Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 97. tölublað 106. árgangur
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
LANDSINS
MESTA ÚRVAL
AF RIEDELGLÖSUM
EINN VINSÆLASTI
HÖFUNDUR
SAMTÍMANS
UPPBYGGING
INNVIÐA ER
LYKILLINN
MYND- OG
HLJÓÐDISKAR
FRÁ ÁRNA
VIÐSKIPTAMOGGINN SÖNGVASKÁLD 28DAN BROWN 78
Morgunblaðið/Eggert
Vestfirðir Maður nýtur þess að taka sér
pásu í sólskini við Ísafjarðarhöfn.
„Ef samgöngur, raforka og net-
tengingar eru á pari við aðra lands-
hluta þá getur svæðið plumað sig,“
segir Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu,
m.a. í samtali við Morgunblaðið en
fjallað er í dag um Vestfirði í að-
draganda sveitarstjórnarkosninga í
vor.
Sveitarfélögin á Vestfjörðum
eyða mikilli orku í að berjast fyrir
málum sem sveitarfélögin í flestum
öðrum landshlutum telja sjálfsögð.
Samgöngumál, orkumál og at-
vinnumál eru ofarlega í hugum
íbúa sem rætt er við. »38-39
Vestfirðir verði á
pari við aðra
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ef dráttur verður á framkvæmdum
við endurbætur á hluta Þingvalla-
vegar mun þurfa að gera hann að
einstefnuvegi og veginn við vatnið
að einstefnuvegi á móti. Við það fær-
ist stærri hluti umferðarinnar en nú
er að Þingvallavatni. Þingvallavegur
er orðinn svo veikburða að Vega-
gerðin treystir honum ekki til að
bera umferð í báðar áttir, hann sé
hættulegur eins og slys og óhöpp
sýni.
Eftir tveggja ára undirbúning
bauð Vegagerðin vegarkaflann út og
fékk hagstæð tilboð. Skipulagsstofn-
un hafði samþykkt að framkvæmdin
þyrfti ekki að fara í umhverfismat.
Halda að sér höndum
Landvernd kærði þá ákvörðun í
síðasta mánuði til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála. Telja
samtökin að gefa þurfi landsmönn-
um tækifæri til að segja álit sitt á
svo stórri framkvæmd. Vegagerðin
heldur að sér höndum með samn-
inga á meðan málið er í vinnslu hjá
úrskurðarnefndinni. Landvernd
krafðist þess jafnframt að fyrirhug-
aðar framkvæmdir yrðu stöðvaðar
en úrskurðarnefndin hafnaði þeirri
kröfu. Taldi ekki knýjandi nauðsyn
bera til þess vegna þess að niður-
staða Skipulagsstofnunar veitir ekki
heimild til að hefja framkvæmdir.
Umsókn Vegagerðarinnar um
framkvæmdaleyfi er til umfjöllunar
hjá sveitarfélaginu Bláskógabyggð
og vonast Helgi Kjartansson oddviti
til að það verði gefið út á næstunni.
Þá gefst Landvernd og öðrum tæki-
færi til að kæra aftur og reyna að
stöðva framkvæmdina ef áhugi er á.
Seinkun leiðir til einstefnu
Endurbætur á Þingvallavegi í biðstöðu Landvernd kærði ákvörðun um að ekki
þyrfti umhverfismat Úrskurðarnefnd hafnar kröfu um stöðvun framkvæmda
Framkvæmdin
» Vegagerðin hyggst breikka
veginn á 9 kílómetra kafla milli
þjónustumiðstöðvar og syðri
vegamóta við Vallaveg.
» Umferðin hefur aukist úr 430
bílum á sólarhring árið 2010 í
1.500 bíla árið 2015. Vegagerðin
spáir því að umferðin verði
4.000 bílar eftir 25 ár.
MVegurinn ónýtur »18
Smábátaeigendur þurfa að halda bátum sínum
við og láta skoða þá. Mörg handtök eru við það,
sérstaklega ef bátarnir hafa staðið lengi ónot-
aðir, eins og raunin er með Björgu Hallvarðs-
dóttur á Akranesi. Eigendurnir voru að botn-
hreinsa og mála bátinn. Gísli Hallbjörnsson
pússaði skrúfuna og lakkaði. Óvíst er hvort bát-
urinn verður gerður út á strandveiðar í sumar
því eigendurnir hyggjast reyna að selja.
Morgunblaðið/Hari
Pússar skrúfuna fyrir skoðun
Vorverkin eru drjúg hjá eigendum smábáta
Svonefndir fá-
gætisferðamenn
gera miklar kröf-
ur til afþreying-
ar og aðbúnaðar
meðan á dvöl
þeirra stendur
hér á landi. Þeir
eru líka reiðu-
búnir að greiða
vel fyrir veitta
þjónustu og eru því eftirsóttir við-
skiptavinir.
Búið er að byggja upp innviði
sem koma til móts við kröfur þessa
hóps. Þar má nefna t.d. staði á borð
við Deplar Farm, Eldar Lodge, The
Retreat við Bláa lónið og hótelið
Reykjavík Konsúlat. »34
Gera kröfur og
borga vel fyrir
Reykjavík Konsúlat.
Austurríska hugbúnaðarfyrir-
tækið Novomatic Lottery Solutions,
áður Betware, sem er með skrif-
stofur í Holtasmára í Kópavogi, hef-
ur sagt upp 18 starfsmönnum sínum
hér á landi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá fyrirtækinu unnu starfs-
mennirnir sem misstu störf sín við
hugbúnaðargerð. Vinnumálastofn-
un mun hafa verið greint frá
ákvörðuninni. »ViðskiptaMogginn
18 missa vinnuna
hjá Novomatic