Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er mjög mikið af köttum í
Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“
segir bandaríski spennusagnahöf-
undurinn Dan Brown brosandi þeg-
ar hann snýr til baka úr gönguferð
um miðborgina. Og hann bætir við
að kettirnir séu vinalegir. Það er sól-
bjartur dagur í borginni og létt yfir
höfundinum, sem er útitekinn og
hraustlegur. Þegar við göngum inn á
hótel til að ræða saman er hann enn
að hugsa um kettina og segist jafn-
framt ekki hafa séð einn einasta
hund. Merkir það eitthvað? Hin
kunna aðalpersóna vinsælla sagna
Brown, táknfræðingurinn Robert
Langdon, hefði mögulega getað lesið
eitthvað í þá uppgötvun en höfund-
urinn lætur það eiga sig. Hann er
hér í fríi.
Spennusögur Dans Brown hafa
notið fáheyrðra vinsælda út um
heimsbyggðina síðan Da Vinci lykill-
inn kom út árið 2003 og sló strax í
gegn. Hann hefur nú sent frá sér
fimm bækur um táknfræðinginn
slynga Robert Langdon, sem leik-
arinn Tom Hanks hefur túlkað í
kvikmyndunum sem gerðar hafa
verið eftir þremur bókanna. Nýjasta
bókin nefnist Origin á frummálinu
og kom út snemma vetrar en íslensk
þýðing, Uppruni, var að koma út.
Eins og í fyrri bókunum blandast
þar saman þrjú meginviðfangsefni,
allt grundvallarþættir menningar-
innar: trú, vísindi og listir. Uppruni
gerist öll á Spáni. Sagan hefst í Gug-
genheim-safninu í Bilbao þar sem
táknfræðingurinn Langdon er
mættur á blaðamannafund hjá
heimsþekktum frumkvöðli sem hef-
ur boðað vísindalega uppgötvun sem
hann segir skekja trúarlegan grund-
völl kristinna manna en um leið
svara áleitnustu spurningum mann-
kyns: Hvaðan komum við? Hvert
förum við? En blaðamannafund-
urinn fer ekki eins og ætlað var, því
frumkvöðullinn hafði kallað yfir sig
reiði voldugra afla, og berst Lang-
don inn í háskalega baráttu sem
tengist bæði trúarlegum leiðtogum á
Spáni og konungsfjölskyldu lands-
ins.
Eins og fyrri bækurnar um Lang-
don gerist Uppruni að mestu á ein-
um sólarhring og er atburðarásin
æsispennandi og dregur lesendann
auðveldlega með sér.
Lengi einn í myrkrinu
Dan Brown segist hafa gaman af
því að ræða við lesendur og útgef-
endur um bækurnar sínar þar sem
hann kemur en nú sé hann í fríi á Ís-
landi. „Það er í raun langt síðan ég
hef lagst í langt og strembið flakk til
að fylgja bók eftir. Og oftast fer ég
bara í stuttar kynningarferðir. En
ég var orðinn mjög spenntur að
koma þessari nýju bók út. Ég hafði
verið svo lengi einn í myrkinu að
vinna að henni. Rithöfundar vinna
afskaplega mikið í einrúmi og eftir
tarnir sem eins og hjá mér standa
árum saman, finnst mér gaman að
hitta lesendur. Hvort sem þeir dá
verkin eða þola þau ekki!“ segir
Brown og brosir.
„Mér finnst ekki erfitt að sitja við
og skrifa bók í allt að fjögur ár. Ein-
hverjum kann að finnast það skrýtið
en ég hef líka gaman af því að standa
fyrir framan fjölda fólks, stundum
þúsundir, og segja frá eða svara
spurningum. Ætli það sé ekki kenn-
arinn í mér. Og það er líka ánægju-
legt að ræða við fólk augliti til auglit-
is um eitthvað skynsamlegt, sköpun
heimsins eða eitthvað annað.“
Hann bætir við að hann eigi ekki
marga vini í hópi rithöfunda en sum-
ir eigi alls ekki auðvelt með þetta og
þoli jafnvel ekki að standa frammi
fyrir fjölda lesenda sinna. „Margir
rithöfundar eru einfarar. Þess vegna
hentar þeim að skrifa, að vera einir
með hugsunum sínum.“
Á hestbak og í sjósund hér
Sú spurning hlýtur að vakna hvort
heimsókn Brown merki að Ísland
muni koma við sögu í einhverri bóka
hans í framtíðinni. Hann er á leiðinni
að skoða handrit í Árnastofnun; er
þar ekki eitthvað fyrir söguhetjuna
Langdon að rýna í, til dæmis mynd-
lýsingar handritanna?
Brown brosir aftur og kýs að
svara því ekki. Segir hinsvegar að
hann hafi verið það lánsamur að geta
ferðast mikið um heiminn en sú stað-
reynd að hann hafi aldrei fyrr komið
til Íslands hljómi eins og glæpur.
„Ég veit að ferðaþjónustan hefur
blómstrað hér síðustu fimm árin og
ég tel að það sé meðal annars vegna
þess að það eru sífellt færri staðir á
jörðinni sem hægt er að heimsækja
og sjá hreina og ósnortna náttúru,
og finna hvernig maður getur tengst
jörðinni og náttúruöflunum.
Bróðir minn hefur komið hingað
nokkrum sinnum – hann er ljós-
myndari og tónlistarmaður og dáir
Ísland. Hann hefur oft sagt mér að
koma hingað – og það er í raun fá-
ranlega auðvelt, innan við fimm tíma
flug frá Boston þar sem ég bý.
Foreldrar mínir komu hingað fyr-
ir tveimur árum og voru í viku, sáu
margt það markverðasta og voru
líka gríðarlega ánægð. Ég vonast til
að sjá jökla og eldfjöll, fara á hest-
bak og synda jafnvel í ísköldum
sjónum.“
Stærstu spurningar sem til eru
Það hljómar eins og Brown sé
ekki í skáldsagnaskrifum sem stend-
ur og hann staðfestir að svo sé.
„Eftir að ég hef sent frá mér bók
tek ég venjulega svona eitt ár í að
fylla höfuðið aftur af hugmyndum.
Þá les ég og les og geri það af kappi
um þessar mundir. Ég les allt mögu-
legt, reyndar mjög lítið af skáldskap,
en langmest sagnfræði, heimspeki
og trúarbragðafræði.“
Og það kemur ekki á óvart eftir að
hafa lesið bækur eftir Brown, í þeim
eru allskyns upplýsingar og umræða
um hugmyndir, og alltaf má finna
þrjú umfjöllunarefni: um listir,
trúarbrögð og vísindi. Þessi þrjú
mikilvægu umfjöllunarefni takast á
á síðunum.
„Enda eru þetta burðarsúlur
mannlegs samfélags!“ segir hann.
„En svo furðulega sem það annars
hljómar þá eru sífelldir árekstrar
milli þeirra. Að tefla þeim saman er
næstum eins og að reyna að smíða
borð með þremur fótum þar sem
fæturnir vísa hver í sína áttina.“
Hann hlær.
– En þú hefur fundið þína leið til
að nota þessa „fætur“ í verkunum.
„Ég hef alltaf litið á bækurnar
sem mína persónulegu könnunar-
leiðangra. Ég legg alltaf upp með
það að reyna að svara spurningunni
hvað mig langi til að læra á þeim
fjórum árum sem það mun taka mig
að skrifa bókina. Hvaða heimi langar
mig að búa í? Og ég veit að ef svörin
við spurningunum vekja áhuga minn
þá hefur annað fólk líka áhuga á
þeim, það lærði ég snemma á ferl-
inum. Því segi ég alltaf: Skrifaðu
bókina sem þig langar að lesa. Ekki
elta það sem virðist njóta hylli í vin-
sælustu bókum augnabliksins. Mað-
ur verður bara að skrifa þá bók sem
maður vill lesa – og vona að annað
fólk deili þeim smekk.
En þær spurningar sem ég spyr
mig áður en ég byrja á nýrri bók
geta verið flóknar. Í Uppruna spyr
ég tveggja stærstu sem hægt er að
spyrja: Hvaðan komum við og hvert
förum við? Eftir Engla & djöfla, þar
sem ég sprengdi næstum upp Vatík-
anið, var ég mjög hugsi yfir því
hvert ég gæti farið í næstu sögu en
endaði á því að skrifa um Maríu
Magdalenu í Da Vinci lyklinum. Það
kemur alltaf eitthvað upp.“
Margir sögðust vera höfundar
– Leikar berast víða í sögunum,
með viðkomu í stórborgum í Evrópu
og Bandaríkjunum. Ferðastu alltaf
til þeirra staða sem þú skrifar um?
„Já, svo sannarlega. Við vinnuna
við Uppruna eyddi ég löngum stund-
um í Bilbao á Spáni, þar sem Gugg-
enheim-safnið kemur við sögu, ég
var lengi í Barselóna, og í Sevilla og
Madríd. Þegar ég var drengur
bjuggum við fjölskyldan í tvö ár á
Spáni og ég bý að því og tala
spænsku.“
– Sem þú nýtir þér í sögunni.
„Já, og það nýttist mér mjög vel í
heimildavinnunni og ég ræddi við
ótrúlega marga. Ekki bara fræði-
menn. Í tenglsum við bækurnar hef
ég iðulega rætt mest við sýningar-
stjóra, listfræðinga eða vísinda-
menn, en núna fannst mér afar
gagnlegt að ræða við almening á
Spáni um sýn hans á söguna og
framtíðina, og um stór mál eins og
trú, einræði, samkynhneigð, tækni
og hvernig hún hefur áhrif á unga
fólkið.“
– Og allir þesir þættir koma ein-
mitt við sögu í Uppruna. Milljónir
manna lesa bækurnar þínar og þú
segist tala við allra handa sérfræð-
inga og veitir eflaust ekki af, því það
hlýtur að vera rík krafa um að farið
sér rétt með allar staðreyndir.
„Svo sannarlega. Ég veit satt best
að segja ekki hversu margir koma að
þeirri vinnu að gæta þess að allt sé
rétt sem kemur fram en það eru
margir, útgefendur og allt þeirra
starfsfólk. Samt virðist ekki skipta
Hvað langar mig að læra?
Metsöluhöfundurinn Dan Brown segist vera gríðarlega þakklátur fyrir velgengnina Hann segir
höfnun vera mikilvægan drifkraft Fór gegnum ellefu málaferli vegna Da Vinci lykilsins og vann öll
Morgunblaðið/Einar Falur
Metsöluhöfundur „Ég skrifa bækurnar mínar ekki fyrir peninga – ég skrifa þær vegna þess að ég hef eitthvað að
segja!“ Dan Brown hefur notið meiri velgengni en flestir höfundar í sögunni en það slær ekki á sköpunarþörfina.