Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 25
vegar og urðu þar tvö slys með al- varlegum meiðslum. Algengasta tegund óhappa án meiðsla eru aftan- ákeyrslur og árekstrar að framan eða á hlið bifreiða. Algengasta teg- und óhappa með meiðslum eru árekstrar á gatnamótunum. Vegagerðin skoði umfangs- minni endurbætur Skipulagsnefndin hefur nú óskað eftir því við Vegagerðina að skoð- aðar verði endurbætur sem séu um- fangsminni en þær tillögur sem lagðar voru fram undir lok síðasta árs. Þær tillögur hafa verið lagðar fram í skipulagsnefnd ásamt um- ferðarhermilíkönum sem sýna áhrif allra þessara tillagna á umferðar- flæðið. Boðað verður til annars kynningarfundar bráðlega með íbú- um þar sem fleiri kostir verða kynntir og áhrif þeirra til skemmri og lengri tíma. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í fyrradag var lýst yfir stuðningi við áherslur skipulagsnefndar um að Vegagerðin láti fara fram greiningu á ýmsum lausnum á vegarkaflanum, kostnaði við hverja lausn sem og kostum og göllum hverrar lausnar út frá umferðartæknilegum sjónar- miðum og öryggisjónarmiðum. Meðal annars var rætt um undir- göng undir Vífilsstaðaveg frá Aktu taktu að Litlatúni, lengingu afreinar frá Reykjavík til beygju inn á Vífils- staðaveg, tvöföldun beygjuakreinar úr Sjálandi til Reykjavíkur með breikkun undirganga við Olís og breikkun Hafnarfjarðarvegar frá Hafnarfirði til Reykjavíkur vegna forgangsaksturs almenningsvagna. Þá er lagt til að skoðað verði að hringtorg á Vífilsstaðavegi við Flataskóla verði í samræmi við deili- skipulag sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt fyrir Vífilsstaðaveg og eins áhrif tvöföldunar þess hring- torgs. „Mikilvægt er að Vegagerðin skili sínum greiningum til skipulags- nefndar Garðabæjar hið fyrsta þannig að hægt sé að kynna þær bæjarbúum á opnum fundi,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Betri tenging milli hverfa Gunnar bendir á að á höfuðborg- arsvæðinu hefur aðeins einu sinni verið gerður vegstokkur sem stofn- braut liggur um og er það um Gjána í Kópavogi. Það hafi skapað mögu- leika fyrir Kópavogsbæ að byggja miðkjarna sem ekki var skorinn í sundur með hraðbraut. Hann segir að vegstokkur myndi að sama skapi auka flæði og bæta tengingu á milli hverfa í Garðabæ. Í rammaskipulagi fyrir Lyngássvæðið hafi verið gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarvegurinn færi í stokk. Gunnar segir að mikil verðmæti felist í slíkum lausnum sem komi fram í þéttingu byggðar, betri samgöngum og bættum lífs- gæðum íbúa. „Víða erlendis, t.d. í Þýskalandi þar sem ég bjó á árum áður, er búið að stórauka gæði byggðarinnar með því að leggja umferðaræðar í stokka sem í mörgum tilfellum eru mörg hundruð metrar að lengd. Þannig útfærslur geta skipt sköpum þegar litið er til mótunar byggðar og er í raun byggðamál, allt eins og hin nauðsynlegu veggöng sem ríkis- valdið hefur, góðu heilli, kostað á landsbyggðinni.“ Kallar eftir áhuga fleiri þingmanna „Ég mun leggja til að við göngum í það mikilvæga verkefni, enn og aft- ur, að fá fjárveitingavaldið í lið með okkur. Um leið ættum við að skoða þau tækifæri og þá verðmætaaukn- ingu sem slík opinber framkvæmd skapar í uppbyggingu svæðisins í kringum Hafnarfjarðarveg og hefur verið sett fram í rammaskipulagi sem bæjarstjórn Garðabæjar sam- þykkti á síðasta ári. Það er ekki ein- göngu hagsmunamál Garðabæjar sem hér er um að tefla heldur allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ef grannt er skoðað landsins alls. Ég kalla eftir áhuga fleiri þing- manna höfuðborgarsvæðisins en Jóns Gunnarssonar á að bæta sam- göngumál á höfuðborgarsvæðinu. Okkar þingmenn mega taka sér til fyrirmyndar þingmenn landsbyggð- arinnar þegar kemur að því að vinna fyrir sitt kjördæmi,“ segir Gunnar Einarsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umferð Oft er mikið álag á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Vífilsstaðaveg og Lyngás. Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 U Janúarútsala 20-50% afsláttur Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.