Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 71

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Af áhugamálum Birnu var það einkum hestamennskan sem stóð upp úr. Hún var hestakona af ástríðu sem kapp- kostaði að eiga sem besta gæð- inga og hún naut þess mjög að bregða sér á bak og stunda hestaferðalög um landið í góðra vina hópi og hestamennskan al- mennt skipaði afar stóran sess í lífi hennar og fjölskyldunnar. Birna var hreinskiptin og heilsteypt kona sem vildi standa sína plikt, hafa hlutina á hreinu og var tryggur vinur vina sinna. Við fjölskyldan þökkum sam- fylgdina og vottum Hólmgeiri, Berki, Þóri, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum ættingjum okk- ar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Birnu. Baldur og Valgerður. Ekki varð hjá því komist að taka eftir Birnu; ljóshærð, fág- uð og einstaklega fallegur knapi. Ég var aðeins búin að vera örfáa daga í hesthúsa- hverfinu í Lögmannshlíð vorið 1985 þegar ég sá þessa flottu konu, aðdáunarvert hvað hest- urinn fór fallega hjá henni, hún fylgdi hverri hreyfingu hestsins af mikilli mýkt og taumhaldið var einkar ljúft. Væntumþykja skein úr augum knapa og hest- urinn launaði með því að leggja sig allan fram af fúsum og frjálsum vilja. Þetta er afar sterk og minnisstæð mynd sem ég síðar átti oft eftir að sjá. Fljótlega tókst vinskapur með okkur Birnu og Hólmgeiri og áttum við margar góðar stundir saman í hestamennsk- unni, ótal reiðtúra fram í Eyja- fjörð og svo hestaferðir um Þingeyjarsýslurnar. Við Birna tvær í eftirreið, það var föstudagskvöld, blanka- logn og miðnætursólin skein yf- ir Hrísey, reksturinn liðaðist rólega upp Bíldsárskarðið og við komnar hátt upp, bæði landfræðilega og í sálinni. Þetta er ein fallegasta mynd sem ég á og hana á ég með Birnu, við þögðum og nutum, það er gott að þegja með vini, náin tengsl geta myndast í þögn. Eftir fyrstu áningu uppi á hjallanum byrjuðum við að tala saman, umræðuefnið var lífið sjálft, tilgangur lífsins og skyldur mannsins til umhverf- isins, náttúrunnar og dýranna og síðast en ekki síst að bera ábyrgð á gjörðum okkar. Með okkur tókst trúnaður, við sögð- um hvor annarri frá feilsporum og hvernig hægt væri að vinna sig út úr þeim, læra og bæta. Unga konan sem reið með Birnu yfir Bíldsárskarðið þetta yndislega júníkvöld lærði af sér eldri og þroskaðri konu því Birna var sannarlega þroskuð og réttsýn kona. Birna var ekki mannblendin, leið ekki vel í fjölmenni og dró sig þá gjarnan í hlé. Fjölskyldan var henni dýr- mæt, á ég þá bæði við tví- og ferfætlinga innan fjölskyldunn- ar og setti hún hana ætíð í fyrsta sætið. Birna var hjartahlý og dómhörð í senn, henni þótti afar vænt um þá sem eru minni máttar, bæði dýr og menn. Hún þoldi ekki illa meðferð á dýrum, varð þá oft reið og hik- aði ekki við að grípa sjálf til að- gerða, lét í sér heyra og fólk fékk það óþvegið sem fór illa með dýr. Ég kveð vinkonu mína með sterkustu minningunni sem ég á um hana, en það er mynd í huganum, Birna á fallegu tölti á brúnskjótta gæðingnum sín- um Jörfa og Angus hlaupandi fram og til baka á bökkum Eyjafjarðarár, báðir jafn hænd- ir að húsmóður sinni. Innilegustu samúð til ykkar, vinir mínir, Hólmgeir, Börkur og Þórir. Sigurborg Daðadóttir. ✝ Sigrún T.Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 24. júní 1931. Hún andaðist á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni í Reykjavík 10. apr- íl 2018. Foreldrar henn- ar voru Ragnhild- ur Pálsdóttir Leví, f. 15.1. 1895 á Heggsstöðum í Húnaþingi, d. 13.2. 1970, og Jón Sigtryggs- son, f. 8.3. 1893 frá Framnesi í Blönduhlíð, d. 3.12. 1974. Systkini hennar eru Ingibjörg Pála, f. 24.5. 1926, Sigurlaug, f. 21.8. 1927, Páll Leví, f. 25.8. 1928, d. 23.4. 1941, og Guðný, f. 11.10. 1932, d. 10.4. 1937. Sigrún giftist 17.11. 1956 Ingólfi Lórenz Lilliendahl, f. 27.6. 1931 á Akureyri. For- eldrar hans voru Stígrún Helga Stígsdóttir, f 11.7. 1905 á Klyppsstað í Loðmundar- firði, d. 22.5. 1974, og Jakob Christian Lilliendahl, f. 27.7. 1894 á Austur-Skálanesi í Vopnafirði, d. 23.12. 1953. Börn Sigrúnar og Ingólfs eru: 1) Kristján, f. 13.8. 1957, maki Guðrún Marinósdóttir, f. 19.1. 1960. 2) Guðný, f. 22.10. 1958. 3) Kjartan, f. 8.10. 1961, maki Sigríður Bragadóttir, f. 4.7. 1960. 4) Hörður, f. 27.8. 1963, maki Elva Bredahl Brynj- arsdóttir, f. 12.12. 1964. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin fjög- ur. Sigrún var fædd og uppalin í Reykjavík, fyrst í grennd við miðbæ- inn en síðar í Vest- urbænum. Sem barn og unglingur var hún flest sum- ur í sveit á Hofi á Höfðaströnd. Hún lauk stúdentsprófi frá máladeild MR vorið 1950 og prófi í stærðfræðigreinum frá sama skóla 1951. Haustið 1951 hóf Sigrún nám í Lyfja- fræðingaskóla Íslands og lauk því á þremur árum. Næstu tvö ár lagði hún stund á fram- haldsnám í lyfjafræði við Dan- marks farmaceutiske Højskole í Kaupmannahöfn. Eftir heim- komuna starfaði Sigrún sem lyfjafræðingur í Stjörnuapó- teki á Akureyri á árunum 1957 til 1958. Að lokinni dvöl á Ak- ureyri lá leiðin til Hafnar- fjarðar þar sem fjölskyldan bjó frá 1961 til 1963. Haustið 1963 stofnuðu þau hjónin Dalvíkurapótek og störfuðu þar óslitið til 1981. Börnin ól- ust því að mestu leyti upp á Dalvík. Árið 1981 fluttu hjónin til Reykjavíkur og bjuggu sér heimili í Fossvoginum þar sem Sigrún bjó eins lengi og heils- an leyfði. Útför Sigrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 26. apríl 2018, klukkan 13. Þessi fáu minningarorð eru til elskulegrar móður, ömmu og tengdamóður. Við kveðjum hana nú með söknuði og þökk- um fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Á komandi tímum munum við geyma minninguna um hana í hjarta okkar. Leita þar fanga á gleðistund- um þegar skemmtileg atvik úr fortíð skjóta upp kollinum og veita hlýju og yl. Einnig á þungbærum stund- um þegar við þurfum huggun og stuðning getum við leitað til minninganna um hennar af- stöðu til lífsins, sem mun veita okkur styrk. Við erum þakklát fyrir þess- ar minningar og munum varð- veita þær vel. Hún tók öllu sem lífið bauð henni upp á með miklu æðru- leysi og þreki. Hún kunni að fagna því jákvæða og berjast gegn áföllum. Oft hafði hún tekist á við erfiða sjúkdóma og ætíð haft sigur, þar til undir lokin. Tilfinningin er sú að fallin sé öldruð hetja. Við treystum því að á nýja staðnum taki amma í spil og vinni auðvitað, brosandi, róleg og yfirveguð í fasi. Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðar glaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Þar dvelur mey hjá dimmra fossa tali og drauma vekur purpurans í blæ, en norðurljósið hylur helga sali – þar hnígur máninn aldrei niður í sæ. (Benedikt Gröndal) Hvíl í friði. Kristján, Guðrún, Ívar og Atli. Sigrún T. Jónsdóttir Afi minn, Frið- rik, er fallinn frá. Það fyrsta sem mér dettur í hug að skrifa um er handabandið hans. Hann taldi að hægt væri að ráða margt úr handabandi fólks um hvers kyns mannkosti það hefði að geyma. Það væru til dæmis bara aukvisar sem heilsuðu leti- lega. Hann þoldi ekki handaband þeirra sem réttu fram höndina með áhugalausri og sljórri hreyf- ingu. Handabönd ættu að vera þétt og ákveðin og höndin boðin fram með snarpri og líflegri hreyf- ingu, þannig sýndi viðkomandi Friðrik Sveinsson ✝ Jóhann FriðrikSveinsson fæddist 7. júní 1927. Hann lést 23. mars 2018. Útför Friðriks fór fram 6. apríl 2018. áhuga á þeim sem hann heilsaði. Þetta hef ég lagt á minnið og tileinkað mér síðan. Handabandið hans afa var lýsandi fyrir hann sjálfan; sterkt, innilegt og traust. Allt sitt líf var afi umvafinn konum. Hann átti sex syst- ur og einn bróður og sjálfur eign- aðist hann fimm dætur með eig- inkonu sinni, Gunnþóru. Afi afrekaði mikið á sinni löngu ævi en ég er handviss um að hann hafi verið langsamlega stoltastur af dætrum sínum. Hann var að minnsta kosti afar duglegur að hampa þeim. Ég sá að afi hafði einstakt lag á því að hrósa fólki, gullhamrar hans hlýjuðu inn að beini því þeir voru svo einlægir. Hann var til dæmis alltaf himinlifandi að sjá mig. Í hvert sinn sem ég kom í heimsókn horfði hann á mig með lotningu, eins og ég ímynda mér svipinn á barni sem sér sólina í fyrsta sinn. Þannig held ég að öllum hans afkomendum hafi lið- ið í návist hans, hann sýndi okk- ur ævinlega mikinn áhuga og hrifningu. Þegar ég var tvítug ferðaðist ég um Asíu í fjóra mánuði og gildnaði dálítið á breyttu mat- aræði. Í heimsókn hjá honum eftir ferðina horfði hann á mig hreykinn og sagði: „Mikið ertu nú alltaf falleg. Og orðin svona herðabreið.“ Þetta er einlægasta og eftir- minnilegasta lofsyrði sem ég hef fengið og ég ætla mér aldrei að gleyma því. Það minnir mig á að maður varð einstakur undir aug- liti hans. Margir minnast afa sem lækn- is, enda var hann margrómaður fyrir vel unnin störf sem héraðs- læknir. Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifaði einu sinni svo listilega um hann í Læknablaðinu að ég sá hann ljóslifandi fyrir mér þar sem hann stormaði á milli bæja í fárviðrum og samdi við móður náttúru um að komast á áfanga- stað til þess að geta sinnt sjúk- um. Af lýsingunum að dæma tók afi hlutverk sitt alvarlega og sinnti sjúklingum sínum af fyllstu alúð og nærgætni. Ég hef einu sinni þurft á þjónustu hans að halda og fékk þá smjörþefinn af honum í læknishlutverkinu. Ég var um níu ára og hafði háan hita en foreldra sem þurftu að mæta til vinnu. Þá gerði hann sér ferð úr Mosfellsbæ til Reykjavíkur til að sinna mér. Þarna var hann kom- inn á eftirlaun og örlítið hægari í sporum en áður en hann mundi eftir að koma með Nóakropps- pokann sem ég hafði þráð. Og spilin, svo við gætum spilað rommý. Þannig hjúkraði hann mér þann daginn. Það reyndist besta meðalið. Afi elskaði sólina og það er táknrænt fyrir skapgerð hans. Hann var að mestu glaðlyndur, jákvæður og lífsglaður. Hann sá ljósið í dætrum sínum fimm, í barnabörnum og barnabarna- börnum. Minning hans lifir í gegnum afkomendur hans um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku afi. Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir. ✝ Davíð Egilssonfæddist í Reykjavík 28. ágúst 1980. Hann lést í Reykjavík 18. apríl 2018. Foreldrar hans eru Arna Sigríður Sæmundsdóttir blómaskreytir, f. 10. september 1959, og Egill Daníelsson vélstjóri, f. 24. júli 1957, d. 5. mars 2016. Systir Davíðs er Ás- gerður, f. 7. maí 1986, gift Emil J. Fenger, f. 10. febrúar 1986. Börn þeirra eru Jakob Eldur, f. 21. skóla. Hann var vinmargur og stundaði íþróttir í KR. Á síðari hluta unglingsáranna starfaði hann sem fyrirsæta og fluttist bæði til New York og síðar Míl- anó. Árið 2003 kynntist Davíð Rakel og flutti með henni til Ísa- fjarðar þar sem eldri börnin tvö fæddust. Árið 2007 fluttu þau til Danmerkur þar sem Davíð starf- aði við smíðar og sonur þeirra fæddist ári síðar. Davíð hafði mikinn áhuga á bardagaíþrótt- um og æfði meðal annars MMA í Danmörku. Árið 2013 flutti Dav- íð aftur til Íslands og hélt áfram að æfa bardagaíþróttir. Síðustu ár glímdi hann við veikindi. Útför Davíðs fer fram frá Neskirkju í dag, 26. apríl 2018, klukkan 15. september 2010, og Thea Björk, f. 3. september 2012. Davíð lætur eftir sig þrjú börn með fyrrerandi eigin- konu sinni, Rakel Guðbjörgu Magn- úsdóttur, f. 9. maí 1982. Þau eru Dag- björt Stjarna, f. 6. nóvember 2004, Anna Sól, f. 6. október 2005, og Markús Máni Leó, f. 27. júlí 2008. Þau eru búsett í Danmörku. Davíð ólst upp í Vesturbænum og gekk í Melaskóla og Haga- Fyrir tæplega 15 árum fóru Rakel dóttir mín og Davíð að draga sig saman og stofnuðu fljótlega heimili. Þegar hún varð barnshafandi að Dagbjörtu Stjörnu fluttu þau frá Reykjavík til Ísafjarðar. Hann fór að vinna hjá mér við endurbyggingu á Edinborgar- húsinu. Eftir það vann hann hjá mér í ýmsum verkefnum af og til næstu árin. Davíð var duglegur í vinnu, enda rammur að afli. Á sínum yngri árum var hann góður í handbolta, enda kom það sér vel að vera hávaxinn og var hann val- inn í unglingalandsliðið, en síðan dalaði áhuginn fyrir handboltan- um. Seinni árin hafði hann áhuga á líkamsrækt og jiu-jitsu. Hann æfði um tíma í Danmörku, einnig hjá Mjölni. Árið 2007 fluttu þau til Dan- merkur og þá orðin fjögur talsins, en Anna Sól fæddist árið 2005. Rakel og Davíð gengu í hjóna- band í Danmörku. Akkúrat níu mánuðum síðar fæddist prinsinn, Markús Máni. Þau komu iðulega til Íslands á sumrin. Eitt sumarið fékk ég hann með mér í fjallgöngu upp á Eyrarfjall í Skutulsfirði, í glaða sólskini. Þegar við vorum komnir hálfa leiðina upp stakk hann mig af og var kominn upp á fjallið 10- 15 mínútum á undan mér. Þegar ég komst loks upp á toppinn lá hann þar í sólbaði, sposkur á svip. Árið 2013 skildi leiðir hjá þeim, þá var farið að halla verulega undan fæti hjá honum og óreglan að ágerast. Við vorum búin að heyra og sjá að hann væri í vondum málum og hætt við að illa gæti farið, en dauðsfallið varð okkur mikið áfall, því okkur þótti vænt um þennan dreng. Hann gaf okkur þrjú yndisleg barnabörn. Davíð átti margar góðar hliðar, en líka talsvert skap. Elsku Davíð minn, hvíldu í friði. Ég votta börnunum hans, móð- ur og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Magnús Helgi Alfreðsson. Davíð hitti Rakel dóttur mína sumarið 2003. Þau kíktu vestur til Ísafjarðar um haustið, þar sem hún kynnti hann fyrir okkur og sýndi honum átthagana. Það fór ágætlega á með okkur, hann bað mig að verða ekki hissa þótt hann gerði mig fljótlega að ömmu. Hann stóð við þau orð, þar sem fyrsta barnið fæddist aðeins rúm- lega ári síðar. Þá voru þau flutt til Ísafjarðar, Rakel ákvað að ljúka síðasta námsárinu við Menntaskólann og eignaðist barnið á fyrri önninni. Davíð vildi hafa mig viðstadda fæðinguna, sér til halds og trausts, og sótti það stíft. Þegar Dagbjört Stjarna fæddist var stoltið svo mikið að hann lýsti því yfir að hann vildi bara eignast annað barn fljótlega. Það gekk eftir, Anna Sól fæddist upp á dag 11 mánuðum síðar og var Rakel þar af leiðandi ófrísk á báðum önnum á lokaárinu og útskrifaðist ófrísk að vori. Þau bjuggu með dæturnar tvær á Ísafirði til ársins 2007, en þá ákváðu þau að flytjast búferl- um til Danmerkur, þar sem þeim fæddist sonur ári síðar, en það er hann Markús Máni Leó. Davíð hringdi í mig frá Reykja- vík þegar þau voru stödd þar um áramót og bað mig um hönd Rak- elar. Þá settu þau upp hringana, en giftu sig fyrsta vetrardag haustið eftir að þau fluttu til Dan- merkur. Systurnar voru skírðar í Fak- torshúsinu Hæstakaupstað á Ísa- firði, þegar þær voru ungbörn, en Markús þegar hann var að verða átta ára. Davíð var því miður ekki viðstaddur skírn sonarins. Þau hjónin voru þá skilin og hann hafði misst fótanna í óreglu og var ekki í sambandi við fjöl- skylduna. Síðustu árin hafa verið erfið fyrir fjölskylduna og alla þá sem þótti vænt um Davíð. Eftir andlát hans hafa vinir hans af erlendu bergi brotnir sett sig í samband við mig og lýst yfir söknuði og væntumþykju, beðið fyrir samúð- arkveðjur til fjölskyldunnar. Þetta eru meðal annars sam- ferðamenn sem kynntust honum í Danmörku og fylgdust með hon- um þar. Börnin þeirra þrjú eru vel gerð og hefur móðir þeirra haldið vel utan um hópinn. Við munum gera allt sem í okk- ar valdi stendur til að styðja þau og halda góðum minningum um föður þeirra á lofti, en eins og allir átti hann sínar góðu og yndislegu hliðar. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf?“ (Björn Halldórsson í Laufási) Blessuð sé minning hans Dav- íðs okkar. Innilegar samúðarkveðjur elsku Stjarna, Anna, Markús, Arna, Ása og fjölskylda, Sæmi, Ása, Ester og aðrir ættingjar og ástvinir Davíðs. Áslaug Jóhanna Jensdóttir. Í dag kveð ég frænda minn Davíð Egilsson með sorg í hjarta. Davíð ólst upp við mikinn kær- leika frá foreldrum sínum, Ásu systur sinni og allri stórfjölskyld- unni. Hlýjan og góðmennskan voru alltaf í fyrirrúmi og þegar ég hitti Davíð skein það í gegn, þó svo að síðustu árin hafi samskipt- in orðið lítil sem engin. Ég sendi honum reglulega skilaboð og í flestum tilvikum kom svar þar sem hann þakkaði fyrir hugul- semina og skilaði kveðju til allra. Það er sárt að lesa þessi skilaboð og sjá fyrir sér að þau verði aldrei fleiri. Minningarnar hrannast upp og það er af mörgu að taka. Ég var svo heppin að vera oft í pössun hjá mínum uppáhalds, Örnu Siggu og Agli. Þegar Davíð fæddist fékk ég að dúllast með Örnu Siggu í fæðingarorlofinu og svo líka þegar Ása kom í heiminn. Davíð varð strax fjörugur og uppátækjasamur með ljósu lokk- ana og bláu augun sín. Svakalega sætur og fegurðin varð bara meiri eftir því sem árin liðu. Hann kynntist yndislegri konu og eign- uðust þau þrjú frábær börn sem munu halda minningu Davíðs á lofti. Ég trúi því að Davíð sé kom- inn á betri stað til pabba síns þar sem friður og ró umlykur hann. Elskulega Arna Sigga, Ása, Emil, Dagbjört Stjarna, Anna Sól, Markús Máni og Rakel, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra á þessum erfiðu tím- um. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk. Ykkar Esther Þorsteinsdóttir. Davíð Egilsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.