Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 25
vegar og urðu þar tvö slys með al-
varlegum meiðslum. Algengasta
tegund óhappa án meiðsla eru aftan-
ákeyrslur og árekstrar að framan
eða á hlið bifreiða. Algengasta teg-
und óhappa með meiðslum eru
árekstrar á gatnamótunum.
Vegagerðin skoði umfangs-
minni endurbætur
Skipulagsnefndin hefur nú óskað
eftir því við Vegagerðina að skoð-
aðar verði endurbætur sem séu um-
fangsminni en þær tillögur sem
lagðar voru fram undir lok síðasta
árs. Þær tillögur hafa verið lagðar
fram í skipulagsnefnd ásamt um-
ferðarhermilíkönum sem sýna áhrif
allra þessara tillagna á umferðar-
flæðið. Boðað verður til annars
kynningarfundar bráðlega með íbú-
um þar sem fleiri kostir verða
kynntir og áhrif þeirra til skemmri
og lengri tíma.
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í
fyrradag var lýst yfir stuðningi við
áherslur skipulagsnefndar um að
Vegagerðin láti fara fram greiningu
á ýmsum lausnum á vegarkaflanum,
kostnaði við hverja lausn sem og
kostum og göllum hverrar lausnar
út frá umferðartæknilegum sjónar-
miðum og öryggisjónarmiðum.
Meðal annars var rætt um undir-
göng undir Vífilsstaðaveg frá Aktu
taktu að Litlatúni, lengingu afreinar
frá Reykjavík til beygju inn á Vífils-
staðaveg, tvöföldun beygjuakreinar
úr Sjálandi til Reykjavíkur með
breikkun undirganga við Olís og
breikkun Hafnarfjarðarvegar frá
Hafnarfirði til Reykjavíkur vegna
forgangsaksturs almenningsvagna.
Þá er lagt til að skoðað verði að
hringtorg á Vífilsstaðavegi við
Flataskóla verði í samræmi við deili-
skipulag sem bæjarstjórn hefur
þegar samþykkt fyrir Vífilsstaðaveg
og eins áhrif tvöföldunar þess hring-
torgs. „Mikilvægt er að Vegagerðin
skili sínum greiningum til skipulags-
nefndar Garðabæjar hið fyrsta
þannig að hægt sé að kynna þær
bæjarbúum á opnum fundi,“ segir í
fundargerð bæjarráðs.
Betri tenging milli hverfa
Gunnar bendir á að á höfuðborg-
arsvæðinu hefur aðeins einu sinni
verið gerður vegstokkur sem stofn-
braut liggur um og er það um Gjána
í Kópavogi. Það hafi skapað mögu-
leika fyrir Kópavogsbæ að byggja
miðkjarna sem ekki var skorinn í
sundur með hraðbraut. Hann segir
að vegstokkur myndi að sama skapi
auka flæði og bæta tengingu á milli
hverfa í Garðabæ. Í rammaskipulagi
fyrir Lyngássvæðið hafi verið gert
ráð fyrir að Hafnarfjarðarvegurinn
færi í stokk. Gunnar segir að mikil
verðmæti felist í slíkum lausnum
sem komi fram í þéttingu byggðar,
betri samgöngum og bættum lífs-
gæðum íbúa.
„Víða erlendis, t.d. í Þýskalandi
þar sem ég bjó á árum áður, er búið
að stórauka gæði byggðarinnar með
því að leggja umferðaræðar í stokka
sem í mörgum tilfellum eru mörg
hundruð metrar að lengd. Þannig
útfærslur geta skipt sköpum þegar
litið er til mótunar byggðar og er í
raun byggðamál, allt eins og hin
nauðsynlegu veggöng sem ríkis-
valdið hefur, góðu heilli, kostað á
landsbyggðinni.“
Kallar eftir áhuga
fleiri þingmanna
„Ég mun leggja til að við göngum
í það mikilvæga verkefni, enn og aft-
ur, að fá fjárveitingavaldið í lið með
okkur. Um leið ættum við að skoða
þau tækifæri og þá verðmætaaukn-
ingu sem slík opinber framkvæmd
skapar í uppbyggingu svæðisins í
kringum Hafnarfjarðarveg og hefur
verið sett fram í rammaskipulagi
sem bæjarstjórn Garðabæjar sam-
þykkti á síðasta ári. Það er ekki ein-
göngu hagsmunamál Garðabæjar
sem hér er um að tefla heldur allra
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
og ef grannt er skoðað landsins alls.
Ég kalla eftir áhuga fleiri þing-
manna höfuðborgarsvæðisins en
Jóns Gunnarssonar á að bæta sam-
göngumál á höfuðborgarsvæðinu.
Okkar þingmenn mega taka sér til
fyrirmyndar þingmenn landsbyggð-
arinnar þegar kemur að því að vinna
fyrir sitt kjördæmi,“ segir Gunnar
Einarsson.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umferð Oft er mikið álag á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Vífilsstaðaveg og Lyngás.
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
U
Janúarútsala
20-50%
afsláttur
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050