Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
✝ MagnúsÁgústsson
fæddist í Halakoti á
Vatnsleysuströnd
25. maí 1922. Hann
lést 4. janúar 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Þuríður
Halldórsdóttir, ætt-
uð frá Akranesi f.
22.5. 1885, d. 11.5.
1971, og Ágúst Guð-
mundsson, frá
Neðri- Brunnastöðum á Vatns-
leysuströnd, f. 26.1. 1869, d. 9.11.
1941. Magnús var yngstur sex
bræðra og átti tvær yngri systur,
systkini Magnúsar eru öll látin.
Þau voru Guðmundur Valdimar,
f. 14.2. 1909, Halldór, f. 7.3. 1910,
Jón Kristinn, f. 31.1. 1912, Guð-
mundur Ragnar, f. 4.7. 1916,
Guðmundur Ívar, f. 25.8. 1918,
Katrín, f. 5.7. 1925, lést í frum-
bernsku, og Katrín Sigrún, f. 6.6.
1926.
Hinn 1.6. 1968 kvæntist Magn-
ús Hallveigu S. Árnadóttur, f.
vélstjórn. Magnús var fram-
kvæmdastjóri fyrir útgerð þeirra
bræðra, Magnúsar, Guðmundar
Ívars og Ragnars, en þeir ráku
fiskvinnslu og útgerðarfyrir-
tækið Valdimar hf. Vogum sam-
fellt í sextíu ár. Valdimar hf.
sameinaðist Þorbirni hf. og
Fiskanesi hf. í Grindavík árið
2000 sem í dag er Þorbjörn hf .
Magnús sat í hreppsnefnd
Vatnleysustrandarhrepps í þrjá-
tíu og tvö ár, var oddviti hrepps-
nefndar í átta ár og hreppstjóri
Vatnsleysustrandarhrepps í 28
ár, en hann var síðasti hrepp-
stjóri Vatnsleysustrandarhrepps.
Hann sat í stjórn Útvegsmanna-
félags Suðurnesja og Vélbáta-
trygginga Reykjaness í mörg ár.
Í júlí 2016 var hann gerður að
heiðursfélaga Laugardalsættar
fyrir mikilsverð störf í þágu fé-
lagsins. Þann 17. júní 2017 var
Magnús útnefndur heiðursborg-
ari Sveitarfélagsins Voga fyrir
lífsstarf sitt og framlag til at-
vinnuuppbyggingar og þátttöku í
sveitarstjórn, ásamt framlagi til
mannlífs og menningar í sveitar-
félaginu Vogum.
Útför Magnúsar fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd í dag, 18. janúar, klukkan
14.
17.10. 1929, d. 28.1.
1993. Hún var dóttir
hjónanna Maríu
Finnsdóttur frá
Hnúki á Skarð-
strönd, f. 25.3. 1894,
d. 1.10. 1980, og
Árna Klemensar
Hallgrímssonar frá
Minni-Vogum í Vog-
um, f. 17.10. 1893, d.
10.8. 1965. Sonur
Magnúsar og Hall-
veigar er Árni Klemens Magn-
ússon, f. 20.1. 1970, maki Bryn-
hildur Sesselja Hafsteinsdóttir, f.
22.3. 1977. Börn þeirra eru
Magnús, f. 13.12. 1995, Þórarinn
Halldór, f. 25.7. 1998, Valdimar
Kristinn, f. 26.9. 2007, Hallveig
Sigríður, f. 17.7. 2009, Þóra, f.
8.5. 2012, Hafsteinn, f. 26.11.
2014.
Magnús ólst upp í Halakoti á
Vatnsleysuströnd. Hann gekk í
Brunnastaðaskóla í fjögur ár
eins og þá tíðkaðist og sótti síðar
námskeið Fiskifélags Íslands í
Að setja niður kartöflur er hin
besta iðja, maður setur niður
eina og fær fjórar, sex og jafnvel
fleiri.
Pabbi setti sína kartöflu mjög
seint niður, en uppskeran er al-
veg sæmileg, sex mannvænleg
barnabörn sem hann var afar
stoltur af.
Pabbi kynntist mömmu frekar
seint á lífsleiðinni, var búinn að
vera heima í Halakoti með móður
sinni, bróður og systur í þó nokk-
ur ár, en tíminn með mömmu og
mér var hans besti tími, eða eins
og hann sagði að þá var hann
hamingjusamastur í lífinu.
Að vera fæddur og alinn upp af
þessu fólki sem fætt var fyrir
1930 er talsverð forréttindi.
Stundum er ég svolítið hvekktur
að hafa ekki verið með þeim fyrr
á leiðinni en núorðið er ég bara
feginn, þvílíkt puð, þvílík vinna.
Sé ekki alveg fyrir mér saltbing-
inn sem pabbi hefur mokað í
gegnum tíðina eða hvað kösin
væri stór sem þeir hafa flatt af
þorski.
Pabbi hugsaði um alla í kring-
um sig, stóra sem smáa. Félags-
hyggjan var honum mjög kær, að
allir hefðu vinnu og liði vel.
Við feðgarnir áttum ófáar góð-
ar stundir í fjárhúsinu í Halakoti
eða við heyskap í Halakoti með
þeim bræðrum pabba og Ragga,
að ná heyinu í hlöðu var þeim
bræðrum mikið kappsmál.
Pabbi þurfti að nota síma tals-
vert, hann tileinkaði sér ákveðna
tækni, var hnitmiðaður, stuttorð-
ur en aldrei snubbóttur. Frekar
verður skrítið að fara næst til út-
landa og eiga ekki von á örsímtali
frá pabba við lendingu, því alltaf
hringdi hann um leið og maður
var lentur bara til að heyra að allt
hefði gengið vel.
Pabbi unni sveit sinni vel, tal-
aði um Vatnsleysuströndina eins
og manneskju, að ástin væri ekki
í andlitinu fólgin heldur þyrfti að
kynnast henni, þekkja hennar
innri mann. Því Vatnsleysu-
ströndin er vel fallin til sauðfjár-
ræktar og útræðis og hefur gefið
margan bitann.
Síðasta ár var pabba mjög erf-
itt, þegar hann greindist aftur
með krabbamein í andliti og
gekkst undir skurðaðgerð hjá
Hannesi Hjartarsyni lækni, vil ég
nota tækifærið og þakka honum
fyrir einstaka velvild í garð
pabba.
Einnig vil ég þakka starfsfólki
D-deildar HSS fyrir einstaklega
góða umönnun.
Látum hér staðar numið,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Endum þetta á erindi úr ljóðinu
Smávinir fagrir, sem var pabba
mjög hugleikið, var hann þá oft
staddur á Grund á Bieringstanga
hér á Vatnleysuströndinni.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson)
Þinn sonur
Árni Kl. Magnússon.
Er Árni búinn að stinga upp
kálgarðinn og er Árni búinn að sá
í kálgarðinn, fór að hann að
spyrja þegar byrjað var að vora,
en það var honum afar hugleikið
að setja niður kartöflur. Svo þeg-
ar líða tók á sumarið: hvort við
værum nú ekkert farin að kíkja
undir grösin og sjá hverju upp-
skeran skilaði. Hann var mjög
stoltur af því að þótt hann hefði
nú sett sína seint niður hefði hún
nú gefið honum vel, sex barna-
börn, sem voru honum afar kær.
Stundirnar sem þeir nafnarnir
áttu við eldhúsborðið á níunni við
heimalesturinn, og þegar kom að
því að kenna Þórarni að marka
lömbin, „Sæll, afi minn“ sagði
Þóra alltaf hátt og skýrt þegar
hún gekk inn til afa og fór og
faðmaði afa sinn þéttingsfast.
Þær eru margar góðar stundirn-
ar sem við áttum öll saman við
leik og störf og góðar minningar
sem við getum yljað okkur við.
Nú er það sorgin en fyrst og
fremst söknuður, segi eins og
hann Árni minn, takk fyrir
stundina.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þín tengdadóttir
Brynhildur.
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning – létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi.
(Halla Eyjólfsdóttir)
Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að ganga lífsins veg í
nánu sambandi við minn kæra
frænda Magnús. Margar eru
minningarnar, sem eru bæði ljúf-
ar og góðar um þennan aldna
höfðingja, sem við vorum svo
heppin að fá að hafa hjá okkur
svo lengi.
Hann var afskaplega hlýr,
hjálpsamur, viljasterkur og dug-
legur og vildi að hlutirnir gengju
hratt fyrir sig, með mikið jafn-
aðarskap, kíminn og sá það
spaugilega í fari samferðamanna
á góðlátlegan hátt. Hávaxinn og
myndarlegur maður, með bjart-
an og hreinan svip. Maður fram-
fara og athafna.
Er ég lít í anda liðna tíð, eins
og stendur hér í ljóðinu fyrir
framan, finnst mér minningin um
hann vera sveipuð sólskini.
Hann var alltaf glaður og sí-
starfandi frá morgni til kvölds og
féll aldrei verk úr hendi. Ef það
var ekki fyrirtækið Valdimar, þar
sem hann sinnti í raun mörgum
störfum í einu á fyrstu árum
fyrirtækisins, sem forstjóri,
framkvæmdastjóri, bílstjóri,
launafulltrúi, verkstjóri,og fleira,
þá var það sauðfjárbúskapurinn,
en hann hafði mikinn áhuga á bú-
skap og átti um tíma stórt fjárbú
og lét byggja nútímalegt fjárhús
og hlöðu um 1958 sem ennþá
standa. Og ekki má gleyma öllum
fundunum í ýmsum nefndum og
félögum sem hann sat og starfi
hreppstjórans.
En alltaf átti hann tíma fyrir
mann. Sem lítilli stelpu fannst
mér alltaf svo gaman að vera að
skottast með honum. Minningar
sem skora hátt eru um réttirnar
frá heyskapnum, skottast með
honum í Benz-vörubílnum, jóla-
túrunum með þeim bræðrum
honum og Ragnari frænda, gaml-
ársdagur, flugeldar og brenna,
ferðalögum um landið á fínu
Benzunum hans en hann átti
lengi vel alltaf Benz, var mikil
áhugamaður um bíla og vildi
alltaf eiga góða og flotta bíla.
Hann endurnýjaði bílprófið
síðastliðið sumar, þá orðinn 95
ára gamall.
Þrátt fyrir háan aldur var
hann alltaf ungur í anda, glöggur
og fylgist mjög vel með fjölskyld-
unni og málefnum líðandi
stundar. Hann sagði við mig í
haust: „Veistu, ef ég hefði ekki
fengið þennan fjanda, þá væri ég
bara nokkuð góður og væri
ennþá að keyra bílinn.“ Alltaf
sami viljastyrkurinn.
Reyndar var hann mjög vel á
sig kominn miðað við aldur. Það
var honum mikið áfall að greinast
haustið 2016 aftur með krabba-
mein, sem að lokum dró hann til
dauða, en hann hafði sigrað það
fyrir rúmum tíu árum. Það má
segja að hann hafi sýnt mikið
æðruleysi og bjartsýni í sínum
miklu veikindum.
Römm er sú taug. Þrátt fyrir
sín miklu veikindi reyndi hann
alltaf að hughreysta mig og
styðja sem allra best er hann gat
í mínum veikindum. Og alltaf var
það best að fá símtal og heyra í
honum. Það gaf mér mikið að
geta verið hjá honum á spítalan-
um og átt spjall á kvöldin í síman-
um nú síðastliðið haust.
Maggi frændi var gæfumaður í
sínu lífi. Hann eignaðist yndis-
lega konu, hana Höllu, sem hann
mat mikils. Stoltur af Árna
einkasyni sínum og fjölskyldunni
hans.
Nú er komið að kveðjustund.
Hjartans þakkir fyrir allt, minn
kæri. Minningin lifir.
Ég votta þér, Árni, og fjöl-
skyldu þinni hluttekningu á við-
kvæmri kveðjustund,
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þín frænka,
Guðfinna.
Fallinn er frá mikill höfðingi
sem við eigum margar góðar
minningar um í gegnum árin.
Hann er búinn að vera hluti af lífi
fjölskyldunnar í tugi ára. Alltaf
tilbúinn að hjálpa og var úrræða-
góður og umhyggjusamur. Góður
vinur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíl í friði, kæri vinur og
frændi, megi minning þín lifa.
Þökkum samfylgdina.
Kjartan Egilsson, Ragnar
Már Kjartansson og Hlynur
Örn Kjartansson.
Magnús Ágústsson, frændi
minn, er látinn, á nítugasta og
sjötta aldursári.
Foreldrar móður minnar, áttu
aðeins tvö börn sem komust upp,
Svanhvíti, móður mína, og Guð-
mund Í. Sum systkina ömmu áttu
mun fleiri börn. Magnús var
bróðursonur ömmu og einn af
átta systkinum en hann var
þeirra síðastur til að kveðja
þennan heim.
Magnús var hávaxinn maður,
afar fróður um menn og málefni
og mjög eftirminnilegur. Það fór
aldrei framhjá neinum þegar
hann var mættur á svæðið.
Magnús og nokkrir bræður
hans voru útgerðarmenn eins og
þeir gerðust bestir. Í þeirra út-
gerð var ekki gerður greinar-
munur á því hvort þú varst for-
stjóri, skipstjóri, stýrimaður,
háseti, kokkur, flakari eða vöru-
bílstjóri. Magnús gekk í öll þessi
störf og fannst það sjálfsagt.
Hann var líka oddviti og hrepp-
stjóri.
Magnús vildi aldrei skuldsetja
eða stækka útgerðina umfram
það sem honum fannst eðlilegt.
Hann var gætinn að eðlisfari,
raunsær og enginn ævintýramað-
ur í viðskiptum. Þeir sem áttu í
viðskiptum við hann treystu hon-
um fullkomlega enda var hann af-
ar farsæll í sínum störfum. Har-
aldur Sturlaugsson sagði mér
sögu af því þegar Magnús keypti
bát af Haraldi Böðvarssyni og co.
á Akranesi. Þá var um það samið
með einu, þéttu, handabandi við
hlið Útvegsbankans í Austur-
stræti. Samningurinn stóð eins
og stafur á bók.
Magnús var afar farsæll í
einkalífi sínu eins og fram kemur
í opnuviðtali við hann sem birt
var í Morgunblaðinu nú nýverið.
Afi og amma voru dugleg að
heimsækja systkini sín og börn
þeirra. Þau tóku gjarnan börn sín
og barnabörn með í þær ferðir.
Ég var ekki hár í loftinu þegar ég
fór fyrst í Halakot með þeim að
heimsækja Magnús frænda,
systkini hans og foreldra.
Halakot var fyrir mig mikill
ævintýraheimur. Útgerðin var á
þeim tíma ekki stór en nóg var af
skeljum og kuðungum í fjörunni,
kindum, hænsnum, hundum og
köttum á bænum auk forláta
harmonikku sem Kata frænka,
systir Magnúsar, spilaði á og þá
sungu allir með. Þarna gat ég séð
hvernig langafi og langamma
framfleyttu sér, mannsaldri áður.
Þessi heimur breyttist hratt með
nýrri Reykjanesbraut, flugvelli,
herstöð og útgerð sem blómstr-
aði.
Magnús var alltaf mikill höfð-
ingi heim að sækja. Alveg fram á
síðustu mánuði tók hann á móti
okkur af mikilli gestrisni sem
sæmdi ættar- og héraðshöfð-
ingja, oft með einkasyninum
Árna og stundum allri fjölskyld-
unni. Hann bauð upp á kaffi og
sætar kökur, kex og ýmist „Sæ-
mund“ eða „Sæmund í spariföt-
unum“. Við Ella munum sakna
þessara stunda og að geta ekki
sótt til hans ættarfróðleik og
rætt um þjóðfélagsmálin, bæði
fyrr og nú. Minningin um þennan
stórbrotna og mæta mann mun
lifa lengi með okkur.
Við sendum Árna og fjölskyldu
hans okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Davíð og Elín.
Ég kynntist þeim mikla
heiðursmanni, Magnúsi Ágústs-
syni frá Halakoti, útgerðarmanni
í Vogum, þegar við hjá Sauðfjár-
veikivörnum vorum að berjast
við að útrýma riðuveiki á Vatns-
leysuströnd. Magnús, sem var þá
hreppstjóri sveitarinnar, studdi
okkur vel í þeirri baráttu. Farið
var um alla sveitina og hver kind
skoðuð undir leiðsögn hans. Veik-
in fannst á einum bæ (Hátúni,
1979) en ekki á fleiri bæjum. Hún
hafði verið flutt þangað úr Fjár-
borg í Reykjavík með einu lambi.
Árið 2004 fannst miltisbrand-
ur í fjórum hrossum á einum bæ í
sveitinni (Sjónarhóli). Sjór hafði
brotið sjávarkamb og dreift efn-
inu yfir beitiland hrossanna, sem
þar voru í girðingu við sjóinn.
Með aðstoð Magnúsar, sem
þekkti söguna, voru leiddar líkur
að því að veikin hefði komið upp á
bænum 130 árum fyrr. Ætla
mátti að skepnur sem þá drápust
hefðu verið urðaðar í sjávar-
kambinum og smitefnið, sem lifir
nær endalaust í jörðinni, dreifst
um beitilandið. Veikin hafði einn-
ig fundist á öðrum bæ í sveitinni,
Suðurkoti, og hafði líklega borist
þangað með innfluttri stórgrips-
húð.
Magnús veitti okkur gagnlega
aðstoð við að upplýsa þetta mál
einnig.
Hann var mjög áhugasamur
um að þessar upplýsingar kæm-
ust til skila fyrir framtíðina og
var lipur í samskiptum, hjálp-
semin og ljúfmennskan óþrjót-
andi.
Magnús var af Birtingaholt-
skyni og líktist því ættfólki, há-
vaxinn og beinvaxinn og fram-
gangan snöfurleg.
Við urðum ágætir vinir og ég
heimsótti hann nokkrum sinnum
eftir að hann veiktist. Magnús
var gerður að heiðursborgara
sveitar sinnar á síðasta ári og það
gladdi hann mjög.
Samúðarkveðjur eru sendar
syni hans og fjölskyldu og sveit-
ungunum öllum.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja segir í texta lagsins Sökn-
uður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson.
Þrátt fyrir háan aldur átti ég ekki
von á því að heiðursborgarinn
Magnús Ágústsson myndi yfir-
gefa okkur á nýju ári. Það var
hins vegar raunin, það var óvænt
og því fylgir söknuður. Magnús
var traustur maður og greindur.
Það var einkar ánægjulegt að
eiga samræður við hann. Það var
ekki síst vegna þess að hann
sýndi viðmælendum sínum jafn-
an mikinn áhuga og miðlaði sögu
og þekkingu liðinna ára af inn-
lifun. Hann var mikill áhugamað-
ur um framfarir og bætt búsetu-
skilyrði í heimabyggð sinni. Stór
á velli, ráðagóður, fyrirhyggju-
samur og lífsreyndur athafna-
maður sem vann að uppbyggingu
samfélags síns í 30 ár, þar af sem
hreppstjóri í rúm 20 ár. Stofnaði
og rak útgerðarfyrirtækið Valdi-
mar hf. í Vogum um árabil og
veitti fjölda fólks atvinnu.
Fyrir nokkrum árum var
Magnús spurður að því í blaða-
viðtali hvað honum hefði þótt
markverðast á síðustu öld. Hann
svaraði um hæl og sagði að það
hefði verið þegar hitaveitan kom í
Vogana og inn á Strönd, í
Brunnastaðahverfið. Hitaveitan
væri mikil lífsgæði sem fólk liti á
sem sjálfsagðan hlut í dag. Magn-
ús sagði hins vegar ekki frá því
að það var hann sem kom því til
leiðar að hitaveita var lögð í sveit-
arfélagið. Hann var fylginn sér
og ákveðinn, framkvæmdamaður
sem lét ekki úrtöluraddir hafa
áhrif á sig. Jafnan hógvær um
þau mörgu samfélagsverkefni
sem hann kom til leiðar, auk þess
að vera ráðdeildarsamur í fjár-
málum sveitarfélagsins. Á tí-
ræðisaldri talaði Magnús oft við
mig um mikilvægi þess að hita-
veita yrði lögð inn alla Ströndina.
Hann fylgdist vel með baráttu
undirritaðs í þeim efnum og byrj-
uðu símtölin gjarnan á sama veg;
„Hvernig gengur með hitaveit-
una, eru þeir enn tregir í taumi?“
og átti hann þá við Hitaveitu
Suðurnesja. Þannig var hugurinn
enn við framfarir og framtíðar-
sýn í þágu almennings þrátt fyrir
háan aldur.
Síðustu árin bjó Magnús í
Álfagerði í Vogum, sem eru íbúð-
ir eldri borgara. Oftar en einu
sinni gekk hann upp á skrifstofu
sveitarfélagsins, eða hreppsskrif-
stofuna eins og hann sagði ávallt,
95 ára að aldri og kom því skil-
merkilega á framfæri hvað mætti
betur fara í þjónustu við eldra
fólk almennt. Já, hann var sann-
ur foringi allt til hinstu stundar.
Sveitarfélög eiga sum hver sína
leiðtoga og athafnamenn, þar fór
Magnús fremstur í flokki fyrir
Voga og Vatnsleysuströnd. Hann
átti viðburðaríka ævi sem hann
leyfði okkur að skyggnast inn í
fyrir skömmu, í vönduðu viðtali í
Morgunblaðinu.
Við Anna Rut sendum Árna,
Brynhildi og börnum innilegar
samúðarkveðjur. Ég vil nota
tækifærið og þakka Magnúsi
samfylgdina síðastliðin 20 ár.
Þakka honum söguferðirnar sem
við fórum saman um Vatnsleysu-
ströndina, þar sem hann fræddi
mig um menn og málefni, sigra
og ósigra, gleði og sorg útvegs-
bænda og samtímafólks. Þakka
ánægjulegar samræðustundir í
Halakoti, með honum og Ragnari
bróður hans, þar sem tekið var í
nefið, drukkið kaffi og sagðar
Magnús
Ágústsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS STEINGRÍMSDÓTTIR
sjúkraliði,
Þangbakka 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
15. janúar. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. janúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Sigurður Guðjónsson Guðrún B. Kristmundsdóttir
Sigrún Guðjónsdóttir Ásmundur Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn