Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Samvinna Samheldinn hópur aðstoðar Björn Gylfason knapa á hestbak í Mosfellsbæ þar sem hann ríður út. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég er dýrahvíslari og gettalað við öll dýr. Ég kannhundamál og ég náði aðtala við hund sem heitir Tóbías. Hann þoldi ekki krakka en hann kom til mín og eigandinn var alveg hissa, hún hélt að eitthvað hefði gerst. Tobías bara kom til mín, hann hefur fundið frá mér góða ást og ég bara kann þetta,“ segir Mandy sem greind hefur verið á einhverfurófi. Mandy sækir reiðnámskeið sem fræðslunefnd fatlaðra í hesta- mannafélaginu Herði hefur staðið fyrir frá árinu 2011. „Það er gaman að vera á hest- baki þegar ég næ að stjórna hest- inum. Hestar eru skemmtilegir þeg- ar þeir eru skemmtilegir en ekki leiðinlegir og það er ekki erfitt að stjórna þeim nema þegar þeir eru frekir og ég vil fara í eina átt en þeir í hina. En þeir eru oftast hlýðn- ir,“ segir Mandy og bætir við að hún sé búin að læra mikið eftir fjór- ar vikur á reiðnámskeiðinu. „Ég er búin að læra að láta hestinn stoppa og uppáhalds- hesturinn minn hér er Vordís,“ seg- ir Mandy og bætir við að það sé gott að vera úti í náttúrunni og vera ekki utan í fólki. „Það er gott að reyna að ímynda sér hvernig hellisbúar bjuggu og fara aðeins aftur í tímann til upprunans,“ segir dýravinurinn Mandy, sem segist elska hesta en hunda mest eins og hún orðar það. Foreldri kom boltanum af stað Ástæðu þess að Hestamanna- félagið Hörður er með fræðslunefnd fatlaðra má rekja til ársins 2011. „Einn félagsmaður okkar spurði hvort hægt væri að fá hnakk eða eitthvað svo fatlaður sonur hennar gæti stundað hestamennsku. Það var ákveðið að stofna fræðslu- nefnd og móðirin tæki sæti í henni, eftir það fór boltinn að rúlla,“ segir Berglind Inga Árnadóttir, sem situr í fræðslunefnd og er eigandi Hesta- menntar sem heldur utan um nám- skeiðin. Berglind segir að nám- skeiðin hafi verið haldin látlaust á veturna frá 2011. Fyrst þrisvar í viku en nú séu sjö námskeið í gangi sex daga vikunnar. „Eftirspurnin er mikil og við erum byrjuð að breiða út boðskap- inn hjá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og hvetja þau til þess að bjóða upp á reiðnámskeið fyrir fatlaða. Það er boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlaða á Ak- ureyri og fyrir vestan og einnig hafa sjúkraþjálfarar notað hesta í þjálfun í Víðidal,“ segir Berglind sem komið hefur að reiðnámskeiðum frá 13 ára aldri. Hún segir að það sé hægt að fara af stað með námskeið án þess að leggja mikið í sérútbúnað. „Í byrjun var sjúkraþjálfari með okkur, en þá fengum við ósk frá fötluðum einstaklingi um að sleppa því. Hann sagði fatlaða alltaf vera í sjúkra- og iðjuþjálfun og þá langaði að vera bara á hestbaki og sjúkraþjálfarinn sem var með okkur var sammála um að sér væri ofauk- ið,“ segir Berglind. Hún segir að það sé farið með fatlaða í útreiðar- túra eins og ófatlaða. Berglind segir að einstaklingar sem setið hafa reiðnámskeið hafi styrkst mikið líkamlega. Að sitja á hestbaki auki miðjustyrk og bæti jafnvægi. „Við höfum fengið það staðfest hjá sjúkraþjálfurum að þeir sjái mun á þeim sem farið hafa á reið- námskeið jafnvel þótt þeir séu bara einu sinni í viku. Við finnum líka fyrir auknu sjálfstrausti hjá þátt- takendum. Fyrir suma þátttakendur er það að fara á hestbak það næsta sem þau komast því að ganga. Hreyfingarnar eru öflugar, sumir knaparnir sitja ofar en þeir gera vanalega og geta farið á staði sem þeir komast alla jafna ekki á eins og til dæmis í fjöru,“ segir Berglind og bætir við að á fimmtudögum sé reið- námskeið fyrir fullorðna með MS- sjúkdóminn. Sá hópur ríði berbakt og nái að fá hita frá hestinum sem þeim finnist gera sér gott auk þess að styrkjast og ná meiri liðleika í líkamann. „Við fáum sömu nemendurna ár eftir ár, það segir eitthvað. Hestasport er dýrt sport og ekki niðurgreitt fyrir fatlaða. Börnin geta notað frístundastyrki frá Mos- fellsbæ eða Reykjavíkurborg til þess að ná niður kostnaði,“ segir Berglind og bætir við að börn sem ekki finni sig í íþróttum finni sig oft í hestamennsku. Einhverf börn nái góðum tengslum við hestana og þeir sem séu ofvirkir róist við að fara á hestbak. Sjálboðaliðar bera uppi starfið „Starfið er borið uppi af sjálf- boðaliðum í samstarfi við grunn- skólana í Mosfellsbæ þar sem nem- endur geta unnið með okkur og nýtt það sem valfag. Nemendur fjöl- brautaskólans fá einingar fyrir að taka þátt í starfinu. Við erum búin að fá fleiri skóla í Reykjavík í sam- starf,“ segir Berglind, ánægð með stuðninginn frá skólunum. „Það eru ýmis verkefni sem nemendur hjálpa til við sem styrkir starf okkar mikið. Sumir hafa áhuga á reiðmennsku, aðrir hjálpa til við að kemba, leggja á hestana, sópa og hvað eina sem þarf,“ segir Berglind. Hún segir að aðstoð komi víða að. Börn sem finni sig ekki íþróttum eða eiga erfitt félagslega hafa fund- ið sig í vinnu í kringum hestana og tvisvar til þrisvar í viku komi eldri kona sem hætt er í hestamennsku og hjálpi til. Berglind segir að með styrkjum og aðstoð takist að halda rekstrinum gangandi ár fá ári. „Það kostar að hafa fimm hesta í húsi, hey, spónn, reiðkennsla og utanumhald svo eitthvað sé nefnt. Það væri ekki hægt að halda úti starfseminni nema með aðstoð sjál- boðaliða, styrkja og velvilja ýmissa aðila,“ segir Berglind þakklát. „Hestar eru skemmtilegir þegar þeir eru skemmtilegir“ Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hefur á sín- um snærum fræðslunefnd fatlaðra sem starfað hefur frá árinu 2011. Fræðslunefndin hefur staðið fyrir ár- angursríkum reiðnámskeiðum fyrir fatlaða og er í samstarfi við grunn- og fjölbrautaskólana í bænum. Dýrahvíslari Mandy hefur lært mikið á fjórum vikum á námskeiðinu og finnst gott að fara á hestbak í náttúrunni, vera í núinu og hugsa um upprunann. Morgunblaðið/Valli Samfélagsverðlaun Þátttakendur, leiðbeinendur og sjálboðaliðar fyrir framan verðlaunagrip sem fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði fékk fyrir starf með fötluðum. Í gulri úlpu er knapinn Steingrímur Viderø. Frelsi Haraldur Þór Þórisson og Mandy ánægð og frjáls á leið í reiðtúr. Ómetanlegt Berglind Inga Árnadóttir og Björn Gylfason með Kristínu Davíðsdóttur sjálfboðaliða. „Sumir knaparnir sitja ofar en þeir gera vana- lega og geta farið á staði sem þeir komast alla jafna ekki á, eins og til dæmis í fjöru.“ Höfum gaman af 'essu Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.