Saga - 2007, Side 250
A F A Ð A L F U N D I S Ö G U F É L A G S 2 0 0 7
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 13. október 2007 í
húsnæði félagsins að Fischersundi 3 og hófst hann kl. 15. Forseti félagsins
setti fund og skipaði Helga Þorláksson prófessor fundarstjóra. Erla Hulda
Halldórsdóttir sagnfræðingur var skipuð fundarritari. Síðan flutti forseti
skýrslu stjórnar.
Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 14. október 2006, er kunnugt
um að eftirtaldir félagsmenn hafa fallið frá: Einar Oddur Kristjánsson
alþingismaður, Eiríkur B. Eiríksson bókavörður, Friðbjörn Agnarsson
endur skoðandi, Gísli Guðjónsson prentari, Hallgerður Gísladóttir fagstjóri
þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands, Haraldur Guðnason bókavörður,
Hrafnkell A. Jónsson héraðsskjalavörður, Jónas Jónsson fv. búnaðarmála -
stjóri, Magnús Magnússon fræðimaður og sjónvarpsmaður, Ólafur Auð -
uns son húsasmíðameistari, Pála Vermeyden háskólakennari í Amster dam,
Pétur Pétursson þulur, Sigurður M. Helgason fv. borgardómari, Snær
Jóhannesson birgðavörður, Stefán Reynir Kristinsson viðskiptafræðingur,
Vigdís Hansen sagnfræðingur og Þorvaldur Lúðvíksson lögfræðingur.
Fundarmenn vottuðu hinum látnu félögum virðingu með því að rísa úr
sætum. Eftir venjuleg aðalfundarstörf flutti dr. Lára Magnúsardóttir sagn -
fræð ingur erindi sem nefndist „Bannfæring og kirkjuvald: Tímabil í
íslenskri miðaldasögu“. Lára fjallaði um valda þætti úr nývarinni doktors -
ritgerð sinni, Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275–1550. Lög og rann sóknar -
forsendur, og skýrði frá helstu niðurstöðum hennar. Með gagnrýnum lestri
á heimildum og endurskilgreiningu hugtaka opnar Lára nýja sýn á sögu
tímabilsins. Var fyrirlesturinn mjög áhugaverður og sérlega vel fluttur og
var mörgum fyrirspurnum beint til Láru.
Stjórnarfundir á liðnu starfsári voru tíu. Stjórnin kemur að jafnaði
saman einu sinni í mánuði en tekur sér frí um tveggja mánaða skeið á
sumrin. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skipti hún að venju með sér
verkum. Már Jónsson prófessor var áfram ritari, Kristrún Halla Helgadóttir
sagnfræðingur tók við starfi gjaldkera af Guðmundi J. Guðmundssyni og
meðstjórnendur voru þau Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur og
Illugi Gunnarsson hagfræðingur, nú alþingismaður. Sagnfræðingarnir Erla
Hulda Halldórsdóttir og Ólafur Rastrick voru kjörnir varamenn. Skoðunar -
menn reikninga voru eins og fyrr Halldór Ólafsson fyrrv. útibússtjóri og
Ólafur Ragnarsson lögfræðingur og var Guðmundur Jónsson prófessor
varamaður þeirra.
Um útgáfu Sögufélags. Fyrst er að segja frá tímaritinu Sögu, en nokkur
undanfarin ár hefur það komið út í tveimur heftum árlega, að vori og
hausti. Saga hefur fyrir löngu unnið sér sess sem fremsta ritrýnda fagtímarit
Saga haust 2007 nota:Saga haust 2004 - NOTA 11/19/07 4:33 PM Page 250