Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Ínýjustu bók sinni, Sakrament-inu, sækir Ólafur JóhannÓlafsson efnivið í raunveru-lega atburði og gerir á marg- an hátt listavel. Í bakgrunni eru ára- tugalöng óhæfuverk skólastjórans í Landakotsskóla og eins kennara hans og eru persónur þeirra fengnar leynt og ljóst að láni. Engum sem þekkir til sögu Landakotsskóla dylst að fyrirmyndirnar eru þau séra Ágúst George og Margrét Müller, sem beittu nem- endur margskon- ar harðræði, lík- amlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, niður- lægðu þá og sví- virtu. Söguhetjan er aftur á móti frönsk nunna, systir Jóhanna, sem fengin var á sínum tíma af kardínál- anum til að fara til Íslands og kanna hvað hæft væri í ásökunum á þessa vegu sem bárust kaþólska biskups- embættinu á Íslandi gegnum nafn- laust bréf. Hana valdi kardínálinn til verkefnisins vegna reynslu hennar af viðkvæmum málum og þar vísar hann til erfiðra atvika í fortíð henn- ar, atvika þar sem kardínálinn sjálf- ur kom við sögu. Í upphafi bókar er kardínálinn aftur kominn í klaustrið að vitja systur Jóhönnu; nokkuð hef- ur gerst sem er þess valdandi að hann þarf að biðja hana að snúa aft- ur til Íslands, 20 árum eftir hina fyrri heimsókn. Systur Jóhönnu bíður að sönnu erfitt verkefni og kirkjunnar menn hérlendis síst viljugir til að greiða götu hennar. Þvert á móti mætir hún þögn, þöggun og viljanum til að láta guðsmanninn njóta vafans. Systir Jóhanna er aftur á móti úrræðagóð og eflist í erindi sínu eftir því sem á líður, enda brenna á henni hlutir úr fortíðinni sem fylgja henni óupp- gerðir. Hún þykist fljótlega viss í sinni sök hvernig liggur í málinu, en þegar vígðir eru annars vegar getur reynst erfitt að fá sannleikann fram. Það er vel til fundið hjá Ólafi Jóhanni að vinna með hinn myrka kafla í sögu Landakotsskóla því ekki einasta er nauðsynlegt að gæta þess að glæpir skötuhjúanna gleymist ekki heldur kemur bókin aukin- heldur út í andrúmi þar sem í aukn- um mæli er leitast við að lofta slíkum leyndarmálum út og reka burtu skuggana þar sem afbrotin hafa fengið að dvelja óáreitt og plaga þol- endurna. Tímasetningin er þar af leiðandi einkar góð og höfundi tekst mætavel að kynda upp tilfinningar hjá lesanda, enda fátt sem hreyfir við fólki eins og brot á varnarlausum börnum. Ólafur Jóhann gerir aftur á móti vel í því að reyna ekki að of- bjóða lesendum sínum með óþarfa lýsingum heldur lætur einfaldlega liggja að afbrotum gerenda og þrautum þolendanna. Þar liggur einmitt einn helsti styrkur bókarinnar. Stíll Ólafs Jóhanns hefur alla jafna verið lág- stemmdur og fágaður þar sem átök- in krauma undir niðri, og í Sakra- mentinu á það einkar vel við. Það eru bönd á andrúmsloftinu þar sem skinhelgi kirkjunnar vofir yfir, til- búin að kveða í kútinn hvern þann einstakling sem hyggst voga sér að vega að almætti hennar. Því fáum við að kynnast í fortíð systur Jó- hönnu, sömuleiðis í fyrri heimsókn hennar til Íslands og það er ekki fyrr en hún snýr aftur til að vitja hins gamla máls að skýin eru heldur tekin að greiðast frá og glæta sést í samskiptum við kirkjuna. En bókin rennur í gegn nánast eins og upp- lestur sem fram fer í bókasafni klaustursins þar sem kyrrðin knýr framvinduna en óræð og á stundum ógnvekjandi undiralda kraumar undir. Söguna segir Ólafur Jóhann í kaflaskiptum endurlitum, þar sem við kynnumst systur Jóhönnu sem ungri og ráðvilltri konu andspænis trú sinni, þá sem ungri nunnu og loks fullorðinni konu sem alla tíð hefur borið með sér bagga ástar í meinum sem ekki fékk þrifist. Þegar óuppgerðar sakir kirkjunnar þjóna fléttast svo inn í líf hennar verður úr býsna spennandi frásögn sem flakk- ar listavel milli tímabila, heldur þéttri spennu svo úr verður drama- tísk frásögn með allnokkrum saka- málasögublæ. Höfundur nær það góðum tökum á lesandanum að hann verður hreinlega að fá að vita meira, bæði hvernig fer fyrir illvirkjum og eins hvað nákvæmlega gerðist í for- tíð systur Jóhönnu. Að endingu gengur hann sérlega vel frá sögulok- um og skilur við lesandann sáttan en hugsi. Sterkustu spurningarnar sem Ólafur Jóhann varpar fram snúast um guð og menn, gæsku og vald- níðslu, umburðarlyndi og dómhörku, glæp og refsingu, syndir og fyrir- gefningu. Þetta er virkilega sterk og eftirminnileg bók sem á einstaklega vel við nú um stundir og er höfundi til mikils sóma. Höfundurinn „Þetta er virkilega sterk og eftirminnileg bók sem á ein- staklega vel við nú um stundir,“ segir rýnir m.a. um Sakramentið. Skáldsaga Sakramentið bbbbn Eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Veröld, 2017. Innbundin, 346 bls.. JÓN AGNAR ÓLASON BÆKUR Fyrirgefning syndanna Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur samþykkt tillögu tón- listarráðs um úthlutun úr Tónlist- arsjóði fyrir fyrra tímabil ársins, 1. janúar – 1. júlí. Alls bárust 123 um- sóknir í sjóðinn og var sótt um sam- tals 136,5 milljónir króna. Styrkir eru veittir til 58 verkefna að heild- arupphæð 47.240.000 kr. en að auki verður greiddur út styrkur sam- kvæmt samningi við Jazzhátíð Reykjavíkur að upphæð 2.500.000 kr. að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Sá samningur var gerður árið 2016 og gildir út þetta ár. Heildar- úthlutun Tónlistarsjóðs á fyrri hluta ársins nemur því 49.740.000 krónum. Meðal þeirra verkefna sem hljóta hæstu styrkina er Alþjóðlega tón- listarakademían í Hörpu sem fær 1,5 milljónir króna og VII. píanó- keppni EPTA á Íslandi, kammer- kórinn Hymnodia, Nordic Affect, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Barnatónleikar Töfrahurðar á Myrkum músíkdögum fá eina millj- ón hvert. Þriggja ára samning hljóta sex verkefni og hæstu styrk- ina af þeim, fjórar milljónir króna, hljóta Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT og Stórsveit Reykjavíkur. Sumartónleikar í Skálholti fá 3,5 milljónir króna í styrk fyrir árin 2018-20 og sem fyrr segir er árið 2018 þriðja og síðasta árið sem Jazzhátíð Reykjavíkur hlýtur styrk. Á heimasíðu Rannís, rannis.is, má sjá yfirlit yfir þau verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni. 58 verkefni styrkt af Tónlistarsjóði Styrkur Stórsveit Reykjavíkur verður styrkt í þrjú ár, 2018-2010. Karl Orgeltríó heldur útgáfu- tónleika í Há- skólabíói í kvöld kl. 20 vegna plöt- unnar Happy Ho- ur með Ragga Bjarna sem kom út í fyrra. Platan hefur að geyma tökulög, erlend sem íslensk, í org- el-sveiflubúningi. Ásamt hinum síunga Ragga koma fram á tónleikunum söngkonurnar Salka Sól, Ragga Gröndal, Sigga Ey- rún og Heiða Ólafs en Karl Orgeltríó skipa Karl Olgeirsson orgelleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Ólafur Hólm trommari. Með tríóinu leika einnig Haukur Gröndal, klarín- ett- og saxófónleikari og Snorri Sig- urðarson, flygilhorn- og trompet- leikari. Til stóð að halda tónleikana í fyrra en vegna veikinda varð að fresta þeim. Raggi Bjarna í syngjandi sveiflu Raggi Bjarna Gestur á fyrsta fyrirlestri í röð Umræðuþráða ár- ið 2018 í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi er sýningarstjórinn Barbara Vanderl- inden. Fyrirlestur hennar hefst kl. 20 og ber heitið The Communi- cation Centre and Anti-Gallery Be- hind the Museum. Vanderlinden er sjálfstætt starf- andi sýningarstjóri og hefur rann- sakað og kennt sýningarfræði og -sögu, skv. tilkynningu. Hún stofnaði og stýrði tvíæringnum í Brussel árið 2008 og var meðstjórnandi annars Manifesta-tvíæringsins í Lúxemborg árið 1998. Á árunum 1996-2006 stofn- aði hún og stýrði sýningarstaðnum Roomade, Office of Contemporary Art í Brussel. Umræðuþræðir er sam- starfsverkefni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Vanderlinden í Umræðuþráðum Barbara Vanderlinden
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.