Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 65
65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018
Morgunblaðið/Hanna
sínu sætsúra og ferska bragði. Hefð-
bundinn Moscow mule er gerður úr
vodka, engiferbjór, og fersku súr-
aldini, en það má líka prufa að skipta
vodkanum út fyrir brennivín og
myndi ég þá nota sítrónu frekar en
súraldinið.“
Brennivínið má setja í marga
kokkteila, og nota í staðinn fyrir
vodka og aðra spíra. „Brennivín er í
raun bara vodki sem hefur verið
bragðbættur með kúmeni, ekki
ósvipað og annað ákavíti sem oftast
er kryddað með dilli eða stjörnuanís.
Að skipta vodka út fyrir brennivín í
Moscow mule er því til þess fallið að
gefa drykknum ögn meiri persónu-
leika,“ segir Jónas.
Sama má prófa að gera við kokk-
teilinn Tom Collins sem er bæði eld-
gamall, klassískur og einfaldur. „Í
hefðbundinn Tom Collins notum við
gin, ferskan sítrónusafa, ögn af
sykri og sódavatn og hægt að nota
brennivín í stað ginsins. Raunar er
Tom Collins mjög þægilegur drykk-
ur til að prófa nýja spíra og skoða
hvaða eiginleikar koma fram þegar
þeir eru notaðir í kokkteil.“
Þeir sem vilja enn meiri inn-
blástur geta flett upp brennivíns-
kokkteilum á Google, en bandarískir
barþjónar hafa verið mjög iðnir við
að þróa drykki þar sem brennivín er
eitt af innihaldsefnunum. „Brenni-
vín er núna fáanlegt vestanhafs og
hafa seljendur staðið fyrir sér-
stökum viðburðum til að hampa
bestu kokkteilunum sem nota ís-
lenskt brennivín og Reyka vodka,“
upplýsir Jónas.
Brennivínið best ískalt
Ef áhuginn á brennivíns-
kokkteilum er takmarkaður má í
staðinn reyna að bera brennivínið
fram eins og fagmaður. Jónas gætir
þess að geyma brennivínsflöskuna í
frysti og bera drykkinn fram eins
kaldan og hægt er: „Á Apótekinu
förum við þá leið að fylla litla fötu
með muldum klaka og setjum glösin
í klakabað áður en brennivíninu er
hellt í. Þannig tryggjum við að
brennivínið er ískalt þegar það er
drukkið. Brennivínið þykir betra
eftir því sem það er kaldara enda
tekur kuldinn burt svolítið af brun-
anum.“
Jónas bendir líka á að gera megi
áhugaverða kokkteila úr bjór. Er þá
aðeins litlu magni af bjór bætt í
drykkinn til að gefa rétta bragð-
áferð. „En það er lítið hægt að gera
til að bragðbæta góða bjóra, enda
hafa bruggmeistarar lagt mikla
vinnu í að fullkomna bragðið.“
Aðrar áfengistegundir en bjór og
brennivín geta passað við þorramat-
inn og nefnir Jónas kokkteila eins og
Old Fashioned, Manhattan, og hefð-
bundinn Moscow mule. „Gott skoskt
viskí, eða rúgviskíin bandarísku sem
eru ögn krydduð og með mikinn
karakter, ættu líka að henta vel með
þorramat en síður bandarískt bur-
bon enda er það of sætt.“ ai@mbl.is
Tilþrif Það sakar ekki að sýna smá kúnstir við kokkteilagerðina.