Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 56

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is  Barnið mitt þverneitar að fara í leikskólann á morgnana og berst á hæl og hnakka. Þegar það er kom- ið í leikskólann virðist það þó una sér vel, hvernig get ég tæklað þetta vandamál? Takk fyrir spurninguna. Þetta eru algengar aðstæður á heimilum ungra barna og geta verið ýmsar ástæður fyrir hegðun af þessu tagi. Gott er að hafa í huga að þegar breyta á einhverju í hegðun er mikilvægt að skoða fleira en bara hegðunina sjálfa. Þá getur verið gagnlegt að kortleggja hvað gerist áður en barnið sýnir erfiðu hegð- unina og hvað gerist í kjölfarið. Hegðun gerist nefnilega ekki í tómarúmi, ýmist er eitthvað sem kemur henni af stað (til dæmis að barnið vill halda áfram í leik) eða eitthvað sem viðheldur henni (til dæmis að barnið fær auka athygli og tíma foreldris). Það getur oft verið eitthvað sem maður sér ekki fyrr en farið er að skoða þetta kerfisbundið. Gott er einnig að huga að því að rútína sé í föstum skorðum og að börnum sé gef- inn góður tími til að ljúka þeim verk- efnum sem ætlast er til af þeim, svo sem að borða, klæða sig og fara í útiföt- in. Mörgum foreldrum hefur þótt gott að setja morgunrútínuna upp í sjónrænt skipulag (þá má ann- aðhvort teikna myndir sjálfur, með barninu eða finna myndir á net- inu). Flest leikskólabörn þekkja sjónrænt skipulag vel úr leik- skólaumhverfinu og þetta getur dregið úr neikvæðum samskiptum sem leiðinlegt er að hefja daginn á. Það getur líka verið gott að kveikja áhuga barnsins á að fara í leikskól- ann, minna á að þar séu leikfélagar og/eða búa til stutta en skemmti- lega kveðjurútínu þegar foreldri fer, s.s. að knúsa, „klessann“, snúa hring, hoppa, kveðja og svo yf- irgefur foreldrið strax leikskólann. Einfalt hvatningarkerfi getur líka verið góð leið til að auka jákvæða hegðun, til dæmis að barnið fái stimpil á handarbak eða límmiða þegar það sýnir jákvæðu hegð- unina (barnið fer í útifötin án þess að gráta). Þarna þyrfti að vera skýrt hvaða hegðun barnið þarf að sýna til að fá umbunina. Þegar ákveðið er að taka á hegðun er gott að hafa í huga að foreldrar þurfa að vera tilbúnir að fylgja því eftir og vera samkvæmir sjálfum sér. Gangi ykkur vel!  Sonur minn er með afskaplega lítið sjálfstraust þrátt fyrir að við foreldrar hans reynum að peppa hann stöðugt og segja að hann sé frábær. Litli bróðir hans, sem fær sama uppeldi, er uppfullur af sjálfstrausti og ætlar þvílíkt að sigra heiminn í framtíðinni sem forseti Bandaríkjanna, frægur leikari og rokkstjarna. Þó eldri drengurinn hafi stóra drauma um framtíðina líka þá er hann ótrúlega oft í kleinu með sjálfan sig og sína hæfni til allra hluta. Getum við eitthvað gert? Takk fyrir spurninguna. Hún kemur inn á málefni sem hafa ver- ið umræðuefni um langa tíð en það varðar áhrif umhverfis á mann- eskjuna á móti því hversu mikið hægt er að skýra manneskjuna út frá líffræðinni. Það sem er mik- ilvægt að hafa fyrst í huga er að líf- fræðilega eru systkini ekki eins þó þau eigi sömu foreldra. Þetta þýðir meðal annars að börn fæðast mis- munandi næm fyrir tilfinningum. Börn sem alast upp á sama heimili og við sambærilegar aðstæður mótast á mismunandi hátt. Eldri drengurinn ykkar gæti verið næm- ari og tekið betur eftir því sem honum finnst hann gera rangt. Það er með börn eins og okkur sjálf að tilfinningin um eigið ágæti þarf að koma frá eigin brjósti og þó að það sé gott að fá hrós frá foreldrum, er mikilvægara að kunna að meta eig- ið ágæti. Það getur skilað sér í meira sjálfstrausti að fá hrós fyrir það sem vel er gert í stað þess að segja stöðugt að þau séu frábær. Í vissum tilfellum getur stöðugt hrós hreinlega gert börnin óörugg og þá jafnvel virkað öfugt. Hegðun lýtur ákveðnum lögmálum, fái hún at- hygli eykst hún og slokknar ef eng- in svörun fæst. Ef til vill væri gott að taka tímabil þar sem hann fær sérstaka athygli fyrir að segja frá því sem gekk vel þann daginn. Gætuð jafnvel haldið „jákvæðni- dagbók“. Foreldrar eru líka besta fyrirmyndin svo þið gætuð mark- visst sett orð á hvað þið eruð stolt af einhverju sem þið gerðuð í vinnunni til dæmis. Hvetjið dreng- inn ykkar til þess að setja orð á eigin líðan og bendið honum á þeg- ar hann er glaður og ánægður með eigin frammistöðu. Eitt það mik- ilvægasta sem foreldrar geta gert er að leyfa tilfinningar og líka þær sem við flokkum sem neikvæðar, svo sem kvíða. Ef barn er kvíðið fyrir einhverju og treystir sér ekki í það þá er mikilvægt að hlusta á það og segja að það sé eðlilegt að treysta sér ekki í allt. Mistök eru líka nauðsynleg, enginn er góður í öllu. Landsliðið okkar í fótbolta er líklega ekki eins gott í að dansa ballett og gerir það nokkuð til? Stundum eiga börn sem eru ekki með mikið sjálfstraust erfitt með að taka hrósi og eigna sér það. Draumar um framtíðina eru gríð- arlega mikilvægir og því eitthvað sem þarf að hlúa að og hjálpa börn- um að stefna að. Spurt og svarað um málefni fjölskyldunnar Spurningum sem berast í Spurt og svarað hjá Fjölskyld- unni á mbl.is svarar SÓL sálfræði- og læknisþjónusta en þar starfar hópur fagfólks sem leggur metnað sinn í að veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra góða þjónustu. Nánari upplýsingar á www.sol.is. Morgunblaðið/Eggert Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Það verður vonandi skemmtilegt í sumar hjá íslenskum börnum á öllum aldri en þeim börnum sem búa á höfuðborgarsvæðinu og eru á „sumarnámskeiðaaldrinum“, oft- ast frá um það bil sex til fjórtán ára, býðst gríðarlegur fjöldi nám- skeiða í öllu mögulegu í sumar. Á frístundavef Reykjavíkur, www.fristund.is, bjóða 250 aðilar á öllu höfuðborgarsvæðinu upp á alls kyns námskeið; frístunda- námskeið sveitarfélaga, bolta- námskeið íþróttafélaga, útilífs- námskeið skátanna, siglingar, myndlist, reiðmennsku, forritun, leiklist, sjálfstyrkingarnámskeið, klifur og mörg fleiri. Það fer svo eftir stærð sveitarfélaga hversu mörg og hvort sumarnámskeið eru í boði á landsbyggðinni en fjöl- skyldum utan höfuðborgarsvæð- isins er bent á vefsíður sveitarfé- laganna fyrir nánari upplýsingar. Ekki bara sumarnámskeið Jóhanna Garðarsdóttir hjá ÍTR og umsjónarmaður frístundavefs- ins bendir á að allir sem halda sumarnámskeið fyrir börn geti fengið aðgang að vefnum til að kynna námskeið sér að kostn- aðarlausu, nú þegar eru yfir 60 fé- lög með aðgang og vonandi bætast fleiri við. Hún segir það algengan misskilning að vefurinn sé ein- göngu fyrir sumarnámskeið. Svo er ekki, námskeið eru einnig í boði fyrir börn á veturna en þau eru að detta út um þessar mundir og sumarnámskeiðin flest komin inn. „Undanfarin ár hefur úrval námskeiða aukist mjög mikið og það getur því verið hálfgerður höfuðverkur að finna réttu nám- skeiðin fyrir börnin. Bæði er mik- ið framboð af ólíkum námskeiðum og oft nokkrir námskeiðshaldarar með svipuð námskeið,“ segir Jó- hanna. Kostnaðurinn við námskeiðin er eins misjafn og þau eru mörg. Jó- hanna segist ekki fá gögn af frí- stundavefnum um hvernig nám- skeið foreldrar velji fyrir börnin eða samsetningu þeirra fyrir sum- arið. Hinsvegar eru námskeiðin á ólíku verði og í sumar hafi hún í fyrsta sinn séð námskeið á vegum Hjálpræðishersins sem verður ókeypis. „Önnur breyting sem við sjáum núna er að fólk er almennt að skrá börnin sín töluvert fyrr en áður. Fyrir ekki svo mörgum ár- um var fólk að skoða þetta í lok maí eða jafnvel síðar en fólk sýnir almennt meiri fyrirhyggju nú en áður,“ segir Jóhanna að lokum. Almennt má segja að frístunda- námskeið á vegum sveitarfélag- anna, ýmiskonar námskeið á veg- um íþróttafélaganna og útilífsnámskeið á vegum skátanna séu í ódýrari kantinum, svo séu önnur sem eru dýrari og fjölmörg í einskonar milliflokki hvað verð varðar. Þannig getur verið skyn- samlegt, ef fjármunir foreldra gefa tilefni til, að leyfa barninu að velja sér eitt draumanámskeið og velja önnur ódýrari samhliða ef fjölskyldan hefur þörf fyrir að hafa barnið á fleiri en einu nám- skeiði í sumar. Fjör á frístunda- námskeiðum í sumar Morgunblaðið/Ómar Frístundanámskeið Börnum á höfuðborgarsvæðinu stendur mikið úrval frístundanámskeiða í sumar til boða, m.a. siglinganámskeið í Nauthólsvík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.