Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 38
VESTFIRÐIR VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Það kom Sigríði Ó. Kristjáns- dóttur, framkvæmdastjóra Vest- fjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum við Vestfirð- inga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir rík- isvaldið en sveitarfélögin ítrekað komið upp. Samgöngumálin, orkumálin og atvinnumálin eru það sem brennur á Vestfirðingum og að sögn Sigríð- ar fer mikil orka sveitarfélaganna í að fylgja þessum málum eftir við ríkisvaldið, jafnvel svo mikil orka að það bitni á getu sveitarfélag- anna til að sinna öðrum málum eins og best yrði á kosið. „Það sjá allir sveitarstjórnar- menn á Vestfjörðum að ef við ekki vinnum þessi stóru mál og náum fram þessum úrbótum sem virki- lega þarf, þá erum við í tapaðri baráttu, ef svo má segja. Málin eru ekki á forræði sveitarfélaganna en sveitarfélögin þurfa samt að vinna mjög hart að þessu,“ segir Sigríð- ur. „Þessi stóru mál eru það sem skilur á milli feigs og ófeigs í því að við getum vaxið og dafnað. Það er svolítið stóra málið. Ef sam- göngur, raforka og nettengingar eru á pari við aðra landshluta þá getur svæðið plumað sig.“ Hún segir sveitarfélögin á at- vinnusvæðunum þremur á Vest- fjörðum að mestu leyti vera að hugsa um svipaða hluti. Í sömu baráttunni, ef svo má segja. „Fyrir suðurfirðina er verið að horfa á Teigsskóginn og fyrir allt svæðið, bæði norður og suður, er verið að horfa á Dýrafjarð- argöngin og Dynjandisheiðina sem eina einingu, því það skiptir gríð- arlega miklu máli fyrir þessi sveit- arfélög að geta komist nær hvert öðru, þannig að það verði betri samgöngur á milli, meira flæði fólks fram og til baka.“ athi@mbl.is Stóru málin skilja á milli feigs og ófeigs  Vestfirðir verði á pari við aðra Morgunblaðið/Eggert Vestfjarðastofa Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Atvinnu- og samgöngumál, auk ímyndar landsfjórðungsins út á við, eru þau mál sem helst brunnu á þeim íbúum Vestfjarða sem Morg- unblaðið sótti heim núna í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninganna. Enginn viðmælendanna sem rætt er við á þessari opnu sagðist sérstak- lega ósáttur við þá þjónustu sem sveitarfélögin veittu, hún væri fín, þótt eflaust væri alltaf hægt að gera aðeins betur. Veigamestu atriðin í huga íbúa sem rætt var við virðast þannig að miklu leyti lúta að mála- flokkum sem eru á forræði ríkisins. Af orðum þeirra má ráða að Vest- firðir hafi setið eilítið á hakanum í landsmálapólitíkinni. Morgunblaðið/Eggert Speglun Eyrarfjall og Ísafjarðarbær speglast skemmtilega í rennisléttum Pollinum, innst í Skutulsfirði. Nærþjónustan ágæt en annað mætti bæta  Samgöngur og atvinnumál í deiglunni á Vestfjörðum Örn Elías Guðmundsson, Súðavík „Raunveruleikinn er að það fer 30 þúsund kall af mínum pen- ingum í hita og rafmagn á með- an í sambærilegu húsi í Reykja- vík er það kannski 7-8 þúsund kall, eftir því sem ég best veit. Það er hellingur. Þetta eru lífs- gæði sem mér finnst að eigi að vera sanngjarnari. Nettenging er hægt og rólega að komast á Vest- firði, en þetta er búið að vera geggjað grín.“ Steinunn Pálmadóttir, Ísafirði „Það þarf að koma upp betri samgöngum, líka við suðurfirð- ina. Það er það sem brennur á okkur. Samgöngurnar eru mér efstar í huga, að það verði góð hringtenging hjá okkur. Þegar leiðin héðan í suðurfirðina er op- in þá tekur það tvo tíma að fara hana. En þegar það er lokað þarf fólk að fara miklu miklu lengri leið og keyra í sex tíma.“ Kristín G. Pétursdóttir, Flateyri „Ég veit ekki hvernig það hefði verið ef Flateyrarhreppur væri ennþá til, það væri örugglega erf- itt fyrir bæjarfélagið að halda úti leikskóla og öllu þessu. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur litlu bæina í Ísafjarðarbæ að vera með einn fulltrúa, alla- vega, bara til þess að við höfum smá rödd í bæjarstjórn, sama hvort það er Flateyri, Suðureyri eða Þingeyri.“ Morgunblaðið/Eggert Hvað brennur á kjósendum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.