Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
✝ Margrét Guð-laugsdóttir
fæddist í Stóra-
Laugardal, Tálkna-
firði, 9. apríl 1950.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 10. janúar
2018.
Margrét var
yngst átta systkina
en sjö þeirra kom-
ust á legg.
Faðir hennar var Guðlaugur
G. Guðmundsson, bóndi í Stóra-
Laugardal, f. 29. janúar 1900 á
Krossi á Skarðsströnd, d. 28. feb.
1988. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Guðmundsson, f. 16. des.
1868 í Hvarfsdal, Saurbæjarhr.,
Dalasýslu, d. 14. júní 1946, og
Arnbjörg Jónatansdóttir, f. 9.
febrúar 1865 á Hellu í Bervík,
Breiðavíkurþingum, Snæfells-
nesi, d. 24. nóv. 1928. Móðir
hennar var Hákonía Jóhanna
Pálsdóttir húsfreyja í Stóra-
Laugardal, f. 4. ágúst 1907 á
Hamri, Barðaströnd, d. 24. mars
1998. Foreldrar hennar voru
Páll Guðmundsson, f. í Brjáns-
lækjarsókn Vestur-Barð. 25.
ágúst 1861, d. 14. nóv. 1938, og
eru Tómas Erich, Aníta og Ester.
3) Guðbjörg Arnardóttir, f. 15.
júní 1976, m. Benedikt Páll Jóns-
son, f. 19. júní 1973, börn þeirra
eru Hilmar Örn, Benedikt Guð-
jón, Guðlaugur Skúli og Sunna
Marín. 4) Björgvin Arnarson, f.
30. október 1980, m. Eva Lind
Jóhannesdóttir, f. 28. júlí 1977,
dóttir hennar er Rebekka Ellen
Daðadóttir, dætur þeirra eru
Elísabet Emma, Íris Elma og
Bríet Saga.
Margrét ólst upp við hin ýmsu
sveitastörf í Stóra-Laugardal
Tálknafirði, hún gekk í Barna-
skólann á Tálknafirði en gekk
síðar í Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði.
Hún starfaði m.a. í Kaupfélagi
Tálknafjarðar, Vélsmiðju
Tálknafjarðar þar sem hún
gegndi skrifstofustörfum, Hrað-
frystihúsi Tálknafjarðar, fisk-
vinnslunni Annesi Tálknafirði,
leikskóladeild Reykhólaskóla,
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Barmahlíð, Reykhólahreppi, þar
sem hún starfaði við umönnun og
sá um handverk í frístundastarf-
inu þar. Hún var félagsmaður í
Kvenfélaginu Hörpu, Tálkna-
firði. Samhliða þessum störfum
sinnti hún húsmóðurstörfum.
Margrét greindist með
krabbamein seinnipart nóvem-
bermánaðar 2017.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
janúar 2018, klukkan 13.
Jóna Guðmunds-
dóttir f. á Skjald-
vararfossi 19. sept.
1869, d. 12. jan.
1959.
Systkini hennar
eru Arnbjörg Guð-
laugsdóttir, f. 1930,
d. 1998, Guð-
mundur Guð-
laugsson, f. 1931,
Þórður Guð-
laugsson, f. 1933,
Páll Guðlaugsson, f. 1935, Jóna
Guðlaugsdóttir, f. 1937, Helga
Guðlaugsdóttir, f. 1940, d. 1941,
Sigrún Helga Guðlaugsdóttir, f.
1942.
Margrét giftist Erni Snævari
Sveinssyni skipstjóra 25. septem-
ber 1971, hann er sonur Sveins
Arnars Davíðssonar verkstjóra,
f. 3. mars 1927, og Guðrúnar
Jónu Torfadóttur húsmóður, f.
11. júní 1924, d. 20. júlí 2005.
Börn Margrétar og Arnar eru:
1) Vignir Arnarson, f. 4. ágúst
1971, m. Helga Birna Berthelsen,
f. 8. nóv. 1971, börn þeirra eru
Arna Margrét, Davíð og Freyr.
2) Steinar Arnarson, f. 30. apríl
1973, m. Marion Gisela Worth-
mann, f. 18. júlí 1972, börn þeirra
Elsku Magga, það er ótrúlega
sárt að þú sért farin frá okkur
svona allt of snemma og það er
átakanlegt að vera að skrifa
minningargrein núna um þig.
Fyrir 26 árum eignaðist ég
þig fyrir tengdamóður og þú
fékkst uppáhaldstengdason þinn
inn í líf þitt. Það var svo sem
ekki mikil samkeppni þar sem
ég var eini tengdasonur ykkar
hjóna. Þú varst mér alltaf svo
góð og óendanleg ást í garð fjöl-
skyldu þinnar er ómetanleg, ég
þakka þér fyrir hversu hrein og
bein þú varst þegar á þurfti að
halda, óhrædd við að segja þína
skoðun á öllum hlutum og tókst
alltaf hanskann upp fyrir þá sem
minna mega sín.
Mér er einkar minnisstætt
þegar við bjuggum hlið við hlið á
Tálknafirði á Túngötunni og
strákarnir okkar gátu hlaupið
yfir til ömmu og þá þurfti ekki
annað en bleyju á bossann og
stígvél og svo af stað yfir í
ömmuhús, þar var hægt að
ganga að þeim vísum í fanginu á
afa eða eitthvað að snöfla í eld-
húsinu hjá Möggu ömmu, þar
sem þeir fengu eitthvað hollt og
gott í gogginn enda var það þér
hjartans mál að þeir fengju hollt
að borða en ekki eitthvert syk-
urjukk.
Seinna fluttuð þið á Reykhóla
og þú hafðir einstaklega gaman
af því að segja skemmtilegar
sögur af gamla fólkinu sem þú
annaðist á Barmahlíð. Í tvö sum-
ur dvaldi ég hjá ykkur á Reyk-
hólum (Rokhólum eins og Örn
kallar það stundum) og það var
nú ekkert slor að vera í vist hjá
þér, Magga mín, þú hreinlega
stjanaðir við heimilisfólkið þitt
og máttir ekki heyra á það
minnst að maður færi í upp-
vaskið enda hafði dóttir þín oft
orð á því að þjónustustigið væri
fullhátt hjá þér og væri aðeins
til þess fallið að dekra okkur
kallana úr hófi.
Margar góðar stundir áttum
við fjölskyldan með ykkur hjón-
um í Sunnukoti, sumarhúsinu
okkar í Húsafelli, ómetanlegur
tími fyrir okkur og alltaf varst
þú með hollan og góðan mat á
borðum hvort heldur það var
heima við, í Sunnukoti, í hús-
bílnum eða úti á sjó um borð í
SV Elmu, skútunni ykkar, sem
þið keyptuð í fyrra vetur og
siglduð nánast allt sl. sumar, það
sem ég var ánægður með þig
þegar ég var með ykkur úti í
Danmörku í haust og sjá þig í
siglingabransanum erlendis
brosandi út að eyrum. Þetta átti
við þig sem kom nú flestum á
óvart en sannar bara hversu lífs-
glöð og ævintýragjörn þú varst.
Undanfarin nokkur ár hafið
þið hjónin búið um ykkur í fal-
legu timburhúsi í blómabænum
Hveragerði og passar það einkar
vel við blómarós eins og þig,
Magga mín, enda einkar hrifin
af blómum og þá sérstaklega
rósum og deilir hún Sunna mús
þessum blómaáhuga með þér og
heldur honum á lofti.
Samskipti okkar voru alltaf
góð þó svo að þú létir mig alveg
vita af því ef þér mislíkaði eitt-
hvað í mínu fari enda veitti ekk-
ert af því og er ég þér þakklátur
fyrir hreinskilnina sem gerði
mér aðeins gott.
Vertu sæl, elsku tengda-
mamma, kæra vinkona, og
þakka þér fyrir samfylgdina, þú
varst mér sannur vinur sem ég
ber mikla virðingu fyrir og ég
veit að þú munt njóta virðingar
og aðdáunar á þeirri siglingu
sem þú hefur lagt í nú. Hjá okk-
ur er tómarúm en minningin um
Möggu mun að einhverju leyti
fylla upp í það skarð.
Hvíldu í friði, kæra vinkona
og tengdamamma.
Þinn vinur
Benedikt Páll (Benni Palli).
Ég man svo vel eftir því þeg-
ar þú fæddist, elsku systir. Þá
var ég 13 ára og við pabbi okkar
biðum í eftirvæntingu eftir þér
inni í stofu í sveitinni seinni part
dags. Upplifunin er eftir-
minnileg og síðan varstu mér
alltaf kær. Þegar illa gekk að
svæfa þig vildi ég fá að reyna og
varð svo stolt yfir því hve vel
mér tókst upp. Þá sussaði ég á
allt heimilisfólkið á meðan ég
ruggaði þér í svefn. Þú nefndir
það síðar við mig er við vorum
að rifja upp æskuárin að mér
hefði verið líkt við varðhund við
svefnstað þinn. Samlíkingin kall-
aði fram hlátur hjá okkur þó að
ekki hafi mér þótt umhyggju-
semi mín í þinn garð endilega
mjúklega orðuð.
Hratt flýr stund og allt lífs-
hlaup þitt varstu reiðubúin að
láta til þín taka og létta öðrum
lífið. Eftir að þú hættir að vinna
sastu aldrei auðum höndum. Þig
munaði sem fyrr ekki um að
ferðast um landið þvert og endi-
langt á húsbílnum, heimsækja
afkomendur og önnur skyld-
menni, taka barnabörnin með í
ferðalag, skutlast í bústaðinn til
að eiga stund með þínu fólki og
sinna nýjasta áhugamáli ykkar
hjóna, sem var að sigla á skútu
milli erlendra hafna – ávallt svo
lífleg, dugleg og drífandi. Þú
hafðir lag á að gera margt í
einu, varst handlagin og hug-
myndarík og lést fátt hindra þig
í að framkvæma hlutina. Jafnvel
þegar þú varst farin að kenna
þér meins fannst þér síst betra
að sitja heima. „Veistu hvar ég
er núna?“ spurðir þú gjarnan er
þú slóst á þráðinn. Við tvær vor-
um alla tíð í reglulegu síma-
sambandi og þá kom ekki á
óvart að annan daginn varstu
fyrirvaralaust komin norður í
land og hinn daginn vestur á
firði.
Stundum fann ég á mér hvar
þú varst, hringdi í þig og spurði
hvort ekki ætti að koma við. Það
gladdi mig þegar þú komst en
stoppaðir að mér fannst alltaf of
stutt. Það má segja að þú hafir
ævinlega verið að flýta þér og
enn ertu á hraðferð. Ég hefði að
sjálfsögðu viljað að þú dokaðir
aðeins lengur við, elsku vina
mín, en nú eru það aðrir ætt-
ingjar og vinir sem kalla. Ég var
farin að nefna það við ykkur
hjónin að nú færuð þið að koma
með til sólarlandanna og þið tók-
uð vel í það en nú er orðið ljóst
að för þinni er heitið í aðrar
blómabrekkur.
Þegar ég horfi til baka sé ég
lífshlaup þitt ofið mörgum sterk-
um og mildum litum. Það hefur
verið gefandi og lærdómsríkt að
vera þér samferða allt þitt ævi-
skeið. Þú varst sú sem hélt
tengslum við fólk, fylgdist vel
með öllu sem gerðist í fjölskyld-
um okkar, sýndir ættmennum á
öllum aldri áhuga og miðlaðir
fréttum. Börnin mín og barna-
börn léstu þér þykja vænt um,
sýndir það í verki og þakka þau
það af heilum hug. Í fáum orðum
varstu gjafmild, gamansöm og
sannur vinur í raun. Ég á eftir
að sakna þín, systir kær, langra
símtala okkar, frískandi orkunn-
ar sem fylgdi þér, glettinna frá-
sagna þinna og hreinskiptra
skoðana. Hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Eiginmanni, börnum, mökum
og barnabörnum votta ég mína
innilegustu hluttekningu. Minn-
ingin lifir í hjörtum okkar sem
fengum að elska og njóta.
Þín systir,
Jóna.
Fyrir tæpum tveimur árum
fluttu þau sæmdarhjón Margrét
og Örn frá Reykhólum til
Hveragerðis, þar sem þau ætl-
uðu að eyða næstu árum saman í
góðu yfirlæti við að rækta sjálf
sig og sinna áhugamálum. Í
Hveragerði voru þau búin að
koma sér vel fyrir og framtíðin
blasti við þeim.
En engin veit hvað morgun-
dagurinn ber í skauti sér. Óvæg-
ið krabbamein er búið að fella
okkar kæru Margréti á allt of
stuttum tíma svo ótímabært.
Margrét Guðlaugs, eins og við
kölluðum hana, var vinnufélagi
okkar á hjúkrunarheimilinu
Barmahlíð í mörg ár. Hennar
var sárt saknað af okkur og
heimilisfólkinu þegar hún hætti
störfum þar.
Margrét var alveg einstaklega
ljúfur og góður samstarfsfélagi
með sterka réttlætiskennd, bar
hag heimilisfólksins ávallt fyrir
brjósti, var alltaf tilbúin að
hjálpa til við það sem til féll, t.d.
gera við föt, sauma það sem
þurfti, snúast fyrir heimilisfólk-
ið. Hún starfaði einnig við
handavinnu með heimilisfólkinu,
bakaði, gerði slátur og svona
mætti lengi upp telja, allt virtist
leika vel í höndunum á henni.
Okkur samstarfsfólkinu
reyndist hún alltaf góður félagi.
Fjölskyldan var Margréti mjög
kær, oft sýndi hún okkur stolt
myndir af barnabörnunum sín-
um, alltaf með eitthvað á prjón-
unum sem ætlað var þeim.
Við sendum Erni og börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku Margrét
okkar,
Fyrir hönd samstarfsmanna í
Barmahlíð,
Helga Garðarsdóttir.
Margrét
Guðlaugsdóttir
Smáauglýsingar
Hljóðfæri
Gítarinn ehf.
Stórhöfði 27
Sími 552 2125
www.gitarinn.is
Þjóðlagagítarpakki
kr. 23.900
Gítar, poki, ól, auka strengja-
sett, stillitæki og kennsluforrit
RISAÚTSAL
A
Gítarinn ehf. Stórhöfði 27,
sími 552 2125, gitarinn.is
Ukulele
í úrvali
Verð við
allra hæfi
RISAÚTSAL
A
Sumarhús
Ýmislegt
Bifreiðastjórar
! "
#
$% &'# ( )!%#
*
%+ # , )
$ "
# , )- . - &
/ 0
# , )1 23 '4
.
%
/5 - '2'4
*
0 '&# , )# - 23 &'
Húsviðhald
Til leigu
ÍBÚÐ TIL LEIGU
Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja
íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar
svalir, lyfta í húsinu, bílastæði,
engin gæludýr. Laus nú þegar.
Áhugasamir hafi samb.á netf:
leiguibud2018@gmail.com
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
Til sölu Ford Escape jeppi,
benzín, árgerð 2007, ekinn
193.000km. Ekkert ryð, vel með farinn
bíll, dráttarkrókur og vetrardekk
fylgja. Verð 550.000þús.
Uppl. í sima 617-7330 og 437-1571
Veiði
S. 892 8655 • heimavik.is
Þekking - Reynsla - Gæði
Grásleppuveiðimenn
12mm flottóg lækkað verð
10mm blýtóg
á gamla verðinu
grásleppunet, felligarn o.fl.
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hví grátið þér
þanns í gröf hvílir,
ungan elskuson?
örðug ganga
var oftar geymd
mörgum mæðudögum.
Helgur engill
hjarta saklausu
í yðar faðmi felst;
sá man trúfastur
uns tími þrýtur
lítill verndar vinur.
Tár þau trúlega
er tryggð vakti
söfnuð sjóði í
góðverka yðar
fyri guð flytur
Friðrik Sófusson
✝ Friðrik Sófus-son fæddist 10.
júní 1927. Hann lést
4. janúar 2018.
Útför Friðriks
fór fram 16. janúar
2018.
sem elskar einlægt
brjóst.
Þær munu skærstar
er þér skýi borin
líðið til ljóss sala,
fagurt skart
yðar friðarklæðis,
glansperlur glóa.
(Jónas Hallgrímsson.)
Friðrik var ynd-
islegur maður og
ótrúlega blíður. Hann tók sér-
staklega vel á móti mér sem og
Ingunn og ég mun aldrei gleyma
því. Ég og strákarnir fengum
alltaf hlýtt faðmlag og geislandi
bros þegar við komum og það átti
við um alla sem komu í heimsókn.
Það er sjaldgæft að hitta eins fal-
legar sálir og Ingunni og Friðrik.
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Ingunnar og fjöl-
skyldu.
Friðrik Ingi, Sigrún,
Ágúst og Axel.