Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fyrr í mánuðinum voru fjörutíu ár síðan 27 myndlistarmenn stofnuðu Nýlistasafnið. Í dag er það enn í um- sjón fjölmenns hóps listamanna sem nú eru yfir 330 talsins og kjósa þeir ár hvert fulltrúa í stjórn safnsins úr sínum röðum. Nýlistasafnið er eitt elsta safn og sýningarrými sem rekið er af listamönnum í Evrópu og eitt merkasta samtímalistasafn landsins. Þor- gerður Ólafs- dóttir, formaður stjórnar Nýló, segir það sjálfs- eignarstofnun sem ekki sé rekin í hagnaðarskyni heldur í þágu framþróunar mynd- listarinnar. Tilvera Nýlistasafnsins hefur þó oft verið ótrygg sökum lítilla fjár- ráða, þrátt fyrir mikilvægt sýning- arhaldið og merka safneign, og hef- ur stofnunin til að mynda flutt nokkrum sinnum síðasta áratug. En nú hefur safnið verið starfrækt í nær ár í hinu fallega Marshall-húsi við Reykjavíkurhöfn, í sambýli við Kling & bang og Stúdíó Ólafs Elías- sonar. Þorgerður segir afmælissýn- ingu verða opnaða í júníbyrjun og var opið fyrir umsóknir fyrir hana inn í liðna viku. „Það bárust hvorki fleiri né færri en eitt hundrað um- sóknir, frá ungum íslenskum myndlistarmönnum en líka all- nokkrum erlendum,“ segir hún. „Sýningin mun síðan standa í tíu vik- ur með lifandi dagskrá og lýkur á menningarnótt með gjörningi skosku myndlistarkonunnar Önnu McCarthy.“ Þorgerður segir að það muni kenna ýmissa grasa á þessari af- mælissýningu, enda tilefnið gott, nú þegar „Nýló er orðið miðaldra og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem mikilvæg myndlistarstofnun, en er samt enn svo mikill unglingur og neitar að gangast við öllum þeim for- merkjum sem einkenna þannig stofnanabákn sem hefur fest sig í sessi. Við höfum vítt og breitt ábyrgðarsvið; veitum ungum lista- mönnum brautargengi, eigum að vera gluggi að samtímalist í hinum stóra heimi, sýnum íslenska lista- menn jafnt á við erlenda, og setjum líka upp yfirlitssýningar listamanna sem hafa starfað í fjölda ára“, segir hún. „Sýningarárið hjá okkur ber keim af því. Nú á föstudaginn verður opn- uð hjá okkur sýning tveggja ungra myndlistarmanna, Katrínar Agnes- ar Klar og Lukas Kindermanns, og er það fyrsta stóra sýningin þeirra í Reykjavík. Þau starfa saman í München ásamt því að vera reglu- lega hér á landi. Þá verður einkasýn- ing Rögnu Róbertsdóttur opnuð í mars og um leið kemur út bók um verk hennar og feril.“ Starfsemi Nýlistasafnsins er styrkt árlega af ríki og borg auk vel- unnarahóps safnsins. Þorgerður segir langlífi starfseminnar hins vegar fyrst og fremst tryggt af sjálf- boðavinnu stjórnarliða, félagsmanna og listamanna sem tengjast safninu. Mikið hefur gengið á Þorgerður segir því ekki bara fagnað núna að Nýló sé fertugt held- ur líka þeirri staðreynd að þetta sé með vissu eitt elsta listamannarekna sýningarrými í Evrópu, og líka eldra en önnur sambærileg í Bandaríkj- unum. „Í raun vitum við ekki um aðrar myndlistarstofnanir sem hafa verið reknar sjálfstætt sem sjálfseignar- stofnanir svo lengi. Í hinni mjög svo viðburðaríku ævi Nýló hefur margt gengið á en eftir 40 ár er starfsemin enn í fullu fjöri, nýkomin í nýtt hús- næði og framtíðin björt.“ Þess má geta að safneignin er varðveitt í hús- næði sem safnið hefur í Efra- Breiðholti og þar er einnig skrán- ingar- og rannsóknaraðstaða. Þorgerður segir að Ísland, og þá ekki síst Reykjavíkurborg, sé þekkt erlendis fyrir listamannarekna starfsemi og „sjálfstæð sýning- arrými sem spretta upp iðulega í umsjón listamanna og ná að starfa í um það bil tvö ár, svo tekur annað við. Þess vegna hefur Nýló líka lifað svona lengi, því hér hefur reglulega verið skipt um stjórn og safnið er reglulega í umsjá nýrra aðila – en þó og sem betur fer með fasta starfs- menn sem starfa aðeins lengur“. Útgáfa um listamannarými Fyrir áratug, í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýló, stóð þáverandi stjórn í miklu skrásetningarátaki. „Þá fengu aðstandendur safnsins alla safneignina í hendur og gert var ráð fyrir að í henni væru um 800 verk – en þau reyndust rúmlega 2.000!“ segir Þorgerður. „Og svo margt hefur verið gert síðan þá. Safnið hefur flutt þrisvar, fengið Ís- lensku safnaverðlaunin, og nú þegar við vitum nákvæmlega hvað við eig- um vitum við líka hvað við eigum ekki, það styrkir söfnunarstefnuna. Nú höfum við verið í tíu mánuði hér í Marshall-húsinu og erum nokk- uð jákvæð um áframhaldandi veru okkar hér, sérstaklega ef ríkið fer í meira samstarf með okkur, þá gefst meiri tími í skipulag sýninga og ann- arra verkefna. Eitt sem við viljum gjarnan ljúka á þessu ári er útgáfa um listamanna- rekin rými í Reykjavík en þar er rakin saga þeirra frá 1965, þegar Gallerí SÚM var opnað – og hún nær í raun enn lengra aftur, að opn- un Listasafns Einars Jónssonar árið 1923. Þetta er mjög góð samantekt sem sýnir að myndlistarsenan hefur að mestu verið í umsjón listamann- anna sjálfra. Þeir hafa mótað sög- una, búið til rýmin þar sem listin er sýnd og reka þau áfram af þraut- seigju, dugnaði og hugsjónum. Listamennirnir hafa ákveðna sýn og það er ofboðslega dýrmætur eigin- Starfsemin enn í fullu fjöri og framtíðin björt  Haldið er upp á 40 ára afmæli Nýlistasafnsins í ár Morgunblaðið/Einar Falur Sögulegt Fótunum var komið undir Nýlistasafnið á þeim 22 árum sem það var til húsa á Vatnsstíg 3b og voru settar upp margar sögulegar sýningar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðstöðvarnar Frá Rolling Line, opnunarsýningu Nýlistasafnsins í Mar- shall-húsinu, með verkum Ólafs Lárussonar. Ólíkar sýningar verða á árinu. Þorgerður Ólafsdóttir Ljósmynd/Nýlistasafnið Heimildasafnið Í Nýlistasafninu er einstakt safn heimilda um lista- mannarekin rými og gjörninga. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ævintýri. Ég hef lært mjög mikið á því að leika svona stóra persónu og fara allan tilfinningaskalann á hverri sýningu. Það hefur þroskað mig sem listamann og leikkonu,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem túlkað hefur söngkonuna Elly í samnefndri sýningu á fjölum Borgarleikhússins síðustu mánuðum við miklar vinsæld- ir, sem ekkert lát virðist vera á. Elly var frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins 18. mars 2017 og sýnd þar fyrir fullu húsi alls 54 sinn- um þar til leikhúsið fór í sumarfrí. Í haust var sýningin flutt yfir á Stóra sviðið og hefur nú þegar verið sýnd þar 57 sinnum. Frá mars þarf Elly tímabundið að víkja fyrir söng- leiknum Rocky Horror sem frum- sýndur verður 16. mars, en Elly snýr aftur á Stóra sviðið 7. september. Þegar Elly fer í leyfi verður búið að sýna verkið 81 sinnum á Stóra svið- inu. Á næstu vikum eru fyrirhugaðar 24 sýningar og er þegar uppselt á þær allar. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu styttist í að 50.000. leikhúsgesturinn á Elly mæti í hús. Á Nýja sviðinu sáu 13.800 gestir sýninguna og 31.350 gestir hafa þeg- ar séð hana á Stóra sviðinu, en alls ná tæplega 60 þúsund áhorfendur að sjá uppfærsluna fyrir sýningarhlé. Elly verður alltaf með mér Aðspurð segist Katrín ekki hafa átt von á þeim gríðargóðu viðtökum sem sýningin hefur hlotið. „En það er greinilegt að sýningin snertir við fólki og Elly á stórt pláss í hjörtum flestra.“ Hver er galdurinn í því að halda neistanum og ferskleikanum í sýn- ingu sem leikin hefur verið jafnoft? „Þetta er stór áskorun. Galdurinn í endurtekningunni felst í því að gera sýninguna alltaf einstaka fyrir áhorf- endur sem eru að koma í fyrsta skipti, því margir eru að koma í fyrsta skipt- ið þó sumir séu að koma í þriðja og fjórða sinn,“ segir Katrín og tekur fram að sýningin hafi með tímanum breyst. „Hún hefur þróast og er orðin marglitari og betri fyrir vikið. Það hefur nánast verið eins og master- klass í leiklist fyrir mig að fá að sýna þessa sýningu svona oft, sem er frá- bært. Það er svo gaman að segja „Alveg ótrú- legt ævintýri“  Elly snýr aftur á svið í september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.