Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 66

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 66
64 BREIÐFIRÐINGUR yrðlingunum fyrr en þeir væru orðnir glorhungraðir. Kvaðst hann mundu gera það að tveim eða þrem dögum liðnum. En í þeirri ferð var ég ekki með honum. Öðru sinni er ég var í grenjaleit með Jóni komum við að greni í Hjarðarfelli, en það greni hafði Jón búið til árið áður. Hann komst fljótt að því að læðan mundi vera í greninu hjá yrðlingunum. Segir hann að gaman væri að reyna að ná henni lifandi. Við bjuggum til einskonar múl úr snæri með lykkju í miðju sem ég átti að smokka upp á trýnið og loka þannig skolti læðunnar ef tilraunin mistækist ekki. Því næst hlóð hann byssuna og lagði hana hjá sér þar sem hann gæti gripið til hennar á augnabliki ef læðan slyppi út. Jón var alvanur að skjóta fugla á flugi og bjóst því við að sér tækist einnig að skjóta ref á fullri ferð. Því næst fundum við hellu- stein og settum fyrir opið á greninu. Að öllum þessum var- úðarráðstöfunum loknum fórum við að rífa grenið upp, tókum fyrir lítinn spotta í einu og færðum helluna ávallt fyrir opið þar til ekki var nema örstuttur spotti að botni grenisins. Þá setti Jón upp tvo vettlinga á hægri hönd sér, smeygði henni bak við helluna og dró læðuna út úr greninu. Hann hafði náð góðu taki á hnakka læðunnar og hélt henni þannig frá sér að hún náði ekki til að bíta. Mér tókst fljótt að koma lykkjunni á múlnum upp á trýni hennar og hnýta endunum saman fyrir aftan hnakka læðunnar. Mig minnir að við höfum bundið fætur hennar með mjúku bandi svo að hún gæti ekki rifið sig út úr poka sem við létum hana í. Við tókum svo yrðlingana og settum þá í annan poka. Mig minnir að þeir væru fjórir. Svo byggðum við upp grenið eins og það áður var. Að því loknu bjuggumst við til heimferðar. Við komum við í Ljárskógaseli rétt fyrir venjulegan fóta- ferðartíma. Jón fór að baðstofuglugganum, bauð góðan dag og sagði síðan: „Mig er farið að langa í morgunkaffið.“ Jónas bóndi var fljótur til dyra og fengum við þar hinar ágæt- ustu móttökur. Eftir það héldum við heim að Ljárskógum. Jón setti læðuna ásamt yrðlingunum í hús sem hann hafði til- búið og ól til næsta vetrar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.