Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 57
57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Sigurður Þorri Gunnarsson
siggi@mbl.is
„Ég og Hrafn erum búnir að deila
stúdíóplássi saman í nokkur ár og
lengi búnir að stefna að því að gera
eitthvað saman. Svo loksins duttum
við inn á einhvern þráð sem við vildum
gera saman og úr varð þetta Warml-
and-dæmi,“ segir Arnar um upphaf
samstarfsins. „Ég var búinn að gera
eitt lag sem er fyrsta smáskífan okk-
ar, Lyda, og leyfði honum að heyra.
Þá leyfði hann mér að heyra einhver
lög sem hann var búinn að gera og
þetta small bara saman,“ bætir Arnar
við. Þeir hafa þekkst í mörg ár og
þetta er ekki fyrsta skipti sem þeir
starfa saman en þeir hafa m.a. spilað
saman í hljómsveitinni Bang Gang.
„Við erum með plötu í vinnslu sem
er langt komin og erum mjög spenntir
yfir því efni,“ segir Arnar þegar hann
er spurður hvað Warmland ætli sér á
nýju ári. „Við ætlum að vera duglegir
að spila á árinu og taka þetta lengra ef
áhugi er fyrir því,“ bætir Arnar við
sem segir að stefnan sé fyrst og
fremst að hafa gaman, þeir séu að
gera efni sem vonandi hljómi allt
öðruvísi en það sem þeir hafa gert áð-
ur. Hægt er að fylgja hljómsveitinni á
Facebook fyrir þá sem hafa áhuga á
fylgjast með því sem þeir eru að gera
og hægt er að hlusta á lögin þeirra á
Spotify.
Overboard Nýjasta smáskífa Warmland, Overboard, hefur vakið mikla athygli og myndbandið við lagið sömuleiðis.
Dúettinn Warmland skaust fram á sjónarsviðið í fyrra-
vor. Þeir hafa nú síðustu vikur notið mikilla vinsælda á
útvarpsstöðvum landsins með lagið „Overboard“.
Þrátt fyrir að þessi dúett sé nýr af nálinni hafa með-
limir hans marga fjöruna sopið í tónlistinni. Warmland
skipa þeir Arnar Guðjónsson sem er þekktur fyrir störf
sín með hljómsveitinni Leaves og Hrafn Thoroddsen
sem gjarnan er kenndur við Ensími.
Warmland
vekur
athygli
Warmland Hrafn
Thorodssen og Arnar
Guðjónsson skipa
dúettinn Warmland.
Atvinna