Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 67
sögur af útgerð, fjárbúskap og skemmtilegu fólki. Þakka honum áhugann á uppbyggingunni í Knarrarnesi, hvatningunni til góðra verka í stjórnmálum og vináttuna. Minningin um traust- an og velviljaðan athafnamann lifir. Birgir Þórarinsson. Á fallegum vetrardegi í upp- hafi ársins, um það leyti sem sól- in hneig til viðar, kvaddi vinur minn og heiðursmaðurinn Magn- ús Ágústsson. Hann lifði langa og góða ævi, eins og hann orðaði það svo fallega sjálfur í viðtali við tímaritið Heima er best sumarið 2015. Magnús ólst upp í stórum og fjörugum systkinahópi í Halakoti á Vatnsleysuströnd. Hann talaði hlýlega um æskuárin á strönd- inni og skólagönguna, sem var stutt eins og þá tíðkaðist. Hann hefði sannarlega viljað ganga menntaveginn en ekki voru tök á því. Ungdómsárin einkenndust af mikilli vinnu bæði til sjós og lands og oft var tekið hressilega á því. Þau voru vinnusöm og hraust systkinin í Halakoti, sem sýndi sig vel við rekstur útgerðar- fyrirtækisins Valdimars sem Magnús rak ásamt bræðrum sín- um Ragnari og Guðmundi í sextíu ár í Vogum. Magnús giftist seint en vel eins og hann sagði sjálfur, Höllu móðursystur minni. Árin sem hann átti með henni voru ham- ingjuríkasti tíminn í lífi hans. Ég var ung að árum þegar ég eign- aðist mitt annað heimili á Hafnargötunni hjá Höllu og Magga, var þar nánast daglegur gestur öll mín bernsku- og ung- lingsár. Heimili þeirra stóð okkur börnunum í fjölskyldunni alltaf opið og þangað var gott að koma. Eldhúsið á Hafnargötunni var miðja alls á þessum tíma sem í minningunni er sveipaður hlýju og yl. Alltaf var gefinn tími til samræðna um menn og málefni líðandi stundar. Við krakkarnir fylgdumst með og vorum hvött til að hafa skoðanir á hlutunum, stórum sem smáum. Ekki var tekið gilt hjá Magnúsi Ágústs- syni að vera alveg sama. Viltu brúna eða hvíta jólaköku? Mér er alveg sama. Alveg sama át hann þá upp, hvort viltu brúna eða hvíta? Ég vil hvíta. Á þennan hátt hófust samræðurnar oft við eld- húsborðið og eitt leiddi af öðru, það þurfti að kryfja pólitíkina, hvernig fiskaðist, ræða sauð- burðinn og taka veðrið. Okkur voru lagðar lífsreglurnar. Við átt- um að bera virðingu fyrir öðrum og ekki síst okkur sjálfum. Láttu aldrei kúga þig og segðu alltaf það sem þér finnst Árdís mín, mundu líka að fegurðin leynist í hversdagsleikanum voru heil- ræði hjónanna á Hafnargötunni sem fylgdu mér út í lífið. Oft hef- ur það tekist og stundum ekki eins og gengur í lífsins ólgusjó, en gott er að hafa þessi góðu gildi í farteskinu. Vatnsleysuströndin var mín- um manni kær. Ég fór ófáar ferð- irnar á ströndina í Land Rovern- um með Magga og Árna, það var svo gaman að hossast á malar- veginum. Í Halakoti þurfti að kíkja á rollurnar, taka rúnt með Ragga á traktornum, þiggja eitt- vað gott með kaffinu hjá Rögnu og heilsa upp á Kötu í Smáratúni. Það var feðgunum og fjölskyld- unni allri mikið áfall að missa Höllu frænku fyrir tuttugu og fimm árum, en við það styrktust böndin enn frekar. Hjá Magga hef ég og fjölskylda mín alltaf átt athvarf, hann samgladdist af öllu hjarta á góðum stundum, hvatti og veitti stuðning þegar á þurfti að halda. Í minningabankanum á ég óteljandi ánægjustundir til að ylja mér við nú þegar ég kveð einn minn besta og kærasta vin. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Maggi. Þín Árdís. MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Við Einar hitt- umst fyrst í gufu- stöðinni í Bjarnar- flagi sumarið 1975. Hann kom þar inn á gólf í skoðunarferð með full- trúa Kröflunefndar og voru þá að undirbúa ráðningu Einars. Hann var ekki ókunnugur í Mý- vatnssveit. Hafði starfað við Kísiliðjuna í upphafi þess rekstrar og þekkti vel til manna og málefna í sveitinni. Ekki kom mér til hugar þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja sam- an innan skamms við Kröflu- stöð. Það var mikið happ að Einar réðist til Kröflunefndar. Hann reyndist framúrskarandi öflug- ur, traustur og fær stjórnandi með yfirgripsmikla þekkingu á flestu sem takast þurfti á við. Eflaust hefði einhver losað sig frá verkefninu þegar ljóst var að stefndi í mikla erfiðleika, en Einar hélt ótrauður áfram ein- beittur í því að koma virkjun- inni í fullan rekstur. Við ótalmörgum óvæntum og erfiðum uppákomum þurfti að bregðast og Einar lét ekki standa á úrlausnum. Sama hvort var gagnvart gufuöflun þar sem stærstu vandamálin fæddust vegna náttúruhamfar- anna, eða í vélbúnaði þar sem eitruð gufan olli miklum skemmdum. Alls staðar kom Einar einbeittur að lausn vand- ans. Hann hafði líka gott lag á að kalla til skrafs og ráðagerða hina hæfustu menn, erlenda sem innlenda. Á sama hátt var hann gagn- vart starfsmönnum virkjunar- innar traustur foringi sem gerði það sem í hans valdi stóð til að menn væru sáttir við erfiðar að- stæður og mikla óvissu. Einar kom ætíð fram af bjartsýni, ákveðni og hreinskilni þannig að starfsmenn báru til hans mikið traust. Í ágúst 1977 var fyrst reynt að gangsetja vél í Kröflu. Ekki tókst þá að hefja rafmagns- framleiðslu vegna gufuskorts, var þá ákveðið að stoppa vélina og vinna að endurbótum og frekari gufuöflun. Rétt um mán- uði síðar kom upp lítill jarð- eldur í Bjarnarflagi og þótti ekki annað fært en stöðva vél- ina þar, var hún þá flutt á brott til geymslu af ótta við frekari gos. Á því hausti var ekki sér- lega bjart framundan með jarð- gufustöðvarnar í Mývatnssveit, en áfram var unnið að lausnum fyrir vélbúnað og gufuöflun fram til næsta sumars. Í þessu sem öðru var Einar sá bjartsýni og trausti foringi sem engan bil- bug lét á sér finna. Kröfluvél fór síðan í gang með rafmagns- framleiðslu sumarið 1978. Hægt og sígandi fór að birta til með reksturinn. Einar var framsýnn og hafði meðal annars strax í upphafi mikinn hug á að koma niður- dælingu við í Kröflu, þó að sá draumur hans yrði ekki að veruleika fyrr en miklu síðar. Hann var formlegur í samskipt- um og eftir að mál höfðu verið rædd til þrautar voru þau fest á pappír, eru mér bréf hans minn- isstæð sérlega vel samin, skýr og vel upp sett. Óskýr munnleg fyrirmæli voru ekki hans stíll. Nú þegar jarðgufustöðvar hafa sannað gildi sitt á Íslandi, er hollt að minnast þess að þró- un þeirra hefði getað orðið á annan og verri veg ef menn Einar Tjörvi Elíasson ✝ Einar TjörviElíasson fædd- ist 7. janúar 1930. Hann lést 9. janúar 2018. Útförin fór fram 15. janúar 2018. hefðu gefist upp við Kröflu þegar gos- hrinan þar lét sem ákaflegast. Einar Tjörvi átti stóran þátt í því að áfram var haldið og barist til sigurs þrátt fyr- ir mikinn andbyr, hann á mínar þakk- ir fyrir það og góð samskipti alla tíð. Birkir Fanndal Haraldsson. Kveðja frá Íslenskum orku- rannsóknum Haustið 1985 kom Einar Tjörvi Elíasson verkfræðingur til starfa sem yfirverkefnisstjóri á jarðhitadeild Orkustofnunar sem síðar breyttist í Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR. Hlut- verk Einars var í fyrstu að hafa umsjón með þjónustuverkefnum jarðhitadeildar en síðar öllum verkefnum og verkefnaskipu- lagi. Þeim störfum gegndi hann þar til hann fór á eftirlaun árið 2000. Við Einar vorum þannig nán- ir samstarfsmenn í 15 ár; á ár- um sem voru erfiðir breytinga- tímar í starfseminni. Fyrstu 10-12 árin einkenndust af sam- drætti í verkefnum innanlands sem meðal annars var tekist á við með öflun verkefna erlendis. Tók Einar mikinn þátt í því starfi, var meðal annars um skeið framkvæmdastjóri Orkint, hlutafélags sem átti að mark- aðsfæra íslenska jarðhitaþekk- ingu í útlöndum. Síðar var hann stjórnarmaður í félaginu Virki- Orkint eftir að þau félög voru sameinuð. Síðustu þrjú árin ein- kenndust síðan af betri tíð með vaxandi uppgangi í virkjun jarð- hita til raforkuframleiðslu. Einar Tjörvi var mikill sóma- maður, þægilegur í umgengni, hlýr og góður vinnufélagi. Hann var jafnframt sterkur fræði- maður á sviði jarðhitaverkfræði og var ósínkur að miðla öðrum af reynslu sinni og kunnáttu. Með Einari er genginn enn einn úr hópi þeirra jarðhita- manna er áttu drjúgan þátt í að byggja upp íslenskan jarðhita- iðnað sem hefur fært lands- mönnum birtu og yl og stórbætt lífskjör og lífsskilyrði á okkar kalda og fagra landi. Fyrir hönd ÍSOR og sam- starfsmanna Einars þar flyt ég ástvinum hans innilegar samúð- arkveðjur. Um leið hugsa ég með þakklæti til Einars og framlags hans til uppbyggingar jarðhitaþekkingar á Íslandi. Blessuð sé minning Einars Tjörva. Ólafur G. Flóvenz. Ég kynntist Einari Tjörva þegar ég kom í Kröflu í júlí 1976 sem rafmagnstæknifræð- ingur á vegum Rafafls, sem var rafverktaki og sá um uppsetn- ingu á öllum rafbúnaði virkj- unarinnar. Þegar það verkefni var langt komið upp úr áramót- um 1976/77 kom Einar að máli við mig um hvort ég hefði áhuga á að gerast staðar- tæknifræðingur á vegum Kröflunefndar við Kröflu. Ég þáði boðið með þökkum og hef oft hugsað um hvað varð til þess að Einar treysti mér fyrir þessu. Í framhaldinu hófst náið samstarf okkar Einars og einn- ig Birkis Fanndals, sem síðar varð stöðvarstjóri við Kröflu. Þessi fyrstu ár voru ákaflega erfið vegna skorts á gufu og sí- felldra eldgosa. Einar á heiður skilinn fyrir óþrjótandi baráttu við að sannfæra eigendur og umhverfið um ágæti jarðgufu- virkjana og að yfirstandandi vandamál væru til að leysa þau. Starfsmenn við Kröflu stóðu þétt að baki honum, oft við erf- iðar aðstæður. Saga Kröflu verður ekki sögð hér en þegar það verður gert verður nafn Einars Tjörva oft nefnt. Eins og áður sagði háði gufuskortur mjög eðlilegum rekstri fyrstu árin. Eftir að Rarik tók við virkjuninni 1979 var ákveðið að setja aukinn kraft í gufuöflun og má þar þakka sannfæring- arkrafti Einars. Þá var í fyrsta sinn stefnuborað á Íslandi. Smátt og smátt með sam- stilltu átaki margra undir for- ystu Einars tókst seinnihluta árs 1984 að afla nægrar gufu fyrir 30 MW framleiðslu frá Kröflu. Ótal erfiðleikar voru á þessari leið sem við nú köllum reynslu. Við Einar hættum báð- ir hjá Kröflu í lok árs 1985 og leiðir skildu. Hafðu þökk fyrir þessi ár, Einar Tjörvi. Inger og börnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Ingi Gunnarsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TEITUR JÓNASSON, lést mánudaginn 1. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Halldóra Teitsdóttir Jónas Haraldsson Ingveldur Teitsdóttir Gunnar Torfason Haraldur Þór Teitsson Ylfa Edith Fenger barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar, HALLA JÓNSDÓTTIR tanntæknir, Garðabraut 10, Akranesi, lést á heimili sínu föstudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 19. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimili Höfða á Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, Kristrún Jónsdóttir Ingibjörg Jóna Jónsdóttir MARGRÉT GUÐNADÓTTIR prófessor lést á Landspítalanum 2. janúar. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 11. Eydís Franzdóttir Guðni Franzson og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT BJARNADÓTTIR, Patreksfirði, sem lést miðvikudaginn 10. janúar, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju, laugardaginn 27. janúar klukkan 14. Bjarni, Einar, Sigfríður og Valgeir Sigurjónsbörn barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri GUÐMUNDUR FR. VIGFÚSSON, bóndi og bílstjóri, frá Bólstað í Ásahreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, föstudaginn 12. janúar. Útför hans verður frá Selfosskirkju laugardaginn 20. janúar klukkan 11. Klara Andrésdóttir Vigfús A. Guðmundsson Helga Guðmundsdóttir Andrés Guðmundsson Hulda Helgadóttir Grétar H. Guðmundsson Kristín Hreinsdóttir Marteinn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og dóttir, GUÐRÚN ÞÓRA BRAGADÓTTIR félagsráðgjafi, lést á Åse lindrende enhet í Sandnes, Noregi, föstudaginn 5. janúar. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu mánudaginn 22. janúar klukkan 15. Gunnar Már Gunnarsson Bragi Freyr, Eygló og dætur Hulda Mjöll, Sigbjörn og dætur Gunnar Birkir, Hilde og synir Kolbeinn Þór Magnea og Bragi Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DAN KIEN HUYNH, lést miðvikudaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. janúar klukkan 10. Þökkum læknum og starfsfólki hjartadeildar 14E, krabbameins- deildar 11E, blóðlækningadeildar 11G og líknardeildar í Kópavogi fyrir einstaka umönnun. Nína Nhan Thi Tran Adda Thanh Le Huynh Yin Wai Sing Lilja Thuy Le Huynh Thinh Xuan Tran Aldís Anh Le Huynh Long Nguyen Phan Tómas Tam Kien Huynh Thoa Kim Phu Thai Jens Thien Kien Huynh Thuy Kim Tran Níels Tri Kien Huynh Glóey Thao Thanh Do Sif Chi Le Huynh Thinh Huu Pham Andri Thanh Kien Huynh Svana Yen Doan og barnabörn Ástlær móðir okkar og tengdamóðir, DÓRA BERGÞÓRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánu- daginn 8. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns og starfsfólki HNE deildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Hallfríður Konráðsdóttir Bergþór Konráðsson Hildur Björg Halldórsdóttir Anna Sverrisdóttir Ásgerður Sverrisdóttir Steinn Auðunn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.