Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
verðri Hjallatangavík að Þórðartanga. Liggja þau upp frá
sjó og vestur yfir eyna u.þ.b. hálfa, en sums staðar lengra.
Þetta eru lágir torfgarðar, yfirleitt ekki nema 30 sm á hæð og
1 m á breidd. Lengdin er nokkuð mismunandi eftir kringum-
stæðum, oft um 20-40 m. Óreglulegt bil er á milli garða, eða
3-9 m. Á stöku stað virðist um að ræða þvergarða eða niður-
gröft. Fjöldi garðlaga er a.m.k. 20-30.
Mikil óvissa ríkir um það, hvernig skýra beri torfgarðana,
sem þó eru örugglega ekki beðasléttur eða verksummerki
túnaslétta.38 Búnaðarskóli starfaði í Flatey á Breiðafirði
1857-1860, en á starfsárum hans hófust fyrst túnasléttur og
aðrar jarðræktarframkvæmdir í Breiðafjarðareyjum,einkum
í Flateyjarhreppi og nágrenni. Eingöngu var unnið með
handverkfærum vegna skorts á hestum. Þar um slóðir komu
þeir fyrst við sögu árið 1905 og aðeins í Hvallátrum og
Svefneyjum.39 Ekki er unnt að tengja garðlögin í Fagurey
fyrrgreindum jarðabótum né heldur þeim sem hófust fyrir
áhrif Ólafsdalsskólans (1880-1907). Þar að auki var tún á
nyrðri hluta eyjarinnar, en suðurendinn hafður fyrir
kúabeit.40
Hugsanleg skýring er að hér sé um að ræða skjólgarða
fyrir akuryrkju. í því sambandi má minna á að árið 1703 var
við lýði Akrabúð eins og áður greinir. Svipaðir torfgarðar
munu einnig vera í Akureyjum á Breiðafirði, og það fleiri en
einni,41 og gæti það styrkt tilgátuna. Akurörnefni eru þekkt
víða um land og yfirleitt talin bera vitni um kornrækt fyrr á
öldum.42 Ýmislegt mælir þó á móti fyrrnefndri tilgátu,
einkum þær minjar sem eru til samanburðar.
Fornar akurgirðingar eru að öllum líkindum í Svefneyjum
og er þeim lýst á eftirfarandi hátt:
Lengra út, suðr frá bænum, niðr við voginn, er allstórt
svæði, sem kallaðir eru Akrar. Þetta er alt umgirt og er á
lengra veginn um 50 faðmar, enn um 25 á hinn. Alt þetta
svæði innan garðs er sundrskift með stærri og smærri girð-
ingum. Þessar smágirðingar eru víst fjórar eða fimm.