Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Ljosmynd/Úr einkasafni Kvikmyndaleikstjóri María Sólrún með klippurnar á lofti í vinnunni við gerð kvikmyndarinnar um Adam, unga manninn sem þarf að taka erfiða ákvörðun. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við trúðum þessu varla þeg-ar við fengum að vita aðmyndin okkar hefði veriðvalin til sýningar á Berlin- ale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir mynd- ina okkar,“ segir María Sólrún kvik- myndagerðarkona en kvikmynd hennar Adam, verður frumsýnd á Berlinale sem fram fer í næsta mán- uði og stendur í tíu daga, 15.-25. febrúar. „Myndin okkar er sýnd undir flokki sem kallast „generations“ þar sem umfjöllunarefnið eða þemað er ungt fólk. Í myndinni okkar er að- alpersónan tvítugur heyrnarlaus strákur, Adam, en hann þarf að tak- ast á við það vandamál að mamma hans er komin með elliglöp vegna þess að hún hefur starfað sem teknó- tónlistarkona og er búin að drekka of mikið og dópa um ævina, og afleið- ingarnar eru þessi glöp. Þegar hún áttar sig á hver örlög hennar gætu orðið vegna þessa, þá biður hún son sinn um að drepa sig, frekar en láta loka sig inni á stofnun. Adam þarf að ákveða hvort hann eigi að standa við þetta loforð, getur hann það og vill hann það?“ segir María Sólrún og bætir við að hún sæki í eigin reynslu að hluta til, því móðir hennar fékk elliglöp fyrir aldur fram. „Í myndinni hefur þessi kona átt móður sem fékk sömu glöp af sömu ástæðum, og hún vill ekki enda eins og hún.“ Nágranni er þekkt leikkona Kvikmyndin Adam er leikin mynd í fullri lengd, en fyrsta kvik- myndin sem María Sólrún gerði í fullri lengd heitir Jargó og var sýnd á Berlínarhátíðinni árið 2004 og einnig á RIFF á Íslandi. „Síðan þá hef ég unnið við að skrifa handrit fyrir þýskt sjónvarp, bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti, en fyrir fjórum árum ákváðum við, ég og sonur minn, Magnús Maríu- son, að gera myndina Adam sjálf. Við framleiðum hana sjálf og Magn- ús fer með aðalhlutverkið. Hann er lærður leikari, lærði í Finnlandi á sínum tíma, en faðir hans er finnsk- ur. Við tókum myndina upp á heimili okkar og dóttir mín, Liina Magnea Maríudóttir, leikur mömmuna unga og kærastinn hennar, Haraldur Þrastarson, samdi tónlistina, en hljómsveitin þeirra Magnea samdi titillag myndarinnar. Þetta er því sannkallað fjölskylduverkefni. Kon- an sem leikur mömmuna er þekkt leikkona og býr í húsinu sem við bú- um í hér í Berlín,“ segir María Sól- rún og hlær. „Ég var orðin svolítið leið á þeim langa tíma sem það getur tekið að þróa handrit fyrir sjónvarp, mað- ur þarf endalaust að umskrifa eftir óskum þeirra sem koma að fram- leiðslunni. Það var því kærkomið að geta vaðið í verkið og gert þetta eins og okkur langaði. Við vorum með söguna nokkurn veginn tilbúna, en við spunnum þetta líka út frá per- sónum verksins, sérstaklega í sam- tölunum. Við byrjuðum að filma og svo þróaðist þetta í tökuferlinu, í þau fjögur ár sem við höfum verið að taka þessa kvikmynd. Okkur fannst frá- bært að geta leyft okkur að þróa sögu á meðan við erum að taka hana.“ Skyldleikinn truflar ekki María Sólrún segir að banda- ríski Íslandsvinurinn og kvikmynda- framleiðandinn, Jim Stark, hafi redd- að þeim tengingu við ungt fagfólk í Mexíkó til að sjá um eftirvinnsluna, litgreiningu og hljóðblöndun, fyrir minni pening en ella. „Við Magnús flugum því til Mexíkó City á síðasta ári til að ganga frá því. Vinnan við þessa mynd hefur verið heilmikið ævintýr, enda lögðum við af stað með tvær hendur tómar, enga peningastyrki, aðeins yfir- drátt.“ María Sólrún segir að litla fjöl- skyldan, hún og börnin hennar tvö, megi nánast kallast listamanna- kommúna, því þau hjálpi hvert öðru í því sem þau eru að gera. „Magnús leikur ekki aðeins í myndinni, heldur framleiðir hana líka með mér. Og hann hjálpar systur sinni við myndabandagerð og svo framvegis. Þetta er allt samtvinnað hjá okkur. Margir eru hissa á hvað þetta hefur gengið vel, halda að þeg- ar foreldri leikstýri afkvæmum þá gangi það ekki, en þetta hefur ekkert truflað okkur.“ Magnús er í hernum Núna er sonurinn Magnús krúnurakaður hjá finnska hernum, því hann er að sinna herskyldu, þar sem hann á jú finnskan föður. „Hann þarf að haga sér vel svo hann fái frí til að skreppa hingað til Berlínar og vera viðstaddur frum- sýningu myndarinnar,“ segir María Sólrún og hlær en hún hefur búið í Berlín undanfarin 33 ár. „Börnin mín eiga þrjú móður- mál, íslensku, finnsku og þýsku, en þau líta ekki á sig sem Þjóðverja, heldur sem íslensk/finnska Ber- línarbúa,“ segir María Sólrún sem er alsæl að vera sest aftur í leik- stjórastólinn. „Helmingur þeirra sem læra kvikmyndaleikstjórn er konur, en þær skila sér síður út á markaðinn, það sjáum við á kynja- hallanum í kvikmyndaheiminum. Ég er því ánægð með að geta verið kon- um fyrirmynd og sýnt þeim að það er í lagi að gera myndir með margra ára millibili. Við Magnús erum þeg- ar komin með handrit að næstu mynd sem heitir Maður í kompunni. Við erum byrjuð að funda með áhugasömum framleiðendum sem hafa séð myndina okkar um Adam. Magnús leikur líka aðalhlutverkið í þeirri mynd, en hún er á léttari nót- unum, óvenjuleg ástarsaga um dóp- ista sem rambar óvart inn í íbúð hjá ókunnu pari, ungri lögreglukonu og kærasta hennar. Hann ákveður að fela sig þar inni í kompu, en með honum og konunni takast ástir,“ segir María Sólrún og bætir við að kvikmyndin Adam hafi orðið til þess að Magnús er nú kominn með um- boðsmann í Los Angeles. Adam tekst á við móður sína, fyllibyttuna og dópistann Kvikmynd Maríu Sól- rúnar, Adam, var valin til sýningar á Berlinale, einni stærstu kvik- myndahátíð heims. María Sólrún og börnin hennar tvö og tengdason- ur, unnu saman að kvik- myndinni og önnur mynd er þegar í bígerð. Ljósmynd/Úr einkasafni Litla fjölskyldan María Sólrún ásamt börnum sínum, Magnúsi og Liinu, og með þeim er tengdasonurinn Haraldur. Þeim líkar vel að vinna saman. Stilla úr kvikmynd. Mæðgin Magnús í hlutverki Adams, með móður sinni í myndinni, fíklinum í hjólastól. Stilla úr kvikmynd Drama Adam er heyrnarlaus og hér sést Magnús í hlutverki hans, einn með sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.