Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Jafnaðarmannaflokkurinn Siumut bar sigurorð af sósíalistaflokknum Inuit Ataqatigiit í baráttu þeirra um að verða stærsti flokkur Grænlands en báðir töpuðu þeir miklu fylgi í þingkosningunum í fyrradag. Mið- og hægriflokkurinn Demókratar jók fylgi sitt mest og vonast til þess að verða í næstu landstjórn en setur það skilyrði að hún lækki skatta. Siumut fékk 27,2% atkvæðanna, 7,1 prósentustigi minna en í kosn- ingunum í nóvember 2014, og níu þingsæti, tveimur færri en fyrir fjór- um árum. Inuit Ataqatigiit fékk 25,5%, fylgi hans minnkaði um 7,7 prósentustig og þingmönnum hans fækkaði úr ellefu í átta. Aðeins mun- aði 526 atkvæðum á fylgi flokkanna en munurinn var enn minni fyrir fjórum árum, 326 atkvæði. Kielsen í góðri stöðu Af þessu leiðir að leiðtogi Siumut og formaður landstjórnarinnar, Kim Kielsen, fær fyrstur tækifæri til að mynda nýja stjórn. Hann kvaðst ætla að ræða við formenn allra hinna flokkanna og geta unnið með þeim öllum á næsta kjörtímabili. Eftir kosningarnar fyrir fjórum árum myndaði Kielsen stjórn með Demó- krötum og hægriflokknum Atassut sem er andvígur því að Grænland verði sjálfstætt ríki. Hún var við völd til ársins 2016 þegar Siumut myndaði nýja stjórn með Inuit Ataqatigiit og miðflokknum Naleraq sem fékk fjögur sæti í kosningunum í fyrradag og bætti við sig einu. Stjórnmálaskýrandi grænlenska fréttavefjarins Sermitsiaq.AG, Christian Schulz-Lorentzen, segir að Kielsen sé í góðri stöðu eftir kosningarnar þrátt fyrir fylgistap Siumut. Hann segir að Kielsen njóti góðs af því að hafa starfað með alls fjórum öðrum flokkum á síðasta kjörtímabili og þekkja forystumenn þeirra vel. Hann telur þó að nokkur ágreiningsmál geti torveldað stjórnarmyndunina, t.a.m. deilur um nýtt frumvarp um veiðigjöld, sem á að auka tekjur ríkissjóðs Græn- lands, og hvort heimila eigi vinnslu á úrani, geislavirku frumefni sem er aðallega notað í kjarnaofna og kjarnavopn. Krafa Demókrata um skattalækkun gæti einnig haft áhrif á niðurstöðuna, en Siumut hefur ekki útilokað að skattar verði lækk- aðir. Gæti ráðist af veiðigjaldadeilu Ekki er víst að það takist að mynda nýja samsteypustjórn í fyrstu atrennu, að mati annars stjórnmálaskýranda, Rasmus Leanders Nielsens, aðjunkts við Há- skólann á Grænlandi. Hann segir að t.a.m. sé hugsanlegt að Demókratar og IA myndi stjórn með öðrum flokki án Siumut. Hann telur líklegt að afstaða flokkanna í málefnum á borð við sjávarútveg og námu- vinnslu ráði úrslitum um hver nið- urstaðan verður í stjórnarmyndun- arviðræðunum. Nielsen segir að deila Siumut og IA um veiðigjaldafrumvarpið hafi orðið til þess að ákveðið var að flýta þingkosningunum sem áttu að fara fram ekki síðar en í nóvember næst- komandi. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að flokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu. „Það væri ekki í fyrsta skipti sem málamiðlunar- samkomulag næðist eftir kosningar, þannig að það er erfitt að útiloka einhvern möguleika núna.“ Demókratar fengu 19,5% at- kvæðanna, 7,7 prósentustigum meira en árið 2014. Flokkurinn bætti við sig tveimur þingsætum, fékk sex, og er nú þriðji stærsti flokkurinn. Í kosningunum fyrir fjórum árum bætti hann einnig við sig tveimur þingsætum og fylgi hans jókst þá um 5,6 prósentustig. Vill kvótauppboð Formaður Demókrata, Randi Vestergaard Evaldsen, kveðst vona að þessi góði árangur í tvennum kosningum í röð verði til þess að áhrif flokksins aukist. Hún segist vera tilbúin að ganga í næstu land- stjórn, en þó ekki hvað sem það kostar. „Þetta ræðst af því hvort þeir verða við kröfum okkar og við víkjum ekki frá úrslitakröfunni,“ hefur fréttavefur grænlenska ríkis- útvarpsins eftir henni. „Við viljum ná fram kröfu okkar um skattalækk- anir. Vinnandi fólk á Grænlandi á að hafa meiri peninga til ráðstöfunar.“ Evaldsen rekur fylgisaukningu Demókrata til þess að flokkurinn hafi staðið fast á skýrri stefnu og segir að stefna stjórnar Siumut, IA og Naleraq hafi verið óraunhæf í mikilvægum málefnum, m.a. sjávar- útvegsmálum. Hún kveðst vera hlynnt því að komið verði á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi að fær- eyskri fyrirmynd. „Við teljum ekki að landstjórnin eigi að úthluta kvót- um, heldur verði það gert með upp- boðsfyrirkomulagi og að markaður- inn ákveði kvótaskiptinguna, þannig að við fáum sjávarútveg sem gagn er að fyrir samfélagið,“ hefur Sermit- siaq.AG eftir Evaldsen. Siumut enn stærstur á Grænlandi  Deilur um veiðigjöld og úran gætu ráðið úrslitum í viðræðum um myndun nýrrar landstjórnar  Demókratar hafa stóraukið fylgi sitt í tvennum kosningum í röð og krefjast skattalækkana AFP Sáttur formaður Kim Kielsen, leiðtogi Siumut og formaður grænlensku landstjórnarinnar (til hægri), og Karl- Kristian Kruse, einn þingmanna flokksins, fyrir utan kjörstað í Nuuk þegar Grænlendingar kusu nýtt þing. Sjö flokkar á þinginu » Jafnaðarmannaflokkurinn Siumut fékk níu þingsæti af 31. Hann var stofnaður árið 1979. Landstjórn Grænlands var undir forystu hans samfleytt í 30 ár til 2009 og frá 2013. » Sósíalistaflokkurinn Inuit Ataqatigiit fékk átta sæti. Hann var stofnaður 1978. » Mið- og hægriflokkurinn Demókratar fékk sex sæti. Hann var stofnaður 2002. » Miðflokkurinn Naleraq fékk fjögur sæti. Hans Enoksen, fyrrv. formaður landstjórn- arinnar, stofnaði hann 2014 þegar hann gekk úr Siumut. » Atassut fékk tvö sæti. Er borgaralegur flokkur, stofn- aður 1978 og andvígur því að Grænland verði sjálfstætt ríki. » Tveir nýir flokkar fengu eitt sæti hvor: Nunatta Qitornai (klofningsflokkur frá Siumut) og Samvinnuflokkurinn, sem vill aukið samstarf innan danska ríkissambandsins. Héraðsdómur í Kaupmannahöfn dæmdi í gær danska uppfinninga- manninn Peter Madsen í lífstíðar- fangelsi fyrir morð á sænsku blaða- konunni Kim Wall. Madsen, sem er 47 ára, viður- kenndi að hafa brytjað lík Wall í sundur og kastað líkamsleifum hennar í sjóinn úr kafbáti sínum 10. ágúst sl. en fullyrti að hún hefði dá- ið vegna „hræðilegs slyss“ sem hefði orðið um borð í bátnum. Verj- andi Madsen sagði að hann hygðist áfrýja fangelsisdómnum. Wall, sem var þrítug, hafði sam- þykkt að fara um borð í kafbátinn til að taka viðtal við Madsen. Hún hafði ætlað að skrifa um geim- ferðarhugmyndir hans. Morguninn eftir sökk kafbáturinn og sjófar- endur björguðu Madsen. Ellefu dögum eftir að Wall hvarf fóru lík- amsleifar hennar að finnast og fljótlega varð ljóst að lík hennar hafði verið brytjað í sundur. Madsen breytti framburði sínum nokkrum sinnum frá því að hann var handtekinn. Hann fullyrti fyrir réttinum að Wall hefði orðið fyrir kolmónoxíðeitrun í bátnum á með- an hann var sjálfur á þilfari hans. Saksóknarinn fór fram á að Mad- sen yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa beitt Wall kynferðisof- beldi og orðið henni að bana, annað hvort með því að skera hana á háls eða kyrkja hana. Einnig fyrir að hafa sundurlimað lík hennar og síð- an reynt að villa um fyrir lögreglu. Hann sagði Madsen hafa lagt á ráð- in um ofbeldisverkið, það hefði ekki verið framið í stundarbrjálæði. Verjandinn sagði að niðurstaða krufningar staðfesti ekki fyllilega hver dánarorsök Wall var. Hann vildi að Madsen yrði aðeins dæmd- ur til stuttrar fangelsisvistar fyrir að hafa sundurlimað lík Wall. Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi  Ætlar að áfrýja fangelsisdómnum AFP Dæmdur Teikning af Peter Madsen (t.v.) fyrir rétti í Kaupmannahöfn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.