Saga - 2007, Page 253
Björns Gunnlaugssonar frá 1844. Hefur verið lagt mikið kapp á að leita til
sveitarfélaga í Landnámi Ingólfs um fjárframlög og þegar þetta er skrifað
er stjórnin full bjartsýni um að nægilegt fé safnist til útgáfunnar.
Á vegum Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands er um þessar mundir
unnið að útgáfu á Acta yfirréttarins og extralögþinganna, sem Björk Ingi -
mundardóttir sagnfræðingur og skjalavörður vinnur að. Eru allar líkur á
því að fyrsta bindið komi út á næsta ári.
Önnur rit í undirbúningi. Í stuttu máli er verið að vinna að útgáfu eftir -
farandi rita og geta lesendur fundið nánari lýsingu á þeim í skýrslu stjórnar
í hausthefti Sögu 2006: Æviskrár íslenskra kvenna þar sem gerð verður grein
fyrir mörgum þeirra íslensku kvenna sem heimildir finnast um; Innreið
nútímans á Íslandi í ritstjórn Guðmundar Hálfdanarsonar, prófessors við
Háskóla Íslands, og Páls Björnssonar, lektors við Háskólann á Akureyri; og
loks Konungar Íslands 1264–1944. Nemendur í sagnfræði á MA-stigi við
Háskóla Íslands eru nú að skrifa um einstaka kónga undir leiðsögn
undirritaðrar.
Síðast en ekki síst verður að nefna afmælisrit Lofts Guttormssonar.
Hópur samstarfsmanna Lofts stendur að þessu verki og er það Sögufélagi
bæði ljúft og skylt að gefa það út. Ritið verður um 300 blaðsíður að lengd
og höfundar um þrjátíu. Meðal þeirra eru allir ritnefndarmenn bókarinnar,
þ.e. Dóra S. Bjarnason, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Skúli Kjartansson,
Jón Torfi Jónasson og Ólöf Garðarsdóttir. Meðal annarra höfunda eru Árni
Bergmann, Bragi Guðmundsson, Wolfgang Edelstein, Einar Már Jónsson,
Antoinette Fauve-Chamoux, Gestur Guðmundsson, Gunnar Karlsson,
Hjalti Hugason, Hjörleifur Guttormsson, Pétur Gunnarsson, Sølvi Sogner,
Lars-Göran Tedebrand og Vigdís Finnbogadóttir. Er ljóst að hér verður um
mjög áhugavert rit að ræða.
Sögufélag er í góðri samvinnu við Þjóðvinafélagið og er Almanak Hins
íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 2008 þegar komið út og hefur Heimir
Þorleifsson að vanda tekið saman árbókina, nú fyrir árið 2006. Stutt er í
útkomu Andvara þegar þetta er skrifað en Sögufélag sér um dreifingu
þessara rita fyrir Þjóðvinafélagið.
Dúxarnir. Eins og menn muna var ákveðið að frá og með árinu 2005
verði sá nemandi sem nær framúrskarandi árangri í sagnfræðinámi á BA-
stigi við sagnfræðiskor Háskóla Íslands heiðraður af Sögufélagi. Á árinu
2006 reyndust tveir nemendur hnífjafnir: Bryndís Björgvinsdóttir og Pétur
Eiríksson.
Fjármál Sögufélags. Aðalverkefni forseta og stjórnar hefur verið að afla
fjár til útgáfu félagsins. Saga stendur rétt undir sér fjárhagslega. Því var
nauðsynlegt að fara í fyrrnefnda áskrifendaherferð, en betur má ef duga
skal og er reyndar sorglegt að sjá hversu margir sagnfræðingar eru ekki
félagsmenn í Sögufélagi. Teiti var haldið fyrir nýnema í sagnfræði og voru
þeir leystir út með bókagjöf. Þrír gengu í félagið. Í samvinnu við Sagn -
fræðingafélag Íslands var síðan haldið teiti fyrir sagnfræðinga sem út -
af aðalfundi sögufélags 2007 253
Saga haust 2007 nota:Saga haust 2004 - NOTA 11/19/07 4:33 PM Page 253