Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 69
Það var alltaf svo gaman með
henni Dúu. Svona komumst við
vinkonur að orði, þegar við fréttum
lát hennar.
Vinátta okkar hófst þegar við
kynntumst í MR. Við stofnuðum
saumaklúbb haustið eftir stúdents-
próf, 1962. Saumaklúbburinn lifði
af, þrátt fyrir langdvalir margra
okkar erlendis.
Dúa var falleg kona og vandaði
vel til verka. Hún var orðheppin og
sagði skemmtilega frá, talaði
mergjaða íslensku með norðlensk-
um hreim.
Hún var beinskeytt og lá ekki á
skoðunum sínum. Við eigum marg-
ar góðar minningar frá samveru-
stundum okkar bæði innanlands og
utan og var Dúa jafnan hrókur alls
fagnaðar.
Við þökkum fyrir allar góðu
minningarnar og sendum Arnóri
og dætrunum samúðarkveðjur,
Anna, Elín, Jóhanna, Kristín,
Ólöf og Sigrún.
Hún var skemmtileg, orðheppin,
falleg og gáfuð, dugleg, vandvirk
og samviskusöm, en líka viðkvæm.
Það gat stundum verið henni erfitt.
Nú hefði Dúa líklega spurt nem-
endur sína: „Í hvaða orðflokki eru
flest orðin hér?“
Svona er myndin mín af minni
kæru vinkonu, Dúu.
1956 kom Dúa frá Siglufirði, þá
14 ára eins og ég. Flutti hún ásamt
foreldrum sínum og fjórum bræðr-
um á neðri hæð í húsið hjá minni
fjölskyldu. Á efri hæð bjuggum við
þrjár systur. Dúa varð vinkona
okkar allra systranna og líka Sig-
rúnar, vinkonu minnar.
Menntaskólaárin; þá var alltaf
gaman, dansæfingar, málfundir
o.fl. o.fl. Við hópur vinkvenna sótt-
um allt nema kannski taflkvöld, en
þar var Dúa sú eina sem hefði verið
liðtæk. Á þessum árum kom Arnór
skólabróðir okkar til sögunnar.
Það var þeirra gæfa.
Dúa varð fyrst okkar mamma.
Sumarið sem við urðum stúdentar
eignuðust þau sína elstu dóttur,
Arndísi.
Dúa kunni að hafa orð yfir erfiði
barnsfæðingar. Runnu á okkur
hinar tvær grímur, hvort leggja
ætti í slíkt. Þau eignuðust svo tvær
dætur í viðbót, Jóhönnu og Valdísi,
og hafa dæturnar og fjölskyldur
þeirra alla tíð verið sólargeislarnir í
lífi foreldra sinna.
Því næst tók Kennaraskólinn
við. Kennarastarfið varð ævistarf
Dúu og kenndi hún lengst af við
Melaskóla.
Saumaklúbbur var settur á
laggirnar árið eftir stúdentspróf.
Alltaf gaman. Eiginmönnum sagð-
ir brandararnir eftir klúbba. Dúa
var aðalbrandarakonan. Sagði frá,
með sínum skemmtilega norð-
lenska framburði og kryddaði frá-
sagnir vel.
Bridgeklúbbur varð líka til.
Sama sagan, mikið var hlegið, og
dálítið spilað.
Fyrstu íbúðirnar eignuðumst
við Hilmar, og Dúa og Arnór í
sömu blokk, samgangur okkar var
því mikill. Ótal utanlandsferðir fór-
um við Dúa saman. Ýmist fórum
við í kvennaferðir, hjónaferðir eða
fjölskylduferðir. Voru þau, hún og
Arnór, góðir ferðafélagar. Við
skoðuðum margt skemmtilegt
saman, t.d. fórum við tvisvar til Int-
erlaken í Sviss og nutum fagurra
fjalla og vatna þar.
Á seinni árum dró Dúa sig mikið
í hlé sakir heilsubrests. Helgaði
hún sig þá nær eingöngu fjölskyld-
unni.
Síðustu ár hafa verið Dúu og
Arnóri erfið vegna mikilla veik-
inda. Dæturnar léttu þeim lífið af
fremsta megni.
Ég kveð hjartkæra vinkonu
mína með trega og þakka henni
allt.
Arnóri, dætrum og fjölskyldum
ásamt bræðrum Dúu og fjölskyld-
um þeirra sendum við Hilmar okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Dúa hvíla í friði.
Ólöf.
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
sem átti í hlut. Hún var örugg-
lega mesta pjattrófan í hópnum.
Alltaf svo fín og vel klædd og
hafði yndi af fallegum hlutum.
Fljótlega fórum við að fara í
sumarbústaði einu sinni á ári.
Það voru okkar vorblót, annað-
hvort í Eyjum eða á fastalandinu.
Þessar ferðir eru ógleymanlegar
en ekki eru allar minningarnar úr
þeim ferðum prenthæfar. En eitt
var alltaf fastur liður á dag-
skránni og það var humarinn
hennar Nínu, vatn kemur í munn
okkar við tilhugsunina. Við eigum
líka góðar minningar um af-
mælisveislur, dýrlegar veitingar
og mikið fjör. Við höfum setið
saman þrjár okkar við að semja
þetta greinarkorn, og rifjað upp
allar skemmtilegu atburðina og
verðum að játa að við veltumst
um af hlátri. Má það ekki alveg?
Farðu vel, elsku Nína okkar.
Við treystum á að þú fáir góðar
móttökur í nýrri og forvitnilegri
tilveru en þú hefur dvalið í síð-
ustu ár. Okkar góðu vinkonur
Kristrún, Gógó og Júlla hafa tek-
ið á móti þér og svo hefur verið
slegið upp veislu. Þar hafa örugg-
lega líka mætt þeir Valdi þinn og
Eyþór. Þið hafið kíkt á okkur hér
niðri og vorkennt okkur aðeins en
svo lyft glösum og sagt „vertu
sæl veröld, okkur líður vel og allt
er gott“.
Kærleikskveðjur til barnanna
þinna og fjölskyldunnar allrar.
Bára Þorbjörg Jónsdóttir,
Dagbjört Sigríður Höskulds-
dóttir, Guðrún Marta
Ársælsdóttir, Guðrún
Anna Gunnarsdóttir.
Fyrstu kynni mín af Nínu voru
þegar ég var í Unglingaskóla
Stykkishólms. Foreldrar hennar
og foreldrar mínir voru góðir vin-
ir svo við höfðum oft sést og
þekktumst í sjón. Nína var glæsi-
leg stúlka og alltaf hress og kát.
Einn bekkjarbróðir minn varð þó
hlutskarpastur í að heilla hana og
hann hætti í skólanum og fór á
sjóinn til að geta stofnað heimili
með Nínu sinni. Það var Þorvald-
ur Ólafsson og þau bjuggu saman
upp frá því. Valdi og Nína voru
lífsglöð og samhent hjón og hrók-
ar alls fagnaðar þar sem þau
komu.
Tengsl okkar Nínu áttu eftir
að verða meiri því Magni Rúnar
sonur þeirra Valda og Nínu og
dóttir mín Valborg Jónsdóttir
felldu hugi saman. Þau giftust og
eignuðust þrjú börn og eiga nú
fjögur barnabörn. Vinátta okkar
hjóna hefur verið löng og góð við
Nínu og hennar fjölskyldu. Það
var alltaf gott að koma til þeirra
hjóna og vinskapur barna þeirra
og barna okkar hjóna hefur líka
alltaf verið góður. Margs er að
minnast og margt ber að þakka á
langri ævi.
Nína átti við erfiðan sjúkdóm
að glíma síðustu árin og var södd
lífdaga þegar hún fékk hvíldina
og lést í faðmi fjölskyldunnar.
Valdi hefur tekið glaður við henni
í faðm sinn.
Við hjónin og fjölskylda okkar
vottum fjölskyldu Nínu innilega
samúð og biðjum þeim blessunar.
Blessuð sé minning Nínu Ernu
Eiríksdóttur og Þorvaldar Ólafs-
sonar.
Eins og stjarnan
lýsir í myrku
himinhvolfinu
lýsir trúin í myrkri angistar okkar
eins og fræið
liggur í moldinni
og vaknar að vori
lifir vonin í djúpi sálar okkar
eins og glóðin
lifir í öskunni
og kveikir bálið
vermir kærleikurinn hjörtu okkar
missum ekki trúna
vonina og
kærleikann
leyfum þeim að lýsa upp líf okkar.
(KEG)
Kristjana E. Guðmundsdóttir.
✝ Unnur GuðrúnJóhannsdóttir
fæddist á Þórsgötu
í Reykjavík 18.
október árið 1938.
Hún lést á Land-
spítalanum 1. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Þórður Karlsson
atvinnurekandi, f.
16.11. 1903, d. 4.6.
1979 frá Draflastöðum í
Fnjóskadal, og Unnur Guðrún
Ólafsdóttir, f. 13.7. 1908, d. 6.9.
1965 frá Siglufirði. Systkini
Guðrúnar: Hjördís Jóhanns-
dóttir, f. 11.6. 1927, d. 6.8.
1995, Ólöf Dómhildur Jóhanns-
dóttir, f. 28.7. 1930, d. 18.12.
2012, og Karl Eggert Jóhanns-
son, f. 26.6. 1943, búsettur í
Svíþjóð.
íusdóttur, f. 23. mars 1961.
Guðrún ólst að mestu upp í
Hveragerði þar sem hún gekk í
barnaskóla. Hún fór í Versl-
unarskólann í Reykjavík og
lauk verslunarprófi árið 1957.
Á þeim tíma bjó hún hjá systur
sinni Ólöfu Dómhildi. Ætíð var
kært með þeim systrum. Hún
stundaði nám í klæðskeraiðn
og fatasaum við Textil-
institutet i Borås í Svíþjóð árin
1960-61. Einnig var hún þrjár
annir í öldungadeild MH. Jafn-
framt lauk hún margvíslegum
námskeiðum í tölvufræði,
myndmennt og stjórnun. Hún
starfaði við ýmislegt um ævina,
skrifstofustörf, m.a. hjá Garð-
yrkjufélagi Íslands, saumaskap
o.fl. Þess utan var hún virk í
alls kyns félagasamtökum og
hafði mörg áhugamál, einkum
á sviði ræktunar og tölvutækni.
Loks var hún formaður Félags
eldri borgara á Álftanesi árin
2006-2010 þar sem þau hjónin
bjuggu síðustu árin. Útför
hennar fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 18. janúar 2018,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Guðrún giftist
Ásgeiri R. Helga-
syni múrara, f. á
Ísafirði 6. mars
1935, hinn 24.
ágúst 1968 en
hann lést 3. febr-
úar 2011. Dóttir
hennar er Þor-
björg Jóhanns-
dóttir, f. 16. októ-
ber 1956. Faðir
Þorbjargar var Jó-
hann Gunnar Gíslason, vél-
stjóri (látinn). Hennar synir
eru Ingi Bjarni Viðarsson,
Stefán Geir og Rannar Carl
Tryggvasynir. Ingi Bjarni á
þrjú börn, Stefán Geir einn son
og Rannar Carl eina dóttur.
Þeir Ingi Bjarni og Stefán Geir
eru búsettir í Svíþjóð. Fyrir
hjónaband átti Ásgeir dótt-
urina Margréti Gróu Júl-
Mínar fyrstu minningar um
Guðrúnu eru frá því er hún bjó
á heimili foreldra minna og
stundaði nám við Verslunarskól-
ann. Við systkinin bárum ótak-
markaða virðingu fyrir þessari
móðursystur okkar. Enda var
hún ólöt við að sinna okkur og
beitti þá gjarnan sínum aðferð-
um við að siða okkur til.
Meðal annars átti hún í fór-
um sínum bókina Sigga Vigga
og börnin í bænum, sem var
kjörin til þess að kenna óþekk-
um krökkum mannasiði. Á
kvöldin las Gunnsa fyrir okkur
valda kafla úr bókinni, t.d. um
hvernig venja má börn á að
ganga frá dótinu sínu eða kenna
þeim að þvo sér. Ráðin hennar
Siggu Viggu voru ekkert venju-
leg, hún ráðlagði mömmum t.d.
að hætta að taka til hjá börn-
unum, láta bara allt fyllast af
drasli þangað til krakkaormarn-
ir kæmust ekki út úr herbergj-
unum sínum eða hætta að þvo
þeim og setja síðan karsafræ í
óhreinindin þegar þau væru
orðin vel skítug. Og það var
segin saga, ráðin hennar Siggu
Viggu dugðu. Mér hefur alltaf
þótt Sigga Vigga bera keim af
Gunnsu og öfugt.
Móðir mín og Gunnsa voru
mjög nánar þótt þær væru gjör-
ólíkar. Eitt áttu þær þó sameig-
inlegt en það var að báðar héldu
þær að mér ýmsum bókum í
uppvextinum sem þær töldu
hollt fyrir krakka að lesa. Ein
þeirra var Salka Valka. Salka
og Gunnsa áttu líka margt sam-
eiginlegt. Báðar voru uppreisn-
argjarnar, beygðu sig ekki
möglunarlaust undir valdið eða
gengu inn í hefðbundin kvenna-
hlutverk. Það kom fram í
klæðaburði sem og öðru. Þegar
Gunnsa bjó hjá okkur saumaði
hún sér t.d. stóran anorakk úr
tjaldefni, gekk í gallabuxum og
útprjónaðri norskri peysu. Þetta
var á sjötta áratugnum þegar
ungar stúlkur gengu helst ekki í
öðru en kjólum eða pilsum.
Mamma var mikil húsmóðir
en það var fjarri Gunnsu að
gerast hefðbundin húsmóðir.
Hún lagði heimilið hins vegar
undir áhugamálin. Eitt sinn átt-
um við hjónin erindi við hana
snemma á 8. áratugnum. Á
þessum tíma voru sárafá heimili
komin með heimilistölvur. Þeg-
ar inn var komið var ekki auð-
velt að fóta sig. Gólfin voru þak-
in græðlingum sem hún var að
gera tilraunir með. Í einu horn-
inu var tölva og lágu tölvubæk-
ur á víð og dreif. Henni þótti
kannski ekkert sérstaklega mik-
ið til húsmóðurtakta móður
minnar koma og sá ástæðu til
að spauga með það. Við hátíð-
legt tækifæri hengdi Gunnsa
forláta skúringamedalíu á syst-
ur sína með viðeigandi ræðu-
höldum.
Gunnsa varð aldrei gömul í
neinum venjulegum skilningi.
Andlega var hún alltaf spræk og
átti sér ótal áhugamál. Hún og
Ásgeir, eiginmaður hennar,
höfðu t.d. unun af því að
ferðast. Ferðalögin voru gjarn-
an vel undirbúin og ígrunduð.
Geiri var mikið náttúrubarn og
fróður um marga hluti. Gunnsa
gat hins vegar bjargað sér á
ýmsum tungumálum og hefur
hvort tveggja auðveldað þeim
að ferðast vítt og breitt um
Evrópu. Þegar hún varð sextug
frábað hún sér allt „kerlinga-
glingur“ en sendi hins vegar út
óskalista yfir alls kyns tölvu-
búnað sem gæti komið sér vel.
Ég efast ekki um að Gunnsa
rati vel á þeim stað sem hún er
á núna.
Þorbjörgu og fjölskyldu
hennar sendum við Jörgen inni-
legar samúðarkveðjur frá Kaup-
mannahöfn.
Aldís Guðmundsdóttir.
Elsku Gunnsa.
Ég þori ekki fyrir mitt litla líf
að klikka á því að skrifa um þig
eftirmæli, ella myndir þú líklega
koma á eftir mér með skömm-
um úr gröfinni. Þú tókst af mér
það loforð einhvern tímann fyrir
ekki svo löngu. Og átt það inni
hjá mér. Gerðu svo vel.
Þið systurnar, amma og þú,
voruð eins og hvor af sinni kyn-
slóðinni þótt ekki væru nema
átta ár á milli ykkar. Jafnvel
eins og hvor af sinni plánetunni.
Á meðan amma vildi milda og
dempa, vildir þú ydda og espa.
Þegar amma fór miðaldra í
lagningu, varst þú miðaldra með
snöggklipptan drengjakoll. Með
skarpa andlitsdrætti, stundum
hvassa tungu, ótamin, röggsöm
og reffileg og gafst lítið fyrir að
fitta inn í fyrirframgefin hlut-
verk. Lagðir engan metnað í að
uppfylla normið. Eða passa upp
á ímyndina út á við. Réttsýn og
gast verið snögg upp á lagið,
sem stundum varð þér fjötur
um fót. Ég fílaði þig. Þegar
jafnaldrar þínir þurftu að fara á
námskeið til að finna on-takk-
ann á tölvunni hér í árdaga
netsins, varst þú komin með
heimasíðu. Og þegar ég, dótt-
urdóttir systur þinnar, vildi
gera eitthvað sem fylgdi ekki
beinu brautinni í lífinu, þá
studdir þú fyrirætlanir mínar
og hvattir mig áfram.
Mér þykir miður að hafa ekki
náð að kveðja þig, elsku
Gunnsa, eins og til stóð. Ég hélt
kannski að þú værir heldur
stóryrt um veikindi þín á Face-
book, reiknaði ekki með að þú
myndir kveðja svona fljótt.
Og eftir á að hyggja voruð
þið systur kannski ekki svo ólík-
ar. Á efri árum fór að grilla í
sama ættarmótið í svipnum og
báðar voruð þið barmafullar af
lífskrafti. Ástríðumanneskjur.
Þótt krafturinn og ástríðan hafi
ekki beinst í sama farveg. Takk,
kæra Gunnsa, fyrir kraftinn
sem fylgdi þér og snerti mig.
Lóa.
Fyrir rúmum tveimur árum
fjárfestum við fjölskyldan í
krúttlegri íbúð í parhúsi á Álfta-
nesi. Það sem við vissum þó
ekki fyrr en við fluttum var að
með henni fylgdu einnig alveg
frábærir nágrannar, þar á með-
al hún Guðrún Jóhannsdóttir.
Guðrún var einstök kona sem
fór sínar eigin leiðir, lá ekki á
skoðunum sínum og kallaði ekki
allt ömmu sína. Daginn sem við
fluttum inn stóð hún í stiga fyr-
ir utan hús að taka niður jóla-
seríur. Ég bauð fram aðstoð
mína þar sem ég sá það strax að
hún var greinilega komin af
léttasta skeiði. Svarið sem ég
fékk var: „Gerið þið það, leyfið
mér nú að gera eitthvað, maður
fær aldrei að gera neitt sjálfur
lengur.“
Með okkur tókst mikil vinátta
og áttum við ófá samtölin yfir
girðinguna á milli lóða á sumrin
og inni í hlýjunni á veturna. Við,
ungviðið, sem vorum að eignast
okkar fyrsta garð spurðum
hana oft ráða með ýmislegt og
fengum yfirleitt strax svör
byggð á áralangri reynslu henn-
ar.
Ef Guðrún aftur á móti átti
ekki svar við spurningunni þá
unni hún sér ekki hvíldar fyrr
en hún var búin að hringja í vini
og kunningja og afla sér vitn-
eskju og bankaði svo upp á með
svarið á reiðum höndum. Stund-
um kom það fyrir að annað okk-
ar hjóna ætlaði rétt að banka
upp á hjá Guðrúnu og átti ekki
afturkvæmt næstu klukkutím-
ana þar sem það endaði alltaf í
stórskemmtilegu spjalli, jafnvel
með einum öl. Vænt þótti okkur
um hve gaman hún hafði af syni
okkar en hann var ekki nema
þriggja daga gamall þegar við
fluttum.
Við hvert þroskaskref sem
hann tók gat Guðrún fundið
eitthvað sem hún tengdi við
ömmustrákana sína þrjá og
sagði okkur sögur af þeim úr
æsku sem og nýjustu fréttir
hverju sinni af langömmubörn-
unum. Það er lýsandi dæmi um
okkar heimsins besta nágranna
þegar við þurftum að fara í bað-
herbergisframkvæmdir hjá okk-
ur, við létum vita að framundan
væru læti við niðurrif, á svip-
uðum tíma veiktist Guðrún og
við ákváðum að stöðva fram-
kvæmdirnar þar til hún yrði
betri. Þegar Guðrún hafði ekki
heyrt nein læti frá okkur í ein-
hvern tíma stóð henni nú ekki á
sama og gaf sig á tal við okkur.
„Ég er alltaf að bíða eftir há-
vaðanum sem þið boðuðuð,
kannski ég sé bara orðin alveg
heyrnarlaus.“ Hún hélt nú ekki,
stoppa framkvæmdir út af
henni, nei, það var sko aldeilis
ekki í boði.
Þessi jólin var tómlegt um að
litast í Vesturtúninu. Guðrún
var búin að vera á spítala all-
lengi þar sem heilsu hennar
hafði hrakað hratt. Við munum
þó ætíð vera þakklát fyrir að
hafa náð að kveðja hana nokkr-
um dögum fyrr. Okkur þykir
ólíklegt að einhver geti mögu-
lega fyllt í hennar skarð sem
nágranni. Eitt er víst að fæstir
komast með tærnar þar sem
hún Guðrún hafði hælana.
Dóttur Guðrúnar, dótturson-
unum þremur og langömmu-
börnunum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Takk fyrir okkur, elsku Guð-
rún. Nú ert þú aftur komin til
hans Geira þíns en við vitum að
þú munt vaka yfir Vesturtúninu.
Ásgeir og Díana.
Vinkona okkar og félagi í
starfi eldri borgara á Álftanesi
til margra ára er fallin frá.
Guðrún lést 1. janúar síðast-
liðinn eftir löng og ströng veik-
indi. Guðrún var í stjórn félags
eldri borgara á Álftanesi og for-
maður þess til margra ára. Þess
tíma munum við félagar minn-
ast með söknuði. Guðrún var
þannig persóna að hlutirnir
voru framkvæmdir á ótrúlega
skömmum tíma og stóð ekkert í
vegi hennar þegar til þurfti að
taka. Hún var sannarlega fædd
sem stjórnandi og nutum við öll
ríkulega af því. Félagsstarfið
mótaðist mikið af þeim sem
stjórnuðu og var Guðrún sannur
leiðtogi á öllum sviðum. Það má
minnast þess sérstaklega að að-
staða og húsakostur sem félagið
notar enn í dag er Guðrúnu að
þakka sem og velvild bæjar-
stjórnar Garðabæjar. Guðrún
kom á föstum liðum í starfi okk-
ar, svo sem göngutúrum,
sauma- og prjónaiðkun, spila-
mennsku og annarri afþreyingu.
Við í félagi eldri borgara á
Álftanesi þökkum fyrir liðinn
tíma um leið og við sendum
Þorbjörgu, dóttur hennar og
öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Félags eldri borg-
ara á Álftanesi
Reynir Hlíðar, formaður.
Guðrún
Jóhannsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR SIGURÞÓRSSON,
Króktúni 18, Hvolsvelli,
andaðist á heimili sínu 4. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Stóra-Dals-
kirkju laugardaginn 20. janúar klukkan 14.
Ágúst Þ. Ólafsson Þórunn Harðardóttir
Anný S. Ólafsdóttir Robert Lorenz
Sigríður L. Ólafsdóttir Benedikt Sveinbjörnsson
Vigdís H. Ólafsdóttir
Ólafur E. Ólafsson Hrund Guðmundsdóttir
Anný H. Hermansen Kolbeinn Hreinsson
Sveinbjörn, Sigurður, Benedikt, Kristján,
Auður, Díana, Sandra, Ísabella, Sindri,
Kolbeinn, Kristín og Benedikt Leví