Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 38
VESTFIRÐIR
VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Það kom Sigríði Ó. Kristjáns-
dóttur, framkvæmdastjóra Vest-
fjarðastofu, alls ekki á óvart að
heyra að í samtölum við Vestfirð-
inga um stærstu málin fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar hefðu
mál sem fremur heyra undir rík-
isvaldið en sveitarfélögin ítrekað
komið upp.
Samgöngumálin, orkumálin og
atvinnumálin eru það sem brennur
á Vestfirðingum og að sögn Sigríð-
ar fer mikil orka sveitarfélaganna
í að fylgja þessum málum eftir við
ríkisvaldið, jafnvel svo mikil orka
að það bitni á getu sveitarfélag-
anna til að sinna öðrum málum
eins og best yrði á kosið.
„Það sjá allir sveitarstjórnar-
menn á Vestfjörðum að ef við ekki
vinnum þessi stóru mál og náum
fram þessum úrbótum sem virki-
lega þarf, þá erum við í tapaðri
baráttu, ef svo má segja. Málin eru
ekki á forræði sveitarfélaganna en
sveitarfélögin þurfa samt að vinna
mjög hart að þessu,“ segir Sigríð-
ur.
„Þessi stóru mál eru það sem
skilur á milli feigs og ófeigs í því
að við getum vaxið og dafnað. Það
er svolítið stóra málið. Ef sam-
göngur, raforka og nettengingar
eru á pari við aðra landshluta þá
getur svæðið plumað sig.“
Hún segir sveitarfélögin á at-
vinnusvæðunum þremur á Vest-
fjörðum að mestu leyti vera að
hugsa um svipaða hluti. Í sömu
baráttunni, ef svo má segja.
„Fyrir suðurfirðina er verið að
horfa á Teigsskóginn og fyrir allt
svæðið, bæði norður og suður, er
verið að horfa á Dýrafjarð-
argöngin og Dynjandisheiðina sem
eina einingu, því það skiptir gríð-
arlega miklu máli fyrir þessi sveit-
arfélög að geta komist nær hvert
öðru, þannig að það verði betri
samgöngur á milli, meira flæði
fólks fram og til baka.“ athi@mbl.is
Stóru málin skilja á
milli feigs og ófeigs
Vestfirðir verði
á pari við aðra
Morgunblaðið/Eggert
Vestfjarðastofa Sigríður Ólöf
Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri.
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Atvinnu- og samgöngumál, auk
ímyndar landsfjórðungsins út á við,
eru þau mál sem helst brunnu á
þeim íbúum Vestfjarða sem Morg-
unblaðið sótti heim núna í aðdrag-
anda sveitarstjórnarkosninganna.
Enginn viðmælendanna sem rætt er
við á þessari opnu sagðist sérstak-
lega ósáttur við þá þjónustu sem
sveitarfélögin veittu, hún væri fín,
þótt eflaust væri alltaf hægt að gera
aðeins betur. Veigamestu atriðin í
huga íbúa sem rætt var við virðast
þannig að miklu leyti lúta að mála-
flokkum sem eru á forræði ríkisins.
Af orðum þeirra má ráða að Vest-
firðir hafi setið eilítið á hakanum í
landsmálapólitíkinni.
Morgunblaðið/Eggert
Speglun Eyrarfjall og Ísafjarðarbær speglast skemmtilega í rennisléttum Pollinum, innst í Skutulsfirði.
Nærþjónustan ágæt
en annað mætti bæta
Samgöngur og atvinnumál í deiglunni á Vestfjörðum
Örn Elías Guðmundsson,
Súðavík
„Raunveruleikinn er að það fer
30 þúsund kall af mínum pen-
ingum í hita og rafmagn á með-
an í sambærilegu húsi í Reykja-
vík er það kannski 7-8 þúsund
kall, eftir því sem ég best veit.
Það er hellingur. Þetta eru lífs-
gæði sem mér finnst að eigi að
vera sanngjarnari. Nettenging er
hægt og rólega að komast á Vest-
firði, en þetta er búið að vera
geggjað grín.“
Steinunn Pálmadóttir,
Ísafirði
„Það þarf að koma upp betri
samgöngum, líka við suðurfirð-
ina. Það er það sem brennur á
okkur. Samgöngurnar eru mér
efstar í huga, að það verði góð
hringtenging hjá okkur. Þegar
leiðin héðan í suðurfirðina er op-
in þá tekur það tvo tíma að fara
hana. En þegar það er lokað þarf
fólk að fara miklu miklu lengri
leið og keyra í sex tíma.“
Kristín G. Pétursdóttir,
Flateyri
„Ég veit ekki hvernig það hefði
verið ef Flateyrarhreppur væri
ennþá til, það væri örugglega erf-
itt fyrir bæjarfélagið að halda úti
leikskóla og öllu þessu. Ég held
að það sé mjög mikilvægt fyrir
okkur litlu bæina í Ísafjarðarbæ
að vera með einn fulltrúa, alla-
vega, bara til þess að við höfum
smá rödd í bæjarstjórn, sama
hvort það er Flateyri, Suðureyri
eða Þingeyri.“
Morgunblaðið/Eggert
Hvað brennur á kjósendum?