Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033
ÚTSALA
30-50%
afsláttur
Flottir í fötum
SPITAL sendi í mars 2012 frá sér
„greinargerð um samgöngur vegna
deiliskipulags fyrir nýjan Landspít-
ala við Hringbraut“.
Til upprifjunar vann SPITAL-
hópurinn hönnunarsamkeppni um
nýjan Landspítala.
Áætlað var í greinargerðinni að
fjöldi starfsmanna á svæðinu
mundi fara úr 4.900 í 5.500. Að
auki mundu bætast við starfsmenn
í fyrirhugaðri randbyggð og skrif-
stofuhúsi. Þeir verði hugsanlega
400 til 600 talsins. Athygli vekur
að gert var ráð fyrir að starfs-
mönnum Landspítalans myndi
fækka úr 1.850 í 1.700 eftir að
fyrsta áfanga lyki. Ræðir þar m.a.
um nýjan meðferðarkjarna.
„Núverandi bílastæði á deili-
skipulagssvæðinu eru skv. talningu
um 1.140. Þetta eru þau stæði sem
tilheyra Landspítalanum og Lækna-
garði en í raun nýta starfsmenn,
nemendur og sjúklingar mun fleiri
stæði … Að loknum 1. áfanga munu
verða allt að 1.600 bílastæði, fyrir
starfsemi LSH og HÍ, og má ætla að
frá því sem er í dag muni bílastæð-
um fækka um allt að 400 m.v. þann
fjölda sem talið er að starfsmenn
og viðskiptavinir eru að nota í dag. Í
síðari áfanga mun bílastæðum að-
eins fjölga um 400 en gera má ráð
fyrir að starfsemin muni hafa vaxið
töluvert og komum viðskiptavina
LSH, starfsmanna og nemenda hafi
fjölgað að lágmarki um 600 á dag.
Miðað við þetta er ljóst að ferða-
venjur starfsmanna og nemenda
þurfa að breytast frá því sem þær
eru nú. Vegna þessa er almennings-
samgöngum og hjólreiðum gert
hátt undir höfði í deiliskipulaginu
og er allt kapp lagt á það að auka
hlut þessara ferðamáta í sam-
göngum starfsmanna og nemenda
á svæðinu,“ sagði þar m.a.
Við bráðamóttöku verður gert
ráð fyrir skammtímastæðum með
gjaldskyldu og aðgangsstýringu.
„Með stýringu verði höfð áhrif á
það hvaða bílastæði verði fyrir
starfsmenn og hvaða stæði verði
fyrir sjúklinga og gesti.“
Loks var áætlað að nýting á öll-
um stæðum spítalans væri 90-95%
milli 8 og 16. „Þessi mikla nýting,
ásamt gjaldtöku að hluta á svæð-
inu, leiðir til þess að starfsmenn
nota einnig stæði sem eru utan
deiliskipulagssvæðisins.“
Fram kom í minnisblaði Landspít-
alans haustið 2014 að 75% starfs-
manna komu oftast á bíl í mars
2014, borið saman við 74% í nóv-
ember 2011. Bæði ár sögðust 6%
starfsmanna koma á strætó.
Ferðavenjur þurfi að breytast
GREINING SPITAL ÁRIÐ 2012
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Við hönnun umferðarmannvirkja og
almenningssamgangna við nýjan
Landspítala verður horft til breyttra
ferðavenja starfsfólks. Gengið er út
frá því að mun hærra hlutfall starfs-
fólks muni nota almenningssam-
göngur en verið hefur.
Þetta staðfestir
Þorsteinn R.
Hermannsson,
samgöngustjóri
Reykjavíkur-
borgar.
Tilefnið er sú
greining Kristins
Jóns Eysteins-
sonar, skipulags-
fræðings hjá
Reykjavíkurborg,
að 40% þeirra
sem starfa á spítalasvæðinu muni
geta ferðast þangað með einkabíl á
daginn, að undanskildum nætur-
vöktum. „Aðrir þurfa að koma til
vinnu á þetta svæði með almennings-
samgöngum, gangandi eða hjól-
andi,“ segir Kristinn Jón í samtali
við Morgunblaðið á föstudaginn var.
Svæðið suður af Landspítalanum
mun breytast mikið næstu árin.
Hefja á framkvæmdir við nýjan með-
ferðarkjarna í sumar og er áformað
að flytja megnið af starfsemi Land-
spítalans í Fossvogi í nýjan Land-
spítala við Hringbraut árið 2023. Það
sem eftir stendur verður flutt úr
Fossvogi á nýjan spítala 2024-25.
Á sjötta þúsund starfsmenn
Með því stækkar einn stærsti, ef
ekki stærsti vinnustaður landsins, á
Landspítalanum við Hringbraut.
Samkvæmt ársreikningi spítalans
2016 störfuðu þá að meðaltali 5.136
manns á spítalanum. Það var 4,3%
aukning frá 2015. Fyrirspurn til spít-
alans um fjölda starfsmanna 2017
hafði ekki verið svarað í gær. Skal
tekið fram að spítalinn er með fjölda
starfsstöðva um borgina. Stóru spít-
alarnir tveir vega þó langþyngst.
Fram kom í greinargerð SPITAL
vegna nýs Landspítala að gert sé ráð
fyrir að fleiri starfsmenn spítalans
muni nýta sér almenningssamgöng-
ur í framtíðinni. Tekið sé tillit til
þessa við hönnun bílastæða fyrir
nýjan Landspítala. Vikið er nánar að
þessu í rammagrein hér til hliðar.
Í samræmi við stefnuna
Þorsteinn segir aðspurður þessa
stefnumörkun ríma við stefnu borg-
arinnar í umferðarmálum á svæðinu.
„Þetta eru þær forsendur sem
unnið er eftir. Við erum að hanna
[umferðarmannvirkin] miðað við
þessi uppbyggingaráform Landspít-
alans. Landspítalinn er sjálfur með
samgöngustefnu fyrir sína starfs-
menn. Þetta ræðst töluvert af fjölda
bílastæða og öðrum þáttum á Land-
spítalalóðinni. Hver og ein bílferð
byrjar og endar á bílastæði. Þannig
að ef framboð er takmarkað þá tak-
markast bílaumferð í leiðinni.“
Land takmörkuð auðlind
Þorsteinn segir aðspurður þetta
það sem koma skal með þéttari
byggð, er Reykjavík breytist úr bæ í
borg. „Land er takmörkuð auðlind
og peningar eru takmörkuð auðlind
líka. Það er ekki skynsamlegt að
byggja endalaust af bílastæðum,
enda felst í því mikill kostnaður.
Ekki er óeðlilegt að miða við að bíla-
stæði í húsi kosti 5 m.kr. eða meira.“
Þorsteinn segir aðspurður að í
þessu efni sé horft til þess markmiðs
í aðalskipulagi borgarinnar að lækka
hlutfall bílferða af öllum ferðum úr
75% nú í 58% árið 2030. Sama mark-
mið sé sett fram í svæðisskipulagi
fyrir höfuðborgarsvæðið árið 2040.
Björg Helgadóttir, verkefnastjóri
hjá umhverfis- og skipulagssviði
Reykjavíkurborgar, vék að aukn-
ingu umferðar í greinargerð með
umferðartalningu 2016. „Það má
leiða líkum að því að ástæðan fyrir
aukningu í bílaumferð og umferð
annarra ferðamáta sé fjölgun ferða-
manna og íbúa á landinu,“ skrifaði
Björg sem taldi uppgang í efnahags-
lífinu sennilega helstu ástæðuna
fyrir vaxandi umferð í borginni.
Spurður hvort fjölgun ferðamanna
og bílaleigubíla á síðustu árum hafi
breytt forsendum skipulags
umferðarmannvirkja við Hringbraut
bendir Þorsteinn á nokkrar tölur.
Samkvæmt talningu í sniði þrjú,
vestan Kringlumýrarbrautar, hafi
alls 170 þúsund bílar farið þar um á
sólarhring árið 2007. Talan hafi
hækkað í 172 þúsund 2012 og í rúm-
lega 173 þúsund árið 2016.
„Talning við snið þrjú sýnir litla
hreyfingu til aukningar þrátt fyrir
gríðarlega fjölgun ferðamanna. Það
er ekki að sjá að það hafi orðið mikil
breyting síðustu fimm til sjö árin.
Það var einhver sveifla niður á við
árið 2013 en annars hafa þetta verið
172 til 173 þús. bílar á sólarhring.“
Eykur afkastagetuna
Haft var eftir Þorsteini í Morgun-
blaðinu 11. janúar að hugmyndir
væru um að leggja Miklubraut í
stokk frá Kringlumýrarbraut að
Snorrabraut. Þ.e. frá Kringlunni og
að Snorrabraut við Landspítalann.
Spurður hversu mikið stokkurinn
muni auka afkastagetu umferðar-
mannvirkja á svæðinu segir Þor-
steinn að stokkurinn muni auka af-
kastagetu á gatnamótum Kringlu-
mýrarbrautar annars vegar og
Lönguhlíðar hins vegar, eða á þeim
gatnamótum sem stokkurinn mun
fara undir. „Önnur gatnamót austar
og vestar munu skammta umferð inn
á kerfið, ef svo má að orði komast.
Þau verða takmarkandi þáttur frek-
ar en Kringlumýrarbraut og Löngu-
hlíð,“ segir Þorsteinn.
Notkun strætó muni stóraukast
Samgöngustjóri Reykjavíkur segir gert ráð fyrir breyttum ferðavenjum starfsfólks nýs Landspítala
Bílastæði kosti fjármuni Greining SPITAL bendir til að starfsfólkið noti fjölda stæða í miðbænum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gatnamót Úr umferðinni við Landspítalann í gærmorgun. Umferðin er mest á morgnana og um eftirmiðdaginn. Auka á tíðni strætóferða á svæðinu.
Þorsteinn R.
Hermannsson
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri markaðsviðskipta
hjá Glitni, ítrekaði sakleysi sitt fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Hann er ákærður ásamt fjórum öðr-
um fyrir markaðsmisnotkun vegna
viðskiptadeildar eigin viðskipta
Glitnis með bréf í bankanum. „Ég gaf
þeim engin fyrirmæli um fram-
kvæmd viðskiptavaktar og skil því
ekki að það segi í ákæru að þau hafi
verið að undirlagi mínu,“ sagði Jó-
hannes fyrir dómi. Honum, ásamt
Lárusi Welding, þáverandi banka-
stjóra Glitnis, er gefið að sök í ákæru
málsns að hafa lagt á ráðin um um-
fangsmikla markaðsmisnotkun á
tímabilinu 1. júní 2007 til og með 26.
september 2008. Markaðsmisnotk-
unin hafi svo verið framkvæmd af
þeim Jónasi Guðmundssyni, Valgarði
Má Valgarðssyni og Pétri Jónassyni,
sem störfuðu í deild eigin viðskipta
Glitnis.
Valgarð var, að eigin sögn, fenginn
sérstaklega til bankans til að byggja
upp viðskipti með erlend hlutabréf.
Hann tók það fram í máli sínu að tím-
inn í þessu máli hefði liðið alveg
óskaplega og að hann væri ekki leng-
ur sami 26-27 ára gamli drengurinn
sem hann var þegar hann starfaði í
deild eigin viðskipta hjá Glitni. Árið
2008 hefði hann kynnst konunni sinni
og eignast fjögur börn síðan þá, sem
sýndi kannski hversu langan tíma
málið hefði tekið. Í ræðu Jónasar fyr-
ir dómi kom fram að í starfi sínu hjá
Glitni hefði hann verið starfsmaður á
plani og ekki haft verulega fjárhags-
lega hagsmuni af þeirri meintu mark-
aðsmisnotkun sem ákært er fyrir og
að það endurspeglaðist af mánaðar-
launum hans, sem voru á þessum
tíma um 750.000 kr.
Réttað yfir Glitnismönnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Aðalmeðferð Lárus Welding er einn
af fimm sakborningum í málinu.
Sakborningar ítrekuðu sakleysi sitt
Rúm 9 ár liðin frá meintum brotum