Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Sigrún Olsen, mynd-
listarkona og stofn-
andi Lótushúss, lést
18. apríl síðastliðinn,
63 ára að aldri.
Sigrún var fædd 4.
maí 1954, dóttir Olafs
Olsen, flugstjóra hjá
Loftleiðum (1924-
1999), og eftirlifandi
móður, Lilju Enoks-
dóttur, f. 1928.
Sigrún var elst fjög-
urra alsystkina; Lindu
Olsen, Eddu Olsen og
Kjartans Olsen, og
þau eiga líka eldri hálfsystur,
Ernu Olsen.
Sigrún giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Þóri Barðdal
myndhöggvara, árið 1989 og unnu
þau alla tíð náið sam-
an að sínum andlegu
hugðarefnum og
héldu margar mynd-
listarsýningar, bæði
einka- og samsýn-
ingar í mörgum lönd-
um.
Þegar Sigrún var
að klára sitt myndlist-
arnám í Listaháskól-
anum í Stuttgart,
greindist hún með
krabbamein og fór í
kjölfarið í erfiða lyfja-
meðferð. Samfara
meðferðinni breytti hún um mat-
aræði og lífsstíl og gerði allt sem
hún fann til að ná aftur heilsu.
Á þessum tíma kynntist hún
mörgum óhefðbundnum aðferðum
sem ekki höfðu þekkst hér á landi.
Í kjölfarið stofnaði hún Heilsubót-
ardaga á Reykhólum 1987 til að
fyrirbyggja að fólk veiktist fyrir
aldur fram. Þar var unnið mikið
frumkvöðlastarf og fólk kom til vi-
kudvalar í andlega og líkamlega
heilsubót.
Árið 1997 kynnist Sigrún
Brahma Kumaris, andlegum há-
skóla frá Indlandi, þar sem kennd
er Raya Yoga-hugleiðsla og andleg
þekking. Þá var Lótushús stofnað,
sem hefur hjálpað þúsundum
landsmanna við að takast á við
streitu og áskoranir líðandi stund-
ar.
Útför Sigrúnar hefur farið fram
í kyrrþey, en haldin verður
minningarathöfn þar sem farið
verður yfir líf og starf Sigrúnar.
Sigrún Olsen
Smart föt, fyrir smart konur.
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
2 1FYRIR
Messinn
veitingastaður
Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
Brynleifur H. Stein-
grímsson, fyrrverandi
yfirlæknir og forseti
bæjarstjórnar á Sel-
fossi, lést á Landa-
kotsspítala að kvöldi
24. apríl á 89. aldurs-
ári. Brynleifur fæddist
14. september 1929 á
Blönduósi.
Foreldrar hans voru
hjónin Steingrímur
Davíðsson, skólastjóri
og vegaverkstjóri á
Blönduósi, og Helga
Dýrleif Jónsdóttir
húsfreyja.
Brynleifur ólst upp á Blönduósi
og vann öll sín unglingsár við
vegavinnu. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1950, embættisprófi í
læknisfræði frá HÍ 1956, stundaði
framhaldsnám í Svíþjóð 1958-68,
nám við University of Bristol á
Englandi 1972- 73 og við Óslóar-
háskóla vorið 1973.
Þá dvaldi hann við
nám við Lasarettet í
Lundi, lyflæknisdeild,
1988-89, stundaði
námskeið í heil-
brigðis- og réttar-
lækningum við Folk-
hälsan Karolinska
Institutet í Stokk-
hólmi 1965 og í
hjarta- og æða-
sjúkdómum við Cent-
rallasarettet í Lin-
köping 1968.
Brynleifur var hér-
aðslæknir í Kirkju-
bæjarhéraði 1957-58, læknir í Sví-
þjóð 1958-68, héraðslæknir í
Selfosshéraði 1969-82, sérfræð-
ingur í lyflækningum við Sjúkra-
hús Suðurlands frá 1983, síðan
yfirlæknir lyfjadeildar þar og auk
þess starfandi yfirlæknir við
Vinnuhælið á Litla-Hrauni 1969-
87. Þá var hann læknir við Heilsu-
gæslustöðina í Reykjanesbæ í
þrjú ár eftir að hann hætti störf-
um fyrir aldurs sakir á Selfossi.
Brynleifur var hreppsnefndar-
maður á Selfossi 1974-78 og bæj-
arfulltrúi á Selfossi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn 1986-90, sat í
bæjarráði og var forseti bæj-
arstjórnar og formaður bæjarráðs
um skeið. Hann lét þjóðmál til sín
taka og skrifaði fjölda blaða-
greina.
Brynleifur unni ljóðlist og gaf
út ljóðabók sína, Í ljósi dags árið
1993. Myndskreytti Guðmundar
Bjarnason læknir bókina.
Fyrri kona Brynleifs var Þor-
björg Sigríður Friðriksdóttir. Hún
lést árið 1975. Börn þeirra: Guð-
rún Helga, Helga, Friðrik (d.
1990) og Brynja Blanda. Seinni
kona Brynleifs var Hulda Guð-
björnsdóttir. Þau skildu. Sonur
þeirra er Steingrímur.
Andlát
Brynleifur H. Steingrímsson
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er skelfileg staða. Þessi veg-
ur hefur verið lélegur í mörg ár og
lengi staðið til að laga hann. Loksins
þegar stendur til að fara að gera
eitthvað og ríkið sýnir lit í sam-
göngumálum á okkar svæði þá kem-
ur kæra og við sitjum uppi með
ónýtan veg,“ segir Helgi Kjart-
ansson, oddviti Bláskógarbyggðar.
Landvernd kærði þá ákvörðun
Skipulagsstofnunar að endurbætur
á Þingvallavegi þyrftu ekki að fara í
gegnum umhverfismat. Um er að
ræða níu kílómetra langan veg-
arkafla milli þjónustumiðstöðvar og
syðri vegamóta við Vallarveg. Kær-
an barst 22. mars síðastliðinn og er
til meðferðar hjá Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála. Land-
vernd fór jafnframt fram á stöðvun
framkvæmda. Úrskurðarnefndin
hafnaði í gær þeirri kröfu, taldi ekki
nauðsynlegt að stöðva framkvæmdir
á þessu stigi málsins.
Umferð um veginn hefur aukist
verulega undanfarin ár. Hún var um
430 bílar á sólarhring árið 2010 en
var komin í 1.500 bíla árið 2015. Spár
Vegagerðarinnar gera ráð fyrir að
innan 25 ára verði umferðin allt að
4.000 bílar á sólarhring. Vegurinn
þykir ekki bera þá þungu umferð
sem um hann fer og umferðaröryggi
er ábótavant. Endurbæta þarf burð-
arþol og auka styrk vegbrúna. Stór-
ar og þungar bifreiðar þurfa að aka
út í kant til að mæta gagnstæðri um-
ferð og í fyrrasumar urðu tvö rútu-
slys á veginum. Í annað skipti gaf
vegkantur sig en í hitt skiptið valt
rúta.
Á undirbúningsstigi framkvæmd-
arinnar skoðaði Vegagerðin þrjá
kosti: 0-kost, að byggja veginn upp í
núverandi breidd eða þar um bil,
samkvæmt staðli C7; kost A, að
breikka veginn um 1,5 m í alls 8 m,
samkvæmt vegstaðli C8 og kost B,
að breikka veginn í 9 m, samkvæmt
vegstaðli C9. Af þessum kostum
leggur Vegagerðin til kost B.
Í kæru Landverndar kemur fram
að framkvæmdin muni hafa neikvæð
umhverfisáhrif, til að mynda rask á
eldhrauni og áhrif á upprunalegan
birkiskóg. Telja samtökin sjálfsagt
að almenningur fái tækifæri til að
hafa skoðun á og gera athugasemdir
við þessa framkvæmd á friðlýstum
helgistað allrar þjóðarinnar, eins og
segir í kærunni. Það verði einungis
gert með umhverfismati fram-
kvæmdarinnar.
Skýrsla „ígildi umhverfismats“
„Þessi kæra Landverndar kom
inn daginn sem kærufrestur rann út
og miðað við hana fannst okkur eins
og menn hefðu ekki kynnt sér þau
gögn sem lágu fyrir. Þeim atriðum
sem komu fram í kærunni var auð-
svarað,“ segir Óskar Örn Jónsson,
forstöðumaður framkvæmdadeildar
Vegagerðarinnar.
„Þetta hefur verið mjög langt ferli
og við sendum frá okkur mikla kynn-
ingarskýrslu um framkvæmdina.
Mikil vinna var lögð í hana, næstum
því ígildi umhverfismats, og Skipu-
lagsstofnun fékk umsagnir frá öllum
mögulegum aðilum sem gáfu grænt
ljós á framkvæmdir. Við höfum farið
í gegnum miklu meiri vinnu en
venjulega er gert þegar um er að
ræða endurbætur á vegi. Það er ekki
verið að leggja nýjan veg, það er
verið að gera endurbætur á vegi til
að tryggja öryggi vegfarenda. Veg-
urinn er hættulegur,“ segir Óskar.
Búið er að bjóða verkið út en það
hefur verið í biðstöðu frá því kæran
var lögð fram.
„Við höfum haldið að okkur hönd-
unum síðan. Það á bara eftir að
skrifa undir samning og leyfa mönn-
um að byrja. Við sáum fyrir okkur
að 60% af veginum yrðu löguð í sum-
ar, versti kaflinn, og verkið yrði svo
klárað í vor. Á meðan á fram-
kvæmdum stendur á að beina um-
ferð á Vallarveg,“ segir Óskar.
„Ef Skipulagsstofnun ákveður að
afturkalla sitt leyfi þá þurfum við að
fara í mun óhentugri aðgerðir. Þá
þurfum við að gera veginn að ein-
stefnuvegi enda treystum við honum
ekki fyrir akstur í báðar átti þegar
hann er svona veikburða. Það myndi
þýða að gera þyrfti veginn nær vatn-
inu að einstefnuvegi á móti. Það
passar illa við áætlanir þjóðgarðs-
nefndar sem vill vernda svæðið nær
vatninu. Við höfðum hugsað okkur
að loka honum í annan endann og
minnka umferð þar. Þetta er mun
óhentugri lausn, ekki síst með tilliti
til umhverfisverndarsjónarmiða,“
segir hann ennfremur.
Undir þetta tekur Helgi oddviti:
„Við viljum auðvitað færa umferðina
frá vatninu. Hvað ætlar Landvernd
að segja ef rúta fer á hliðina og 200
lítrar af olíu renna út í vatnið?“
Athugasemdir við aðferðafræði
„Við erum ekki mótfallin því að
þessi vegur sé lagfærður, það er að-
ferðafræðin sem við gerum at-
hugasemdir við. Þarna er til dæmis
reiknað með fjórum bílastæðum við
veginn sem eru ekki rökstudd,“ seg-
ir Snorri Baldursson, stjórnarmaður
í Landvernd.
„Þetta er helgistaður allrar þjóð-
arinnar og okkur finnst mjög sér-
kennilegt að svona stór framkvæmd,
sem Skipulagsstofnun segir að muni
valda talsvert neikvæðum áhrifum,
skuli ekki vera sett í umhverfismat
og þjóðinni leyft að veita umsögn.
Okkur finnst sjálfsagt að þetta fái
eins góða umfjöllun og mögulegt er.“
Snorri kveðst geta fallist á að
óheppilegt sé að kæra komi svo seint
í ferlinu. „Við getum bara kært
framkvæmdaleyfi og úrskurði, það
væri æskilegt að í svona ferli kæmi
kæranleg ákvörðun fyrr. Við getum
komið með athugasemdir við deili-
skipulag og slíkt en það er ekki þar
með sagt að menn fari eftir því.“
Vegurinn „ónýtur“ og „hættulegur“
Endurbætur á Þingvallavegi í biðstöðu eftir að Landvernd kærði ákvörðun Skipulagsstofnunar um
að ekki þyrfti í umhverfismat Úrskurðarnefnd hafnar kröfu um stöðvun fyrirhugaðra framkvæmda
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvallavegur Umferð hefur margfaldast síðustu ár og ástand hans er af-
ar slæmt. Tvö rútuslys urðu þar í fyrra. Endurbætur eru í biðstöðu.