislega kjörnum héraðsþingum sem kosið yrði til samhliða kjöri til sveit- arstjórna. Eitt þeirra var höf- uðborgarsvæðið undir nafninu Kjal- arnes. Tillaga mín var felld. Þess í stað var stefnan tekin á stækkun sveitarfélaga með sameiningu sem leitt hefur til þess að sveitarfélögin eru nú rösklega 70 talsins en voru áður á þriðja hundrað talsins. Stjórnskipunina ætti að endurskoða heildstætt Ég hef enn sannfæringu fyrir að endurskoða ætti stjórnskipan lands- ins, koma á héruðum sem þriðja stjórnsýslustiginu og setja í lög ákvæði um réttindi og skyldur Reykjavíkur sem höfuðborgar og miðstöðvar sameiginlegrar stjórn- sýslu. Farsælast væri að endur- skoða um leið núverandi kjör- dæmaskipan þannig að saman féllu mörk kjördæma og héraða, nema menn vilji taka skrefið og kjósa í einu kjördæmi til Alþingis og jafna þannig kosningarétt landsmanna til fulls. Kjördæmabreytingin um síð- ustu aldamót með fækkun og stækk- un þáverandi kjördæma og sýnd- arskiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi var afleitt skref, sem ég ásamt fáeinum öðrum þingmönnum lagðist gegn. Hún var hins vegar samþykkt af yfirgnæfandi meiri- hluta á Alþingi. Með því voru rofin hefðbundin tengsl þingmanna við umdæmi sín og raunar gengið gegn fjórðungaskipan sem verið hafði grunnur íslensks samfélags að heita má frá öndverðu. Stóru kjördæmin á landsbyggðinni hafa síðan gert þingmönnum illkleift að halda uppi hefðbundnu sambandi við kjósendur og sveitarstjórnir og færðu þeim í hendur óbeina fjarvistarsönnun. Hvað áttu t.d. Siglufjörður og Djúpivogur sameiginlegt í einu og sama kjördæmi eða þá Hofsós og Akranes, svo dæmi séu tekin? Með sjálfstæðum héraðsþingum fengist skýr og lýðræðislegur vettvangur fyrir samstarf og ákvarðanir í við- komandi landshlutum sem kallaðist á við Alþingi. Þrýstingnum á stækk- un sveitarfélaga væri um leið aflétt og þar gæti nærsamfélagið ráðið ráðum um sín málefni. Reykjavík sem miðstöð stjórnsýslu í landinu myndi kallast á við stjórnstöðvar í héruðunum en jafnframt taka á sig skyldur sem fylgja miðstöðv- arhlutverkinu, m.a. um skipulags- mál og fjármál tengd opinberri stjórnsýslu. Áhersla ekki síst á skipu- lags- og umhverfismál Ávinningurinn af þeim breyt- ingum sem hér hafa verið reifaðar væri margþættur. Með þeim fengist skýr rammi fyrir samskipti lands- stjórnar, höfuðborgar og héraða, en sveitarfélög yrðu vettvangur fyrir íbúasamskipti í nærsamfélagi. Með þessu yrðu sveitarfélögin laus und- an hagkvæmnikröfum um land- fræðilega stækkun sem víða hefur brotið niður eðlileg tengsl, leitt til firringar og fælt fólk frá þátttöku í stjórnunarstörfum og samráði frá því sem var í smærri byggðarlögum. Héruðin sem stjórnsýslueiningar yrðu mótandi aðilar um megindrætti samfélagsþróunarinnar, hvert á sínu svæði, með skýru umboði til ákvarð- ana á vegum lýðræðislega kjörinna héraðsþinga og stjórna á þeirra veg- um. Flest það sem viðkomandi svæði varðar heyrði þar undir, en áhersla yrði frá byrjun ekki síst á skipulags- og umhverfismál. Þing- menn ættu með áheyrnaraðild greiðan aðgang að þingum hér- aðanna og stjórnsýslu. Væri úr vegi að taka þessi mikilvægu mál til um- ræðu í aðdraganda komandi sveit- arstjórnarkosninga og á Alþingi með hliðsjón af fullveldisafmælinu? Eftir Hjörleif Guttormsson »Ég hef enn sannfær- ingu fyrir að endur- skoða ætti stjórnskipan landsins, koma á hér- uðum sem þriðja stjórn- sýslustiginu og setja í lög ákvæði um réttindi og skyldur Reykjavíkur sem höfuðborgar. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Sveitarstjórnarstigið í ógöngum – hvað er til ráða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.