Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 79
máli hversu hart við leggjum að okk-
ur og hversu varkár ég er, nýja bók-
in var varla komin út þegar lesendur
fóru að hafa samband og finna að
einu eða öðru, jafnvel að orðalagi…“
– Svo hafa mál ítrekað verið höfð-
uð gegn þér vegna bókanna.
„Já og það er ekki gaman. Þegar
Da Vinci lykillinn kom út kvaðst
fjöldi fólks hafa skrifað þá bók! Og
margir höfðuðu mál á þeim for-
sendum. Ég held ég hafi farið gegn-
um ellefu málaferli og vann þau öll.
En það eyðir mikilli orku og tíma, og
er að auki gríðarlega kostnaðar-
samt, þó svo að ég vinni öll málin.“
Enginn kom að láta árita
Þrátt fyrir að Brown sé einn vin-
sælasti rithöfundur samtímans þá
þekkir hann það líka að fáir lesi
verkin hans.
„Ég er gríðarlega þakklátur fyrir
þá velgengni sem ég hef notið. En ég
man líka vel þau ár í upphafi ferils-
ins þegar ég átti afar fáa lesendur.
Digital Fortress seldist aðeins í um
2000 eintökum. Englar & djöflar,
sem átti eftir að seljast mjög vel
seinna, seldist ekki nema í um 3000
eintökum fyrstu árin. Það var ekki
fyrr en eftir útkomu Da Vinci lykils-
ins að hún tók flugið. Ég man því vel
hvernig var að mæta í bókaáritun og
enginn kom. Bókstaflega enginn. Og
þar sat ég með bunka af bókum fyrir
framan mig og nokkra penna til ör-
yggis, en enginn mætti. Þannig að
þegar ég býsnast í dag yfir málaferl-
um eða tímabundnu álagi við að
kynna bækur, þá er ég líka afskap-
lega þakklátur fyrir að svo margir
njóti bókanna, fyrir lesendurna.“
– Því þú þekkir sjálfur líka hina
hlið málsins, áður en þú slóst í gegn.
„Einmitt. Ég vorkenni alltaf þess-
um ungu dægurtónlistarstjörnum
sem eru ekki nema 17 eða 18 ára
gamlar og eru komnar á hæstu hæð-
ir heimsins. Og hafa aldrei upplifað
höfnun. Það að mistakast eða vera
hafnað er mikilvægur drifkraftur í
baráttunni við að viðhalda vel-
gengni. Og maður verður að vita að
það þarf líka alltaf heilmikla heppni.
Vissulega þarf að skrifa góða bók en
svo þarf líka heppni í spilið. Fjöldi
góðra bóka finnur aldrei útgef-
endur…“
Brown segir auðmýktina mik-
ilvæga þegar vel gengur og þá þekki
hann líka vel hvað það er erfitt að
skrifa bækur eins og hans eru.
„Ég veit ekki hvort það er merki
um auðmýkt að vakna klukkan fjög-
ur á morgnana til að skrifa, sjö daga
vikunnar, en ég geri það og get ekki
gefið því sem ég vinn að minna en
hundrað prósent. Ég hef verið
spurður að því hvers vegna ég leggi
svona hart að mér, og það er rétt að
ég þyrfti þess í sjálfu sér ekki ef við
lítum til tekna – ég hef unnið mér
inn það mikinn pening að það myndi
duga til að greiða leiguna það sem ég
á ólifað. Ég gæti slappað af. En ég
skrifa bækurnar mínar ekki fyrir
peninga – ég skrifa þær vegna þess
að ég hef eitthvað að segja! Vissu-
lega hafa penigarnir komið sér vel
og verið mér góðir, ég vildi frekar
eiga fé en ekki, en það leysir ekki
vandamálin sem ég glími við klukk-
an fjögur á morgnana þegar ég sest
við tölvuna og stari á tóman skjá.
Ég hef notið þess að hafa góðar
fyrirmyndir í lífinu. Faðir minn er
mjög góður höfundur, einn af sölu-
hæstu höfundum kennslubóka í
stærðfræði á heimsvísu. En ef þú
hittir hann myndi þig aldrei gruna
hversu frægur hann er á því sviði og
hversu mikillar velgengni hann hef-
ur notið. Vissulega hef ég selt nokkr-
ar bækur vel en ég hef ekki unnið af-
rek eins og að lækna krabbamein…
Og ég spyr mig í sífellu, hvað geri
ég næst?“
Veruleikinn mótaður í annað
Í lokin ræðum við um þá stóru
þætti sem sífellt takast á í verkum
Brown, vísindi, trú og listir. Hann
segist vera heillaður af allri myndlist
en í listinni sé veruleikinn mótaður í
eitthvað annað, svo fólk upplifi hann
á nýjan hátt. „Þess vegna förum við
á listasöfn, til að uppgötva eitthvað
nýtt,“ segir hann. „Eitt af því besta
við vinnuna við Uppruna var að
reyna að skilja samtímalist betur.
Ég fékk afar góða leiðsögn sýning-
arstjóra Guggenheim-safnsins í
Bilbao sem opnaði augu mín fyrir
því að samtímalist væri í grunninn
um það að hafa hugmynd. Þegar þú
skoðar verk eftir Michelangelo
kanntu að dá pensilskriftina og
tæknina, en þegar þú horfir á nú-
tímamálverk sem er hvítur strigi
með rauðu litaformi uppi í horninu
þá þarf ekki mikla tækni til að skapa
það verk – en verkið snýst hins veg-
ar um hæfileika við að skapa og
móta hugmyndina.
Ég dái þó ekki alla samtímalist,
stundum velti ég fyrir mér hvort fal-
inni myndavél sé beint að mér til að
sjá hvort ég geri mig að fífli – en það
er ein dásemdanna við listræna upp-
lifun, lúxusinn við að geta sagt: ég
skil þetta ekki! Og svo hef ég alltaf
Robert Langdon til að skýla mér
bakvið í bókunum, hann spyr spurn-
inga og er eldfljótur að skilja og
setja í samhengi…“
– Tekist er á um trúarbrögð í sög-
unum og oft eru illmennin hluti af
kerfi trúarbragða, til að mynda kaþ-
ólsku. Það er eins og þú njótir þess
að opna myrkar skúffur með öfga-
túlkun og ég tel víst að þú eigir
fjölda óvildarmanna vegna þess.
„Það er satt. Fullt af fólki þolir
ekki það sem ég hef skrifað um
trúarbrögð og trúaða. Ég reyni að
sýna trú virðingu enda hafa trúar-
brögðin gert ótrúlega margt gott .
En ég bendi líka á að trúarbrögðin
hafa getið margt slæmt af sér. Og
þegar við höldum okkar trúarlegu
hugmyndum eins og stríðsfánum og
marserum í átök þá erum við bara
hræsnarar.“
Brown var alinn upp í kristinni trú
og við söguna um Adam og Evu.
Þegar hann var tíu ára gamall fór
hann með krökkum í kristilegum
sumarbúðum í vísindasafn og var
upplýstur um þróunarkenninguna.
Brown fór þá til prestsins og spurði
hvort sagan væri sönn. Presturinn
svaraði: Góðir drengir spyrja ekki
þessarar spurningar. Hann segir að
þar hafi orðið hvörf í sínu lífi.
„Ég held að stór hluti trúaðra geti
lesið Biblíuna og aðra trúarlega
texta sem dæmisögur, sjái að þetta
eru ekki bókstaflegar staðreyndir.
Engu að síður telur fjöldi fólks, ekki
síst í mínu heimalandi, að þessum
sögum beri að trúa í bókstaflegum
skilningi. Þá er spurt, en hvað með
þær sannanir um þróun lífs sem
steingervingar færa okkur?
Guð kom þeim fyrir til að reyna
trú okkar, svara þau.
Stundum langar mig til að löðr-
unga þetta fólk og segja: vaknaðu!“
Deilur um tákn og merkimiða
Og Brown segir að heimurinn sé
sífellt að skreppa saman og því fylgi
aukin spenna og efasemdir meðal
trúaðra. Hann telur trúarbrögð vera
að renna saman í almenna heimspeki
eða skilning þar sem fólk viðurkenni
að til sé eitthvað stærra og mátt-
ugra, eitthvað sem er erfitt að nefna
en mætti kalla „hið stóra góða“.
„Við getum verið vinir þótt við
deilum ekki trú, menningu eða
tungumáli. En það er ekki síst
tungumálið sem hefur skapað gríð-
arleg vandamál í sambandi við
trúarbrögð. Við upplifum öll sömu
andlegu hlutina; þegar við höldum á
nýfæddu barni eða höldum í hönd
deyjandi foreldris í Reykjavík, Bost-
on eða Bagdad þá eru það sömu til-
finningarnar. En við að skilgreina
þær þá notum við ólík tungumál og
árekstrar skapast. Ég segi að móðir
mín hafi farið til himna, í öðru landi
segir fólk eitthvað annað og við för-
um að deila vegna orðalags. Hefði
mannkynið ekki þróað öll þessi ólíku
tungumál kynnum við að vera á betri
stað – og ég væri ekki rithöfundur!
Svo margt sem við deilum um er
vegna tákna og merkimiða. Einn
segir guð sinn tákna eitt, annar segir
sinn guð tákna annað. Þá erum við
farin að rífast þó að í raun trúum við
því sama. Ef við hefðum ekki tákn og
orð værum við á sömu blaðsíðu…“
– … og einmitt það tekst hetjan
þín, Langdon, á við.
„Heldur betur, í sífellu, og hann
hefur nóg að gera,“ segir Brown.
Vinsældir Leikararnir Tom Hanks og Audrey Tautou í kvikmynd leikstjór-
ans Rons Howard eftir Da Vinci code. Hanks hefur túlkað söguhetjuna Ro-
bert Langdon í þremur kvikmyndum eftir spennusögum Dans Brown.
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Sýningin Spring signs
chill 30% verður opnuð í
sýningarsal Sambands
íslenskra myndlist-
armanna, SÍM, í Hafn-
arstræti 16 kl. 17 í dag.
Sýninging er samsýning
erlendra listamanna
sem hafa dvalið og starf-
að í vinnstofum SÍM við
Seljaveg í þessum mán-
uði.
Á sýningunni verður
hægt að skoða fjölbreytt
verk sem eru afrakstur
rannsókna og vinnu listamannanna en þeir hafa allir dvalið í mánuð eða
lengur á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Listamennirnir eru 10 talsins og frá átta löndum, Bandaríkjunum, Kan-
ada, Bretlandi, Portúgal, Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi og Þýskalandi og
vinna verk í ólíka miðla.
Sýningin verður opin í dag til kl. 19 og á morgun kl. 10-15.
SÍM Gallerí sambandsins er við Hafnarstræti 16.
Tíu listamenn sýna í SÍM
Síðustu fimmtán ár hefur Dan Brown verið einn vinsælasti rithöfundur
samtímans og hafa spennusögur hans um táknfræðinginn Robert Lang-
don notið gríðarlegra vinsælda. Svo mikilla að á þeim tíma hafa einungis
selst fleiri eintök bóka eftir J.K. Rowling, höfund sagnanna um Harry
Potter. Munu bækur Brown hafa selst í hátt í þrjú hundruð milljónum ein-
taka en þær hafa verið þýddar á fleiri tugi tungumála.
Fyrsta saga Dans Brown sem sló í gegn var The Da Vinci Code (2003).
Var það önnur sagan sem hann skrifaði um Langdon en hin fyrri, Angels
& Demons, sem kom út 2000, náði ekki flugi fyrr en The Da Vinci Code
kom út. Áður hafði Brown sent frá sér Digital Fortress (1998) og þá kom
Deception Point (2001) út á milli fyrstu bókanna um Langdon. Síðan hafa
komið á prent The Lost Symbol (2009), Inferno (2013) og Origin (2017)
nú í vetur. Sú síðastnefnda var að koma út á íslensku í þýðingu Ingunnar
Snædal og nefnist Uppruni.
Bandaríski leikstjórinn Ron Howard hefur gert vinsælar kvikmyndir
eftir þremur sagnanna um Langdon, The Da Vinci Code, Angels & De-
mons og Inferno.
Dan Brown er einn þriggja systkina og ólst upp í New Hampshire. Faðir
hans var háskólakennari og virtur höfundur kennslubóka í stærðfræði en
móðir hans menntaður kirkjuorganisti. Áður en Brown helgaði líf sitt
skrifum árið 1996 hafði hann spreytt sig sem tónlistarmaður og höf-
undur dægurlaga í Los Angeles, með litlum árangri. Þá var hann um tíma
grunnskólakennari í ensku og spænsku. Hann er kvæntur en barnlaus og
hefur Blythe, eiginkona hans, unnið með honum að heimildavinnu fyrir
bækurnar.
Hátt í 300 milljónir seldar
DAN BROWN ER EINN VINSÆLASTI HÖFUNDUR SAMTÍMANS
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s
Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s
Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s
Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200