Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jarðvegs-gerlar hafagreinst í neysluvatni í Reykjavík og á mánudag var mælt með því í nær öllum hverfum borgar- innar að neytendur syðu vatn fyrir neyslu. Var þeim tilmælum beint til fólks með veikt ónæmiskerfi, ung- barna, aldraðra og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Mikill viðbúnaður var vegna þessa á Landspítal- anum og stóð starfsfólk þar í ströngu. „Við þurftum að sjóða mjög mikið af vatni og kæla það til að hafa það tilbúið fyrir sjúklingana,“ sagði Bylgja Kjærnested, deildarstjóri hjartadeildar Landspítalans, í samtali við mbl.is í fyrradag. Svo virðist sem komist hafi verið fyrir vandann, en kom- ið hefur fram gagnrýni á upplýsingagjöf um ástandið og vaknað hafa spurningar um hvort jarðvegsleki í bor- holum beri því vitni að inn- viðir hafi verið vanræktir. Það minnir á ástandið í fyrrasumar þegar óhreins- uðu skólpi var dælt í sjóinn við skólpdælustöðina við Faxaskjól í hátt á þriðju viku vegna bilunar. Skólpið sem rann út í sjó hefði dugað til þess að fylla Laugardals- laugina þúsund sinnum. Borgarbúum var ekki greint frá þessu fyrr en skólpið hafði runnið út í sjó í viku. Mældust saurgerlar í sýnum þá tvöhundruðfalt yfir mörk- um. Stutt er síðan svifryk mældist yfir hættumörkum dag eftir dag í Reykjavík og fólki sem er viðkvæmt fyrir í öndunarfærum var ráðlagt að forðast helstu umferðar- æðar. Svifrykið má að hluta til rekja til útblásturs bif- reiða, en einnig til þess að götur borgarinnar eru sjald- an hreinsaðar og í stillum þyrlast rykið upp án þess að dreifast út í veður og vind. Í fyrrasumar var greint frá því í fréttum að komið hefði upp mygla og skor- dýragangur í leikskóla í Reykjavík vegna viðhalds- leysis. Kom fram að dregið hefði verið úr öllu viðhaldi 2008 og síðan þá hefði því verið lítið sinnt. Neyðar- ástand þyrfti til að eitthvað yrði gert. Hér hefur ýmislegt verið talið til og það er ekki að ástæðu- lausu. Öll þessi mál eru vísbend- ing um lausatök í rekstri borgarinnar, að við- haldi sé ekki sinnt sem skyldi og innviðir látnir reka á reiðanum. Eyþór Arnalds fram- kvæmdastjóri, sem sækist eftir að leiða lista Sjálf- stæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum, sagði í samtali við Morgun- blaðið í fyrradag að Reyk- víkingar ættu heimtingu á skýringum á því hvernig þetta gat gerst. „Getur verið að fyrirbyggjandi viðhaldi hafi verið ábóta- vant,“ spurði hann. „Hver ber ábyrgð á þessu?“ Hneykslið í kringum höfuðstöðvar Orkuveit- unnar, sem rándýrt var að reisa og eru að grotna nið- ur eftir áratug, er nógu slæmt en það er annað og verra ef innviðirnir í þeirri grunnþjónustu sem fyrir- tækið á að veita borgar- búum eru látnir reka á reiðanum. Gamanið kárnar enn ef hér er um að ræða heil- kenni sem hefur tekið sér bólfestu í öllu borgarkerf- inu. Viðhaldi leikskóla er ekki sinnt nema í neyð. Götur borgarinnar eru ekki hreinsaðar nema endrum og sinnum. Reglulega birt- ast fyrirsagnir um jarð- vegsgerla í neysluvatni, fjörur á kafi í óhreinsuðu skólpi, loftmengun og svif- ryk yfir mörkum og skor- dýr og myglu á leikskólum. Viðbrögð ráðamanna við þessu öllu saman hafa hvorki verið til marks um festu né metnað og staðan á fjárreiðum borgarinnar er þannig að erfitt er að sjá hvernig þeir ætla að grípa í taumana. Hallinn á rekstr- inum er þannig að borgin ætti að vera komin í gjör- gæslu. Púðrið hjá meirihlut- anum fer hins vegar allt í loftkastala á borð við borgarlínu, sem gæti kost- að á milli hundrað og tvö hundruð milljarða króna, á meðan ekki finnst aur til að tryggja að innviðirnir séu í lagi. Metnaðarleysi meiri- hlutans þegar kemur að grunnþjónustu við borgar- búa getur verið átakanlegt. Allt virðist í ólestri í rekstri borgarinnar}Feysknir innviðir? Þ rátt fyrir að margsinnis sé búið að benda á þau miklu mistök sem við- byggingar á Landspítalanum við Hringbraut eru þá er haldið áfram. Ekki er sest niður og málið skoðað út frá nýjustu upplýsingum, tækni, þróun höf- uðborgarsvæðisins, skipulagsmála o.s.frv. Áfram skal haldið þrátt fyrir að um augljós mistök sé að ræða. Þeir eru vandfundnir sér- fræðingarnir sem þekkja til málsins og mæla með að halda þessu áfram. Á fundi sem Samtök um betri spítala héldu í Norræna húsinu fyrir síðustu kosningar var sýnt fram á hvaða bull er þarna í gangi. Þá kom líka fram í fyrirspurnum fundarmanna að starfsfólki hefði verið bannað að tjá sig um mál- ið nema þeim sem voru fylgjandi staðsetningu við Hringbraut. Fundarmenn, sem margir voru starfsmenn Landspítalans, fullyrtu þetta. Sé þetta rétt er ljóst að eitthvað mikið er að í stjórnun Landspítalans sem sífellt meiri fjármunir munu ekki bæta. Áætlanir um „nýjan“ Landspítala eru gamlar og bygg- ist öll framkvæmdin á gömlum plönum þar sem flest hefur líklega breyst, þar með skipulagsmál. Í skýrslu Ementor, danskra sérfræðinga, frá árinu 2001, eru settir fram nokkrir valkostir og þeir rökstuddir. Af niðurstöðunni má ráða að Danirnir telji ekki síðri kost að byggja nýjan spít- ala á nýjum stað. Þar segir á bls. 61 „If a new hospital is not an option...“ eða í þýðingu undirritaðs „Ef nýr spítali er ekki valkostur...“ Í meira en 17 ár hefur ekki verið gerð nein vönduð alvöruúttekt á því hvað sé best að gera. Nokkrar hriplekar úttektir hafa verið gerðar, síðast árið 2015 er þáverandi heilbrigðisráðherra pantaði eina á mettíma. Hefur enginn spáð í hvað hefur breyst á þessum 17 árum? Hver hefur íbúaþróunin ver- ið? Fjölgun ferðamanna? Fjölgun ökutækja? Breyting skipulagsmála? Þróun sjúkra- húsþjónustu? Starfsmannafjöldi spítalans? O.s.frv. Jú, nokkrir aðilar hafa reynt að benda á þetta og meðal þeirra er læknirinn Vil- hjálmur Ari Arason. Vilhjálmur skrifar pistil á eyjuna.is og þar segir ma: „...Yfir 90% höfuð- borgabúa búa austan Hringbrautar, ekki í kringum eða vestar og ef frá eru taldir túristar og hótelgestir miðborgar Reykjavíkur. Raun- verulegir íbúar, mikið austar, sunnar, norðar og í nágrannabyggðum. Af hverju í ósköpunum erum við þá að búa til þetta heimatilbúna vandamál með staðsetn- ingu þjóðarspítalans sem aðeins einstakar milljónahöfuð- borgir heimsins standa frammi fyrir vegna mikils íbúa- fjölda og skorts á lóðum? Af öllum þjóðum, á Íslandi? Algjörlega fyrirséð stórvandamál í aðgengi sjúklinga og starfsfólks að stærsta vinnustað landsins og einni mikil- vægustu heilbrigðisöryggisþjónustunni í framtíðinni.“ Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Spítalinn Höfundur er alþingismaður Miðflokksins fyrir Suðvesturkjördæmi gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þörf er á fullkomnari að-flugsbúnaði á Akureyrar-flugvelli ef hann á að getaþjónað reglulegu milli- landaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flug- stöðina og flughlaðið. Þetta kom fram í viðtölum við Arnheiði Jó- hannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, og Hjördísi Þórhallsdóttur flugvallar- stjóra í vikunni. Tilefnið var að flugvél ferðaskrifstofunnar Super Break frá Edinborg með um 200 farþega um borð varð að hætta við lendingu vegna veðurs, en dimmt él gerði þegar vélin átti að lenda. Lent var í Keflavík og fóru farþeg- ar norður með rútu. Þá voru 185 Bretar sem komið höfðu með öðru flugi ferðaskrifstofunnar stranda- glópar á Akureyri um tíma vegna flugaðstæðna. Super Break hyggst fljúga reglulega til Akureyrar á næstunni, en ekki er hægt að úti- loka að veður muni áfram hamla einstaka flugi yfir vetrartímann. Fyrir norðan segja menn að ná- kvæmnisaðflugsbúnaður (ILS – Instrumental Landing System) fyrir aðflug úr norðri hefði senni- lega getað tryggt eðlilega lendingu bresku vélarinnar. Slíkur búnaður kostar 70 til 100 milljónir króna. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Circle Air, fullyrti á Facebook að stjórnvöld hefðu ekki sýnt áhuga á því að viðhalda eða byggja upp inn- viði flugs á Íslandi, aðra en Kefla- vík, á undanförnum árum. Um það vitnaði óbreytt fjárhæð til mála- flokksins frá 2007, sem þýddi raun- lækkun upp á um 35%. Styðja betri búnað og stækkun „Isavia hefur lagt það til við stjórnvöld að ILS-aðflugsbúnaði verði komið fyrir á Akureyrar- flugvelli. Það er til meðferðar hjá samgönguráðuneytinu. Mögulega væri hægt að koma fyrir eldri bún- aði á vellinum sem er í eigu Isavia en ekki í notkun en það er háð sam- þykki stjórnvalda. Isavia telur þó ráðlegast að setja upp nýjan bún- að,“ sagði Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hvað flugstöðina á Akureyri varðar er ljóst að með fjölgun ferðamanna sem fara um Akureyr- arflugvöll, m.a. með bresku ferða- skrifstofunni Super Break og mögulega öðrum erlendum aðilum, er hún í núverandi mynd ekki nógu stór til að taka á móti þeim fjölda fólks. Vilji Isavia er að byggt verði við flugstöðina en það er ríkis- valdsins, sem eiganda hennar og flugvallarins, að taka ákvörðun um hvort og þá hvernig það verði gert.“ ILS á fjárlögum 2018 Njáll Trausti Friðbertsson al- þingismaður, sem starfaði sem flugumferðarstjóri á Akureyri í aldarfjórðung, segist lengi hafa barist fyrir ILS-aðflutningsbúnaði. Hann sagði að það væri sinn skiln- ingur að fjárveiting til þess væri tryggð í fjárlögum sem samþykkt voru fyrir áramót. „Ég lít svo á að þetta mál sé í góðu ferli núna mið- að við þau minnisblöð sem ég er með frá ráðuneytinu í tengslum við fjárlagagerðina,“ sagði hann í gær. Njáll Trausti sagði að ljóst væri að flugstöðin sjálf væri orðin of lítil og mætti sjá þess merki á anna- tímum þegar innanlandsflug eitt ætti í hlut. Þar þyrftu að verða úr- bætur og einnig þyrfti að stækka flughlaðið. Aðflutningsbúnaðurinn hefði forgang en síðan þyrfti að snúa sér að þessum úrbótum. Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þrengsli Flugstöðin á Akureyri er of lítil á mestu annatímum. Farþegar í beinu flugi frá Englandi þurftu að bíða úti eftir móttöku um síðustu helgi. Akureyrarflugvöllur var tekinn í notkun 5. desember 1954. Í upphafi var yfirborðið möl en 1967 var flugbrautin malbikuð. Áður var notaður flugvöllur á Melgerðismelum í Eyjafirði. Einnig lentu sjóflugvélar á Akur- eyrarpolli. Áætlunarflug hófst milli Akureyrar og Reykjavíkur 1937. Árið 2009 var flugbrautin lengd og malbikuð og er nú 2.400 metrar. Ný flugstöð var tekin í notkun 1961. Hún hefur verið stækkuð tvisvar og veru- legar endurbætur gerðar á eldri hluta árið 2000. Hún getur nú annað allt að 400 farþegum. Meira en sex áratuga saga AKUREYRARFLUGVÖLLUR Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flug Flugvöllurinn á Akureyri er hinn þriðji stærsti á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.