Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 43
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Það er ekki aðeins
auðurinn sem er mis-
skipt í heiminum,
einnig vald og frelsi.
Þeir ríku verða ríkari
og þeir fátæku fátæk-
ari. Þetta virðist vera
óhjákvæmileg afleið-
ing hagkerfisins, kap-
ítalismans, sem er alls
ráðandi. Arðrán og
kúgun eru fylgifiskar.
Þetta lærði ég í Bandaríkjunum 17
ára gamall skiptinemi á vegum
Þjóðkirkjunnar og það hefur síður
en svo breyst síðan, bara versnað.
Aðskilnaðarstefna í Suður-Afríku
og Bandaríkjunum sjálfum og
stríð í Víetnam, Laos og Kambó-
díu og í ótal löndum í þremur
heimsálfum sem bandaríska
heimsvaldastefnan stóð fyrir, þetta
voru umræðuefnin í æskulýðsstarfi
Safnaðarkirkjunnar í Seattle árin
1964-1965.
Víetnam vann sigur og nýlendur
í Afríku fengu sjálfstæði á áttunda
áratug síðustu aldar. Með snið-
göngu umheimsins gegn ap-
artheid-stjórninni en þó fyrst og
fremst baráttu Suður-Afríku-
manna sjálfra vannst sigur á að-
skilnaðarstefnunni.
Allir á móti öllum
Nú heyja Bandaríkin og banda-
menn þeirra stríð á öðrum slóðum,
einkum í Asíulöndum, Austur-
löndum nær, í Norður-Afríku og á
Arabíuskaga. Helstu bandamenn
auk NATO-ríkja eru Ísrael og
Sádi-Arabía. Ísrael hefur meira en
nokkur annar aðili kynt undir
stríðsæði Bandaríkjanna, í Írak,
Afganistan, Líbýu, Sýrlandi og Ye-
men. Og leiðtogar Ísraels hafa
lengi alið með sér draum um að
Bandaríkin fari í allsherjarstríð
gegn Íran og jafnvel hótað að nota
sín eigin kjarnorkuvopn á Íran.
Sádar hafa tekið við aðal-
hlutverki í stríðinu í Yemen og
beita af alkunnri grimmd banda-
rískum hátæknivopnum gegn íbú-
unum. Þessi staða finnst ísr-
aelskum hernaðarsinnum vera
óskastaða. Allir á móti öllum í
Austurlöndum nær og
á meðan eflist aðskiln-
aðarríkið Ísrael, þar
sem ein trúarbrögð
eru rétthærri öðrum.
Þá er Palestína
ótalin, hernámið 1948
og síðan hertaka alls
landsins í júní 1967.
Allt hefur þetta verið
með stuðningi Banda-
ríkjanna, vopnum og
fjármagni. Innfluttir
gyðingar hafa smám
saman og í stórum
stökkum lagt alla Palestínu undir
sig, virt alþjóðalög að vettugi, þar
með ályktanir Sameinuðu þjóð-
anna. Bandaríkin hafa þóst leika
hlutverk hlutlauss sáttasemjara en
sú blekking gufaði endanlega upp
með nýjustu forsetanefnu í Wash-
ington.
Síðasti forseti Bandaríkjanna
sem sýndi viðlit í þá átt að virða
réttindi palestínsku þjóðarinnar
var Bush eldri með James Baker
utanríkisráðherra sér við hlið, vel
á minnst hægri menn og repúblik-
anar. Elstu menn í Palestínu muna
Eisenhower hershöfðingja og for-
seta og sakna hans og þeirrar af-
stöðu sem hann stóð fyrir. Hún
einkenndist af virðingu fyrir þjóð-
arréttindum Palestínumanna.
Nú er öldin önnur og auðvitað
sprengir Tromparinn öll mörk í
vitleysu og virðingarleysi.
Jól í Landinu helga
Fjölskylda mín var yfir jólin í
Landinu helga og naut þess að
vera á hinum söguhelgu stöðum.
En hvar sem komið var sáust um-
merki hernámsins og uppreisnar-
innar gegn því. Í rauninni friðsöm
mótmæli í öllum bæjum, kveikt í
dekkjahrúgum, farið í mótmæla-
göngur og einstaka kastaði grjóti í
átt að herbílum og þungvopnuðum
hermönnum. Þessu var mætt með
táragasi og skothríð af hálfu Ísr-
aelshers á landi Palestínumanna.
Spurt er hvort einhver von sé
um frið. Það er ansi djúpt á friði
hjá landræningjunum á Vestur-
bakkanum sem Björk Vilhelms-
dóttir og félagar hennar í Al-
þjóðlegri friðarþjónustu kvenna
(IWPS) hafa kynnst í starfi sínu
með bændum og fjölskyldum
þeirra í Salfit héraði, sunnan Na-
blus. Þær aðstoða við ólífutínslu
þar sem bændum er ógnað af
landræningjum og hernámsliði
sem styður við ofbeldið. Reynt er
að grýta tínslufólk og því er ógnað
með skotfærum. Innflytjendur frá
Bandaríkjunum, Frakklandi og
ýmsum löndum njóta alls réttar
og fríðinda fyrir að setjast að í
landránsbyggðum. Það verður að
segjast að þetta fólk virðist af allt
öðru sauðahúsi en flest fólk sem
áður byggði Ísrael og á sama hátt
hefur ástandið í hernum og í
stjórnmálum gjörbreyst á 20-30
árum. Öfgafólk sem ekki þótti í
húsum hæft á þingi er nú ráðandi
í Knesset og situr á ráðherrastól-
um.
Þrautseigja,
hugrekki og friðarvilji
Á þeim tíma sem ég hef verið að
ferðast til Palestínu, eða frá 1990,
hafa landtökubyggðirnar marg-
faldast að stærð og ekki færri en
hálf milljón aðfluttra gyðinga sest
þar að. Þessi flutningur fólks inn á
hernámssvæði er brot á al-
þjóðalögum, en ísraelsk yfirvöld
virðast eiga ótrúlega auðvelt með
að virða alþjóðalög og samþykktir
Sameinuðu þjóðanna að vettugi.
Ef of langt líður á milli minna
ferða dofnar vonarneistinn. En
það er segin saga að dvöl í Palest-
ínu og samneyti við fólkið þar
snýr þessu við. Þrautseigja Pal-
estínumanna, hugrekki þeirra og
friðarvilji margeflir vonir um rétt-
læti og frið. Vonin býr þar sem
ógnir stríðs og kúgunar vofa yfir.
Gleðilegt ár friðar, mannrétt-
inda og farsældar.
Þar sem vonin býr
Eftir Svein Rúnar
Hauksson » Þrautseigja Palest-
ínumanna, hugrekki
þeirra og friðarvilji
margeflir vonir um rétt-
læti og frið. Vonin býr
þar sem ógnir stríðs og
kúgunar vofa yfir.
Sveinn Rúnar Hauksson
Höfundur er læknir.
Undirfö
t
Sundfö
t
Náttföt
Náttkjó
lar
Sloppa
r
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
ÚT
er hafin
Allar útsöluvörur
með 30-60%
afslætti
ÚTSALA
af útsölu-
vörum í
eftirtöldum
verslunum
30-50%
AFSLÁTTUR
2. - 21. JANÚAR