Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Auglýsing Breytt deiliskipulag að Arnarfelli á Arnarstapa Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 11. janúar að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi ferða- þjónustunnar við Arnarfell á Arnarstapa skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér breytingu á lóð Arnarfells og aðkomu frá suðri. Breytingin hefur í för með sér breytingu skipulagsskilmála og byggingar- skilmála og er því eldra deiliskipulag fellt úr gildi með gildistöku þessa deiliskipulags. Helstu breytingar: • Áður var gert ráð fyrir 11 smáhýsum, en nú er gert ráð fyrir að þau verði allt að 13 • Byggingarreitir og núverandi gistihús Arnarfells eru sameinuð í eina hótelbyggingu á tveimur hæðum • Byggingarreit fyrir þjónustuhús er breytt lítillega • Lögun á byggingarreit fyrir snyrtingu tjalds- væðis er breytt, en fyrirhugað að reisa nýtt hús í stað núverandi húss • Umferðarskipulagi á lóðinni er breytt innan lóðar og sunnan hennar og bílastæði eru löguð að breyttri aðkomu að sunnan Tillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Snæfells- bæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá og með 18. janúar 2018 til og með 1. mars 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með ge- finn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2018. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@ snb.is Skipulags- og byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninga. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi boðar til fundar þann 25. janúar nk. Fundurinn verður haldinn að Hlíðasmára 19 og hefst kl. 20.00. Fundarefni er afgreiðsla tillögu uppstillingar- nefndar vegna framboðslista flokksins í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Rétt til setu á fundinum eiga fullgildir kjörnir fulltrúar fulltrúaráðsins. Einnig eiga rétt til setu á fund- inum þeir frambjóðendur er buðu sig fram til setu á listanum en eru ekki kjörnir fulltrúar í fulltrúaráði. Allir fyrrgreindir eru hvattir til að mæta til fundarins. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisflélaganna í Kópavogi Nauðungarsala Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Eftirtalin ökutæki verða boðin upp í portinu að Ægisbraut 11, 300 Akranesi, fimmtudaginn 25. janúar 2018, kl. 10.00. UF743 YM13 GZ375 VB198 NS401 PI093 KL533 TD488 VF427 ZLG38 UK626 NU453 Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 17. janúar 2017 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboðið verður haldið á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu, Hlíðasmára 1, 2. hæð, herbergi 204, fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 10:00. Uppboð á öllum hlutum Víking Fish ehf., kt. 700305-1630 í félögum Kaupvíkur ehf., kt. 670198-2009 og Tré-berg ehf., kt. 701109-0820 Greiðsla við hamarshögg Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 17. janúar 2018 Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu nokkur skrifstofuherbergi í Kjötsmiðju- húsinu að Fosshálsi, 110 Reykjavík. Stærðir frá 19,2 m2 – 23,7 m2 Góð sameiginleg aðstaða. Upplýsingar gefur Bryndís í síma 869-3077 og Sigurður í síma 892-3482. Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018 sbr. reglu- gerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 604, 3. júlí 2017 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Bolungarvík Akureyrarkaupstað (Grímsey og Hrísey) Borgarfjörð eystri Djúpavog Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggða- lögum sbr. auglýsingu nr. 17/2018 í Stjórnar- tíðindum Vesturbyggð (Brjánslækur Patreks- fjörður og Bíldudalur) Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður) Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður) Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2018. Fiskistofa, 17. janúar 2018. Sú meginbreyting er gerð að felld eru út áform um s.k. Skarfatangahöfn sunnan núverandi hafnarmannvirkja. Nokkrar aðrar breytingar eru gerðar en að mestu byggist endurskoðað skipulag á gildandi aðalskipulagi. Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að kynna vinnslutillögu að Aðalskipulagi Akraness 2018-2030 fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum áður en gengið verður frá henni til formlegrar auglýsingar. Almennur kynningarfundur verður haldinn í bæjarþingsalnum 3. hæð að Stillholti 16-18, fimmtudaginn 25. janúar 2018 kl. 18.00. Gerð verður grein fyrir tillögunni, stefnu bæjarstjórnar, helstu forsendum skipulagsins, breytingum frá gildandi aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að mæta á fundinn og kynna sér tillöguna. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Endurskoðun aðalskipulags Akraness Almennur kynningarfundur 25. janúar 2018 kl. 18.00 Félagsstarf eldri borgara Fundir/Mannfagnaðir Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9, gönguhópur leggur af stað kl.10.15, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, myndlist kl. 13 og bókmenntaklúbburinn mætir í hús kl. 13. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16, leikfimi með Maríu kl. 9, helgistund Seljakirkju kl. 10.30, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16, myndlist með Elsu kl. 13-17, opið fyrir innipútt. hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30, fyrirlestur um réttindi eldri borgara (seinni hluti) uppi í Kríusal kl. 13.15, brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10- 10.30, vítamín í Valsheimilinu kl. 9.30-11.30, bókband kl. 13-16. Bóka- bíllinn kemur kl. 14.30, húsfundur í húsfélaginu Bólstaðarhlíð 45. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Bókabíll kl. 11.30, söngstund hjá Sigrúnu Erlu kl.14. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 9, vítamín í Valsheimilinu kl. 9.30, postulínsmálun kl.13. Botsía kl. 13.30, kaffiveit- ingar kl.14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitarorgi Opin handavinna frá kl. 9-12, bókband kl. 9-13, Vítamín í Valsheimili kl. 10-11.15, í dag verður kynning á kínveskri leikfimi. Rúta til og frá Valsheimili fer frá Vitatorgi kl. 9.45, ókeypis og öllum opið. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30, handavinnu- hópur kl. 13.30-16, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vita- torg, síminn er 411-9450. Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall- ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni hjá Möggu Dögg, framhalds- sögulestur kl. 10 í setustofu á 9. hæð, stólaleikfimi með Olgu kl. 11 í innri borðsal, hádegisverður kl. 11.30-12.30 í borðsal, ganga kl. 13 ef veður leyfir. Botsía í innri borðsal kl. 14, síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi. kl. 7.40/8.20/15.15. Qi gong Sjá- landi kl. 9, gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10, karlaleikfimi í Sjálandi kl. 11. Stólaleikfimi í Sjálandi kl. 11.50, botsía í Sjálandi kl. 12.10, handa- vinnuhorn í Jónshúsi kl. 13, málun í Kirkjuhvoli kl. 13, saumanám- skeið í Jónshúsi kl. 14, vöfflukaffi og Hilmar Hjartarson leikur á har- monikku. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, leikfimi Maríu kl. 10- 10.45, leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45, perlusaumur kl. 13-16, búta- saumur kl. 13-16, myndlist kl. 13-16. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bók- band, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 14 söngur við undirleik (Gjábakkagleði), kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10 myndlist, kl. 19 brids. Gullsmári Handavinna kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna kl. 13, brids kl. 13, jóga kl. 18. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9, opin handavinna kl. 9–14, jóga kl. 10.10-11.10, hádegismatur kl. 11.30, lífssöguspjall kl. 13, nýliðar velkomnir að vera með. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, spilað botsía kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir 588- 2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan er opin, leikfimin með Guðnýju kl. 10, sönghópur Hæðargarðs með Sigrúnu kl. 13.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, nánari upplýsingar í Hæðargarði eða í síma 411-2790, allir velkomnir með óháð aldri. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30, tölvunámskeið kl. 10 í Borgum, pútt kl. 10 á Korpúlfsstöðum, Sverriskaffi á eftir, leikfimi kl. 11 í Egilshöll, skákhópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöð- um kl. 13. Ljóðanámskeið með Kristjáni Hreinssyni kl. 13 í Borgum og botsía kl. 16 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30-11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15, bókband Skóla- braut kl. 9, billjard Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga salnum Skólabraut kl. 11, kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12, karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Ath. Á morgun föstudg 19. janúar fellur söngstundin niður . Stangarhylur 4 Zumba gold kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Ljóðahópur kl. 14, umsjón Jónína Guðmundsdóttir, STERK OG LIÐUG; námskeið fyrir dömur og herra 60 ára og eldri. Við munum gera æfingarnar sitj- andi á stólum eða standandi við hliðina á stól, sem við notum til, verður tvisvar í viku og hefst í næstu viku ef næg þátttaka fæst. Skrán- ing hafin. Íslendingarsögunámskeið hefst á morgun föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.