Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 46
Dr. Snjólaug Árnadóttir kynnir í dag niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar, sem fjallar um tilkall ríkja til
auðlinda í hafi. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf á hádegi í stofu V-102 í Háskólanum í Reykjavík.
þjóðarétti frá Edinborgarháskóla.
Í samtali við Morgunblaðið bendir
Snjólaug á að einhliða mörk lögsögu
Íslands, þ.e. þar sem hafsvæði Fær-
eyja og Grænlands skarast ekki við
lögsöguna, séu ekki fyllilega traust í
sessi að svo stöddu. Samkvæmt
ákvæðum hafréttarsáttmála Samein-
uðu þjóðanna þurfi að lýsa umrædd-
um mörkum með kortum og hnitum
fyrir aðalframkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna.
Réttindin í meiri óvissu
„Það getur skipt miklu máli fyrir Ís-
land að einhliða mörk séu skráð í sam-
ræmi við hafréttarsamning SÞ, því Al-
þjóðadómstóllinn í Haag hefur litið til
þess við mat á gildi slíkra marka. Ef
ríki mótmæla mörkunum ekki eftir að
þau eru skráð má svo líta þannig á að
þau hafi gefið þeim þögult samþykki
sitt. En eins og staðan er núna, þá
geta ríki mótmælt þeim hvenær sem
er. Ef málið færi fyrir dómstóla þá
væri aðeins hægt
að byggja á ein-
hliða mörkum að
því marki sem þau
uppfylla skilyrði
þjóðaréttar. Við
mat á því væri litið
til þess hvort mót-
mæli hefðu komið
fram eftir lög-
mæta skráningu.“
Í dómi Al-
þjóðadómstólsins í
Haag, í máli Rúmeníu gegn Úkraínu,
kom fram að ef búið er að lýsa einhliða
mörkum fyrir aðalframkvæmdastjóra
SÞ og engin mótmæli koma fram, þá
fyrst geta mörkin orðið algjörlega
bindandi. „Fram að þeim tíma eru
réttindin okkar í meiri óvissu,“ segir
Snjólaug.
Grunnlínur gætu sætt gagnrýni
Hafsvæði ríkja eru jafnan ekki
mæld út frá strandlengjunni sjálfri
heldur grunnlínum. Út frá þeim er
meðal annars landhelgi og efnahags-
lögsaga ákvörðuð, þar með talin fisk-
veiðilögsaga sem er Íslendingum að
sjálfsögðu mikið hagsmunamál. Al-
mennt eiga þessar grunnlínur að
fylgja stórstraumsfjöruborði strand-
lengju viðkomandi ríkis, en þegar hún
er mjög vogskorin og óregluleg, eða ef
strandeyjaröð er í næsta nágrenni,
getur ríki dregið beina línu á milli við-
eigandi grunnlínupunkta. Sú aðferð
hefur verið notuð hér á landi.
Snjólaug segir grunnlínur Íslands
geta sætt gagnrýni og tekur sem
dæmi grunnlínuna sem dregin hefur
verið þvert yfir Faxaflóann. Hún geti
talist óhófleg á alþjóðlegan mæli-
kvarða en mál vegna slíkra óhóflegra
grunnlína hafa farið fyrir Alþjóðadóm-
stólinn í Haag.
„Við erum með nokkuð beinar
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Eigi hafsvæði Íslands ekki að skerðast
á komandi árum, þurfa íslensk stjórn-
völd að huga að því að lýsa mörkum
hennar og skila gögnum þar að lútandi
til Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir
dr. Snjólaug Árnadóttir, sem útskrif-
aðist í desember með doktorspróf í
grunnlínur, við lokum til dæmis Faxa-
flóa með línu þvert yfir han og notum
grunnlínupunkta sem önnur ríki gætu
véfengt, og byrjum í raun ekki að telja
hafsvæðið okkar fyrr en út frá þeim
línum,“ segir hún og bætir við:
„Ef allt færi á versta veg eftir mót-
mæli annars ríkis, þá þyrftum við að
fara niður í venjulegar grunnlínur,
sem færu í kringum hvert einasta sker
og algjörlega meðfram strandlengj-
unni.“
Enn fremur bendir hún á að Geir-
fugladrangur undan ströndum
Reykjaness sé að fara í kaf, og jafnvel
megi halda því fram að sú sé þegar
raunin. Drangurinn var áður um tíu
metra hár en er nú flæðisker, og tapi
hann stöðu sinni minnkar íslenska lög-
sagan um tíu til fimmtán þúsund fer-
kílómetra.
„Ef við viljum virkilega tryggja
hann sem grunnlínupunkt, og treysta
á að mörkunum verði ekki breytt þeg-
ar sum þeirra landsvæða sem við mið-
um við fara í kaf, þá verðum við að lýsa
mörkunum fyrir aðalframkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna.“
Miklar breytingar yfirvofandi
Doktorsritgerð Snjólaugar fjallar
um tilkall ríkja til auðlinda í hafi og
þær breytingar sem verða á umfangi
þessara réttinda þegar strandlínur
breytast, til dæmis vegna hækkunar
sjávarmáls, landrofs, landriss, eldgosa
og manngerðra breytinga. Þessar yfir-
vofandi breytingar gefi tilefni til að
endurskoða viðteknar hugmyndir um
landfræðilegan stöðugleika sem
grundvöll réttinda í þjóðarétti, en
fram til þessa hefur verið óljóst hvort
gildandi reglur geri ráð fyrir að um-
hverfisbreytingar hafi áhrif á afmörk-
un hafsvæða milli aðlægra og mót-
lægra ríkja og hvort samningum megi
rifta á grundvelli gjörbreyttra land-
fræðilegra aðstæðna.
„Ég varð ofboðslega heilluð af
þessu sviði lögfræðinnar eftir að ég
skráði mig í námskeið í hafrétti í
Gautaborg. Þá bjó ég á pínulítilli eyju
við hafið og fékk þetta alveg á heil-
ann,“ segir Snjólaug. „Í kennslubók-
inni var ekkert fjallað um þessar
yfirvofandi breytingar. Bara ein setn-
ing um að öll réttindi yfir hafsvæðum
væru mæld frá strandlengjunni, þær
væru hins vegar að breytast um allan
heim og að enginn vissi hvað það hefði
í för með sér.“
Mörgum spurningum var því ósvar-
að, fannst Snjólaugu, og afréð hún að
leita þeirra svara.
„Mér fannst að einhver þyrfti að
taka þetta fyrir og stökk til, enda
spennandi og áhrifamikið viðfangs-
efni. Allar þessar yfirvofandi breyt-
ingar geta virkilega farið að breyta
kortinu.“
Surtsey framlengdi lögsöguna
Hún segir breytingarnar líklega
ekki munu koma jafn illa niður á Ís-
landi og mörgum öðrum ríkjum, enda
sé gert ráð fyrir landrisi hérlendis
vegna bráðnunar jökla.
„Þá geta réttindi okkar í raun auk-
ist, og eins ef aðrar eyjar verða til við
landið eins og í tilfelli Surtseyjar árið
1963. Þá verða til ný hafsvæði sem
falla undir okkar lögsögu.
Þetta getur því komið sér vel fyrir
okkur að þessu leyti, en á sama tíma
standa ýmis lönd í Kyrrahafi frammi
fyrir því að missa allt tilkall til haf-
svæða, en um leið og landsvæði verða
óbyggileg þá geta viðkomandi ríki
ekki gert tilkall til tiltekinna hafsvæða
á grundvelli þeirra.“
Snjólaug bendir á að Surtsey hafi til
að mynda framlengt efnahagslögsög-
una sem nemur fjarlægð hennar frá
næsta fasta landi.
„Ekki er ljóst hvort Surtsey myndi
skapa tilkall til efnahagslögsögu og
landgrunns ef hún hefði til dæmis orð-
ið til við eldgos á síðasta ári,“ segir
hún. „Segja má að skilyrðin til að telj-
ast eyja séu að verða stífari, eftir að
ákvörðun gerðardóms í Suður-
Kínahafsdeilunni síðastliðið sumar
setti markið hátt. En vegna þess að
við erum þegar búin að semja um haf-
svæðið í kringum Surtsey þá verður
því ekki breytt svo auðveldlega.“
Morgunblaðið/RAX
Flogið yfir Eldey Eyjarnar, skerin og drangarnir umhverfis Ísland hafa mótað grunnlínur efnahagslögsögunnar um árabil. Eldeyjardrangur þar á meðal.
Stjórnvöld treysti mörk lögsögunnar
Surtsey verður til Tilkoma eyjarinnar framlengdi efnahagslögsöguna.
Snjólaug
Árnadóttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Íshúsið ehf ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
viftur.is
-andaðuléttar
hljóðlátu baðvifturnar
Stundum þarf maður
bara smá frið
Atvinna