Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 77
DÆGRADVÖL 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is
Við bjóðum gott úrval af
reimum í flesta snjósleða,
fjórhjól og bíla.
Ekki bara jeppar
Reimar í bíla,
vélsleða og fjórhjól
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þú kunnir vel við vini þína þarf
þig ekki endilega að langa til að hitta þá í dag.
Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú fram-
kvæmir.
20. apríl - 20. maí
Naut Náið samband étur þig upp eins og villi-
dýr, og þú ræður ekkert við það. Lærðu að
meta það sem þú átt og njóta þess án þess
að vera stöðugt að renna augunum yfir til ná-
grannans.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er mikill áhugi í kringum þig á
starfi þínu og menn bíða spenntir eftir út-
komunni. Ef þú klúðrar einhverju er það frek-
ar samskiptavandamál en eitthvað sem þú
hefur gert af þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að hafa stjórn á hlutunum
þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Per-
sónulegur stíll þinn laðar að þér nýja vini og
viðskiptavini.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú heldur þér upptekinni/teknum við
eitt og annað til þess að losna við að takast á
við þau mál sem skipta öllu. Farðu þér hægar
og þá gengur dæmið upp.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samband sem stofnað er til í dag get-
ur átt eftir að verða mjög djúpt og andlegt.
Sá sem spyr of margra spurninga er ekki
traustsins verður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Dagur eins og þessi væri innantómur ef
ekki kæmi til náins samneytis við fjölskyld-
una. Passaðu hvað þú tekur þér fyrir hendur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Varaðu þig að vera svo hagsýn/n
að það geri bara illt verra. Ef einhver er ein-
mana er það verst af öllu að líta fram hjá
honum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur á tilfinningunni að ein-
hverjir séu að leyna þig mikilvægum stað-
reyndum. Þér gæti fundist sem fólk í valda-
stöðum sé að reyna að ráðskast með þig í
dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér gæti fundist einhver vera að
senda þér misvísandi skilaboð í dag. Skoðaðu
málið vandlega svo þú hafir það á hreinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk þarfnast sköpunarkrafts eins
og ástar. Hagaðu þér eins og leiðtogi svo að
aðrir fylgi þér. Einhverra hluta vegna ertu
skylduræknin uppmáluð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Óvæntur kaupauki eða greiði mun
gera lífið auðveldara í vinnunni. Gefðu fólki
séns, láttu af kröfunum og þú verður ekki fyr-
ir vonbrigðum.
Stökur halda áfram að berast umBjarna Har. á Sauðárkróki.
Ólafur Atli Sindrason, kennari í
Varmahlíðarskóla, er af hagyrð-
ingum kominn og lætur ekki sitt
eftir liggja:
Lausnir víst hann löngum fann
ljúfmennið að tarna.
Eldsneytið frá Olís rann
aftur – þar hjá Bjarna.
Gunnar Rögnvaldsson á Löngu-
mýri kann að segja frá í bundnu
máli:
Rúnna þurfti reglurnar
svo renna færi um slöngurnar.
Nú er allt sem áður var,
eldsneytið og Bjarni Har.
Séra Hjálmar Jónsson þjónar nú
Sauðkrækingum á ný í námsleyfi
Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknar-
prests Króksara. Hans framlag var
svona:
Einn er frækinn innan fjarðar
aðalsmaður, lord og sör.
Eldsneyti úr iðrum jarðar
afgreiðir með bros á vör.
Sigurður Hansen á Kringlumýri
lagði svo leið sína í búðina til
Bjarna og afhenti honum vísu af
þessu tilefni, þar sem hinn blái
stjórnmálalitur kaupmannsins
kemur við sögu
Nú er allt sem áður var,
ekkert niðurskorið.
Og bensínið hjá Bjarna Har
blánar fram á vorið
Ármann Þorgrímsson hafði orð á
því á laugardag að það mætti spara
stórfé með því að senda stjórnar-
andstöðuna heim:
Ekki gagnast okkur lengur
eftirsjá er varla að þeim
öllum væri að því fengur
að þeir væru sendir heim.
Það ef ræðst með þessum hætti
þá ég ekki betur sé
en að spara á því mætti
ótrúlega mikið fé.
Ingólfur Ómar er mikill veðurviti
og orti á sunnudag:
Nú er úti norðanfjúk
næða kyljur stríðar.
Frónið hulið fannadúk
frystir innan tíðar.
Öskrar bylur, aukast sköll,
ásýnd dylur fjalla.
Mjöllin hylur hlíð og völl
hamraþil og stalla.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bjarni Har. enn og
leið til sparnaðar
„MÉR ER ALVARA MEÐ AÐ ÉG VILJI TJASLA
UPP Á HJÓNABANDIÐ. HVERS VEGNA HELDURÐU
AÐ ÉG HAFI KOMIÐ MEÐ LÍMBAND?“
„TÖLVAN ER AÐ KREFJAST ÞESS AÐ HÚN FÁI
ALMENNILEGA UPPFÆRSLU Á HÁLFS ÁRS
FRESTI OG TVEGGJA VIKNA FRÍ Í ÁGÚST.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einhver sem
skilur þig.
LEYFIÐ FAGMÖNNUNUM
AÐ SJÁ UM ÞAÐ
EKKI VERA ILL-
KVITTIN, KRAKKAR
HRÓLFUR, HVENÆR ÆTLAR ÞÚ
AÐ FARA Á FÆTUR?
JÆJA? ÆTLARÐU AÐ SVARA MÉR? LEYFÐU
MÉR AÐ
SOFA Á
ÞVÍ
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SPARK
!
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF
Það að „Strákarnir okkar“ í hand-boltalandsliðinu reyni að taka
allt yfir í janúar hlýtur að falla undir
dálkinn „fastir liðir eins og venju-
lega“. Þjóðin er þá nýbúin að jafna
sig á kjöri íþróttamanns ársins en er
ekki alveg tilbúin í páskahretið og
geðvonskuna sem fylgir því. Þá getur
verið gott að slaka á og horfa á full-
vaxna karlmenn spila óskiljanlega
íþrótt, sem virðist einkum snúast um
bakhrindingar.
x x x
Því miður fyrir „Strákana okkar“og þjóðina alla reyndist dvölin á
EM heldur skammvinnari en vonir
stóðu til. Skilst Víkverja að „slæmi
leikkaflinn“ hafi þar skipt meginmáli,
en svo virðist sem sá leikkafli hafi
verið um einn og hálfur handbolta-
leikur að lengd að þessu sinni. Verð-
ur það að teljast óvenjulangt, og lík-
lega brýnt fyrir landsliðið að fara að
vinna í því hvernig eigi að stytta kafl-
ann, þannig að hann nái helst ekki yf-
ir meira en eins og einn hálfleik eða
svo.
x x x
Víkverji man að þegar hann varkrakki, fyrir allt of löngu, voru
hugtök eins og „slæmi leikkaflinn“ og
„Svíagrýlan“ þegar komin í almenna
notkun. Þá riðu hetjur um héruð,
sem síðar fengu flestar þægilega
innivinnu í bankakerfinu. Þeim voru
allar leiðir færar, nema að sigrast á
Staffan „Faxa“ Olsson, eða að spila
heilan leik án þess að klúðra stórum
hluta seinni hálfleiks. Ekkert hefur
breyst, nema það að sænsku leik-
mennirnir hafa skellt sér í klippingu.
x x x
Víkverji veit ekki hvort hann á aðvera feginn eða sorgmæddur yf-
ir því að ekki hafi gengið betur í ár.
Hann þykir svona almennt séð hafa
fremur lítinn áhuga á handbolta.
Engu að síður nær hann oft þegar vel
gengur að gíra sig upp, og verður þá
kaþólskari en handboltapáfinn.
Hringitónninn í símanum hans verð-
ur þá: „Við gerum okkar, gerum okk-
ar, gerum okkar, gerum okkar
besta!“ og Víkverji mætir andlitsmál-
aður í vinnuna. Vinnufélagar hans
varpa því eflaust öndinni léttar að
losna við það í ár. vikverji@mbl.is
Víkverji
Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé
nafn Guðs um aldir alda því að hans
er viskan og mátturinn.
(Daníel 2:20)