Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er vítt til veggja og hátt til lofts á heimili Vilborgar Gunnarsdóttur í Perrysýslu í Pennsylvaníu. Raunar minnir stofan á setustofu á sveita- hóteli, svo rúmgóð er hún. „Það er ekki auðvelt að þurrka af loftbitunum,“ segir Vilborg og brosir og bendir svo upp í rjáfur. Rúm 35 ár eru síðan Vilborg flutti til Bandaríkjanna. Hún og eigin- maður hennar, Thomas Edward Jablonski, áttu saman átta börn. Hann starfaði alla ævi fyrir Banda- ríkjaher og fylgdu því tíðir flutn- ingar fyrir fjölskylduna. Nú er hann á eftirlaunum og börnin flogin úr hreiðri. Vilborg hellti upp á kaffi þegar ferðalang bar að garði í vor. Vilborg fæddist árið 1950 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Gunnar Mekkinósson og Erla Guð- mundsdóttir. Bæði eru nú látin. Fjölskyldan fluttist til Kanada árið 1958 þegar Vilborg var 8 ára. Með verslun á Laugavegi „Faðir minn var flinkur bólstrari. Áður en við fluttum til Kanada var hann með verslun á Laugavegi 66. Það var fyrsta verslunin á Íslandi sem seldi húsgögn á víxlum. Magnús Jóhannsson í Skeifunni keypti reksturinn af honum þegar við flutt- um til Kanada. Pabbi var með verk- stæði á Lindargötu. Var þar með lærlinga og eigin framleiðslu.“ Eins og títt var um börn á Íslandi á þessum árum byrjaði Vilborg snemma að vinna fyrir sér. „Ég vann sem unglingur á elli- heimilinu Grund. Helmingurinn af vistmönnum á Grund þekkti mína fjölskyldu. Ég held að hinn helming- urinn hafi verið skyldur mér,“ segir Vilborg og hlær við. Föðurbróðir Vilborgar flutti til Kanada og fylgdi Gunnar í kjölfarið með fjölskylduna til norðurhluta Vancouver. Þar festi fjölskyldan ekki rætur og eftir tvö ár fluttu hjónin aftur heim. Þau skildu svo eftir heimkomuna og ólust börnin upp hjá föður sínum á Laugavegi 33. Afi Vilborgar, Mekkinó Björnsson, rak þar verslunina Viktor. Vilborg á þrjú alsystkini og tvö hálfsystkini. Þau heita Grétar Felix- son og Gunnar Mekkinó Gunn- arsson, sem búa báðir á Íslandi, og Ferðaðist um heiminn með hernum  Vilborg Gunnarsdóttir fylgdi ástinni milli herstöðva Bandaríkjahers  Börnin fóru líka í herinn  Hjónin kynntust hjá varnarliðinu á Íslandi  Saman eiga þau átta börn og þrjú barnabörn  SJÁ SÍÐU 32 Morgunblaðið/Baldur Á björtum vordegi Vilborg Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Thomas Jablonski, búa í sveitinni í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þau hafa á viðburðaríkri ævi búið víða um heim. Þegar gengið er um heimili Vilborgar leynir sér ekki að hún er listræn. Þar eru margir handgerðir munir, bollar og skálar, sem hún hefur gert í frístundum. Vilborg var listhneigð á yngri árum og hafði sem barn gam- an af því að teikna á renninga sem hún fékk í prentsmiðju á Vatnsstíg 4. Aðstæður leyfðu ekki listnám. Þegar börnin luku námi í menntaskóla fyrir nokkrum árum hafði hún tíma til að rækta þetta áhugamál sitt á ný. Setja munirnir fallegan svip á heimilið. Þá prýða heimilið teikningar eftir Barböru Árnason sem listamaðurinn gerði af Vilborgu þegar hún var barn. Sneri sér að listinni GERIR LISTMUNI Í FRÍSTUNDUM Úr leir Vilborg hefur á síðustu árum ræktað listhæfileika sína. Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is Ferðatöskutilboð afsláttur af ferðatöskum í millistærð (67 x 4 20-30% afsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.