Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 63
Stefán Jörgen systursonur minn hefur ætið skipað stóran sess í lífi mínu og fjölskyldu minnar, við kveðjum einstakan dreng með miklum trega. Stefán var yndislegt barn, fallegur og góður með hraustlega rödd og rauðgullið hár. Hann var lagviss og hafði fallega söngrödd. Korn- ungur kunni hann mikið af lögum og textum sem hann söng fyrir þá sem á vildu hlusta. Stefán Jörgen var mjög listrænn og 12 ára var hann kominn með vinnu- stofu heima að vinna í því sem koma skyldi, þ.e. margvísleg list- sköpun í þrívídd. Ég, maður minn Vilmundur og synir okkar Davíð, Guðni og Ragnar Óli bjuggum í húsi foreldra minna Ólafs og Ragnheiðar í Hjalla- brekkunni og þar var Stefán mik- ið og kom oft niður til okkar að leika við strákanna. Þetta voru notaleg ár og eftir að ég og fjöl- skyldan fluttum til London 1989 kom Stefán oft í heimsókn til okkar bæði með foreldrum og systkinum og einnig ömmu sinni og afa. Í London eru öll söfnin og garðarnir svo að mikið var skoð- að eins og t.d. vaxmyndasafn Ma- dame Tussauds og The Natural History Museum. Á unglings- og fullorðinsárum kom hann oft til okkar bæði til London og svo seinna meir í sveitina í Lincoln- shire. Við brölluðum margt sam- an, hann var áhugasamur um mína skúlptúrvinnu og eins ég um það sem hann var að gera. Um 17 ára aldurinn hafði Stefán fengið boð um að heimsækja förðunarlistamanninn Christop- her Tucker, frumhönnuð að gervi Fílamannsins í samnefndri mynd frá 1982. Vinnustofa og heimili Tucker var óðalsetur frá 1800 í Berkshire. Við fórum akandi frá Suður-London í góðu veðri, ég undir stýri og Stefán var á kort- inu. Kona Tuckers tók á móti okkur og við biðum eftir herr- anum í stórum sal, það var vítt til veggja og hátt til lofts en þetta var bara forstofan. Þetta varð ánægjuleg heimsókn, við drukk- um te og Tucker sýndi okkur Stefáni vinnustofuna og hvað hann var að vinna að, þetta var draumaveröld. Síðan skoðaði hann möppu Stefáns og ráðlagði honum vel. Stefán heimsótti okk- ur líka þegar hann fór á nám- skeið eða sýningar í London og er mér minnisstætt námskeið í hárkollugerð og ýmiss konar hár- vinnu sem heillaði Stefán gjör- samlega. Sé ég árangur þess námskeiðs koma fram í mörgum verka hans, ber að nefna fígúrur Sögusafnsins og VR-auglýsingu þar sem hann breytti íslenskum þekktum konum í karla, mjög vel gert. Tæknina sem hann lærði þróaði hann oft áfram með frá- bærum árangri. Eitt sinn á sól- ríkum degi árið 2009 var ég að vinna skúlptúr fyrir sýningu í hlöðu á bóndabæ einum á mið Englandi þegar Stefán kíkti við. Ég fékk þarna óvænt aðstoðar- mann og skutlaði honum síðan til Uxbridge þegar hann þurfti að mæta til vinnu í Pinewood Stud- ios eftir helgina. Það var alltaf notalegt að hitta Stefán Jörgen og ég ætla að leyfa mér að líta þannig á að hann hafi bara farið í langt ferðalag. Elsku Stefán Jörgen, blessuð sé minning þín, góði drengur. Innilegar sam- úðarkveðjur, kæra Togga, Gústi og fjölskylda. Guðrún Nielsen. Kveðja frá bekkjarfélögum í Hjallaskóla. Glaðlyndur, brosmildur og rauðbirkinn drengur mætir í skólann með nýja hugmynd í skólatöskunni til að sýna okkur. Við hin skildum ekki alltaf eða tengdum við ástríðu Stefáns fyrir því að skapa, enda bara börn með mismunandi áhugamál eins og gengur og gerist. Við vorum samt öll meðvituð um að þarna væri einstakur persónuleiki á ferðinni. Gleðin sem hann hafði, lundarfar og æðruleysi smitaðist oft á okkur bekkjarfélagana hans. Aldrei hafði neinn eitthvað neikvætt að segja um Stefán Jörgen, enda gaf hann aldrei ástæðu til þess. Hann var mjög vel liðinn af öllum, bæði samnem- endum og kennurum, leyfi ég mér að fullyrða. Það er ekki sjálf- sagt í ólíkum hópi barna. En veikindi og sjúkdómar fara ekki í manngreinarálit eins og við vit- um. Það er þyngra en tárum taki að sjá eftir þessum einstaka manni og stórkostlega listamanni sem bæði gladdi í eigin persónu og átti þátt í að gleðja aðra með sköpun sinni. Ég var svo lánsöm að ganga oft heim með honum eftir skóla og mér er sérstaklega minnisstætt hvað mér leið alltaf vel í návist hans. Hann var hjartahreinn og fordómalaus, sem sýndi sig best síðast þegar við hittumst fyrir einhverjum ár- um. Þá sagði Stefán að hann vildi innilega hitta okkur vinkonur og heilsa upp á börnin okkar. Okkur fannst báðum mjög skrítið hvað við vorum orðin „stór“ og hlógum að því. Það að ekki hafi orðið af því sannar enn og einu sinni það að lífið er núna, ekki seinna, eins og mörgum er svo tamt að hugsa. Fyrir hönd útskriftarárgangs okkar fæddra 1977 úr Hjalla- skóla í Kópavogi langar mig að votta aðstandendum Stebba inni- lega samúð okkar. Megi minning- in um góða, glaðlynda drenginn með stóra brosið lifa í hjörtum allra sem þekktu hann. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höfundur ókunnur) Fyrir hönd okkar bekkjar- félaga úr Hjallaskóla, Ragna Sif. Elsku Stefán, ég á engin orð til að lýsa því hvernig mér hefur lið- ið síðan ég fékk fréttirnar. Ég er þakklát fyrir samtalið okkar um daginn og fallegu orðin þín, ég tek undir þau, við áttum vissu- lega yndislegar stundir saman sem ég rifja reglulega upp. Ég er ekki síður þakklát fyrir það hversu vel við höfum samglaðst hvort öðru í gegnum árin, það er ómetanlegt. Ég er þvílíkt heppin að hafa fengið að kynnast þér Stefán og brallað með þér alls konar skemmtilega hluti. Góðar stundir með fjölskyldum og vinum okkar beggja og síðast en ekki síst stundirnar sem við áttum tvö saman. Ég geymi í huganum minning- ar um ótal ferðir í Góða hirðinn, við vorum eins og krummar í leit að gulli og þú kræfari en ég. Við vorum alltaf sammála um ger- semar og gengum alltaf glað- hlakkaleg út úr búðinni. Hugul- samur starfsmaður gerði það að vana að taka frá ákveðna hluti sérstaklega handa okkur og það gladdi okkur mikið. Anatómíu- bækur og bækur með myndum eftir gömlu meistarana vöktu mesta lukku hjá þér og grasa- fræðibækur hjá mér. Þú safnaðir að þér verkfærum en fallegustu og frumlegustu verkfærin þín bjóstu til sjálfur. Ég gleymi því ekki þegar við heimsóttum heildsala sem seldi alls konar tannlæknadót og þú spurðir starfsfólkið spjörunum úr um alls konar sérhæfðar vörur. Það var stundum skrítinn svipurinn á fólki, það hefur ef- laust verið að velta því fyrir sér hvað þú vildir eiginlega gera við þessar tannlæknagræjur sem þú varst að spyrja út í þar sem þú varst ekki tannlæknir. Þú varst örlátur, svaraðir ófáum símtölum frá öðrum lista- mönnum og ókunnugum sem báðu um tæknileg ráð. Þú svar- aðir fólki alltaf vinalega og leið- beindir því án þess að fá nokkuð í staðinn. En starfið þitt var unnið af óbilgjarnri ástríðu, þú lagðir allt undir til að hlutir skiluðu sér eins og þú vildir hafa þá. Ég varð upp með mér þegar þú bauðst mér að hjálpa þér í vinnunni en ég kunni ekki neitt miðað við þig. Þú hvattir mig og hrósaðir mér þegar þér fannst ég vera að gera góða hluti en ég tók mark á þér því ég bar djúpstæða virðingu fyrir þér og verkunum þínum. Þolinmæði og þrjóska, næmi og innlifun, einlægni og ljúf- mennska, gáfur, færni, heilmikið stolt og ríkt ímyndunarafl með dassi eða réttara sagt hlassi af húmor einkenndi þig. Þú fylltir herbergi þegar þú gekkst inn í þau, hógvært og fallegt brosið á myndarlegu andlitinu og höfuðið fullt af æðisgengnum hug- myndum. Gáfulegt augnaráðið leyndi sér aldrei og kankvíslegur hláturinn, það hlær enginn eins og Stefán hugsaði ég alltaf og hugsa enn. Með nærveru þinni, einlægni og töfrum gladdir þú alla í umhverfinu, fékkst mestu fýlupúkana á svæðinu til að brosa. Þú hræddir líftóruna úr fjölda manns með mögnuðu verk- unum þínum en þú munt halda því áfram um ókomna tíð. Elsku vinur, það er þungt að kveðja, takk fyrir hlýjuna og góðu stundirnar. Þú býrð í hjarta mér alltaf. Við sjáumst aftur, það er ég alveg viss um. Það býr í mér rík von um að þér líði betur þar sem þú ert núna. Ég varð- veiti minningarnar okkar áfram. Þín Meira: mbl.is/minningar Sigurrós. Elsku vinur. Við kveðjum þig í hinsta sinn í dag en það stóra pláss sem þú átt í hjarta okkar kveðjum við aldrei, það kallast minningar. Eins hljóðlátur og þú varst og þægi- legur í samskiptum þá var alltaf gott innihald í spekúlasjónum okkar. Þú varst eins og fasti punkturinn í komu okkar í Hug- arafl á morgnana, alltaf mættur fyrstur, sem þýddi að alltaf var einhver til að eiga spjall við yfir morgunkaffinu. Þú fórst ekki í manngreinarálit, talaðir við alla, konur og karla, unga sem gamla. Og það endurspeglaðist í þeirri fallegu minningarstund sem við Hugaraflsfólk áttum 19. apríl síð- astliðinn þar sem við sátum og minntumst þess hvað nærvera þín og það sem þú hafðir að segja skipti okkur miklu máli. Margir voru mannkostirnir en það sem oftast var nefnt á þessari stundu var ljúfmenni, húmoristi, lista- maður, berfættur á inniskóm í öllum veðrum, hvetjandi, já- kvæður og gefandi, en trúlega varstu með okkur á þeirri stundu sötrandi kaffið þitt að kíkja við á fund og sjá hvað við hefðum að segja. Við viljum trúa að nærvera þín sé okkur alltumlykjandi þessa dagana og í baráttunni, elsku vinur. Takk fyrir spjallið okkar, takk fyrir ráðleggingar í daglegu lífi, takk fyrir að lífga upp á erfiða daga, takk fyrir að hafa kennt okkur, takk fyrir sam- fylgdina. Fjölskyldu og vinum Stefáns sendum við okkar hlýjustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd félaga í Hugarafli, Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Góður og einstaklega hæfi- leikaríkur maður er fallinn frá. Er ég fékk fregnina um að Stefán væri látinn þyrmdi yfir mig og í hjarta mínu fann ég sársauka þeirrar vitneskju að ég myndi aldrei aftur hitta hann að spjalli, aldrei aftur heilsa honum á þann hátt sem við tveir höfðum tamið okkur að heilsast þegar við hitt- umst í húsakynnum Hugarafls og aldrei aftur njóta nærveru hans. Það var sárt. Þetta var daginn sem við í Hugarafli stóðum fyrir þöglum mótmælum við velferð- arráðuneytið og er ég meðtók þessa hörmulegu frétt fann ég allt í einu fyrir auknum krafti sem ég nýtti mér í mótmælunum. Ég skyldi berjast fyrir málefnum Hugarafls fyrir Stefán, þar sem hann fann tilgang, griðastað og bata. Við kynntumst í Hugarafli og er tíminn leið fann ég hversu hæfileikaríkur Stefán var, hversu góð sál hann var, hversu notalega nærveru hann hafði og hversu mjög hann naut þess að koma við, setjast með kaffibollann sinn í „sætið sitt“, spjalla um heima og geima, því hann var vel að sér í flestu, syngja hástöfum með er ég greip í gítarinn eða einfald- lega hlusta á 80’s-tónlist í síman- um sínum með teiknitölvuna sína (eins og ég kallaði hana) í fang- inu. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir var að hann var alltaf ber- fættur í skónum eða sandölunum sínum, alveg sama þótt úti væri frost og snjór. Ég spurði hann út í þetta og svarið var einfalt: svona leið honum vel. Hann fór greinilega sínar eigin leiðir í þessum málum sem, án efa, fleir- um. Einnig man ég vel eftir þeg- ar hann steig vel út fyrir þæg- indaramma sinn, alla vegana hélt ég það þá, og söng tvö lög með mér og öðrum á jólahlaðborði Hugarafls um árið fyrir fullum sal af fólki. Hann hafði sterka og hljómfagra rödd sem barst auð- veldlega um allt húsið. Hann var listamaður í húð og hár, afrek hans í gervahönnun voru stór- kostleg. Einnig var vaninn hjá mér að spyrjast fyrir um bróður hans, Óskar, sem er gítarleikari eins og ég, og hljómsveit hans, Vintage Caravan, og fræddi Stef- án mig alltaf skilmerkilega um afrek þeirra. Góði vinur, ég mun sakna þín sárt og ég mun ætíð bera í brjósti mér ljúfar minningar um okkar kynni sem náðu til nokkurra ára. Þú skildir svo margt eftir handa okkur til að njóta, listaverkin þín. Hvíl í friði vinur. Ég sendi öllum ástvinum og ættingjum þínum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þinn vinur, Árni Ævarr Steingrímsson, Hugaraflsmeðlimur. Ég var svo lánsöm að fá að fylgja Stefáni hluta af lífsins göngu. Við störfuðum saman í Hugarafli um nokkurra ára skeið og hann var stór hluti af sam- félagi okkar. Við Stefán hittumst reglulega, spjölluðum um lífið og tilveruna, sigra og sorgir, mark- miðin og framtíðina. Hann sagði mér sögu sína og kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni sem átti svo stór- an sess í hjarta hans. Hann sagði mér frá foreldrum sínum sem alltaf stóðu við bakið á honum. Hann var svo þakklátur sínu fólki og fyrir þau samskipti sem hann átti, hann upplifði svo mikinn kærleika, stuðning og virðingu frá sínum nánustu. Þegar gengið er í gegnum andlega erfiðleika er það svo dýrmætt að eiga tengsl- anet sem gengur með og um- gengst sína nánustu af þvílíkri virðingu sem þau öll gerðu. Hann sagði mér frá reglulegum sam- verustundum við afa sinn sem voru honum svo dýrmætar. Í Hugaraflinu eru margir sem muna fasta punktinn þegar Stef- án kom í hús á morgnana, fékk kaffibollann og farið var yfir stöðuna að morgni dags. Það eru margir sem muna hrósið sem hann var alltaf tilbúinn til að gefa og allt spjallið um heima og geima. Listin og sköpunin átti líka sinn sess í umhverfi okkar og Stefán gaf alltaf svo ríkulega af sér og þekkingu sinni. Við feng- um m.a. að njóta listsköpunar hans í gegnum sýningu sem hann hélt í Hugaraflinu á síðasta ári. Þegar við áttum minningarstund í Hugaraflinu 9. apríl 2018 fórum við yfir góðar minningar, söknuð okkar og þakklæti. Margir minntust á virðinguna sem hann sýndi og þá hvatningu sem hann var alltaf svo fús að veita sam- ferðafólki sínu og að hann lagði sérstaka natni við að hvetja ungt fólk áfram í starfi og leik. Hann sá smáatriði sem við hin sáum ekki og hafði alltaf orð á því já- kvæða. Það var gott að eiga þessa stund og hlæja og gráta, minnast og halda hvert utan um annað. Foreldrar Stefáns voru með okkur þessa stund og þau deildu með okkur góðum minn- ingum og kærleikanum sem við munum geyma með okkur. Árið 2015 fengum við iðju- þjálfanema frá Danmörku, Sören Kluge Andersen, og var Stefán fús til að leiðbeina honum á sinn einlæga hátt og deila með honum lífssögunni. Ég veit að þau sam- skipti og verkefni sem þeir unnu saman skiptu sköpum fyrir Sören á verknámstímanum og urðu vendipunktur í lífi hans. Sören starfar nú í Nuuk sem iðjuþjálfi og er tíminn sem hann átti með Stefáni honum oft hugleikinn og áhrifavaldur í starfsvali hans. Ég skila hér með saknaðar- og sam- úðarkveðju frá honum. Í Hugarafli verður Stefáns sárt saknað. Minningin um hann og nærveru hans lifir áfram með okkur og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða um stund. Ég og fjölskylda mín viljum votta foreldrum og öðrum aðstandendum og vinum Stefáns okkar dýpstu samúð. Auður Axelsdóttir. Við áttum því láni að fagna að kynnast Stefáni fyrir rúmum áratug þegar yngsta dóttir okkar og hann bjuggu saman. Vinnu- stofa Stefáns sem var inni á heimili þeirra var heimur ævin- týra, furða og töfra. Þar voru beinagrindur, lík, leikbrúður og allskonar skúlptúrar, líffæri, lík- amshlutar og ótal gervi. Á barnsaldri byrjaði Stefán að vinna förðunargervi. Hjá lista- smiðnum Ólafi afa sínum kynnt- ist hann margvíslegum skemmti- legum efnum svo og sílikoni sem hann notaði mikið við vinnu sína. Þeir voru miklir mátar og unnu mikið saman. Stefán viðaði stöð- ugt að sér fræðsluefni, grúskaði og fiktaði og fann út þær aðferðir sem honum fannst bestar. Hann mótaði leikgervi, leiraði sinar og vöðva inn á afsteypur sem hann tók og gerði förðunarbrellur fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og beitti hugmyndafluginu til að gera ótrúlegustu hluti. Stefán var að mestu sjálfmenntaður en sótti og kenndi líka ótal vinnu- stofutengd námskeið í listinni. M.a. sótti hann námskeið og vinnustofur í London. Þá lærði hann og starfaði undir hand- leiðslu gervahönnuðarins og Ósk- arsverðlaunahafans Dick Smith. Stefán sótti í sagnaheiminn og bjó til ógleymanlega skúlptúra af fornum hetjum fyrir Sögusafnið í Perlunni. Þar spruttu kapparnir fram misfrýnilegir og ljóslifandi hver á fætur öðrum. Hann var mikill nákvæmnismaður og það var sterkur karakter í öllu sem hann gerði. Líffærafræði var stór hluti af starfi Stefáns og hann var orðinn sérfræðingur í mannslíkam- anum. Hann ráðfærði sig við lækna. Þeir reyndust honum vel og leyfðu honum að sjá ýmislegt sem var kannski ekki opið al- menningi. Draumaverkefnin voru mörg og hann heillaðist sér- staklega af skrímslum og for- ynjum. Stefán hannaði gervi fyrir fjölda kvikmynda en þekktastur var hann fyrir Wolfman (2010), Flags of Our Fathers (2006) og Letters from Iwo Jima (2006). Kvikmyndin Wolfman fékk Óskarsverðlaun fyrir förðun en Stefán var þar hluti af stóru förð- unarteymi. Stefán hlaut Edduna árið 2011 fyrir gervi ársins í myndinni The Good Heart. Það er því ekki ofsögum sagt að hann var orðinn sannkölluð þjóðarger- semi. En hann var alla tíð hóg- vær og vildi sem minnst gera úr hæfileikum sínum. Þá var hann sérstaklega óeigingjarn og gef- andi, stöðugt að miðla upplýsing- um og hjálpa öðrum. Stefán var vissulega snillingur en okkur er ekki síður minnis- stætt góðlyndi hans, einlægni, falleg útgeislun og jafnaðargeð. Það var alltaf fagnaðarefni að fá hann í heimsókn. Ekki var hávað- inn í kringum Stefán en hann hafði skemmtilega kímnigáfu og oftar en ekki veltumst við um af hlátri. Við eigum eingöngu góðar minningar um Stefán. Það eru forréttindi að hafa kynnst hon- um, þessum yndislega dreng og ljúfmenni. Við hugsum til hans með ást, miklu þakklæti og virð- ingu. Hans er sárt saknað en við getum svo sannarlega glaðst yfir minningu hans. Hann lifir áfram í verkum sínum og hjörtum ást- vina. Við vottum fjölskyldu Stefáns, öðrum aðstandendum og vinum innilega samúð. Svanfríður S. Ósk- arsdóttir og Ólafur R. Dýrmundsson. MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Frænka okkar, HELGA Á. ÞÓRARINSDÓTTIR handavinnukennari, lést mánudaginn 23. apríl. Útför auglýst síðar. Systkinabörnin Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNLEIFUR H. STEINGRÍMSSON, Lækjasmára 7, Kópavogi, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 24. apríl. Útför hans verður auglýst síðar. Guðrún Helga Brynleifsdóttir Gunnlaugur A. Jónsson Helga Brynleifsdóttir Jón G. Hauksson Brynja Blanda Brynleifsd. Ingvaldur Thor Einarsson Steingrímur Brynleifsson barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.